Morgunblaðið - 09.02.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
ÚTVARP/SJÓNVARP SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1992
43
12.45 9 - fjögur, heldur áfram.
12.46 Fréttahaukur dagsins spurður út úr.
16.00 Fréttir.
16.03 Dægurmálaútvarp og fréttir. Starfsmenn
dægurmálaútvarpsins og fréttaritarar rekja stór
og smá mál. Kristinn R. Ólafsson talarfrá Spáni.
17.00 Fréttir. - Dagskrá heldur áfram, meðal ann-
ars'með máli dagsins og landshornafréttum. -
18.00 Fréttir.
18.03 Þjóðarsálin - Sigurður G. Tómasson og Stel-
án Jón Hafstein.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Ekki fréttir. Haukur Hauksson endurtekur
fréttirnar sínar frá því fyrr um daginn.
19.32 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur. (Einnig út-
varpað aðfaranótt laugardags kl. 02.00.)
21.00 Smiðjan - Sykurmolarnir og tónlist þeirra.
Fyrri hluti. Umsjón: Skúii Helgason.
22.07 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson.
0.10 í háttinn. Gyða Dröfn Tryggvadóttir leikur Ijúfa
kvöldtónlist.
1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns.
Fréttir kl. 7.00, 7.30,8.00,8.30,9.00,10.00,11.00,
12.00, 12.20, 14.00, 16.00, 16.00, 17.00,
18.00, 19.00, 22.00 og 24.00.
NÆTURÚTVARPIÐ
1.00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests.
2.00 Fréttir. - Þáttur Svavars heldur áfram.
3.00 ( dagsins önn - Vaktavinna. 2. þáttur af 3.
Umsjón: Birgir Sveinbjörnss. (Endurt. þáttur).
3.30 Glefsur. Úr dægurmálaútvarpi mánudagsins.
4.00 Næturlög.
4.30 Veðurfregnir. - Næturlögin halda áfram.
5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
5.05 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson.
6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
6.01 Morguntónar. Ljúf lög i morgunsárið.
LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2
8.10-8.30 og 18.35-19.00. Útvarp Norðurland.
AÐALSTÖÐIN
FM 90,9 / 103,2
7.00 Útvarp Reykjavik. Fulltrúar stjórnmálaflokk-
anna stjórna morgunútvarpi.
9.00 Stundargaman. Umsjón Þuríður Sigurðar-
dóttir. Kl. 9.15. Þáttur um íslenskt mál.
10.00 Við vinnuna með Guömundi Benediktssyni.
12.00 Fréttir og réttir. Jón Asgeirsson og Þuriður
Siguröardóttir.
13.00 Við vinnuna. Guðmundur Benediktsson.
14.00 Sveeöisútvarp. Umsjón Erla Friðgeirsdóttir.
Norðurland/Akureyri/Sauðárkrókur.
15.00 í kaffi með Ólafi Þórðarsyni.
16.00 Á útleið. Erla Friðgeirsdóttir.
17.00 íslendingafélagið. Umsjón Jón Asgeirsson.
19.00 Lunga unga fólksins. Umsjón Jóhannes
Kristjánsson.
21.00 Undir yfirborðinu. Þáttur þar sem rætt eru
mál sem eru yfirleitt ekki á yfirborðinu.
22.00 Blár mánudagur. Umsjón PéturTyrfingsson.
ALFA
FM 102,9
7.00 Morgunþáttur. Tónlist, fréttir, veðu[.
9.00 Jódis Konráðsd. Fréttaspjall kl. 9.50 og
11.50.
13.00 Ólalur Haukur.
18.00 Eva Sigþórsdóttir.
19.05 Ævintýraferð í Odyssey.
19.35 Vinsældalisti, 20 efstu sætin.
20.35 Richard Perinchief prédikar.
21.05 Vinsældalistinn ... framhald.
22.05 Fræðsluþáttur um fjölskylduna. Umsjón: dr.
James Dobson.
24.00 Dagskrárlok.
Bænastund kl. 9.30,13.30 og 17.30. Bænaiínan
s. 675320.
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson
og Guðrún Þóra. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00.
Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30.
8,00 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eirikur Jónsson,,
Guðrún Þóra og Steinunn ráðgóða.
9.00 Anna Björk Birgisdóttir. Mannamál kl. 10 og
11, fréttapakki í umsjón Steingríms Ólafssonar
og Eiriks Jónssonar. Fréttirkl. 12.00. Kvikmynda-
pistill. Páll Óskar Hjálmtýsson.
13.00 Sigurður Ragnarsson. iþróttafréttir kl. 13.00.
Akranes:
Nýr flygill í safnaðarheimilið
Akranesi.
SÓKNARNEFND Akraness hef-
ur ráðist í kaup á Bösendorfer
konsertflygli sem formlega var
vígður með tónleikum í safnað-
arheimilinu miðvikudaginn 29.
janúar sl. Jónas Ingimundarson
píanóleikari flutti einleiksverk
eftir innlenda og erlenda liöf-
unda ásamt því sem Ingveldur
Ýr Jónsdóttir söng einsöng við
samleik Jónasar.
Safnaðarheimilið Vinaminni,
sem tekið var í notkun 1986, hefur
verið vinsælt tónleikahús og er
mikið notað til ýmiskonar tónlistar-
iðkana á vegum safnaðarins eða á
vegum annarra aðila. í húsinu var
gamall flygill í eigu Tónlistarskóla
Akraness sem verið hefur þar til
geymslu. Þótti því ekki hægt að
bíða lengur eftir því að kaupa hljóð-
færi í húsið sem stæðist fyllstu
kröfur. Fyrir valinu varð flygill frá
Bösendorfer í Vínarborg en þeir
þykja hafa töluvert mýkri og fyllri
hijóm en ýmis önnur hljóðfæri og
þótti henta vel í safnaðarheimilið
sem hefur mjög mikinn hljómburð.
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
Jónas Ingimundarson og Ingveldur Ýr Jónsdóttir við vígsluna á
flyglinum.
Leifur Magnússon hljóðfæra-
smiður sem er Akurnesingur hefur
umboð fyrir Bösendorfer á íslandi
gaf Akranessöfnuði afslátt við
kaupin auk þess sem hann gaf yfir-
breiðslu yfir hljóðfærið og píanó-
stól. Þá gaf hann einnig fyrstu still-
ingu á hljóðfærinu og flutninginn
frá Reykjavík til Akraness. Einnig
gáfu Kirkjunefnd kvenna og
Kirkjukór Akraness fé til kaupana.
Á vígslutónleikunum var margt
manna og almenn ánægja við-
staddra með hljóðfærið sem og tón-
listarfólkið Jónas og Ingveldi Ýr.
- J.G.
1:
Tónleikar í Hallgrímskirkju
nHH í kvöld hefjast Tónmenntadagar Ríkisútvarpsins - IsMús
1 Q 32 með tónleikum í Hallgrímskirkju. Á tónleikunum koma
fram helstu kórar landsins ásamt Sinfóníuhljómsveit ís-
lands. Um 500 listamenn taka þátt í tónieikunum, sem eiga að gefa
mynd af sönghefð íslendinga frá upphafi til vorra daga. Á tónleikun-
um er verkið Máríuvísur eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson frum-
flutt. Flytjendur eru Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran, Hamrahlíð-
arkórinn, Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Sinfóníuhljómsveit
íslands. Verkið var samið að tilhlutan Ríkisútvarpsins af þessu til-
efni. Dagskráin í kvöld er eftirfarandi:
ísland farsælda frón. Bergþór Pálsson og Sigurður Bragason
syngja.
Ur Þorlákstíðum.
Magnifícat eftir Misti Þorkelsdóttur. Hamrahlíðarkórinn og Kór
Menntaskólans við Hamrahlíð syngja, Snorri Sigfús Birgisson leikur
á píanó; Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar.
Landið vort fagra eftir Árna Thorsteinsson.
Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns.
Töframynd í Atlantsál.
Dýravísur eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Karlakórinn Fóstbræð-
ur undir stjórn Árna Harðarsonar og Karlakór Reykjavíkur undir
stjórn Friðriks S. Kristinssonar syngja.
Máríuvers eftir Pál ísólfsson.
Krummi svaf í klettagjá. Kór Öldutúnsskóla syngur og Marteinn
H. Friðriksson leikur á orgel; Egill Friðleifsson stjórnar.
Requiem eftir Jón Leifs. Kór Langholtskirkju syngur; Jón Stefáns-
son stjórnar.
Hlé. Ævar Kjartansson stýrir umræðum um íslenska tónlist.
Svo stór synd engin er, Heiður, lof, dýrð á himni og jörð.
Ó, synd, ó syndin arga.
Ó, Jesú, að mér snú, þrír sálmar úr Hallgrímspassíu eftir Atla
Heimi Sveinsson.
Ave María eftir Hjálmar H. Ragnarsson.
Heyr himnasmiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Mótettukór Hall-
grímskirkju syngur; Hörður Áskelsson stjórnar.
Máríuvísur eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson.
Mannamál kl. 14.
16.00 Reykjavík siðdegis. HallgrímurThorsteinsson
og Steingrímur Ólafsson. Mannamál kl. 16. Frétt-
ir kl. 17 og 18.
18.05 Landsiminn. Bjarni Dagur Jónsson.
19.19 Fréttir.
20.00 Kristófer Helgason.
23.00 Kvðldsögur. Umsjón Eirikur Jónsson.
24.00 Næturvaktin
EFFEMM
FM 95,7
7.00 Sverrir Hreiðarsson i morgunsárið.
9.00 Ágúst Héðinsson á morgunvakt.
12.00 Hádegistréttir.
12.10 Valcfis Gunnarsdóttir. Tónlist og getraunir.
15.00 ivar Guðmundsson. Stafaruglið.
19.00 Kvöldfréttir,
18.10 Gullsafnið. Ragnar Bjarnason.
19.00 Halldór Backman. Kvöldmatartónlistin.
22.00 Ragnar Már Vilhjálmsson.
1.05 Haraldur Jóhannsson.
5.07 Náttfari.
huóðbylgjan
Akureyri
FM 101,8
17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson. Fréttir frá frétta-
stofu Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 18.00.
STJARNAN
FM 102,2
7.00 Arnar Albertsson.
11.00 Siggi Hlö til tvö.
14.00 Ásgeir Páll Ágústsson.
18.00 Adam og Eva.
20.00 Magnús Magnússon.
24.00 Næturvakt.
ÚTRÁS
FM 97,7
16.00 Iðnskólinn i Reykjavik.
18.00 FB.
20.00 Kvennaskólinn.
22.00 MR.
1.00 Dagskrárlok.
B STJÓRN SÍ, Sálfræðingafé-
lags íslands, mótmælir harðlega
þeim stórauknu álögum sem lagðar
hafa verið á barnafjölskyldur í
þessu landi. Niðurskurður barna-
bóta, aukin kostnaðarþátttaka í
læknisaðstoð og lyfjum, skólagjöld,
niðurskurður á kennslu, fjölgun
bama í bekkjum, allt þetta leiðir
óhjákvæmilega til versnandi aðbún-
aðar barna. Stjórn SÍ telur að síð-
ustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í
málefnum barnafjölskyldna séu
ekki til neins annars líklegar en að
auka erfiðleika íslenskra barna. Það
er augljóst að foreldrar þurfa að
vinna meira, skólanum gert erfiðara
fyrir að sinna sínu hlutverki, og að
sjúkdómar í fjölskyldunni verða
kvíðaefni. Stjórn SI hvetur ríkis-
stjórnina til að snúa við óheillaþróun
sem verið hefur í málefnum ís-
lenskra barna og fjölskyldna og
leita annarra leiða til að leysa úr
erfiðri fjárhagsstöðu ríkisins.
Gárur
eftir Elítiu Pálmadóttur
Orð í belg
Hrekkvís kyndir heiftarbál.
Hræsnin veður elginn.
Aulabárði er alltaf mál
orð að leggja í belginn.
sagði Örn Arnarson af einhverju
tilefni. Ekki verður hér tíundað
undir hvaða umræðu þessari vísu
skaut skyndilega upp í hugann.
Gárurhöfundur var að sprynga af
óþreyju eftir að leggja orð í belg
um ... ja, hvað? Um vitleysuna í
þjóðfélaginu auðvitað, eins og allir
hinir. Öruggara að sveigja hugsun-
ina á aðra braut. Að matinu á
daglegu snakki og hvernig það
hefur þróast í samfélaginu, sveifl-
ast og farið í króka frá dögum
Gróu á Leiti. í hugarfylgsnum birt-
ast skondin skoðunarefni.
Um langt árabil var til siðs að
skammast út í Velvakanda í fínum
menntamannakreðsum, einkum á
vinstri vængnum eins og líka tald-
ist til góðra siða. Allir þeir sem
sendu Velvakanda erindi eða báru
sig upp við hann voru léttvægir
fundnir. Þar væri lágkúran mesta.
Ósköp var einn fréttamaður á því
vonda blaði, sem leið svona almú-
gapistla frá hveijum sem er og
með ómögulegar skoðanir, orðinn
leiður á Velvakandatalinu þegar
menn fengu sér rauðvín og osta
undir notalegu kertaljósi, sem líka
var eins og vera bar hjá gáfnaljós-
um á þeim árum. Herinnburt-arar
og Natóandstæðingar fundu upp
á því herbragði að skrökva því
upp á fulltrúa Nató á íslandi,
Magnús Þórðarson, að hann skrif-
aði í Velvakanda undir nafninu
„húsmóðir í Vesturbænum“. Þótti
varla vera hægt að svívirða meira.
Var sagan sett á prent í Þjóðvilj-
anum sáluga og svei mér ef sum-
ir trúa henni ekki enn. Svona var
stemmningin í garð opins almenn-
ingsdálks þá. En allt er í heimin-
um hverfult.
Nú um árabil hefur Ríkisút-
varpið tekið upp sinn Velvakanda-
pistil undir því hátíðlega nafni
Þjóðarsálin. Þar er hlustendum
boðið að bera fram það sem þeim
liggur á hjarta og bera sig upp
undan óréttlætinu í samfélaginu
óg í heiminum og nágrenni hans,
eins og þar stendur. Þar er engin
hætta á að neitt fari í ruslakörf-
una, því allt er bein útsending.
Líka horfinn sjálfshemillinn sem
felst í hinum sígildu lokaoi-ðum í
símtölum til Velvakanda, eftir að
búið er að ausa úr skálum reiðinn-
ar: „Vertu ekkert að skrifa þetta.
Nú er ég búinn að fá útrás. Eg
varð bara að tala við einhvern.“
í beinni útsendingu bunar það
allt og hömlulaust út. Það kúnst-
uga er að það þykir bara gott.
Enginn nennir að lýsa fyrirlitn-
ingu sinni á efni eða flytjendum.
Kannski eru þeir sem hömuðust
gegn fijálsum bréfaskriftum í
Velvakanda fyrrum bara í öðrum
pistlum. Eða skrúfa hljóðlátir fyr-
ir. Einn möguleiki enn. Að það
efni og orðbragð, sem eitt sinn
kallaði á fordæmingu, þyki nú
harla gott. Áður hefði varla þótt
við hæfi að orða það svo í virðuleg-
um fréttatíma að Bush hafi í Kína-
ferðinni étið eitthvað og ælt, svo
farið var með hann fram á klós-
ett. Eða að ung móðir væri kölluð
með nýfætt barn sitt á skerminn
og fréttamaður þýfgaði hana
framan í alþjóð um hvenær króinn
hennar hefði komið undir. Eru
þetta breyttir tímar?
Hvað ætli taki nú við af Velvak-
anda og Þjóðarsál nútírnans? Þátt-
ur sem nefnist „utandagskrárum-
ræða“, einhvers konar útibúspist-
ill frá alvöruþingfréttum? Þar elta
menn ólar við eitthvað sem ein-
hver á að hafa sagt úti í bæ, segja
hver annan ljúga og móðgast með
stóryrðum ef þeir eru ekki sáttir
við skoðanir annars með orðun-
ég er bara hættur ef hann
um
biðst ekki afsökunar". Þetta virð-
ist vera dálkurinn eða þátturinn
þar sem menn geta rokið til án
þess að leita upplýsinga eða und-
irbúa málið, svona ámóta eins og
að ijúka í Þjóðarsálina og Velvak-
anda. Og það er einmitt þetta sem
fer umfram annað frá þeim bæ út
í beina útsendingu. Blað sagði frá
því að menn hefðu rétt sloppið
fyrir horn þegar saga fór af stað
um að Eimskip ætlaði að kaupa
Hagkaup og þingmaður var kom-
inn á fremsta hlunn með að biðja
um utandagskrárumræðu um
málið, sem komið var frá Gróu á
Leiti. Sagan eflaust sjálf komin
úr líkum stað. í það sinn sluppu
menn við að selja hjarta sitt til
hins gamla svartagaldurs sem við
köllum daglega fréttamennsku,
eins og sá orðhagi karl Oscar
Wilde orðaði það. En Velvakend-
ur, Þjóðarsál og Utandagsskrár-
umræður eru auðvitað orðinn hluti
af þessum svartagaldri dagspress-
unnar. Virðing velvakenda virðist
á uppleið, ekki satt?
Þær eru nú dulítið skemmtileg-
ar þessar „ég-er-bara-hættur-að-
vera- meðér-“ móðganir yfir skoð
unum eða túlkunum næsta manns'
- sem auðvitað eru líka alveg
forkastanlegar. Það eru skoðanir
annarra gjarnan. Líklega erfiðara
en í að komast að fara eftir þeim
vísu orðum, sem í seinni tíð eru
kennd við Churchill, en hann hafði
eftir eins og Gáruhöfundur nú:
Ég fyrirlít skoðanir þínar, en ég
virði rétt þinn til þess að hafa
þær. Lítið um það þessa dagana.