Morgunblaðið - 09.02.1992, Qupperneq 37
unnið. Eftir stríð sem kostaði stór-
kostlegar mannfórnir — áætlað er
að 150,000 — 200,000 íraskir borg-
arar hafi látið lífið í loftárásum
bandamanna — heldur Saddam Hus-
sein enn fast um stjórnartaumana í
írak.
„Hveit einasta barn í þessu landi
verðskuldar fyrsta flokks mennt-
un.. .Ég vil hjálpa börnum til að
mennta sig. Og ég mun sjá til þess
að það verði auðveldara að safna
.fyrir háskólamenntun."
George Bush, New Orleans. 18. ágúst,
1988.
Bush sór að verða „forseti
menntamála" (the education presi-
dent), en það er fremur stutt síðan
hann byijaði að reyna að gera eitt-
hvað sem gæti réttlætt tilkall hans
til þess titils. Forsetinn 'lét mennta-
mál gjörsamlega afskiptalaus fyrstu
tvö ár kjörtímabilsins. Bytjað var á
tveimur áætlunum sem Bush hafði
lofað til að efla grunnskóla, en þær
voru „frystar" vegna fjárskorts.
Hann lofaði sérstökum skattafrá-
drætti vegna barna svo foreldrar
gætu lagt meira fjármagn til hliðar
fyrir menntun barna sinna en hann
getur ekki komið til framkvæmda.
Allar tillögur Bush í menntamál-
um hafa haft þann annmarka að lít-
ið sem ekkert fjármagn fylgir þeim.
Framlög forsetáns hafa að mestu
verið fólgin í því að leggja til að rík-
in hvert um sig taki á sig fjárhags-
legu skuldbindingarnar.
En Bush hefur á ný lofað að hann
muni veija miklum fjármunum til
menntamála verði hann endurkjör-
inn og segir að áætlun hans muni
tryggja að 80% allra bandarískra
barna á forskólaaldri verði tryggð
.menntun.
„Ég er umhverfisverndarsinni."
George Bush. Michigan, 31. ágúst, 1988.
Bush lofaði öllu fögru þegar kom
að umhverfismálum. Hann lofaði að
efna til ráðstefnu um umhverfismál,
að hreinsa andrúmsloftið og stöðva
dælingu eiturefna í hafið.
í orði, að minnsta kosti, hefur
Bush staðið við þessi loforð. Hann
kom „Clean Air Act“ í gegnum þing-
ið, róttækasta lagafrumvarpi um
umhverfismál sem Bandaríkjaþing
hefur samþykkt. Á borði horfir mál-
ið hins vegar öðruvísi við. Dan
Quayle, varaforseti, sem haft hefur
umsjón með framkvæmd laganna,
hefur gert þau um margt óvirk með
ýmiss konar undanþágum til stórfyr-
irtækja sem veigra sér við fjárfrekri
umhverfisvemd og gagnrýnendur
segja að lögin séu í raun gagnslaus.
Bush sagðist vilja „fá fólk um
allan heim til að skilja mikilvægi
umhverfisverndar.“ En á alþjóðlegri
ráðstefnu um hitastig jarðar, lögðu
fulltrúar Bandaríkjastjórnar áherslu
á hversu kostnaðarsamt það verður
að koma í veg fyrir „gróðurhúsa-
áhrif,“ sem flestir sérfræðingar telja
öruggt að muni breyta veðurfari
jarðarinnar með uggvænlegum af-
leiðingum.
í kosningabaráttu sinni nú leggur
Bush aftur mikla áherslu á umhverf-
isvernd og hefur lofað því að fjár-
magn til hreinsunar kjarnorkuúr-
gangs verða aukið um 25%.
„Eiturlyfjasali sem veldur dauða
lögreglumanns á skilið dauðarefs-
ingu. “
George Bush. New Orleans, 18.
ágúst,1988.
„Ég mun taka mjög hart á glæp-
um,“ sagði Bush. Aðalpersónan í
sjónvarpsauglýsingum hans á því
sviði var Willie Horton, dæmdur
morðingi frá Massachusettes, sem
var handtekinn fyrir nauðgun í
heinifararleyfi frá ríkisfangelsinu.
Bush sagðist myndu tvöfalda fjár-
framlög til fangelsismála, breyta
ónotuðum herstöðvum í fangelsi og
nota upptækar eignir eiturlyfjasala
til að fjármagna byggingu tukthúsa.
Þetta hefur honum tekist. Fjár-
magn til þessara mála hefur aukist
um 93% síðan árið 1988. Bush lét
einnig stofna nýja deild innan dóms-
málaráðuneytisins til að fást sér-
staklega við glæpaflokka.
En „stríðið gegn eiturlyfjum,"
eins og forsetinn kallaði baráttu
sína, hefur ekki gengið eins vel.
Skjótt var hætt við loforð um að
stofna sérstaka „stríðsnefnd" undir
forystu varaforsetans; þingið stofn-
aði þess í stað aðra nefnd sem gegna
átti svipuðu hlutverki. Þrátt fyrir
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUr' 9. FEBRÚAR 1992
aukin fjárframlög til þessa mála-
flokks hefur innflutningur kókaíns
til Bandaríkjanna ekkert minnkað
og rannsóknir sem stjórnvöld hafa
látið gera sýna að notkun sterkra
efna fer mjög vaxandi.
„Við verðum að lækka kostnað
og auka gæði og aðgang að heil-
brigðisþjónustu í Bandaríkjunum.
Undir minni stjórn verður tekið á
þessu vandamáli með sparnaði og
yfirgripsmeiri sjúkratiyggingu. “
Úr kosningabæklingi Bush sumarið 1988.
Loforð um bætta heilbrigðisþjón-
ustu hefur reynst málskrúð eitt. 35
milljónir Bandaríkjamanna hafa
enga sjúkratryggingu og stjórnvöld
hafa lítið sem ekkert gert til þess
að leysa vandann. Bush setti fram
áætlun sem átti að auðvelda lág-
tekjufóki að kaupa tryggingu en
sinnti málefninu lítið og það dagaði
uppi í þinginu.
Stjórnin sýndi þó nýlega lit. Eftir
að demókratinn Harris Wofford
vann þingsæti í Pennsylvaníu með
því að leggja áherslu á almanna-
tryggingar, tilkynnti Hvíta húsið að
fljótlega yrði lögð fram áætlun um
nýtt heilbrigðiskerfi. Samkvæmt til-
lögunum kemur skattafrádráttur til
greina og reyna á að auðvelda fólki
tiyggingakaup, en hvernig fara á
að því er óljóst. Þessar aðgerðir eru
lítið annað en fitl og munu engan
vanda leysa. Tryggingaiðnaðurinn í
Bandaríkjunum veltir milljörðum
árlega við núverandi aðstæður og
það er ekki pólitískur vilji né þor til
breytinga, enda hefur Bush á undan-
förnum mánuðum gagnrýnt „sósíal-
ískar“ tillögur sem leggja myndu
grunn að almannatryggingum.
„Ég vil betri og vingjamlegri
þjóð.“
George Bush. New Orieans, 18. ágúst
1988.
Frá upphafi var „betri og vin-
gjarnlegri þjóð“ eitt af slagorðum
Bush. Hann talaði hátíðlega um
„nýja þjóðarsátt" og hét því að koma
fram af „nærgætni“ við þingið. En
frammistaða hans hefur ekki verið
í samræmi við þetta. Bush lagði til
að fjárframlög til heimilislausra yrðu
aukin en lítið hefur verið gert til að
leysa vanda þeirra 33 milljóna
Bandaríkjamanna sem eiga ekki þak
yfir höfuðið. Eftir ræðuhöld hans
um „útrétta hönd til hjálpar" hefur
hann 24 sinnum notað þessa sömu
hönd til að strika út ákvarðanir
þingsins.
Stjórn Bush hefur lítið unnið f-því
loforði forsetans að „sjá til þess að
allar bandarískar fjölskyldur geti
komið sér upp almennilegu húsnæði
á viðráðanlegu verði.“ Bush var
mánuðum saman andsnúinn minni-
háttar aukningu á lágmarkslaunum
og alls hefur forsetinn lækkað fjár-
framlög til láglaunafólks um 600
milljónir dollara.
Bush dró að samþykkja frumvarp
sem hefði tryggt um tveimur milljón-
um Bandaríkjamanna atvinnuleysis-
bætur þegar skóinn tók að kreppa
að í efnahagsmálum sl. sumar. Þeg-
ar hann loksins samþykkti lögin
hafði ein milljón manna bæst í hóp
þeirra sem engan rétt áttu til bóta.
Sífellt fleiri bætast í hóp atvinnu-
lausra. Samdrátturinn í bílaiðnað-
inum kostaði þúsundir Bandaríkja-
manna atvinnuna og fleiri stórfyrir-
tæki eru að draga saman seglin.
Zale, sem er stærsta skartgripa-
verslun Bandríkjanna, hyggst loka
400 af 2.000 verslunum sínum og
segja upp 2.500 starfsmönnum.
Woolworth verslunarkeðjan mun
loka 900 verslunum á árinu og
10.000 manns munu missa vinnuna.
Eftir að hafa látið sér fátt um
finnast í fyrstu, hafa ráðmenn í
Hvíta húsinu loksins viðurkennt að
Bandaríkin eiga í alvarlegri efna-
hagskreppu. Bush hefur vísað á bug
gagnrýni um að hann sinni ekki
nægilega efnahagsmálum heima
fyrir. Hann segist hafa mikla samúð
með þeim sem eiga um sárt að binda
og talar að nýju um „sameinaða,
betri þjóð“ sem eigi betri tíma í
vændum. Hvort Bandaríkjamenn
trúa forsetanum kemur í ljós þegar
gengið verður að kjörborði í nóvem-
ber.
Heimildir: Los Angeles Times, 5., 30. janúar
1992; Time, 13. janúar 1992; CNN, 9.,30.
janúar 1992; CBS, 17., 22., 28. janúar 1992.
Höfundur stundar háskólanám í
fjölmiðlafræði í Bandríkjunum.
Sveinbjörn Björnsson rektor Háskóla íslands:
Margvíslegar að-
gerðir til sparnað-
ar og tekjuöfhmar
SVEINBJORN Björnsson, rektor
Háskóla íslands, segir að þrátt
fyrir þær sparnaðarráðstafanir,
sem þegar hafi verið gripið til í
rekstri Háskólans vegna niður-
skurðar á fjárveitingu ríkisins,
vanti 145 milljónir króna upp á
að hægt sé að halda óbreyttum
rekstri miðað við þann nemenda-
fjölda, sem búizt er við á næsta
misseri. Það er því ljóst að frek-
ari sparnaðaraðgerða er þörf.
Háskólarektor segir að við fyrstu
umræðu fjárlaga hafi fjárveiting
til Háskólans verið skorin niður
þannig að 140-163 milljónir hafí
vantað upp á. (Fyrri talan er út-
reikningur mennta- og fjármála-
ráðuneytis, en sú síðari er útkoma
háskólayfirvalda. Ólíkar forsendur
valda mismuninum.) Fjárlaganefnd
ætlaðist til að Háskólinn næði inn
90 milljónum króna með hækkun
skólagjalda, en Háskólaráð treysti
sér ekki til að innheimta meira en
76 milljónir. Þá stóð eftir 65-88
milljóna gat, eða 4,3 - 6% af fjár-
þörf skólans. Við aðra umræðu var
svo bætt á 5% flötum niðurskurði,
sem allar ríkisstofnanir urðu fyrir.
Eftir þann niðurskurð vantaði Há-
skólann 158-181 milljón
(10,5 - 12% af fjárþörf), að sögn
Sveinbjöms. „Við urðum í raun
tvisvar fyrir hagræðingamiður-
skurði,“ segir hann.
Sveinbjörn segir að Háskólaráð
hafi nú þegar samþykkt sparnaðar-
aðgerðir, sem líklega muni spara
um 36 milljónir króna á árinu. Það
fé muni einkum sparast á haust-
misseri. Enn stendur eftir 145
milljóna króna gat, að mati há-
skólayfirvalda. Þegar hefur verið
gripið til spamaðar. Ekki verður
ráðið í stöður, sem losna á árinu,
nema rektor telji það óhjákvæmi-
legt. Þá verður sett þak á yfir-
vinnu. Fastir kennarar mega þá
kenna sama stundafjölda í yfir-
vinnu og þeim var heimilt áður en
stundakennarar gripu til óformlegs
verkfalls og fastir kennarar bættu
á sig kennslu. Tímabundið verða
strangari kröfur gerðar um fjölda
nemenda í námskeiðum. Þeim til-
mælum er beint til deilda Háskól-
ans að^ef færri en 10 skrá sig í
námskeið, sé það fellt niður. Fjöldi
fyrirlestra hefur verið takmarkað-
ur, þannig að kennari flytji ekki
fleiri en einn fyrirlestur vikulega á
hvetja námseiningu. Ef námskeið
ér metið til þriggja eininga, má því
ekki halda fleiri en þrjá fyrirlestra
vikulega.
Meðal sparnaðartillagna, sem
líklega verða afgreiddar á næsta
háskólaráðsfundi, er að setja há-
mark á heildarfjölda kennslustunda
með viðvem kennara, sem nemend-
ur í fullu námj sækja. Einnig er
að sögn rektors rætt um að draga
úr kostnaði við dæmatíma og verk-
legar æfingar, jafnvel að fá nem-
endur, sem eru í framhaldsnámi
eða að ljúka námi, sem leiðbeinend-
ur. Þá er rætt um að segja upp
leiguhúsnæði og draga úr rekstar-
vörukaupum.
Allt þetta dugir hins vegar
hvergi til að ná endum saman.
„Tillaga okkar til menntamálaráðu-
neytisins er að í fyrsta lagi fáum
við fimmtán milljóna króna leiðrétt-
ingu fyrir ofreiknuðum innritunar-
gjöldum,“ segir Sveinbjörn. „Svo
hefur menntamálaráðherra mögu-
leika á að deila til baka 40% af
þeim niðurskurði, sem varð við
aðra umræðuna. Það myndi gefa
okkur 37 milljónir. Við förum í
raun fram á við stjórnvöld að þau
hætti við þá skerðingu, sem var
ákveðin við fyrstu umræðu um fjár-
Sveinbjörn Björnsson
lagafrumvarpið, en að við 'tækjum
á okkur þessa skerðingu, sem allir
fengu á sig við aðra umræðu, og
bærum sömu byrðar og aðrir. Þá
vantaði okkur samt tuttugu millj-
ónir til að ná endum saman og það
myndum við reyna að gera með
því að fella niður kennslu og færa
frá okkur verkefni, sem við höfum
tekið að okkur.“
Aðspurður hvaða verkefni sé
hægt að færa frá Háskólanum,
segir rektor að HÍ reki ýmsa þjón-
ustu, sem fleiri en háskólastúdent-
ar nýti sér. „Við rekum til dæmis
öfluga alþjóðaskrifstofu og sjáum
um tengslin við Evrópubandalagið
varðandi Erasmus og COMMETT,
sem eru styrktarverkefni til efling-
ar tækniþekkingu í atvinnulífi. Við
rekum upplýsingaskrifstofu um
nám erlendis, sem gagnast öllum
stúdentum, hvort sem þeir ætla að
vera hjá okkur eða annars staðar.
Við rekum kröftuga námsráðgjöf,
sem margir nýta sér þótt þeir endi
ekki sem nemendur hér. Við erum
með réttindanám í uppeldis- og
kennslufræðum, sem er fyrir starf-
andi kennara sem vilja bæta við
sig réttindum. Fleira af þessu tagi
mætti nefna. Þetta eru oft á tíðum
verkefni, sem Háskólinn hefur tek-
ið að sér fyrir beiðni menntamála-
ráðuneytisins. Þeim hafa þá fylgt
fjárveitingar til að byija með, en
síðan hverfa þær inn í fjárlagaram-
mann og við þurfum að standa
undir þessu áfram,“ segir Svein-
bjöm.
Hann segir að í deildum Háskól-
ans geti svo farið að leggja verði
niður kennslu í einhverjum fögum.
„Það er næsti kapítuli og við mun-
um nú láta deildirnar meta hvað
það sé, sem þær telja að megi fella
niður. Þarna er hins vegar erfitt
um vik, því að við getum ekki fellt
neitt niður hjá nemendum, sem eru
bytjaðir. Þeir verða að fá að vera
til enda. Frekar væri hægt að taka
ekki inn nýja nemendur í þessar
greinar í haust. Ef fyrsti niður-
skurðurinn, 50-73 milljónir, fæst
ekki gefinn eftir, og okkur verður
ekki heldur skilað þessum 37 millj-
ónum af flata niðurskurðinum,
stæðu eftir 100 milljónir, þrátt fyr-
ir að við gætum með einhveiju
móti náð tuttugu milljónum með
svona niðurfellingu. Svo menn geri
sér grein fyrir, hvað sú tala þýðir,
má nefna að kennsla allra nýnema
á fyrsta misseri kostar 85 milljón-
ir. Ef menn gera kröfu um svo
mikinn niðurskurð, sem getur fyrst
og fremst komið fram á fyrsta
misseri, er í raun verið að tala um
að engir nýnemar séu teknir inn.
Þetta er ákvörðun, sem okkur
fínnst að við getum ekki tekið ein
hér í Háskólanum. Það hljóta að
vera Alþingi og ríkisstjórn, sem
taka svo afdrifaríka ákvörðun."
Aðspurður hvort til greina komi
að leggja niður tannlæknadeild,
sem er dýr og fámenn, segir rektor
að það hafi oft komið til tals, enda
tali tannlæknar um að farið sé að
fjölga um of í stéttinni. „Deildin
kostar um 45 milljónir á ári, en
þar er um sex ára nám að ræða,
þannig að á þessu ári myndi lokun
deildarinnar ekki skila nema einum
tólfta af þeirri upphæð. Vandamál-
ið er líka að lokun deilda myndi
sennilega aðeins beina straumnum
í þær, sem eftir væru, þannig að
sparnaðurinn væri minni en ef eng-
inn væri tekinn inn.“
Ólafur G. Einarsson mennta-
málaráðherra gagnrýndi í síðustu
viku áform Háskóla íslands um að
hefja útsendingar Háskólasjón-
varps á árinu, en sótt var um út-
varpsleyfí fyrir það fyrir áramótin.
í þeirri umsókn var áætlað að út-
sendingar hæfust í ágúst á þessu
ári. Sveinbjöm rektor segir að það
sé misskilningur að Háskólinn ætli
að fara að eyða peningum í Háskól-
asjónvarp eins og nú stándi á. Um
leyfið hafi verið sótt til þess að
hægt væri að vinna nauðsynlega
undirbúningsvinnu, meðal annars
að prófa senditíðni. „Það er alveg
ljóst að eins og staða Háskólans
er núna hefur hann enga fjármuni
til að fara af stað í þetta fyrir-
tæki. Það stendur alls ekki til að
nýta neina fjármuni af ríkisfé til
þessarar starfsemi á árinu. Ef eitt-
hvað gerðist í þessu máli á árinu
yrði það fyrir styrki, sem við fengj-
um frá öðrum, og ég á nú ekki von
á því. Ástæðan fyrir því að sótt
var um þessa tíðni, var fyrst og
fremst sú að menn vildu tryggja
að hún yrði tekin frá fyrir fræðslu-
sjónvarp," segir Sveinbjörn. „Það
var tekið sterklega fram við mennt-
amála- og samgönguráðherra, þeg-
ar þeim var kynnt málið í desemb- ' |
er, að það væri alls ekki ætlunin
að sækja um ríkisfjárveitingu til
þess. “
Háskólarektor segir að til greina
komi að afla styrkja frá einkaaðil-
um til fleiri þátta í rekstri Háskól-
ans. Nemar í verkfræðideild hafi
reynt að fá einkaaðila til að greiða
fyrir nokkur námskeið, sem féllu
niður vegna spamaðar, þar á með-
al í fiskiðnaðartækni. „Það fór ekki
svo að menn vildu gera það. Ég
býst við að ástæðan hafi verið sú
að þeim hafi ekki fundizt rétt að
koma inn á þessum forsendum; að
hlaupa beinlínis undir bagga þegar
fé skorti á fjárlögum."
Sveinbjörn segir að fjölmargar
leiðir hafi verið nefndar til að spara
eða ná inn peningum frá öðram
en Alþingi. „Ein hugmynd, sem
hefur verið nefnd og hljómar
kannski fáránlega í byijun en er
ekki svo vitlaus, er að innheimta
einhvers konar bílastæðagjald af
stúdentum, sem leggja á Háskóla-
lóðinni. Það er varla hægt að kom-
ast að húsunum hér fyrir bílum. “
Rektor segir að allur spamaður
og endurskipulagning taki hins
vegar tíma. „Við höfum rætt það
við menntamálaráðherra, og ég
vona að það komist í framkvæmd,
að skipa þróunamefnd sem fái það
verkefni að hugsa þessi mál til
lengri tíma. Svona spamaðarað-
gerðir eru óþægilegar þegar þær
koma svona snöggt yfir, en það
getur meira en verið að hægt væri
að koma sparnaði haganlegar fyrir
ef menn hefðu nokkur ár til að
vinna skipulega að þessu.“
ÓÞS