Morgunblaðið - 01.03.1992, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.03.1992, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR/INNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992 EFNI Umfjöllun um bamavemd tii siðanefndar BARNAVERNDARRÁÐ hefur lagt fram kæru til siðanefndar Blaðamannafélags Islands á hendur tilteknum frétta- og dag- skrárgerðarmönnum á Bylgj- unni, DV og Stöð 2 vegna umfjöll- unar þeirra um barnaverndar- mál að undanförnu. Barnaverndarráð kærir frétta- flutning á Stöð 2, DV og Bylgjunni af svokölluðu Sandgerðismáli og umijöllun um barnaverndarmál í dagskrárþáttum á Bylgjunni. I kærunni segir meðal annars að umfjöllun um Sandgerðismálið og önnur barnavemdarmál hafi í ákveðnum tilvikum farið út fyrir þann ramma sem blaðamönnum er settur í 3. grein siðareglna og að umfjöllunin um Barnaverndarráð og barnaverndarmálefni verið 'meið- andi. Þriðja grein siðareglna blaða- manna er svohljóðandi: Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úr- vinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Heilbrigðisráðherra um meðferðarheimili geðsjúkra afbrotamanna: Morgunblaðið/Þorkell Regnboginn klifinn Félagar í Hjálparsveit skáta sigu niður af þaki Regnbogans á Hverfisgötu vegfarendum til nokkurrar undranar. Þetta uppátæki skátanna á fimmtudag var skipulagt í samráði við eigendur kvikmyndahússins enda ætlað til þess að vekja athyli á kvikmyndinni K2 sem þar er verið að sýna og fjallar um afrek nokk- urra fjallaklifursmanna. Það eru erfiðir tímar... ►Á undanförnum misserum hefur atvinnuleysi færst í vöxt hér á landi og menn velta því nú fyrir sér hvort slíkt ástand verði viðvar- andi í íslensku atvinnulífi./ 10 Engar gervilausnir ►Davíð Oddsson forsætisráðherra í ítarlegu viðtali um niðurskurða- raðgerðir ríkisstjórnarinnar, at- vinnumál og sjávarútvegsmál./16 Kísiliðjan við Mývatn ►Bjargvættur eða Bölvaldur? /20 Skoðun ►ingunn St. Svavarsdóttir skrifar um Ríkisútvarpið og fólkið" og Gyða Hjartardóttir og Þórdís Þor- móðsdóttir rita grein um málefni fatlaðra sem ber heitið Afturhvarf til fortíðar./22 íþróttir á sunnudegi ►Lyfjanotkun og getraunir í brennidepli./ 42 Bheimili/ FASTEIGNIR Þetta er orðinn farsi „ÞETTA er orðinn farsi og ég gef mér ekki langan tíma til að útkljá þetta mál. Ég tel það í klukkustundum," sagði Sighvat- ur Björgvinsson heilbrigðisráð- í máli Friðriks kemur fram að allar myndirnar sem keppa um að verða besta erlenda myndin á Ósk- arsverðlaunahátíðinni standi í öflugri kynningarstarfsemi vestra og því hafi verið nauðsynlegt fyrir aðstandendur Barna náttúrunnar að gera slíkt hið sama. Sex milljóna króna styrkurinn sem Börn náttúr- unnar fékk verður notaður til að kaupa þjónustu auglýsingastofu í herra um það er sveitarstjórn Ölfushrepps frestaði á fimmtu- dagskvöld afgreiðslu á samþykkt byggingarnefndar um meðferð- arheimili fyrir geðsjúka afbrota- Hollywood sem sérhæfír sig í verk- efnum á borð við þetta. Auk þess mun Sigurjón Sighvatsson hjá Propaganga Film vinna að kynn- ingu myndarinnar í Hollywood. Sjálfur fer Friðrik Þór til Hollywood í næstu viku og verður þar væntan- Iega allan marsmánuð, ..eða eins lengi og auglýsingastofan telur nauðsynlegt," segir hann. menn. Heilbrigðisráðherra hefur borist fyrirspurn frá fjölmörgum aðilum um rekstur meðferðar- heimilisins og átti hann fund með bæjarstjórn Njarðvíkur um málið í gær. Sveitarstjóm Olfushrepps barst erindi frá Lögmönnum Suðurlands á Selfossi þess efnis að þeir hygð- ust gera tilboð í jörðina fyrir hönd skjólstæðings og var þá afgreiðslu málsins frestað. „Núna virðist spurningin snúast um það hvort þarna eigi að vera hross fremur en fólk. Mér vitanlega hefur ekkert kauptilboð borist í jörðina. Það hafa fjölmargir aðilar sóst eftir þessu verkefni og nú síð- ast fékk ég bréf frá hreppsnefnd- inni á Djúpavogi sem lýsir sig reiðu- búna að taka að sér þessa starfsemi og það liggur fyrir einróma yfiriýs- ing frá bæjarstjórn Njarðvíkur. Það hafa fleiri sveitarfélög látið í sér heyra. Það liggur fyrir sveitar- stjóminni í Ölfushreppi skrifleg yf- irlýsing frá Náttúrulækningafélag- inu um að þeir samþykki þessi not af umræddu húsi,“ sagði Sighvatur. „Ég er ekkert frá því að þetta sé eitthvert huldumannatilboð. Það er margur leikurinn búinn að vera í kringum þessa eign,“ sagði Vil- hjálmur Ingi Árnason, varaforseti Náttúrulækningafélagsins, sem á jörðina Sogn. Hann kvaðst hafa átt von á tilboðinu í fyrrakvöld en það hefði ekki borist enn. Vilhjálmur sagði að eignin hefði verið til sölu í tvö ár. Ekkert tilboð hefði borist í hana fyrir utan hvað ríkið gerði kauptilboð í hana sl. haust. Hús- eignin er metin á 30 milljónir kr. en ríkið hefði boðið 23 milljónir kr. og því tilboði hefði verið hafnað. Ríkið gekk inn í leigusamning sem SÁÁ hafði við Náttúrulækningafé- lagið en sá samningur rann út um síðustu áramót. Enginn leigusamn- ingur væri því í gildi. Einar Sigurðsson, oddviti Ölfus- hrepps, sagði að það tæki sveitar- stjórnina um viku til tíu daga að afgreiða málið í ljósi þessarar fram- vindu. Hann vísaði alfarið á Lög- menn Suðurlands um kauptilboðið en þar neituðu menn að tjá sig nokkuð um málið. 10%lækk- un á naut- gripakjöti ÁKVEÐIN hefur verið 10% verðlækkun til bænda á kýr- kjöti og ungneytakjöti vegna mikils framboðs af þessum teg- undum nautgripakjöts. Gísli S. Karlsson, framkvæmdasijóri Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins, segir að með þessu sé verð- skráningin að hluta til löguð að því sem orðið var en verðlækk- unin ætti þó að hafa einhver áhrif til lækkunar á útsölu- verði. Engar verðbreytingar verða á öðrum búvörum nú um mánaðamótin. Gísli sagði að nú væri tímabund- ið framboð af kúm til slátrunar. Bændur væru að búa sig undir næsta haust þegar mjólkurfram- leiðslan yrði væntanlega löguð að innanlandsneyslunni. Kýrkjötið seldist betur en ungneytakjötið og sköpuðust því einnig vandræði í sölu á því. Gísli sagði að nú væru þriggja vikna til mánaðar birgðir til, þær væru „á fjórum fótum“ þvi nautgripakjöt væri mest selt ferskt og slátrað eftir hendinni. Stöð 2 hækkar ákrift um 100 krónur: Askriftargjöld hafa hækkað um 13% síðan í september ÁSKRIFT að Stöð 2 hækkar um 100 krónur, eða 3,9% nú 1. mars. Á einu ári hafa áskriftargjöldin að Stöð 2 þá hækkað um 13% en síðasta hækkun var í byijun september sl. er áskriftin hækkaði um 8,8%. Mánaðaráskrift á Stöð 2 verður nú 2.555,50 kr. hjá þeim sem láta færa gjaldið á Visa-reikning en 2.690 kr. hjá öðrum. Fyrir hækkun var gjaldið 2.590 krónur hjá öðrum en korthöfum og 2.460,50 kr. hjá þeim sem greiddu sem korti. Áskríft að RÚV er nú 1.687 kr. og hefur það gjald ekki hækkað frá því I janúar 1991. Aðspurður hvers vegna þjón- usta fyrirtækisins hefði hækkað svo mjög umfram verðlagsþróun sagði Bjarni Kristjánsson fjár- málastjóri Stöðvar 2 að þar kæmi tvennt til. Annars vegar sé um að ræða hækkun á aðkeyptu er- lendu efni til Stöðvarinnar og hins vegar mikill fjármagnskostnaður. „Dollarinn er allsráðandi í kaup- um okkar á erlendu efni og því þurftum við að hækka áskriftina. Auk þess hefur orðið gífurleg hækkun á fjármagnskostnaði hjá okkur eins og raunar öllum öðrum í þjóðfélaginu,“ sagði Bjarni. Hann sagði að í september hefði hækkunarþörfin í raun verið 12% en vonir um að 8,8% dygði til að ná markmiðum rekstrarins hefðu brugðist. Bjarni sagði rétt að tekist hefði að snúa taprekstri í hagnað hjá fyrirtækinu en hækkunin nú væri ákveðin með tilliti til þess að nið- urstaða í rekstrinum yrði viðun- andi, enda væri stefnan í því sam- bandi ekki sett á núllið. Aðspurður sagði hann að ákvörðunar um áskriftargjöld fyrir væntanlega sjónvarpsrrás Sýnar væri að vænta í marsmán- uði. Friðrik Þór Friðriksson: Styrkurinn eykur möguleika okkar FRIÐRIK Þór Friðriksson, leikstjóri myndarinnar Börn náttúrunn- ar, segir að hann sé mjög ánægður með að stjórnvöld skuli hafa ákveðið að styrkja kynningu á myndinni í baráttunni um Óskarsverð- launin. „Að fá þennan styrk frá ríkissljórninni eykur möguleika okkar á árangri," segir Friðrik Þór. ► l-32 Timbur verður alltaf góður valkostur ►- segir Eiríkur Þorsteinsson, tré- tæknir hjá Rannóknarstofnun byggingariðnaðarins. /16 Hún ammamín... ►ímynd ömmunnar með prjónana og sjalið er býsna sterk. Amman sem alltaf var heima og alltaf tilbú- in að passa barnabörnin, segja þeim sögur, innræta þeim guðsótta oggóða siði. En ömmumar breyt- ast eins og annað í hverfulum heimi. Ný amma tekur við að ömmu gömlu“ með ógnvekjandi hraða, - og hvað kemur næst? 1 Barist við ruslhugbún- að ►Rætt við Friðrik Skúlason tölvu- veirubana./8 Takmarkið er betri tónlist ►Rætt viðBjörn Th. Árnason, formann FIH, í tilefni af sextíu ára afmæli Félags íslenskra hljóm- listarmanna. /10 Á kostnað tilfinning- anna ►Rætt við Stefán Jóhannsson, stjórnarformann Comerstone með- ferðarstöðvarinnar, um meðvirkni og fíkna persónuleika. /12 Af spjöldum glæpa- sögunnar ►Ungfrúrtni mistókst að verða hefðarfrú og myrti bónda sinn á rottueitri. En var móðir hennar hálfsystir konungs? /14 FASTIR ÞÆTTtR Fréttir 1/2/4/6/bak Dagbók 8 Kristni 9 Leiðari 24 Helgispjall 24 Reykjavíkurbréf 24 Utvarp/sjónvarp 44 Gárur 47 Mannlífsstr. 8c Kvikrayndir 18c Dægurtónlist 19c Fólk í fréttum 22c Myndasögur 24c Brids 24c Stjörnuspá 24c Skák 24c Bíó/dans 26c A fdmum vegi 28c Velvakandi 28c Samsafnið 30c INNLENDAR FRÉTTIR; 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.