Morgunblaðið - 01.03.1992, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992
ÞAfl ERIIERFHNR TÍMAR
eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur.
„Óskum að ráða starfsmann
í stöðu aðstoðardeildar-
stjóra húsgagnadeildar.
Verksvið er dagleg umsjón
með sölusvæði, verkstjórn
10-12 starfsmanna og aðstoð
við innkaup. Æskilegt er að
umsækjandi sé á aldrinum
25-45 ára, hafi góða ensku-
kunnáttu, eigi auðvelt með
að stjóma fólki, sé góð eða
góður í umgengni, sam-
starfsfús og geti unnið lang-
ann vinnudag."
Þannig auglýsti vel þekkt
húsgagnaverslun hér í
borg ekki alls fyrir löngu
og ekki stóð á svörum.
138 einstaklingar sóttu um - menn
og konur úr hinum ýmsu geirum
þjóðfélagsins. Sá, sem hreppti
hnossið, er karlmaður, nýútskrifað-
ur viðskiptafræðingur frá Banda-
ríkjunum. Hann var ráðinn upp á
90 þúsund króna mánaðarlaun, en
með þeirri aukavinnu, sem starfínu
fylgir, gæti hann staðið uppi með
120-130 þúsund krónur í launaum-
slaginu um hver mánaðamót. „Við
vorum í heila viku að vinna úr öllum
þessum umsóknum. Að minnsta
kosti 40 umsóknir komu vel til
greina við fyrstu sýn, en til að
grisja þetta aðeins, ákváðum við
að taka 20 umsækjendur í viðtal
og af þeim hefði helmingurinn get-
að gengið beint inr. í starfíð - allt
þrælmenntað og gott fólk. Maður
er óneitanlega svolítið hikandi við
að ráða of menntað fólk í slíkt starf
því maður býst ekki við að það
stoppi lengi við. Segja má að sá
einstaklingur, sem ráðinn var í
starfíð, sé of menntaður í það vegna
þess að viðskiptafræðimenntun nýt-
ist ekki nema að hluta til. Menntun
var ekkert atriði af okkar hálfu.
Gagnfræðingur hefði alveg eins
komið til greina," segir verslunar-
stjórinn.
Mun fleiri umsóknir berast nú
um hvert starf en áður hefur tíðk-
ast, samkvæmt upplýsingum frá
atvinnurekendum og ráðningastof-
um. „Það eru nokkrir, sem hringja,
á dag til þess að spyijast fyrir um
vinnu og töluvert er um að fólk
leggi inn sínar umsóknir þó við
séum ekkert að auglýsa eftir þvi,“
segir Kristján Sturluson, starfs-
mannastjóri Hagkaupa. „Sérstak-
lega hefur mér fundist áberandi
hversu margir fullorðnir karlmenn
hafa komið til okkar í leit að at-
vinnu. Fyrir skömmu auglýstum við
starf lagerstjóra. 25 sóttu um og
áberandi var hversu margir þeirra
voru Iausir og gátu byijað strax.
Jafnframt hefur komið hingað tölu-
verður íjöldi unglinga eftir áramót,
sem var að hætta í skóla og hér
hefur unnið áður, til þess að fá stað-
festingu á vinnutímanum sínum til
að komast á atvinnuleysisbætur."
Verulega hefur dregið úr að sóst
sé eftir útlendingum til vinnu á ís-
landi, samkvæmt upplýsingum Ut-
lendingaeftirlitsins. „Það er nátt-
Morgunblaðið/Kristján G. Arngrimsson.
Fólk veróur fyrir miklu áfalli vió vinnumissi.
Stór hluti af þeim, sem eru á atvinnuleysisbótum,
er gott starf sf ólk um og yf ir f immtugt sem fœr ekki vinnu,
eingöngu aldursins vegna.
úrulega ekki búið að loka fyrir út-
lendinga á vinnumarkað hérlendis,
en það er ákveðin tregða komin
upp. Öll atvinnuleyfí eru háð um-
sögnum frá viðkomandi stéttarfé-
lagi og ef sú umsögn er ekki jákvæð
er atvinnuleyfí yfírleitt ekki veitt.
Þar af leiðandi eru hlutimir í ákveð-
inni biðstöðu núna, en nokkuð
margar umsóknir liggja hjá okkur
óafgreiddar frá því í janúarmánuði.
Maður verður að sjá hvernig at-
vinnuástandið þróast,“ segir Jóhann
Jóhannsson hjá Útlendingaeftirlit-
inu. Að sögn Jóhanns koma útlend-
ingar ekki hingað til lands í atvinnu-
leit. „Fyrirtækin í landinu sækja
um atvinnuleyfí fyrir fólkið áður
en það kemur því útlendingar verða
að vera búnir að fá atvinnuleyfí hér
áður en það kemur. Við eigum von
á færri umsóknum á næstunni ef
að atvinnuástand horfir við okkur
eins og það er í dag. Ég býst a.m.k.
við því að færri fyrirtæki munu
telja sig þurfa á erlendu vinnuafli
að halda á komandi mánuðum."
„ S veitastyrkur “
Atvinnuleysi leggst eflaust mis-
jafnlega á menn, en oft fylgir því
mikil andleg vanlíðan, sem ekki
aðeins snertir þann, sem orðið hefur
fyrir vinnumissinum, heldur líka
Qölskyldu hans og vini. „Fólk verð-
úr fyrir miklu áfalli við vinnumissi.
Stór hluti af þeim, sem eru á atvinn-
uleysisbótum, er gott starfsfólk um
og yfir fimmtugt sem fær ekki
vinnu, eingöngu aldursins vegna.
Vinnuveitendur vilja yngra fólkið.
Og þegar atvinnulaust fólk, sem
kannski hefur unnið í 20 til 30 ár
hjá sama atvinnurekandanum, upp-
ÞAfl ER ATVMNUÞREF