Morgunblaðið - 07.03.1992, Side 4

Morgunblaðið - 07.03.1992, Side 4
nvn;»ww VEÐUR ÍDAGkl.1 /. tfcimilíJ; Veðuiatóla Isiands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 I gær) MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 Hæstiréttur: Niðurstaða sakadóms um mál Halls Magn- ússonar staðfest HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Hall Magnússon blaðamann til að greiða 60 þúsund króna sekt til ríkissjóðs og 135 þúsund króna miskabætur til séra Þóris Stephensen, auk málsvarnarlauna og sakar- kostnaðar, fyrir ærumeiðandi ummæli um séra Þóri í grein sem Hallur skrifaði undir eigin nafni í dagblaðið Tímann. Ríkissaksókn- ari ákærði Hall fyrir brot á 108. grein almennra hegningarlaga þar sem kveðið er á um að hver sá sem hafi í frammi skammaryrði, aðrar móðganir i orðum eða athöfnum eða ærumeiðandi aðdróttan- ir við opinberan starfsmann, skuli sæta sektum, varðhaldi eða fang- elsi allt að þrjú ár. Hrafn Bragason hæstaréttardómari skilaði sérat- kvæði og taldi ekki tilefni til að refsa fyrir brot á þessari grein þótt hann teldi rétt að ómerkja ummæli í greininni. Með dómi meirihluta Hæstarétt- ar var staðfest niðurstaða saka- dóms Reykjavíkur um málið að öðru leyti en því að hlutur Halls í greiðslu saksóknarlauna í héraði var lækk- aður úr 180 þúsund krónum í 100 þúsund krónur. Áður en Hæstirétt- ur felldi þennan endanlega dóm um efni málsins hafði rétturinn í maí- mánuði 1990 fellt úr gildi dóm og málsmeðferð málsins fyrir héraðs- dómi samkvæmt eldri ákæru. í júlí 1990 krafðist ríkissaksóknari þess að málið yrði tekið fyrir í sakadómi að nýju á grundvelli sömu ákæru og vísað hafði verið frá Hæstarétti. Sakadómari hafnaði þeirri kröfu og Hæstiréttur staðfesti þá ákvörðun 9. október 1990. 12. október 1990 gaf ríkissaksóknari út þá ákæru í málinu sem dómur sakadóms frá því í júní síðastliðnum byggðist á. Grein sú sem mál þetta reis út af og birtist í Tímanum 14. júlí 1988 var skrifuð í framhaldi af frétt um framkvæmdir í kirkjugarðinum í Viðey, en Hallur Magnússon taldi þær forkastanlegar og á ábyrgð séra Þóris, staðarhaldara í eynni. í greininni var farið hörðum orðum um framkvæmdimar og persónu og störf séra Þóris. Við meðferð málsins kom fram að séra Þórir átti ekki aðild að ákvörðun um framkvæmdirnar og hafði ekki umsjón með þeim þótt hann svaraði síðar fyrir þær, í fréttum. Ríkissaksóknari ákærði Hall fyrir brot á 108. grein almennra hegn- ingarlaga og meirihluti Hæstaréttar taldi að séra Þórir teldist opinber starfsmaður í skilningi þeirrar laga- greinar. Varð niðurstaða málsins sú sem að framan greinir. Meirihluta Hæstaréttar í málinu mynduðu hæstaréttardómaramir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Hjörtur Torfason og Þór Vilhjálmsson, en Hrafn Bragason hæstaréttardómari skilaði sérat- kvæði, eins og fyrr segir. -------♦---------- Jórdaníu- konungur í heimsókn HUSSEIN Jórdaníukonungur kemur í tveggja daga heimsókn til íslands um helgina. Hussein mun meðal annars hitta að máli Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands, Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra. Heimsóknin hefst síðdegis á morgun en þá lendir flugvél Huss- eins á Keflavíkurflugvelli. Davíð Oddsson forsætisráðherra mun taka á móti konungi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en um kvöldið snæðir Hussein málsverð að Bessastöðum í boði forseta íslands. Á mánudagsmorgun verður sam- eiginlegur fundur Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra, Husseins Jórd- aníukonungs og Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra en síðan heldur forsætisráðherra hádegisverðarboð til heiðurs Jórd- aníukonungi. Heimsókninni lýkur síðar um daginn en þá heldur Huss- ein af landi brott ásamt föruneyti. SKÍÐASVÆÐI Listahátíð: Grace Bum- bry heldur tónleika Sópransöngkonan Grace Bumbry kemur hingað til lands í júnímánuði næstkomandi þar sem hún syngur á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit íslands í Há- skólabíói. Einnig verður óperan Rigoletto sett upp í íslensku óperunni í tengslum við Listahá- tíð og þar fara íslensku söngvar- arnir Kristinn Sigmundsson, Ól- afur Arni Bjarnason og Sigrún Hjálmtýsdóttir með aðalhlut- verkin. Tónleikar Grace Bumbry verða 18. júní og þar syngur hún Sumar- nætur eftir Berlioz, aríuna Ah, perfido eftir Beethoven og Liebes Tod úr Tristan og ísold eftir Wagn- er. Grace er þekkt bandarísk sópr- ansöngkona, sem hefur fengið ny'ög góða dóma fyrir söng sinn um víða veröld og þykir ein besta sópransöngkona okkar tíma. Rut Magnússon, framkvæmdastjóri Listahátíðar, segir það vera mikinn heiður að hún komi hingað til lands til að syngja á Listahátíð. Stjóm- andi tónleikanna verður John Bark- er, en hann er tónlistarstjóri í kon- SKÍÐASVÆÐI landsins eru misjafnlega sett hvað varðar snjó. Best er ástandið á skíðasvæðunum sunnanlands, á ísafirði og í Oddskarði. Snjólítið er á Norðurlandi og mörg skíðasvæði þar lokuð vegna snjóleysis. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akur- eyri verður opnað um helgina í fyrsta sinn frá þvi 11. janúar. Suðurland:Um helgina verður opið í Bláfjöllum, Hamragili og í Sleggjubeinsskarði. 10 lyftur verða opnar í Bláfjöllum (sími 801111) og þar er ágætt skíða- færi. Lyfturnar verða opnar frá kl. 10 til 18 bæði laugardag og sunnudag. Göngubrautir verða lagðar. í Hamragili (sími 98-34699) og Sleggjubeinsskarði (sími 98- 34666) er góður snjór og verða tvær lyftur í gangi á báðum stöð- um og opnunartími sá sami og í Bláfjöllum. Skíðasvæðið í Skálafelli (sími 666099) er lokað vegna snjóleys- is. Vestfirðir: Á Seljalandsdal við ísafjörð (sími 94-3793) er mikill og góður snjór. Þrjár lyftur verða í gangi um helgina frá kl. 10 til 17. Skíðasvæði ísfirðinga hefur verið opið frá því nóvember. Norðurland: Skíðasvæði Ak- ureyringa í Hlíðarfjalli (96-22930) verður opið í dag og á morgun frá kl. 13-17. Ekki er mikill snjór á svæðinu en reynt verður að keyra stólalyftuna og Stromplyft- una. Á skíðasvæði Dalvíkinga í Böggvistaðafjalli (sími 96-61010) hefur verið lítill snjór, en um helg- ina er fyrirhugað að reyna að keyra efri lyftuna fyrir almenning frá kl. 10 báða dagana. Á Ólafsfirði, Siglufirði og á Húsavík hefur ekki verið hægt að opna lyftur í vetur vegna snjó- leysis. Skíðasvæðin á þessu stöðum verða því lokuð um helg- ina. Austurland: Skíðasvæðið í Oddskarði (sími 97-61465) hefur verið opið frá því 20. febrúar og um helgina verður opið frá kl. 10-17. Nægur og góður snjór er VEÐURHORFUR I DAG, 7. MARZ YFIRLIT: Á vestanverðu Grænlandshafi er nærri kyrrstæð 983 mb lægö og hægt vaxandi lægð suður af Hvarfi þokast norðaustur. SPÁ: Sunnan og suðvestan 4-6 víndstig, slydduél sunnanlands og vest- an, þurrt norðanlands. Vaxandi sunnan og suðaustan átt í fyrramálið um suðvestanvert landið. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Sunnan og suðaustan átt og fremur hlýtt. Stydduél um vestanvert landið en dálítil rigning austantil. HORFUR Á MÁNUDAG: Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og svalt. Dálftil él um vestanvert landið en annars þurrt að mestu. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt / / / / / f f f Rigning & Léttskýjað * / * * / / * / Slydda & Hálfskýjað * * * * * * ♦ * Snjókoma Skýjað Alskýjað V Skúrir Slyddué! V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindðrin sýnir vindstefnu og Ijaðrimar vindstyrk, heil fjðður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig v Súld = Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: Greiðfært er á vegum í nágrenni Reykjavíkur og einnig um Suðurnes. Fært um Hellisheiði og Þrengsii. Talsverð hálka er á þessu svæði. Mosfellsheiöi verður mokuð f dag. Vegir á Suðurlandl eru flestir þokka- lega færir og fært með suöurströndinni austur á Austfirði. Vegir f Borgar- firði, á Snæfellsnesi, í Dölum og vestur í Reykhólasveit eru færir og Brettabrekka er fær. Fært er á milli Bíldudals og Brjánslækiar og einnig é milli Þíngeyrar og Flateyrar. í dag er mokaö um Breiðadals- og Botns- heiðar og einnig um ísafjarðardjúp og Steingrímsfjarðarheiði. Greiðfært er á milli ísafjarðar, Bolungarvíkur og Suðavíkur. Frá Drangsnesi er fært suður Strandirnar. Holtavörðuheiði er fær og einnig eru flestir vegir á Norðurlandi færir, svo sem til Siglufjarðar og Akureyrar. Fært er frá Akureyri til Ólafsfjarðar og einnig austur um Þingeyjarsýslu. Á Austur- landi eru vegir greiðfærir. Víða er mikil hálka á vegum, einkum á vestan- verðu landinu. Vegagerðin <KI. I7.30igær) Sópransöngkonan Grace Bumbry, sem kemur hingað til iands á Listahátíð. unglega óperuhúsinu í Covent Garden í London. Þá verður óperan Rigoletto sýnd í íslensku óperunni 16. og 19. júní en þar syngja íslenskir söngvarar aðalhlutverkin. Kristinn Sigmunds- son syngur hlutverk Rigoletto, Ól- afur Ámi Bjarnason syngur hlut- verk hertogans og Sigrún Hjálm- týsdóttir syngur hlutverk Gildu, en hún söng það einnig í uppfærslu íslensku óperunnar á Rigoletto á síðasta ári. Stjórnandi hljómsveitar er Robin Stapelton. á svæðinu og verða þrjár lyftur í gangi. Skíðaáhugafólki er bent á að hringja í skíðasvæðin áður en lagt er í hann tii að kanna veður og færð. Þá fást upplýsingar um veiður í símsvara Veðurstofu ís- lands, 91-17000. Bergen 6 rigning Halsinkí 41 alskýjað Kaupmannahöfn 6 þokumóða Narssarssuaq +16 heiðskírt Nuuk +10 úrkoma Óslð 5 súld Stokkhólmur 6 alskýjað Þórshöfn m skýjað Algarve 21 mistur Amsterdam 9 léttskýjað Barcelona 14 rigning Berlín 10 mistur Chicago varttar Feneyjar vantar Frankfurt 13 skýjað Glasgow 10 skýjað Hamborg 8 rigning London 12 skýjað LosAngeles vantar Lúxemborg 9 skýjað Madríd 13 akýjað Malaga 17 mistur Mallorca 15 alskýjað Montreal vantar NewYork vantar Orlando vantar París 12 háHskýjað Madeira 17 skýjað Róm 16 þokumóða Vln 9 skýjað Washlngton vantar Winnlpeg vantar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.