Morgunblaðið - 07.03.1992, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARfJAGÖR 7. ISIAJtZ IÍ192
7
Morgunblaðið/RAX
Ram Chandra Biswas við hjólið
sitt.
Fullvirðisréttur í leigusamningum:
Greiðslumark fellur niður hefjist
framleiðsla ekki innan tveggja ára
SAMKVÆMT nýútgefinni reglugerð um greiðslumark sauðfjára-
furða á lögbýlum og beinar greiðslur til bænda á verðlagsárinu
1992-93 fellur greiðslumark þeirra lögbýla niður, sem eiga fullvirð-
isrétt bundinn í leigusamningum við Framleiðnisjóð, verði fram-
leiðsla sauðfjárafurða ekki hafin á lögbýlinu að liðnum tveimur
árum frá setningu reglugerðarinnar, eða þegar tvö ár eru liðin frá
lokum leigusamningsins.
Samkvæmt reglugerðinni er
handhafa leigusamnings við Fram-
leiðnisjóð landbúnaðarins heimilt
að hefja framleiðslu við lok leigu-
tíma og nýta rétt til greiðslumarks
að uppfylltum ákveðnum skilyrð-
um. Hann verður að tilkynna stjórn
Framleiðsluráðs landbúnaðarins
með tilskyldum fyrirvara hvort
hefja eigi framleiðslu, og verður
framleiðslan aðeins'hafin á því lög-
býli sem fullvirðisrétturinn var
leigður af. Framleiðandi verður að
hafa lögheimili á lögbýlinu, og þar
verður að vera fullgild framleiðslu-
aðstaða fyrir hendi. Þá skal bú-
stofn vera á vetrarfóðrum á lögbýl-
inu og skráður í forðagæsluskýrsl-
ur, eða sannanlega keyptur áður
en nýting hefst. Maki, börn, barna-
börn, kjörböm, fósturbörn, systkini
eða foreldrar handhafa leigusamn-
ings geta vakið og samnýtt greiðsl-
umarkið á samliggjandi lögbýli
sem viðkomandi hefur umráðarétt
yfir.
Frá 15. september næstkomandi
verða heimil aðilaskipti að
greiðslumarki verðlagsársins
1993-94 á milli lögbýla með
ákveðnum takmörkunum. Hvað
varðar greiðslumark byggt á full-
virðisrétti sem leigður var Fram-
leiðnisjóði, þá má því aðeins selja
það ef það hefur verið í fram-
leiðslu hjá viðkomandi framleið-
anda næstliðin tvö ár fyrir sölu.
Heimilt er að selja allt greiðslu-
markið þegar framleiðsla á lögbýl-
inu hefur náð 80% greiðslumarks-
ins að meðaltali í tvö ár, en að
öðrum kosti í hlutfalli við nýtingu
þess. Nær takmörkun þessi við
svonefndra opinna leigusamninga
sem framleiðendur gerðu við sjóð-
inn.
Hefur hjól-
að 242.355
kílómetra
á 10 árum
INDVERJINN Ram Chandra
Biswas hefur undanfarin tíu ár
varið tíma sínum í að hjóla um
heiminn og er nú staddur á Is-
landi, en það er áttugasta landið
«em hann heimsækir á þessum
tíma. Með þessu ferðalagi vill
hann m.a. mótmæla ofbeldi og
óréttlæti í heiminum og hann ferð-
ast á milli staða til að boða frið.
Hann á nú eftir að fara til 65
landa, en hann ætlar að ljúka
þessu ferðalagi sínu eftir fimm
ár. Nú þegar hefur hann hjólað
242.355 kílómetra.
Á hveijum stað reynir hann að
hitta ýmsa ráðamenn og afhendir
þeim skjal, sem skýrir ætlan hans
með þessu ferðalagi auk þess sem
hann biður um plagg því til staðfest-
ingar að hann hafí hitt viðkomandi
svo að hann geti haldið því til reiðu
er yfír lýkur. Hann hefur nú þegar
hitt Markús Örn Antonsson borgar-
stjóra og Böðvar Bragason lögreglu-
stjóra, og fengið plögg því til stað-
festingar. „Ég sendi öll gögnin svo
heim til Indlands þar sem þau eru
geymd því ég ætla að skrifa bók um
ferðalagið þegar ég sný aftur til Ind-
lands,“ segir Ram Chandra, en hann
starfaði m.a. sem blaðamaður áður
en hann hóf ferðina.
Hann segir eitt markmið ferða-
lagsins vera að kynnast og skilja
fólk frá mismunandi löndum og hann
segist trúa því að fólk úr mismun-
andi löndum geti lifað í sátt við hvert
annað. „Fólkið sjálft býr til sín eigin
vandamál. Stríð t.d. eyðileggja og
mynda hatur og óeiningu og þeim
fylgir mikill sársauki. Ég ætla ekki
að reyna að breyta heiminum en ef
mér tekst að hjálpa tveimur mann-
eskjum þá er ég ánægður," segir
hann.
----♦-------
Ráðstefna
EB á íslandi
RÁÐSTEFNA á veguni Evrópu-
bandalagsins um nýskipan mála í
Evrópu í framhaldi af Maastricht-
samkomulaginu verður haldin hér
á landi næstkomandi föstudag.
Á ráðstefnunni flytur Jón Sigurðs-
son viðskiptaráðherra ávarp, og er-
indi flytja Stanley Crossick forstjóri
Belmont Institute í Brussel, Þórarinn
V. Þórarinsson framkvæmdastjóri
VSÍ, Ásmundur Stefánsson forseti
ASÍ. og Fraser Cameron frá fram-
kvæmdastjórn EB í Brussel. Aneurin
Rhys Hughes sendiherra EB á ís-
landi flytur samantekt og lokaorð
en hann er jafnframt ráðstefnustjóri.
Ráðstefnan, sem haldin verður í
samvinnu við Iðnþróunarsjóð verður
á Hótel Sögu og hefst klukkan 12
með hádegisverði.
MITSUBISHI
BÍLLINN SEM ALLIR V1L|A EIGA
□ Öryggisbitar í hurðum
□ Bensín/Diesel fireyfiíl
□ Þrívirk stilling á fiöggdeyfum
□ Sjálfskiptur/fiandskiptur
□ Læsivörn á fiemlum (fáanleg)
□ 100% læsing á afturdrifi
□ Hvarfakútur (mengunarvörn)
□ Þriggja ára ábyrgð
Verðfrá kr. 2.363.520 (styttrí gerð)
1. Hágír- Afturdrif virkt, framdrifsbúnaður óvírkur.
2. Hágír - Aldrif sítengt gegnum mismunadrif og seigjutengsli.
3. Hágír - Aldrif sítengt með millilæsingu.
4. Lággír - Aldrif sítengt með millilæsingu.
5. Lággír - Aldrif sítengt með millilæsingu og 100% læsingu á afturdrifi.