Morgunblaðið - 07.03.1992, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.03.1992, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 13 ur um að leggja sjóðinn niður í stað þess að færa hann í betra horf. Spurningin er, hvert verður fram- haldið? Það er ljóst að ef andstæð- ingar Menningarsjóðs ná sínu fram verður sá sigur ekki unninn á mál- efnalegum grunni. Því læðist eftir- farandi hugsun að mér: Það er hægt að slátra Menningarsjóði út- varpsstöðva — en ekki hugmyndinni sem liggur að baki. Ef Menningarsjóður útvarps- stöðva væri lagður af myndi þörfm fyrir lögbundna og skilyrðislausa fjármögnunarhlutdeild sjónvarps- stöðva í kvikmyndaiðnaði verða til- finnanlegri en nokkru sinni fyrr. Lög og reglugerðir þaraðlútandi yrðu nauðsynlega að taka við af lögum um Menningarsjóð (t.d. með setningu nýrra útvarpslaga). Þró- unin gæti hreinlega ekki orðið önn- ur. En með hvaða hætti skyldi þetta gerast? Með 5% gjaldtöku af heild- arveltu sjónvarpsstöðva sem greiddist í Kvikmyndasjóð íslands? Með stofnun sérstaks sjónvarps- kvikmyndasjóðs sem væri fjár- magnaður að hálfu leyti af sjón- varpsstöðvum? Með lögbundinni hlutdeild kvikmyndafyrirtækja í framjeiðslu dagskrárefnis (25% fyr- ir RÚV, 100% fyrir einkastöðvar)? Eða sitt lítið af hverju, eins og venja er í öðrum löndum? Ég hygg að Menningarsjóður útvarpsstöðva sé í alla staði hag- kvæmari kostur fyrir íslenskar sjón- varpsstöðvar. Það væri skynsam- legt að byggja á því sem við höfum og að axla þannig a.m.k. hluta þeirrar ábyrgðar sem sannanlega fylgfir sjónvarpsrekstri. Og hvers vegna ekki? Þær kvikmyndir sem þannig væru framleiddar myndu hvort eð er hafna í sjónvarpi og auka þannig við fjölbreytileika ís- lensks dagskrárefnis. En lengi má beija hausnum við steininn. Ég spái því að eftirfarandi setning muni heyrast innan veggja ónefndrar sjónvarpsstöðvar hér á landi, innan fárra ára: „ Æ, manstu gömlu, góðu dagana, í tíð Menningarsjóðs- ins, þegar við stýrðum framleiðslu á dagskrárefni eftir geðþótta, þui-ft- um ekkert að borga og áttum jafn- vel kost á úthlutunum úr sjóðnum ... (andvarp)“. Höfundur er formaður Félags kvikmyndagerðarmanna. .. ♦ ------- Heimspeki- fyrirlestur DR. ANDREW J. Clark frá há- skólanum f Sussex mun halda opinberan fyrirlestur á vegum félagsvísindadeildar og Félags áhugamanna um heimspeki laug- ardaginn 7. mars en heimsókn hans er styrkt af British Council. Andrew Clark er ungur heim- spekimenntaður gervigreindarsinni sem starfar við hugfræðiskorina í Sussex og hefur upp á síðkastið skrifað óspart um „nethyggju“ (connectionism). Fyrirlesturinn nefnist „Theoretical Spaces“ og fjallar um það hvemig megi nota „netin“ til að leysa flókin dæmi. Þessi fyrirlestur tengist lauslega fyrirlestri Jóns Torfa Jónassonar 1. febrúar sl. um nethyggju og kem- ur eins og rúsína f pylsuendanum fyrir þá sem tóku þátt í fyrirlestra- röðinni um tvíhyggju í febrúar. Hann hefst kl. 15.00 í stofu 101 í Odda. Mæður með böm á brjósti Lansinoh græðandi og mýkjandi áburður á sárar geirvörtur Lansinob '&r - ’ Umboðsaöili Ymushf., sími 91-46100, pósthólf 330, 202 Kópavogi. Fullorðinsfræðslan í nýtt húsnæði Fullorðinsfræðslan hefur flutt í stærra og betra húsnæði á Laugavegi 163, 3. hæð. Skólinn er nú staðsettur rétt ofan við Hlemmtorg, gagnstætt Fíladelftukirkjunni, og aðgangur allur því greiður. Fullorðinsfræðslan hefur nú starf sitt endumýjuð að afli og næstkomandi sunnudag 8. mars verður sérstakur kynningardagur fyrir komandi námskeið og nýj- ungar. Boðið verður upp á kaffi ásamt meðlæti allan daginn frá kl. 14-20. Sérstakur kynningarafsláttur verður veittur næstu viku en starf- semin hefst áð fullu næsta mánu- dag og þriðjudag með fullorðins- námskeiðunum í ensku, spænsku, ítölsku, sænsku, íslensku fyrir út- lendinga, grunnreikningi, íslenskri stafsetningu I og íslenskri staf- setningu og málfræði II. Fyrsta kennslustund í öllum námskeiðum verður til kynningar og ekki er skylt að skrá sig á námskeiðin fyrr en að fyrstu kynn- ingastund lokinni. Skráning stend- ur einnig yfir í námsaðstoð og stuðningsnámskeið í helstu efni grunn- og framhaldsskóla. Á há- skólastigi stendur m.a. yfir skrán- ing í stuðningsnámskeið í lífefna- fræði hjúkrunarnema og efnafræði læknisfræðinema. Helstu nýjungar eru ritaranám, bókhald, rekstrarhagfræði og við- skiptaenska. Fullorðinsfræðslan er fraeðslu- og kennslustofnun sem starfar allt árið og næstkomandi sumar verða kenndir fyrstu áfang- ar framhaldsskóla til lokaprófa í ensku, íslensku, stærðfræði, efna- fræði og rekstrarhagfræði auk sænsku sem ávallt er kennd á sumrin. (Frcttatilkynning) ■ ÍSLENSKI kiljuklúbburinn hefur sent frá sér fjórar nýjar bæk- ur: Svanurinn eftir Guðberg Bergsson. Höfundur hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1991 fyr- ir þessa sögu. Bókin er 148 blaðsíð- ur. Bréfbátarigningin eftir Gyrði Elíasson. í bókinni eru fjórar sam- tengdar sögur. Hún er 142 blaðsíður og var á sínum tíma tilnefnd af ís- lands hálfu til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og kom nýlega út í Danmörku. Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare. Leikritið er nú gefið út í kilju í tilefni af því að Þjóðleikhúsið hefur tekið það til sýningar. Helgi Hálfdanarson þýddi verkið en bókin er 114 blaðsíð- ur. Grafarþögn er spennusaga eft- ir Colin Dexter um Morse lögreglu- fulltrúa. Gunnar Þorsteinsson þýddi bókina sem er 224 blaðsíður. HUSEIGENDUR ALLRA TÍMA hafa leitað logandi Ijósi að réttu innréttingunum og öðru þvi sem prýða skal hólf og gólf híbýla þeirra. Nú er leitin á enda því BYKO hefur opnað HÓLF & GÓLF á neðri hæð verslunarinnar í Breiddinni. IHÓLF & GÓLF er heimilissýning allt árið með innréttuðum hólfum og klaeddum gólfum. Þar er bókstaflega allt fyrir heimilið: Gólfefni, hillur og skápar, hreinlætistæki, innréttingar, Ijós, klæðningar og fleira og fleira. Þú sparar tíma, fé og fýrirhöfn með því að fara á einn stað og finna allt sem þú þarft á að halda fyrir heimilið - f hólf og góK.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.