Morgunblaðið - 07.03.1992, Side 14

Morgunblaðið - 07.03.1992, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 Fjörbrot fram- sóknarstefnu eftir Þröst Ólafsson Uppgjör við fortíð Að undanfömu höfum við íslend- ingar verið minntir á að við eigum ýmislegt óuppgert við fortíðina. Nýtt hugtak — fortíðarvandi — hefur stungið upp kollinum í opinberri umræðu hér. í Austur-Evrópu á sér nú einnig stað uppgjör við efnahagslega og pólitíska fortíð þeirra landa sem kommúnistar stjórnuðu til langs tíma. Þar hefur verið tekist á um stefnur og strauma í þjóðmálum. Nokkuð almenn samstaða hefur náðst um nauðsyn þess að afnema með öllu pólitískt einræðisvald kommúnistaflokkanna svo og að stíga afgerandi skref í átt til mark- aðsbúskapar, þar sem afskipti ríkis- valdsins em í lágmarki. Menn grein- ir að sjálfsögðu á um hve hratt þetta eigi að gerast, en em í öllum aðalat- riðum sammála um að þetta verði að gerast nokkuð hratt, því deyfí- lyfjaleiðin sé of kostnaðarsöm þess- um fátæku þjóðum. Við íslendingar eigum einnig margt óuppgert við efnahagslega fortíð okkar. Við emm nú að ganga í gegnum fimmta stöðn- unarárið í röð, með vaxandi atvinnu- leysi og versnandi afkomu heimila og fyrirtækja og engin sérstök bata- merki framundan. Við þurfum að framkvæma afar viðkvæman og erf- iðan spamað í ríkisfjármálum vegna áralangs hallabúskapar. Viðskipta- hallinn við útlönd hefur verið mikill og eftirspum eftir lánsfjármagni virðist óseðjandi. Ástæður fyrir þessu em eflaust margvíslegar en auðvitað hljótum við að spyrja okkur fyrst um gmnd- vallarþætti efnahagsstjómunarinnar undanfarin ár. Hvaða meginsjón- armið réðu ríkjum? Eftir hvaða vega- korti var ekið? Var það ekki í reynd úrelt áður en það var gefið út? Eftir- stríðsárin voru lengi lífseig í efna- hagshugsun íslendinga. Með stofnun Framkvæmdastofnunarinnar við upphaf áttunda áratugarins og efl- ingu Byggðastofnunar hófst nýtt tímabil efnahagslegra ríkisafskipta. Sú skipan mála hefur í veigamiklum atriðum haldist fram til dagsins í dag. Við hljótum að velta því fyrir okkur hvað valdi því að núverandi stjómarandstöðuflokkar hafa haldið fast við efnahagslegar bábiljur löngu eftir að þær þjóðir sem við gjaman viljum bera okkur saman við hafa lagt keimlíkar kenningar fyrir róða. Hættumerkin hafa lengi verið greini- leg. Að einhverju leyti má kenna „póli- tískri" einangmn þjóðarinnar um. Stærri hlut átti þó heimatilbúin hug- myndafræði sem sótti þrótt sinn í félagslega réttlætishyggju og þjóð- emislegan metnað fyrrverandi ný- lenduþjóðar. Með slík vopn í hendi var auðvelt að vega þá sem tefldu fram ólíkum viðhorfum. Þeir vom einfaldlega vændir um óþjóðlegt at- hæfi og að vera hallir undir erlenda aðila. I þessari hugmyndafræði vom bæði fjármagn og fijáls markaður óvinveitt hugtök sem menn trúðu að væm óþjóðleg og kapitalísk. Allar götur fram að byijun níunda áratug- arins var svipað gildismat ríkjandi hjá samheijum á vinstri væng ís- lenskra stjórnmála og allt til þess að afleiðingar þessarar efnahags- stefnu fóm að koma í ljós undir lok stjórnartíma ríkisstjómar Gunnars Thoroddsen. Þessi efnahagslega óskhyggja hafði fágæta réttlætingu. Það var kenningin um sérstöðu landsins. Þau sögðu að þjóðin og landið væm svo sérstæð og einstök í sinni röð meðal allra annarra þjóða að hér dygðu engar almennar kenn- ingar uppfundnar í útlöndum. Þegar rök réttlætis og jöfnuðar þraut dugði þetta síðastnefnda. Þau rök vom okkur í blóð borin. Sérútgáfa af lokuðu hagkerfi Með mikilli einföldun má segja að íslenska hagkerfið hafi allt frá upphafi áttunda áratugarins ein- kennst af tveimur megin þáttum umfram aðra. Annarsvegar víðtæk- um afskiptum ríkisvaldsins af mark- aðs- og efnahagsmálum. Hinsvegar einhæfni atvinnulífsins og beitingu gjöfulasta atvinnuvegar þjóðarinar — sjávarútvegsins — til að halda uppi byggð út um land. Hugmynda- fræðin sagð að æskileg byggðaþróun ætti að móta uppbyggingu sjávarút- vegsins en ekki öfugt. Hagkvæmni var fómað á altari byggðastefnu. Sá sem þetta skrifar birti greinar snemma á áttunda áratugnum, þar sem alvarlega var varað við offjár- festingu í sjávarútvegsbyggða- stefnu. Bent var m.a. á að íslenskt efnahagslíf myndi líða verulega við það að nota sjávarútveginn, eina samkeppnishæfa atvinnuveg okkar í alþjóðlegu samhengi, til byggða- styrkingar. Til íslensks sjávarútvegs mætti aðeins gera eina kröfu — ýtrustu hagkvæmni. Sú ákvörðun að byggja uppbygg- ingu sjávarútvegsins eftir þörfum byggðanna hefur dregið mátt úr ís- lenskum sjávarútvegi og sökkt hon- um í skuldafen. Þótt við íslendingar höfum búið við einskonar markaðskerfi um nokkuð langan aldur, þá eru veiga- miklir þættir íslenska hagkerfisins utan áhrifasvæðis markaðarins. Ákvarðanir um fjárfestingar, lántök- ur, verðmyndun og til skamms tíma um vaxtamál hafa í meira eða minna mæli verið teknar af opinberum aðil- um. Það eru ekki miklar ýkjur þótt fullyrt sé að bæði landbúnaður og sjávarútvegur hafi verið undir sér- stökum verndarvæng ríkisins um langan aldur. Svo langt hefur þetta gengið að landbúnaðurinn er allur rekinn á ábyrgð hins opinbera frá framleiðslu til dreifingar. Þótt er- lendis styðji opinberir aðilar við þjóð- legan landbúnað þá göngum við miklum mun lengra í því en aðrar sambærilegar þjóðir. í sjávarútvegi hefur hið opinbera búið til svokölluð ytri skilyrði hveiju sinni og í fram- haldi af þeim verknaði tekið ábyrgð á afkomu greinarinnar og jafnvel tryggt gjaldþrota fyrirtækjum rekstrarfé og framhaldslíf. Þá hefur ríkisvaldið til skamms tíma horft með ákveðinni velþóknun á víðtæk samráð um útgáfu á verð- skrám ýmissa þjónustuaðila og framleiðenda. Ríkið hefur bein eða óbein áhrif á íjölmargar aðrar verð- ákvarðanir á markaðnum, ekki hvað síst á orkusviðinu. Finna má dæmi þar sem ríkisvaldið hefur beinlínis styrkt einokun og fámennisákvarð- anir. Vissulega hefur á allra síðustu tímum verið dregið úr þætti ríkis- valdsins í verðákvörðunum, einkum undir forustu núverandi viðskipta- ráðherra, en þörf er á frekari ákvörð- unum í þá veru. Þá hefur ríkisvaldið enn með höndum umfangsmikil af- skipti af útflutningi og þannig mætti halda áfram. Ef grannt er skoðað eru ríkisaf- skipti af efnahags- og markaðsmál- um meiri hér á landi en í nokkru öðru vestrænu landi og ber hagkerf- Þröstur Ólafsson „Þessar útlínur megin- stefnu sem hér hafa verið dregnar upp eru sú efna- hagslega fortíð sem þjóð- in þarf að gera upp og hverfa frá hið snarasta. Það er komið að vegamót- um uppgjörsins.“ ið þess ótvírætt merki. Erlendis má víða finna dæmi um mikil ríkisaf- skipti, en þau eru allt annars eðlis og til stuðnings markaðsöflunum og eflingar fijálsri samkeppni. En ríkisafskiptin eru ekki bara því marki brennd að vilja móta við- skiptaniðurstöður á markaðnum, heldur hafa þau í alvarlegum mæli skekkt viðmiðanir markaðarins. Þessi afskipti hafa um of einkennst af skammsýni og hafa haft að leiðar- ljósi hagsmuni fámennra hópa og einstakra byggðarlaga á kostnað þjóðarheildarinnar, enda verið óþörf ef heildin hefði verið viðmiðunin. Einhvemtíma var notað hugtakið pilsfaldakapítalismi yfir þetta. Hér að framan er ekki fullyrt að ekki megi undir neinum kringum- stæðum beita ríkisvaldinu í efna- hagslegum tilgangi. Slíkt væri fá- sinna. En ramminn verður að vera skýr. Ríkisvaldið á að setja leikregl- umar á markaðnum og einbeita sér að því að auka og viðhalda sam- keppni og beijast gegn einokun. Ríkisafskipti þurfa að vera í sam- ræmi við markaðinn en ekki að vinna gegn honum. Enn eitt sérkenni íslenskrar efna- hagsstefnu hefur verið sú sterka til- hneiging að halda viðskiptalífi lands- ins sem mest vernduðu gagnvart útlöndum og byggja um það ákveðna sérútgáfu af lokuðu hagkerfi. Þessi hugsun kom greinilega í ljós við inn- göngu landsins í EFTA á sínum tíma og svo nú uppá síðkastið þegar nið- urstöður tóku að birtast um EES. Þriðja leiðin Þetta afar lauslega yfirlit um af- skipti ríkisins af verðlags- og fjár- festingarmálum, sýnir svo ekki verð- ur um villst að megin hugsun efna- hagsstefnunnar hér er allt önnur en í öðrum vestrænum löndum þar sem markvisst hefur verið dregið úr ríkis- afskiptum og markaðsöflunum leyft að leika lausum hala. Hugmyndafræðin að baki þessari efnahagshugsun er fengin að láni hjá þeim sósíalistum sem afneituðu því sem þeir kölluðu öfgunum til hægri og vinstri. Þeir vildu finna þriðju leiðina í skipan efnahagsmála. Á tímum viðreisnarinnar var hennar ákaft leitað hér af stjórnarandstöðu- flokkunum. Bretar reyndu þetta að hluta til eftir stríð og Frakkar voni alllepgi að daðra við svipaða hugs- un. í þessu samhengi er athyglisvert að Þjóðveijar afneituðu strax þótt engin þjóð hafi í stríðslok búið við eins sérstakar aðstæður og þeir. Við lok sjöunda áratugarins höfðu vestur-evrópskar þjóðir, allar nema Bretar, losað sig undan þessari stefnumótun. Þróunarlöndin fóru þessa leið hinsvegar flest og eru enn að hringsóla þar. ísland hefur fram til þessa verið í þessum hópi. Á stjórnartíma síðustu ríkisstjórnar þótti formanni Framsóknarflokks- ins, Steingrími Hermanssyni, því sérstök ástæða til að undirstrika að aðferðafræði og úrlausnir vestrænna hagfræðinga yrðu ekki hafðar að leiðarljósi á stjórnartíma sínum. Það er rétt. Vestrænar hagstjórnarað- ferðir og hagfræðileið Framsóknar- flokksins fara ekki saman. Þessi leið afneitar markaðslög- málum sem meginreglu en setur pólitísk fyrirmæli í staðinn. Lögmál markaðarins skal þvinga inn á þær brautir sem stjórnmálin segja til um. í flestum tilvikum á að sveigja at- hafnir á markaðnum að svokölluðum félagslegum markmiðum. Undir skilgreininguna félagsleg markmið getur nánast hvað sem er fallið, allt frá búsetu til bankastarf- semi, svo ekki sé nú minnst á fram- leiðsluatvinnuvegina. Ein vinsælasta aðferðin hefur verið að taka lán til að Ieiðrétta niðurstöður markaðsins. Á þann hátt er hægt að halda upp falskri velferð og viðhalda starfsemi sem ekki stendur rekstrarlega undir sér til að losa menn við afleiðingar markaðskerfísins. Það hefur flokk- ast undir félagslega ráðstöfun hér á landi og þótt til fyrirmyndar. Rekstr- araðilar hafa ekki þurft að bera ábyrgð á eigin rekstri á of mörgum sviðum. Þeir hafa hirt hagnaðinn þegar vel árar, en þegið aðstoð hins opinbera þegar ver hefur gengið. Hefur þó ekki skipt máli hvar orsak- anna hefur verið að leita, hvort um var að kenna vonlausri fjárfestingu, slæmum rekstri eða erfiðum skilyrð- um þjóðarbúsins. Efnahagsstefna Framsóknarflokksins Afleiðingar slíkrar stefnu eru margvíslegar. Ein er sú að hún dreg- ur úr hugviti sem leiðir til tæknilegr- ar stöðnunar. Önnur er sú að ábyrgð í rekstri dvínar. Það leiðir til rekstr- arumhverfis og efnahagslegrar stjórnunar sem ekki gera ýtrustu kröfur til þátttakenda. Það leiðir til annars eða þriðja flokks efnahags- lífs. Þriðja afleiðingin er sú að svona efnahagsstefna ýtir undir arðrán náttúrulegra auðlinda til þess að bæta upp slaklega stjórnun. Hér erum við á sama báti og íbúar hinna nýju lýðvelda í Austur-Evrópu. Við höfum gengið svo nálægt fiskistófn- unum að vandséð er hvenær þeir ná sér aftur á strik. Þá er landið okkar að íjúka út á Atlantshaf. Það getur hver og einn séð með eigin augum. Enn ein afleiðingin er sú að stjórn- málamenn, sem sífellt eru að stofna til opinberra skuldbindinga sem þeir þurfa ekki að bera ábyrgð á, glata mælikvarðanum fyrir því mátulega. Þeir velta afleiðingum gerða sinna yfir á lánasjóði. Sjóðir eru notaðir til að stýra efnahagsmálum þjóðar- innar og ákveða íjárfestingar. Þeir eiga að sjá fyrirtækjum fyrir rekstr- arfé og þeir eiga síðan að koma í veg fyrir að illa stæð fyrirtæki verði gjaldþota. Þetta hefur líka verið kallað að gera út á sjóðina. Þessi sjóðastefna er á góðri leið með að eyðileggja efnahagskerfi þjóðarinnar. Misheppnaðar fjárfest- ingar og gagnslausar rekstartil- færslur frá allra síðustu árum og sem ríkisvaldið ber beina eða óbeina ábyrgð á, skipta mörgum tugum milljarða. Þar nægir að nefna fisk- eldið með um 9 milljarða, loðdýra- rækt með tæpa 5, rækjuvinnslu með um 5 milljarða, ullariðnað, offjár- festingu í sjávarútvegi á bilinu 20-25 milljarðar o.s.frv. Meirihluti þessa fjár er glataður. Þessar útlínur meginstefnu sem hér hafa verið dregnar upp eru sú efnahagslega fortíð sem þjóðin þarf að gera upp og hverfa frá hið snar- asta. Það er komið að vegamótum uppgjörsins. Þetta er efnhagsstefna Fram- sóknarflokks og Alþýðubandalags I hnotskurn. Hún er nú endanlega gjaldþrota. Frekari leiðsögn þessarar stefnu verður að linna. Við höfum einfald- lega ekki efni á henni lengur. Hún veldur bruðli og arðlausum fjár- austri. Hún dregur úr aðhaldssemi og ýtir undir ábyrgðarleysi. Hún er þó umfram allt hættuleg efnahags- legri framtíð þessarar þjóðar. Hún fjarlægir okkur agaðri hugsun — og heldur okkur föngnum í draumalandi óskhyggjunnar, sem endar hvergi nema í skuldafeni og .hörmulegum lífskjörum. Höfundur er hngfræíHnguf og aðstoðarmaður utanríkisráðherra. íslensk sveit í úr- slit Hoechtsmótsins Brids Guðmundur Sv. Hermannsson íslensklr spilarar náðu þokkalegum árangri á Hoechst- mótinu sem haldið var í Haag í Hollandi um síðustu helgi. Önnur sveitin komst í 16 sveita úrslit en endaði þar í 14 sæti, og hin endaði í 30 sæti af 80 sveitum sem þátt tóku í mótinu. Þetta er í þriðja sinn sem ís- lenskar sveitir taka þátt í þessu móti og í fyrsta sinn sem ís- lensk sveit kemst þar í úrslit. Önnur sveitin var skipuð Aðal- steini Jörgensen, Jóni Baldurs- syni, Sverri Ármannssyni og Matthíasi Þorvaldssyni og spilaði á mótinu undir nafni Druk Weim- ar Iceland. Sveitin byijaði á að vinna 10 sveita riðil í undan- keppninni og komst þannig í 16 spila úrslitakeppni. Þar gekk hins vegar ekki eins vel og þeir félag- ar náðu aðeins að vinna tvo leiki af sjö og enduðu því í 14. sæti eins og áður sagði. Hin sveitin var skipuð Braga Haukssyni, Sigtryggi Sigurðs- syni, Páli Valdimarssyni, Ragnari Magnússyni, Hrólfi Hjaltasyni og Sigurði Vilhjálmssyni. í undan- keppninni varð sveitin í 4. sæti af 10 í sínum riðli sem þýddi að hún spilaði í C-riðli í úrslitakeppn- inni. Þar varð sveitin síðan í 6. sæti af 8. Sigurvegarar urðu Bretamir Brian Senior, Steve Ray, Brian og Mark Horton sem er raunar fyrrverandi eiginmaður Sally Hor- ton sem spilaði hér á Bridshátíð fyrir skömmu. í öðra sæti varð ICL Danmark, danska sveitin sem spilaði hér á Bridshátíð skipuð Jens Auken, Denis Kock, Steen Möller og Stig Werdelin með Jörn Lund sem varamann. í þriðja sæti var norsk sveit skipuð Hel- ness, Schjeldrapsen, Marstrander og Trollvik. Á eftir spiluðu Jón og Aðal- steinn sýningarleik með bresku sveitinni, sem vann mótið, við úrvalslið Haagborgar. Hollend- ingarnir veittu ekki mikla keppni pg 24 spila leikur fór 82-40 fyrir Ísland/Bretland. í þessu spili vann sigursveitin doblað geim við bæði borð: N/Allir Norður ♦ Á5 ♦ 8654 ^ K2 ♦ ÁK1083 Vestur Austur ♦ KD10832 ♦ G9764 ¥Á7 ¥10 ♦ 93 ♦ ÁG108754 ♦ G76 ♦- Suður ♦ - ♦ KDG932 ♦ D6 ♦D9542 Við annað borðið sátu Aðal- steinn og Jón NS. Þeir höfðu sam- þykkt að hvíla biðsagnakerfið sitt en spila eðlilegt kerfí í þessum leik. Vestur Norður Austur Suður 1 lauf 1 tígull 1 hjarta 1 spaði 2 hjörtu 4 spaðar 5 hjörtu dobl a.pass Þær vora nokkuð sérkennilegar ákvarðanir Hollendinganna á 5. sagnstiginu, vesturs að dobla og austurs að segja ekki 5 spaða. Vestur fann eðlilega ekki laufa- útspilið og því gaf Aðalsteinn áðeins á hjarta- og tígulás og uppskar 850. Við hitt borðið sóttu Senior og Ray spilið upp í 5 spaða í AV sem voru doblaðir og aftur gaf sagnhafi aðeins tvo slagi, á spaðaás og á tígul. Því bættust aðrir 850 við og 17 impa gróði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.