Morgunblaðið - 07.03.1992, Síða 21

Morgunblaðið - 07.03.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 21 Illskeytt tölvuveira varð virk í gær: Reuter. Gorbatsjov í Þýskalandi Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum Sovétforseti, er nú á níu daga ferð um Þýskaland og er þetta fyrsta utanlands- för hans síðan hann lét af embætti. Tekið hefur verið á móti Gorbatsjov sem leiðtoga stórveldis í Þýskalandi og hefur hann m.a. átt viðræður við Helmut Kohl kanslara og aðra helstu stjórnmálamenn landsins. í gær hitti hann að máli Theodor Waigel fjármálaráðherra og Richard von Weizsacker, forseta Þýskalands. Greindi hann Weizsácker frá stjórnmálaástandinu í Samveldi sjálfstæðra ríkja og lagði áherslu á mikilvægi vest- rænnar aðstoðar ef tryggja ætti stöðugleika í fyrrum Sovétríkjunum. Á myndinni má sjá þýsku forsetahjón- in taka á móti Míkhaíl og Raísu Gorbatsjov. Michelangelo olli usla í uni 10.000 einkatölvum London, Bonn, Amsterdam, Washington. Reuter. TOLVUVEIRAN Michelangelo, sem er sú skæðasta sem hingað til hefur komið fram, olli miklum usla í einkatölvum fyrirtækja víðs vegar um heim í gær. Áætlaði bandariskur tölvusérfræðingur að veiran hefði orðið virk í allt að tíu þúsund tölvum í heiminum. Einna verst úti urðu fyrirtæki í Suður-Afríku en þar urðu um þúsund tölvur í allt að fimm hundruð fyrirtækjum í flestum helstu atvinnugreinum landsins fyrir barðinu á veirunni. í Evrópu og Asíu tókst hins veg- ar á flestum stöðum að koma í veg fyrir skaða af völdum veirunnar með notkun sérstakra forvarnarfor- rita. í Þýskalandi náðu slík forrit að eyða veirunni í um þúsund tölv- um. Fyrirtæki í Ruhr-héraðinu varð hins vegar mjög illa úti og þurftu starfsmenn að horfa á öll gögn sem geymd voru á 75 tölvum þurrkast út á örfáum sekúndum. Bandarískir embættismenn hjá ýmsum helstu stjórnarstofnunum sögðu í gær að ekki væri vitað um neinar skemmdir á hugbúnaði á vegum stjórnarinnar. Fregnir bár- ust hins vegar af því að veiran hefði orðið virk í tölvum hjá ýmsum bandarískum fyrirtækjum. IBM í Frakklandi sagðist ekki hafa heyrt af neinum vandræðum vegna veir- unnar en í Bretlandi var skýrt frá því að um hundrað tölvur hjá þjón- ustufyrirtæki hefðu sýkst. Þá varð lítið vart við Michelangelo í Mið- Austurlöndum enda nánast allar skrifstofur lokaðar vegna bæna- dags múhameðstrúarmanna. Tölvuveiran Michelangelo er skýrð í höfuðið á málaranum kunna og varð veiran ekki virk fyrr en í gær en þá voru 517 ár liðin frá fæðingu meistarans. Veiran var þeim eiginleikum búin að geta „sof- ið“ í minni tölva er höfðu smitast af henni og vaknaði fyrst til lífsins ef kveikt var á þeim í gær og eyði- lagði þá kerfisbundið á örskammri stund öll þau gögn sem geymd voru á hörðum diskum tölvanna. Gátu allar einkatölvur, sem samhæfðar eru stýrikerfum IBM-tölva, smitast af veirunni. Einn af tölvusérfræðingum holl- ensku lögreglunnar, Loek Weerd, skýrði í gær frá því að það hefði verið tævanskt hugbúnaðarfyrir- tæki sem óafvitandi dreifði veirunni um heiminn. Tævönsk yfirvöld hafa enn sem komið er ekki viljað gefa upp nafn fyrirtækisins en hluti af starfsemi þess, h'kt og margra ann- arra hugbúnaðarfyrirtækja, er að fjölfalda forrit fyrir viðskiptavini sína. Líklega komst veiran í fjölda- Vance átti fund með leiðtogum múslima, Serba og Króata í Bosníu í höfuðborginni Sarajevo í gær og féllust þeir þar á að koma til friðar- viðræðna, sem haldnar verða undir verndarvæng Evrópubandalagsins (EB) í Brussel um helgina. „Enda þótt mikil spenna ríki enn get ég þó sagt að hún sé sýnu minni en fyrr í vikunni," sagði Vance. Meirihluti íbúa Bosníu lýsti stuðningi við stofnun sjálfstæðs ríkis í þjóðaratkvæði um síðustu helgi en í framhaldi af atkvæða- greiðslunni hefur komið ■ til ofbeldisverka og óttast var að borgarastyijöld brytist út þar sem Serbar, sem telja 31% íbúa en ráða yfir tveimur þriðju landsvæðis Bos- níu, sættu sig ekki við úrslitin. Vildu þeir að lýðveldið yrði áfram hluti af júgóslavneska ríkjasam- bandinu. Vance sagði í gær að leiðtogar dreifingu er einn viðskiptavina fýrirtækisins afhenti því smitaðan disk til fjölföldunar. Weerd varaði þá tölvunotendur við sem ætluðu sér að komast hjá vandræðum með því að kveikja ein- faldlega ekki á tölvunni í gær. Þeir væru alls ekki óhultir . ef tölvan væri smituð á annað borð. „Veiran er þarna ennþá. Menn eru bara að blekkja sjálfa sig. Hún fer á kreik á ný að ári liðnu,“ sagði hann. deiluaðila í Bosníu hefðu samþykkt að hefja samningaviðræður um friðsamlega lausn deilunnar um framtíð lýðveldisins. Samninga- menn EB munu hafa milligöngu. Samkvæmt friðaráætlun, sem upp- kast hefur verið gert að, fengju þjóðarbrotin aukið sjálfsforræði innan núgildandi landamæra Bos- níu. Radovan Karadzic, leiðtogi Serba, hefur varað EB við því að viðurkenna sjálfstæði Bosníu fyrr en pólitísk lausn deilunnar um framtíð landsins hefði fundist. Vance fór í gærkvöldi til Zagreb, höfuðborgar Króatíu, til viðræðna við Franjo Tudjman forseta um komu friðargaéslusveita SÞ til landsins. Vance sagði að fyrstu friðargæsiuliðarnir væru væntan- legar innan tveggja vikna en yfir- maður sveitanna, indverski hers- höfðinginn Satish Nambiar, kemur til Belgrað á morgun sunnudag. Deilur um framtíð Bosníu: Líkur aukast á pólitískri lausn Belgrað. Reuter. CYRUS Vance, sérlegur samningamaður Sameinuðu þjóðanna (SÞ), segir að áfangasigur hafi unnist í gær er leiðtogar þjóðarbrotanna í Bosníu-Herzegovínu hétu honum því að leysa ágreining sinn um framtíð Iandsins með samningum. Irland; Fóstri stúlk- unnar eytt Dublin. Reuter. FJÓRTÁN ára gömul írsk stúlka, sem varð barnshafandi vegna nauðgunar, hefur gengist undir fóstureyðingu í Englandi eftir að hæstiréttur írlands hafði hnekkt úrskurði undir- réttar um að hún mætti ekki fara þangað til að eyða fóstrinu. Tekin voru sýni úr legvatni stúlkunnar þegar aðgerðin fór fram til að ganga úr skugga um hvort faðir bestu vinkonu hennar hafi nauðgað henni. Blóðsýni hafa einnig verið tekin úr manninum. Hæstiréttur írlands, nam í síð- ustu viku úr gildi bann dómstóls i Dublin við því að stúlkan fengi að fara til Bretlands í fóstureyð- ingu. Thomas Finlay, forseti Hæsta- réttar, kvaðst á fimmtudag hafa tekið þessa ákvörðun vegna ótta um að stúlkan myndi ella fremja sjálfsmorð. Hafði sálfræðingur borið því vitni að stúlkan væri i alvarlegum sj álfsmorðshugleiðing- um. Hæstiréttur írlands kvað á fimmtudag upp þann úrskurð að leyfilegt væri að heimila fóstur- eyðingar undir ákveðnum kringumstæðum. Fóstureyðingar eru bannaðar á írlandi og er talið að þessi úrskurður hæstaréttarins eigi eftir að verða að pólitísku hita- máli. Voru fjórir dómarar af fimm þeirrar skoðunar að fóstureyðingu mætti leyfa ef líf móðurinnar væri ella talið vera í hættu. MMC Pajero turbo diesel ’89, sjálfsk., ek. 73 þ., brettaútvíkkanir, o.fl. V. 1780 þús. stgr., sk. á ód. Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. J Kopavogi, si'mi 671800 Subaru 1800 GL 4 x 4 ’87, ek. 58 þ. Topp eintak, hvítur. V. 790 þús. Ford Bronco '82, 36“ dekk, 6 cyl., 4 gíra, o.fl. V. 890 þús., sk. á ód. Mazda 323F GTi 1.8 '90, svartur, 5 g., ek. 32 þ., rafm. í öllu. V. 1250 þús., sk. á ód. BMW 3181 4 dyra '85, læst drif, o.fl., sjálfsk., ek. 97 þ. V. 850 þús. Honda Civic GLi Sedan '91, 5 g., ek. 11 þ. V. 1050 þús., sk. á ód. Honda Civic GTI '88, topplúga. Fallegur bfll. V. 980 þús. Ýmis sk. mögul. Honda Prelude 2000 EXí '90, sjálfsk., ek. 15 þ. Ýmsir aukahl. V. 1750 þús. Ford Bronco II XL '88, 5 g., ek. 37 þ. Falleg- ur jeppi. V. 1590 þ. Sk. ód. MMC Galant GLS 2000 ’87, sjálfsk., ek. aðeins 45 þ. V. 850 þús. Sk. á ód. MMC L-300 8 manna ’88, úrvalsbfll. V. 1280 þús., sk. á ód. Mazda 323 1.8 Sedan 4x4 '91, ek. 16 þ. V. 1180 þús. MMC Pajero Turbo diesel '88, ek. 82 þ. Jeppi í sérfl. V. 1450 þús., sk. á ód. Ath. 15-30% staðgreiðsluafsláttur - Síðasti dagur útsölunnar - SÓFASETT HORNSÓFAR STAKIR SÓFAR og margt fleira Frábær afsiáttur á stökum sófum og sófasettum frá Eilersen f Danmörku. Reyrsófasett með borði frá 39.000,- kr. staðgr. Sófasett m/áklæði frá 60.000,- kr. staðgr. Sófasett m/lúxáklæði 3+2+1 frá 99.000,- kr. staðgr. Sófasett m/leðri 3+2+1 frá 147.000,- kr. staðgr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.