Morgunblaðið - 07.03.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992
29
Verða íslendingar
kristnir árið
Annar hluti
eftirBjörn G. Jónsson
Alvarlegasta vandamál þjóðar-
innar í dag er staða heimilanna, eða
öllu heldur hrun heimilanna. Um
allar aldir hafa verið til þeir ein-
staklingar sem hafa verið vanhæfir
til sambúðar, einnig geta orðið þeir
erfiðleikar í sambúð fólks að það
hefur orðið að slíta samvistir, enda
banna trúarbrögð okkar ekki skiln-
að ef nægar ástæður liggja fyrir.
En þau ósköp sem nú ganga yfir í
sambúð fólks geta ekki samrýmst
kristinni þjóð. Mörg börn vaxa úr
grasi án þess að hafa notið þeirra
réttinda að vera tekin uppá föður-
hné og þiggja þar huggun og um-
hyggju, og fara því á mis við eina
af sínum frumþörfum.
Fyrir fáum árum las ég þydda
grein eftir bandarískan skólamann.
Hann segir á þessa leið, „Banda-
ríska þjóðin hefur gengið í gegnum
margar hættur, hún háði frelsis-
stríð við nýlendukúgara, hún háði
þrælastríð við hatrömm öfl innan
eigin þjóðar, tvisvar háði hún fer-
legar heimsstyrjaldir, hún stóð um
tíma höllum fæti fyrir heimskomm-
únismanum og lifði undir vá kjarn-
orkustyijaldar. Allt þetta er hjóm
eitt á móti þeirri ægihættu er steðj-
ar að þjóðinni vegna þess ólánsfólks
er innleiddi þann sið er nefnist
fijálst kynlíf. Sá lífsmáti hefur leitt
þá ógæfu og vandræði yfir Banda-
ríkin, að ef fer sem horfir mun
hann eyðileggja þjóðina, hún mun
rotna innanfrá." Hér á íslandi ríkir
líkt ástand í þessum málum. Það
hefur löngum verið svo að fáir eru
öhultir að stíga aldrei af vegi
dyggðanna og enginn skyldi annan
dæma því ekki er hægt að setja sig
inní annars aðstæður. En að styðja
og tala fyrir óábyrgu kynlífi og
hafa áróður fyrir því að fólk eigi
ekki að hafa neinar kynferðislegar
hömlur frekar en dýr merkurinnar,
er ekki kristinn hugsunarháttur.
Ungt fólk sem hefur farið offari í
óábyrgu kynlífi á það á hættu að
geta ekki axlað þá ábyrgð sem far-
sæl sambúð krefst.
Á hveiju ári bætast við 500 börn
sem eru fórnarlömb sambúðarslita
foreldra. Það er vitað mál að alltof
mörg þessara barna eiga við sálræn
vandamál að stríða, það er meira
en lítið bogið við þann aldarhátt,
er leiðir til þess að börnin, yngstu
borgararnir, þurfi að taka á sig
þyngstu byrðarnar í svo miklum
mæli. Það er mikið talað um for-
varnarstarf vegna barna og ungl-
ingavandamála. Allt gott er um það
að segja, en væri ekki rétt að hafa
hlutina í réttri röð og taka fyrst
fyrir vandræðagang fullorðinna svo
raunhæft sé að taka fyrir forvarnar-
starf vegna barna og unglinga.
Um stjórnarfarið
Þá er það stjórnarfarið. Ég held
2000?
að á engan sé hallað þó ég segi að
sá maður sem mest áhrif hefur
haft á líf okkar síðustu árhundruðin
sé Marteinn Lúther. Er hann var
uppi ríkti sérréttindafólk aðalsins
og hin afvegaleidda kaþólska
kirkja, fáir einstaklingar lifðu í
auðæfum og vellystingum en héldu
almenningi í fáfræði og fátækt.
Marteinn Lúther segir forréttinda-
stéttunum miskunnarlaust til synd-
anna, og brátt myndast um hann
stór hreyfing, sem breiðist út um
Vestur-Évrópu. Aðallinn og kaþól-
ikkar beija miskunnarlaust á mót-
mælendum. Kristið fólk með frelsis-
hugmyndir néyðist til að flýja lönd
sín. Við það missa löndin atgervi
til orðs og handa. Þetta fólk fór
mikið til Norður-Ameríku. Það er
því engin tilviljun að þegar sjálf-
stæðisyfirlýsing Bandaríkjanna er
gefin út árið 1776, að þar er á ferð-
inni fyrsta stjórnarskrá stórþjóðar
sem leggur kristin hugtök að grunni
stjórnarskrárinnar. Frelsi, jafnrétti
og bræðralag. Allir fæðist með
sama rétt fyrir guði og mönnum,
öllum sérréttindum er hafnað. Síðan
verður franska byltingin árið 1789.
Smám saman breiðast út straumar
frelsisins um Evrópu, einnig hingað
til íslands. í stuttu máli grundvöllur
þess sem við köllum „Vestrænt lýð-
ræði“ er byggður á kristinni sið-
fræði. Vestrænt lýðræði er vafa-
laust gallað, og hefur verið misnot-
að, eins og allt annað. En við þekkj-
um ekkert annað stjórnarfar, sem
Björn G. Jónsson
„í fyrsta lagi höfum viö
ekki metiö að verðleik-
um okkar trúarlega arf
sem ríkt hefur hér um
aldir, og því verið auð-
veldari bráð fyrir öll
þau öfl er vegið hafa
að kristninni.“
við fellum okkur betur við. Kristin
siðfræði og réttlætiskennd eru
ávöxtur trúaðra einstaklinga. Verði
kristið fólk í stórum minnihluta
hverfur kristin siðfræði, eins hlýtur
því að vera farið með það stjórnar-
form er missir sína hugmyndafræði-
legu undirstöðu.
Um menntun og listir
En þá er að spyija: Hversvegna
eru okkar trúarbrögð á slíku undan-
haldi í dag? Til þess liggja margar
ástæður sem ekki er hægt upp að
telja hér, en við skulum aðeins at-
huga nokkrar. I fyrsta lagi höfum
við ekki metið að verðleikum okkar
trúarlega arf sem ríkt hefur hér
um aldir, og því verið auðveldari
bráð fyrir öll þau öfl er vegið hafa
að kristninni. Hér fyrr á öldinni
voru menntafólk úr hærri skólum
stórum færra en nú. Nokkrir hinna
lærðu féllu fyrir þeirri freistni að
slá um sig með því að gera lítið
úr trúarbrögðum alþýðufólks, og
alltaf er auðveldast að slá um sig
með því að bijóta niður það sem
fyrir er. Því miður var hér um
menntahroka að ræða. Kristið fólk
hlýtur alltaf að eiga í vanda eigi
það að sanna trú sína því hér er
um trú að ræða, en ekki efnisbundn-
ar staðreyndir. Vísindin, óskabarn
aldarinnar, hafa ekki lagt þung lóð
á vogarskálar trúarinnar.
Raungreinastéttirnar vilja allt
mæla og vega, og hafa eins og
gengur oft ofmetið sitt fag, og töldu
að brátt yrði lífsgátan leyst. En
ekkert hefur nú unnist enn að leysa
lífsgátuna í þeirri deild.
Þá er það listin. Ég er ekki úr
hópi þeirra, sem telja sig hafa mik-
ið vit á list. En ungum var mér
kennt að hlutverk listamannsins
væri að hafa göfgandi áhrif og lyfta
manninum á hærri svið, ennfremur
benda á það sem miður fer í samtíð-
inni. En hitt væri óheppilegt þegar
listinni væri beint í þann farveg að
vísa til lægri hvata og skrumskæla
mannlegt eðli. íslenskir litamenn
hafa að vonum ólík viðhorf til krist-
innar trúar, en sumum þeirra hefur
verið einkar hugleikið að níða skó-
inn niður af trúnni. Hafa þeir jafn-
vel dundað sér við það áratugum
saman að draga að henni dár, og
haft árangur mikinn af iðju sinni.
líöfundur er bóndi á Laxnmýri I
í Reykjahreppi, S-Þingeyjarsýslu.
Gott með kaffinu
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Það koma alltaf tækifæri til að
bera frám góða köku með kaffinu
eða sem eftirrétt fyrir heimafólk
eða gesti. Hún er sannarlega glæsi-
leg ásýndar kakan sem uppskrift
er af í dag og sýnd er hér á mynd
og ekki bragðast hún síður.
Heslihnetukaka
200 g heslihnetukjarnar,
3 stór egg,
200 g sykur.
Hneturnar eru malaðar fínt, egg
og sykur þeytt vel. Hnetunum hrært
varlega saman við með sleif eða
gafli. Kakan á að bakast við 175°
C í ca. 45 mín. og hægt að baka
hana daginn áður en neyta skal.
Kakan látin kólna í um það bil 10
mín. áður en hún er tekin varlega
úr mótinu.
Ofan á kalda kökuna er settur
þeyttur ijómi, 1 peli ætti að nægja.
Yfir stífyeyttan ijómann er sett
skafið súkkulaði, 50-75 g.
Súkkulaðikaka með
appelsínukremi
4 egg,
4 msk. vatn,
200 g sykur,
100 g smjör eða smjörlíki,
160 g hveiti,
60 g kartöflumjöl,
1 tsk. lyftiduft,
50 g kakó.
Egg og vatn þeytt saman, sykri
bætt í og þeytt áfram, köldu bræddu
smjörinu bætt varlega út í ásamt
sigtuðum þurrefnunum. Kakan
bökuð í tvennu eða einu lagi og þá
í 20-25 mín. við 180°C.
Appelsínukrem
2 eggjarauður,
75 g sykur,
rifinn börkur af 1 appelsínu,
IV2 dl ijómi,
2 eggjahvítur,
ögn af sýrðum ijóma.
Eggjarauður og sykur þeytt vel,
appelsínubörkurinn settur saman
við. Rjóminn og eggjahvíturnar
þeyttar sitt í hvoru lagi og bætt
varlega saman við. Kakan lögð
saman með kreminu og síðan er
henni stungið í frysti til að kremið
stífni. Kökuna þarf að taka út um
það bil hálfri klst. áður en neyta
á. Ofan á er settur glassúr, flórsyk-
ur hrærður með appelsínusafa,
skreytt með möndluflögum eða app-
elsínuberki í lengjum. Bráðin má
ekki fara í frysti.
__________Brids
Arnór Ragnarsson
Föstudaginn 28. febrúar var vetrar-
mitchell spilaður eins og venjulega í
Sigtúni 9. 37 pör voru með og efstu
pör í N/S voru:
Karl Erlingsson—Pétur Sigurðsson 427
Unnur Sveinsdóttir - Jón Þór Karlsson 426
Þórður Sigfússon - Sveinn Sigurgeirsson 399
BjöraArnarson-PállÞórBergsson 396
I A/V urðu efstir:
Jón Viðar Jónmundsson - Eyjólfur Magnússon 451
Magnús Sverrisson - Guðjón Jónsson 424
Magnús Ásgrimsson — Sigurþór Sigurðsson 413
Ragnar Örn Jónsson - Andrés Ásgeirsson 408
Spilaðarvoru 14 umferðir og meðal-
skor var 364. Vetrar-mitchell er alltaf
spilaður á föstudögum í Sigtúni 9 og
er opinn öllum. Byijað er að spila kl.
19.00 og skráð er á staðinn milli kl.
18.30 og 19.00.
Bridsfélag Hreyfils
Að loknum 20 umferðum af 27 í
barometer-tvímenningnum er staða
efstu para þessi:
Sigurður Ólafsson — Flosi Ólafsson 213
JónSigtryggsson-SkaftiBjömsson 207
Sigurleifur Guðjónsson - Helgi Straumprð 192
Ágúst Benediktsson - Rósant Hjörleifsson 175
Daníel Halldórsson - Valdimar Eliasson 165
Næsta umferð hefst mánudaginn
9. mars í Hreyfilshúsinu kl. 19.30.
Sigtryggur og Bragi enn í
forystu
Sigtryggur Sigurðsson og Bragi
Hauksson hafa enn gott forskot í að-
altvímenningi Bridsfélags Reykjavíkur
en nú hafa verið spilaðar 34 umferðir
af 47.
Staðan:
SigtryggurSigurðsson-BragiHauksson 407
Guðlaugur R. Jóhannsson - Öm Amþórsson 311
HelgiJónsson-HelgiSigurðsson 290
JónlngiBjömsson-KarlLogason 271
Bjöm Eysteinsson - Magnús Ólafsson 268
HermannLárusson-ÓlafurLárusson 252
Sævar Þorbjörnsson - Karl Sigurhjartarson 247
Ómar Jónsson - Guðni Sigurbjamason 229
Sverrir Ármannsson - Matthías Þorvaldsson 224
Hjördis Eyþórsdóttir - Ásmundur Pálsson 216
Hæsta skor síðasta spilakvöld:
Guðlaugur R. Jóhannsson - Örn Arnþórsson 177
Bernódus Kristinsson - Georg Sverrisson 142
Helgi Jónsson — Helgi Sigurðsson 133
Jón St. Gunnlaugsson - Björgvin Víglundsson 126
Hrólfur Hjaltason - Siguiður Vilhjálmsson 126
Guðbjöm Þórðarson - Guðmundur Baldursson 103
Guðmundur Hermannsson - Helgi JóhannssonlOl
Jörundur Þórðarson - Hjálmar S. Pálsson 100
Bridsfélag Eskifjarðar og
Reyðarfjarðar
Nú er hafin úrslitakeppni sem spiluð
er í framhaldi af sveitakeppni félags-
ins, spilað er í tveim riðlum. Stig úr
innbyrðis viðureignum flytjast með í
úrslitakeppni. Úrslit fyrstu umferðar
urðu eftirfarandi:
1. umferð:
Eskfirðingur - Óttar Guðmundsson 25:0
Kokteill - Aðalsteinn Jónsson 25:5
Árni Guðmundsson - Jónas Jónsson 17:13
Jóhann Þórarinsson - Svala Vignisdóttir 18:12
Staðan:
A-riðill:
Kokteill 87 stig
JónasJónsson 61 stig
Árni Guðmundsson 53 stig
Aðalsteinn Jónsson 37 stig
B-riðill:
Eskfirðingur 94 stig
Jóhann Þórarinsson 77 stig
Svala Vignisdóttir 50 stig
Óttar Guðmundsson 11 stig
Bridsdeild Rangæinga
Staða efstu sveita í aðalsveita-
keppninni:
Daníel Halldórsson 163
Rafn Kristjánsson 152
Eiríkur Helgason 148
Halldór Gunnarsson 145
Einar Pétursson 123
Bridsfélag Kópavogs
Sl. fimmtudag hófst þriggja kvölda
Mitchell. Þijátíu pör mættu til leiks.
Staðan N/S:
Gunnar Sigurbjömsson - Gunnar Þorsteinsson 461
Þórður Björnsson - Ingibjörg Grimsdóttir 417
RagnarBjömsson-ÁnnannJ.Lárusson 416
Stafán - Birgir 393
Magnús Aspelund - Steingrimur Jónasson 380
A/V:
Guðlaugur Nielssen - Gísli Tiyggvason 424
Cecil Haraldsson - Sturla Snæbjömsson 421
Skúli-Birgir 406
Jóhannes—Skúli 404
ÓskarSigurðsson-ÞorsteinnBerg 394
Meðalskor 364.
Viðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins
Borgar- og vara-
borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins
verða í vetur með
fasta viötalstíma í
Valhöll á laugardög-
um milli kl. 10.00 og
12.00.
I dag, laugardaginn
7. mars, verða þess-
ir til viðtals:
Borgarfulltrúinn Páll Gíslason, 1. varaforseti borgarstjórnar, formað-
ur stjórnar veitustofnana og formaður bygginganefdar aldraðra.
Varaborgarfulltruinn Sigríður Sigurðardóttir, í stjórn dagvistar barna
og fræðslu- og skólamálaráði.