Morgunblaðið - 07.03.1992, Qupperneq 31
MORGÚNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 31
Petrún Magnús-
dóttír - Minning
Fædd 16. júlí 1906
Dáin 2. mars 1992
Hver af öðrum til hvíldar rótt
halla sér nú og gleyma
vöku dagsins um væra nótt
vinirnir gömlu heima.
Og andlitin, sem þér ætíð fannst
að ekkert þokaði úr skorðum
- hin sömu jafnlangt og lengst þú manst -
ei ljóma nú við þér sem forðum.
(Þorsteinn Valdimarsson)
Komið er að kveðjustund eftir
ríflega hálfrar aldar samleið og vin-
áttu sem aldrei bar skugga á. Kvödd
er Petrún Magnúsdóttir, sem í
fimmtíu ár var húsfreyja í Þingnesi.
Petrún var fædd að Heinabergi
í A-Skaftafellssýslu. Foreldrar
hennar voru Jóhanna Eyjólfsdóttir
og Magnús Jónsson.
Petrún ólst upp á Heinabergi
með móður sinni og Eyjólfi föður
hennar, sem þar var bóndi. Hún var
mjög elsk að afa sínum, sem sést
best á því að hún gaf einkasyni
sínum nafn hans. Um menntun var
ekki að ræða fremur en hjá öðrum
alþýðustúlkum af hennar kynslóð,
utan lögboðinnar barnafræðslu. En
hún var alla tíð bókhneigð og las
flest það sem hún komst yfir. Þann-
ig var hún hafsjór um sögu og
landafræði íslands auk margs ann-
ars.
Petrún ólst upp við hefðbundin
sveitastörf, skepnuhirðingu, hey-
skap og smalamennsku. Góðir hest-
ar voru á Heinabergi og Petrún sat
vel hest og tamdi hross á yngri
árum.
Hún reið jökulvötn eða „fór á
jökli“ eins og sveitungar hennar
gerðu meðan jökulvötnin stríð belj-
uðu óbrúuð á báðar hendur. Gaman
var að heyra hana rifja upp þessa
atburði eins og þeir hefðu gerst í
gær.
Eftir fermingu var Petrún í ýms-
um vistum austur þar en sótti síðar
vinnu til Reykjavíkur. Þar kynntist
hún starfi Sjöundadags aðventista
og skírðist inn í söfnuðinn ásamt
vinkonu sinni Guðbjörgu Hákonar-
dóttur, en þær héldu vinskap sínum
meðan báðar lifðu.
Það var á vegum aðventista sem
Petrún réðst ráðskona að Þingnesi
í Borgarfirði vorið 1936 til Hjálms
Einarssonar sem einnig var í söfn-
uðinum. Hann var þar þá ráðsmað-
ur en síðar bóndi. Þau Hjálmur
gengu í hjónaband og eignuðust
einn son, Eyjólf, fæddan 13. okjó-
ber 1939.
Þau Hjálmur og Petrún bjuggu
ekki stórt en áttu afurðagóðar
skepnur og góða reiðhesta.
Það var mesta yndi Petrúnar
meðan heilsa leyfði að bregða sér
á hestbak hvort sem var til smala-
mennsku eða skemmtiferða.
Þau hjónin fóru t.d. árlega ríð-
andi vestur að Kaldárbakka í Kol-
beinsstaðahreppi að heimsækja
Björn, bróður Hjálms. Höfðu þau
þá marga til reiðar og minnist ég
innilegrar gleði þeirra yfir þessum
ferðum.
Seinna áttu þau þess kost að
fara í bændaferðir um landið. Kom
þá mörgum á óvart að óskólageng-
in sveitakona skyldi þekkja nafn á
hveijum bæ og hveiju fjalli þar sem
um var farið.
Hjálmur lést 24. febrúar 1967
og var jarðsunginn 2. mars, eða
nákvæmlega 25 árum áður en Pet-
rún kvaddi þennan heim. Eftir lát
Hjálms hélt Petrún áfram búskap
með Eyjólfi syni sínum. En heilsan
fór óðum að gefa sig og smám sam-
an varð hún að farga skepnum sín-
um. Það var henni ekki sársauka-
laust. Lengst af átti hún þó nokkur
hross sér til augnayndis og gat
boðið gestum á hestbak þó að heilsa
hennar leyfði ekki lengur að hún
yrði þeim samferða.
Árið 1986 fluttust þau mæðginin
Petrún og Eyjólfur frá Þingnesi að
Ásbrún, en þar höfðu þau eignast
hús. Þarna var aðbúnaður allur ólíkt
betri en verið hafði í gamla Þingnes-
húsinu sem hvorki hélt orðið vindi
né vatni. Samt festi Petrún ekki
rætur þarna þó að nágrannar henn-
ar reyndust henni frábærlega og
vildu allt gera henni til yndisauka.
Einnig hrakaði nú mjög heilsu
hennar og árið 1988 fluttist hún á
Dvalarheimili aldraðra í Borgar-
nesi. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra-
ness 2. mars eins og áður segir.
Foreldrar mínir bjuggu í tvíbýli
við Hjálm og Petrúnu í Þingnesi
uns þau brugðu búi árið 1958. Frá
því ég fyrst man eftir mér var Pet-
rún alltaf nálæg og segja má að
leiðir okkar hafi legið saman alla
mína ævi. Ég minnist lítillar stúlku
sem var bundin við mjólkurvagninn
í öryggisskyni meðan móðir hennar
brá sér í fjósið. Sú stutta undi illa
ófrelsinu en orgið þagnaði þegar
Petrún og Jóhanna móðir hennar,
sem bjó hjá henni síðustu æviárin
sín, leystu litlu manneskjuna, báru
hana niður í eldhús og héldu henni
rúsínu- og kandísveislu. Ég minnist
stelpuhnokkans sem var að smala
í Ásunum ásamt Petrúnu og fleira
fólki. Klárinn hnaut, krakkinn lenti
á höfuðið ofan í leirkeldu og þótti
smán sín óbærileg. En Petrún kom
aðvífandi, tók af sér höfuðklútinn,
þerraði með honum tárin af kinnun-
um og leirinn úr fléttunum og á
skammri stundu voru sorgirnar og
sneypan á bak og burt og smalakon-
urnar riðu hóandi fyrir íjárhópinn.
Ég minnist ungu stúlkunnar sem
sýndi Petrúnu frumburð sinn á að-
fangadag. „Þessi blessaða litla
manneskja," sagði hún og sótti svo
tvo eingirnisboli sem hún hafði
spunnið í og pijónað sjálf. „Skyldi
mega nota þetta á litla kroppinn.“
Síðar bættust tveir drengir við og
þá hétu systkinin „þetta blessaða
litla fólk“. Þegar foreldrar mínir
voru fluttir úr sveitinni var ég löng-
um í þeirra húsakynnum á sumrin
með börnin mín. Þessi sumur eru
sveipuð sólskini í minningunni.
Smáfólkið fylgdi Petrúnu í fjósið á
morgnana og að loknum mjöltum
kom hún upp til mín með kaffikönn-
una sína í annarri hendi og ijóma-
lögg, nýfleytta ofan af brúsa í hinni.
Meðlætið lagði ég til og þannig
drukkum við ævinlega saman
morgunkaffið og ræddum málin.
Stundum var lítill blómvöndur dreg-
inn upp úr svuntuvasanum,
kannske dálítið bældur og settur í
vatnsglas á borðið. Þá hafði hún
brugðið sér vestur í Bæjarholt í
morgunsárið eftir þessari heimilis-
prýði. Synir mínir voru í sveit hjá
henni, lærðu að sitja hest og meta
íslenska náttúru. Það varð þeim
dýrmætt veganesti.
Það þurfti engin ósköp til þess
að gleðja hana Petrúnu. Ég minnist
ferðar okkar norður yfir Holta-
vörðuheiði til þess að sjá hafís á
Hrútafirði í júní, dagsferðar fyrir
jökul og ógleymanlegrar . ferðar
austur fyrir fjall á sjötugsafmælinu
hennar, svo að nokkuð sé nefnt. Á
slíkum stundum gat hún átt það til
að slá saman höndunum og segja:
„Nú þykir mér gaman.“ Síðar fædd-
ust barnabörnin mín og aftur var
„þetta blessaða litla fólk“ komið til
sögunnar. Og öll hændust þau að
Petrúnu sem þótti verst að vera
ekki aðeins yngri svo að þessi kyn-
slóð gæti verið hjá henni sumar-
langt.
Petrún batt ekki alltaf bagga sína
sömu hnútum og samferðamenn.
Hún var fáskiptin við marga og
seintekin, en þeir sem eignuðust
vináttu hennar hlutu þar dýrgrip.
Hún var orðvör og heyrði hún last-
mælgi eða fásinnu sagði hún gjarn-
an með sínum sérstaka tón: „Ætli
það?“
Hún krafðist lítils fyrir sjálfa sig
en engan þekkti ég örlátari þótt
ekki væri miklu að miðia á veraldar-
vísu.
Hún átti fallega og einlæga trú
á góðan guð. Því kynntist ég best
þegar ég átti í höggi við erfiðan
sjúkdóm. Þá átti ég hana að eins
og ævinlega þegar ég þurfti mest
á að halda.
Nú er hún horfin okkur um sinn.
Efst í huga mér er ómælt þakklæti
fyrir öll okkar kynni og fyrir að
hafa átt hana að vini. Og þess er
minnst með trega, að „sú hönd sem
þig kærast kvaddi í haust hún kveð-
ur þig ekki í sumar.“
Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir.
Petrún Magnúsdóttir, húsfreyja
í Þingnesi í Bæjarsveit, lést í
Sjúkrahúsi Akraness 2. mars sl.
Mér ber að minnast hennar með
nokkrum orðum, enda er mér það
ljúft.
Petrún var fædd að Heinabergi
í Austur-Skaftafellssýslu og var
móðir hennar Jóhanna Eyjólfsdóttir
bónda þar. Faðir hennar hét Magn-
ús Pálsson. Hjálmur, móðurbróðir
minn, Einarsson, hafði gifst stúlku
úr flokki aðventista en þau skildu.
En hann tókst á hendur ferðir fyrir
aðventista um landið. í slíkri ferð
var það sem Hjálmur kynntist Pet-
rúnu. Giftust þau og tóku við búi
á parti föður míns í Þingnesi um
1936 og fluttist Jóhanna Eyjólfs-
dóttir með þeim þangað. í Þingnesi
hefur Petrún alið allan sinn aldur
síðan að undanskilinni sjúkrahúss-
og elliheimilisvist undir það síðasta,
Það var á þeim tíma mikil um-
breyting fyrir þær mæðgur að flytj-
ast búferlum hina löngu leið. En
fljótt festu þær rætur í Þingnesi
og veit ég ekki hvað hefði orðið um
þann jarðarpart annars. Hjónaband
þeirra Hjálms og Petrúnar hygg ég
hafa verið gott og raunar var ég
einskonar fóstursonur þeirra eitt
sumar og hálfan vetur, 10-11 ára
gamall. Minnist ég þess skeiðs með
ánægju. Einn son eignuðust þau
saman, Eyjólf, sem nú býr í Ásbrún
í Bæjarsveit og stundar tækjavið-
gerðir, en hann er sjálfmenntaður
í þeim efnum. Eyjólfur er sá maður
sem ég mundi helst kjósa til þess
að kenna mér stærðfræði ef hugur
minn ætti enn eftir að lifna á því
sviði — því að mér er Ijóst að hugs-
un hans er frábær í þeirri grein.
Petrún sat Þingnes-partinn í rúm
fimmtíu ár og er það langur tími,
en ekki munu mér mörg þeirra
hafa fallið úr að heimsækja hana
þar. Það voru ánægjulegar heim-
sóknir. Mér er í minni hve vel þau
tóku á móti okkur Gerðu þegar við
komum þar fyrst og jafnan síðan á
þann sama veg. Petrún hélt vel
uppi samræðum um landsins mál
og sveitarinnar, um ýmis atvik og
atburði og afar minnug var hún og
nákvæm um hvaðeina svo að mig
undraði og dáðist að. Oft sátum við
Gerða hjá henni svo klukkutímum
skipti í gamla kjallaraeldhúsinu í
Þingnesi sem var ekki sérlega nú-
tímalegt en er í minningu minni
einn hinn veglegasti staður, því að
þangað var gott að koma.
Þegar Hjálmur dó árið 1967 og
faðir minn ekki löngu síðar, sagði
ég fyrir munn okkar mæðgina við
þau Petrúnu: „Hér búið þið eins og
áður og borgið ekki eyri“. Ég vissi
ekki hvaða greiða ég var að gera
sjálfum mér með þessu. En þetta
var bara eðlilegast þannig og hlaut
því svo að vera.
Eftir að Petrún fluttist til sjúkra-
hússdvalar á Akranesi og á dvalar-
heimili í Borgarnesi urðu ferðir
okkar til hennar stijálli en áður.
Ekki er ég í vafa um að gott
framlíf bíður Petrúnar Magnúsdótt-
ur. Um þau mál ræddi ég þó aldrei
við hana né heldur við Hjálm mann
hennar, móðurbróður minn.
Þorsteinn Guðjónsson.
Minning:
Hulda M. Karls-
dóttir, Keflavík
Fædd 14. mars 1919
Dáin 1. mars 1992
Samferðafólkið sem fætt var i
byijun aldar kveður nú eitt og eitt,
það grisjast kunningjahópurinn,
sumir eru löngu horfnir, aðrir ný-
látnir. Ég hef gengið um nýjan
grafreit Keflvíkinga, sem er við
Helguvíkurveginn. Þar liggja undir
torfu gamlir kunningjar og vinir og
þegar maður les nöfnin á legstein-
unum, þá segir maður við sjálfan
sig, já þarna er hann eða hún og
allt þetta fólk, sem maður er nýbú-
inn að tala við, að manni fínnst.
Og ég stend þarna í félagsskap
góðra vina, þetta fólk er allt horfið,
en ég sé það samt með því að láta
hugann reika. Ég er búin að syngja
í Keflavíkurkirkju í 50 ár. Og sem
ég stend þarna og lít í huganum
frá einum til annars þá gleðst ég
yfír því, að ég hef kvatt allt þetta
samferðafólk með söng.
í dag verður til moldar borin vin-
kona okkar hjónanna, kona sem var
fædd árið 1919 og hefði orðið 73
ára 14. mars nk. Hún hét Hulda
María Karlsdóttir og var jafnan
kennd við gamla bæinn Strýt. Hulda
í Strýt og Anna konan mín voru
aldar upp á sama hlaðinu, eins og
sagt er, en örstutt var á milli heim-
ila þeirra. Þær stöllur lærðu að
synda í Grófinni, þær skautuðu á
íshústjörninni á veturna og syntu
svo í sömu tjörn á sumrin, þær hjól-
uðu um götur bæjarins og léku sér
í dönskum boltaleik og snú snú, þær
fóru í gluggaparís og karlaparís og
seinna gengu þær í UMFK og fengu
þar leikfimis- og handboltakennslu,
þær unnu sjálfboðastarf fyrir félag-
ið og stunduðu dansleiki í landleg-
um.
UMFK var þá ungt og ferskt
félag og lét sig varða öll þau mál,
er voru byggðarlaginu til heilla.
Félagið eignaðist á þessum tima
sitt eigið samkomuhús og réðist í
það þrekvirki að byggja sundlaug.
Margar hendur vinna létt verk og
Hulda var meðal þeirra mörgu sem
létu sitt ekki eftir liggja. Á þessum
árum voru útiskemmtanir haldnar
í Hjallatúni og auðvitað var Hulda
þar meðal sinna æskuvina. Já svona
leið bernskan og æskan hennar
Huldu í Strýt í leik og starfi.
Hulda giftist Bjarna H. Guð-
mundssyni frá Akranesi í janúar
1945, þá höfðum við Anna verið
gift í tvö ár. Hulda og Bjarni byrj-
uðu búskap í Landakoti í Sand-
gerði, við hjónin bjuggum þá í húsi
nr. 7 við Suðurgötu í Keflavík. En
þær stöllur Hulda og Anna áttu
eftir að verða í nábýli aftur. Hulda
og Bjarni fluttu í íbúð á Aðalgötu
2, þar sem Hulda var uppalin, en
við Anna byggðum við hús tengda-
foreldra minna. Nú endurtók sig
gamla sagan, því dætur okkar Önnu
og bömin þeirra Huldu og Bjarna
léku sér á sömu slóðum og þær
vinkonurnar höfðu áður slitið barns-
skónum. Samgangur var þó nokkur
á milli heimilanna, en svo kom að
því að við fórum að fara saman í
ferðalög og var það árvisst í nokkur
sumur. Hulda hafði mjög gaman
af þessum ferðalögum og var frek-
ar veitandi en þiggjandi hvað mat-
arföng varðaði. Við vorum oftast
með börnin með okkur í þessum
ferðalögum og eru þeim ýmis atvik
minnisstæð úr þessum ferðum.
Eftir að fólk fór almennt að ferð-
ast til útlanda, fékk Hulda mikin
áhuga á að kynnast öðrum löndum
og eftir það fækkaði samverustund-
unum hjá okkur, en vinátta hefur
haldist þrátt fyrir það. Hulda var
mjög dugleg að hveiju sem hún
gekk. Hún var eftirsótt til allra
verka og vann hjá ýmsum fýrirtækj-
um bæði við fískverkun og verslun,
svo eitthvað sé nefnt. Hulda var
stofnandi Kvenfélags Keflavíkur og
starfaði þar í áraraðir. Þegar gengi
Keflvíkinga var sem mest í knatt-
spyrnunni var Hulda ákafur stuðn-
ingsmaður liðsins og lét sig aldrei
vanta og hvatti menn ákaflega til
stórræða.
Hulda var listræn og hafði gam-
an af ýmiskonar föndri, svo hafði
hún gaman af að eignast og safna
sjaldséðum munum, einnig safnaði
hún gömlum hetju- og ástarljóðum,
t.d. Tólfsonakvæði, Vinaspegill,
Hjálmar og Hulda o.fl. o.fl.
Eins og áður segir fæddist Hulda
14. mars 1919 í Reykjavík. Foreldr-
ar hennar voru Hólmfríður Einars-
dóttir og Karl Eyjólfsson. Hulda var
elst sinna systkina, næst henni var
Eyja Guðbjörg, hún dó í bernsku,
þá kom Gunnlaugur, Fríður og
yngst er Eyja Guðbjörg. Hulda
eignaðist dreng fyrir hjónaband
með Gísla Jónsen frá Vestmanna-
eyjum, hann heitir Sævar Karl.
Börn Huldu og Bjarna eru Ingveld-
ur, Fríða og Guðbjörn Bjarni.
Barnaböm Huldu eru 16 og barna-
barnabörnin 10, afkomendur henn-
ar eru því 30 talsins.
Um miðjan sjötta tug aldarinnar ,
byggðu þau Hulda og Bjarni sér
tveggja hæða hús í Miðtúni 6 í
Keflavík. Eftir að börnin voru farin
úr heimahúsum, vildu þau minnka ;
við sig og seldu því eignina í Mið-
túni 6 og keyptu fyrir 13 árum íbúð
í.húsi nr. 9 við Blikabraut. Eftir
að heilsu Huldu fór að hnigna og
hún átti erfitt með stigagang og (
svo að geta séð um sig sjálf, þá
sóttu þau hjónin um að fá íbúð fyr- !
ir eldri borgara, sem þeim var svo 1
úthlutað fýrir stuttu. Ibúð þessi er *
á Suðurgötu 15-17 hér í Keflavík.
Hulda var ákaflega hrifin og þakk- j
lát fyrir að vera nú komin í svona j
þægilega íbúð. En því miður, hún >
var þarna aðeins í tvo daga, þá í
veiktist hún svo hastarlega að hjart-
að gaf sig að fullu. Og nú er Bjami
einn í íbúðinni og í sorginni rifjar
hann upp allt það besta í fari þeirra
hjóna. Þau báru gagnkvæma virð-
ingu hvort fyrir öðru og Bjarni var
alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd
ef með þurfti. Við hjónin sendum
Bjarna og afkomendum þeirra
hjóna okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Böðvar Þ. Pálsson.