Morgunblaðið - 07.03.1992, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992
t
Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
ELÍNBORG ÞURÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR,
Suðurgötu 78,
Hafnarfirði,
andaðist á St. Jósepsspítala 29. febrúar.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Mjöll Sigurðardóttir,
Ásthildur Ragnarsdóttir,
Ragnar Ragnarsson,
Elfnborg Ragnarsdóttir,
Sigurður Ragnarsson,
Ragnar Jóhannesson,
Jón Rúnar Halldórsson,
Magnea Hilmarsdóttir,
Hólmfríður Þórisdóttir
og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
SIGRÍÐUR GUÐLAUGSDÓTTIR,
Hásteinsvegi 7,
Vestmannaeyjum,
andaðist 5. mars í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja.
Rögnvaldur Gíslason, Sigríður Andersen,
Svanhildur Gfsladóttir, Róbert Sigurmundsson,
Hansina Gísladóttir, Ólafur Eggertsson,
Sigríður Gísladóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐLEIF MAGNÚSDÓTTIR
frá Kálfholti,
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 6. mars.
Hilmar Sigurður Ásgeirsson,
Gunnar Jóhann Ásgeirsson,
Ásta Sigrún Ásgeirsdóttir,
Birgir Ásgeirsson,
Margrét Asgeirsdóttir
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Maðurinn minn og faðir okkar,
EIRÍKUR ÞORLEIFSSON
rafvlrki,
Gnoðarvogi 26,
Reykjavík,
lést í Vífilsstaðaspítala 6. mars.
Sigríður Sigurðardóttir
og börn.
+
Elskulegur faðir okkar,
JÓHANN ÓSKAR GUÐJÓNSSON,
Ægisgötu 43,
Vogum,
lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 5. mars.
Bjarndfs Steinþóra Jóhannsdóttir,
Inga Ósk Jóhannsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐLAUGUR GÍSLASON
fv. alþingismaður og bæjarstjóri,
Vestmannaeyjum,
lést að morgni föstudagsins 6. mars.
Sigurlaug Jónsdóttir,
Dóra Guölaugsdóttir, Bjami Sighvatsson,
Jakobfna Guðlaugsdóttir, Sigurgeir Jónasson,
Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Valgarður Stefánsson,
Gfsli Geir Guðlaugsson, Arnþrúður Gunnólfsdóttir,
Anna Þurfður Guðlaugsdóttir, Einar Sveinbjörnsson,
Jón Haukur Guölaugsson, Marfa Siguröardóttir,
barnabörn og barnabarnaböm.
+
Faðir okkar, afi og langafi,
HARALDUR GUNNLAUGSSON
frá Siglufirði,
sfðast til heimilis á Skjólbraut 4,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 10. mars
kl. 10.30.
Böm, barnabörn
og barnabarnaböm.
Minning:
Tómas V. Helga-
son, Hofsstöðum
Fæddur 30. janúar 1929
Dáinn 28. febrúar 1992
Þegar ég sest niður í þeim til-
gangi að skrifa nokkur minningar-
brot um hann Tomma mág minn
verð ég einhvemveginn svo aflvana.
Er það ef til vill vegna þess að ég
veit svo vel að honum var ekki vel
við neinn orðaflaum eða er það
minn vanmáttur til slíkra skrifa eða
einfaldlega af því að ég hvorki vil
né get trúað því að hann sé horfinn
okkur svo langt um aldur fram.
Hann sem var svo hress — mikill
lífsins maður — svo ungur í anda
aðeins 63 ára.
Þó vissum við öll að allt frá því
hann var ungur drengur hafði hann
lifað við heilsubrest. En þetta
gleymdist í önnum dagsins og svo
núna er allt í einu komið kvöld.
Mér finnst vera svo stutt síðan við
vorum ungt fólk, er við Ingunn
systir mín gengum að eiga þá bræð-
ur Tomma og Valda. Þá var mikið
um dýrðir, sól hátt á lofti, tvöfalt
systkinabrúðkaup í Stafholtskirkju.
Þetta var 14. ágúst 1954, lífið fullt
af vonum og fyrirheitum. Lífið hef-
ur iíka verið okkur gjöfult. Vinátta
og tryggð þessara hjóna til okkar
hefur verið einstök sem verður seint
þakkað sem skyldi. Samheldni þess-
ara íjölskyldna ber fagran vott um
kærleika og bróðurhug. Hvemig
eigum við svo að sætta okkur við
hið stóra skarð sem nú er komið í
hópinn. Það eitt vitum við að við
engan verður deilt og minningamar
lifa.
Við minnumst þeirra daga meðan
foreldrar okkar systkinanna lifðu
og börnin okkar vona lítil hve gam-
an var að hittast heima í sveitinni.
Þá var oft glatt á hjalla. Seinna
þegar börnin stækkuðu gafst okkur
aðeins meira tóm til ferðalaga sem
við fórum saman og enn var allt
svo skemmtilegt. Síðast fyrir þrem-
ur ámm fómm við í tveggja vikna
ferð til Þýskalands sem var okkur
öllum ógleymanleg og þar eins og
svo oft áður myndaðist nýtt vina-
samfélag kringum Tomma sem hef-
ur varað síðan.
Vinátta var honum stórt hugtak.
Eða allir réttardagar og aðrir dýrð-
ardagar, heyskapur á sumrin, smal-
amennska á vorin og fjallaferðir,
áramótaheimsóknir og hið árlega
þorrablót. Alltaf var Tommi hrókur
alls fagnaðar, tilbúinn með glettni
og gáska — þetta geymist í vitund
okkar. Mér finnst að við hafa átt
svo margt eftir að gera, ferðast
meira, syngja oftar og njóta öll
saman lifsins. Allt verður þetta að
bíða þar til við hittumst á eilífðar-
landinu. Hver veit nema nátt-
úmfegurðin þar sé engu síðri en
hér í Þórsmörk eða úti á Vatns-
bergi að ógleymdri fegurð heima-
slóða. Þetta er okkur allt svo hulið.
Tommi hét fullu nafni Tómas
Valtýr. Hann var fæddur 30. janúar
1929 á Kollsá í Hrútafirði. Elsti
sonur hjónanna Helga Hannessonar
og Sólveigar Tómasdóttur sem þar
bjuggu, síðar í Kópavogi. Á Kollsá
var margbýlt, þar bjuggu systkini
Sólveigar sjö saman og flest með
íjölskyldur. Bræður Tomma eru
þeir Þorvaldur Siguijón sem kvænt-
ur er undirritaðri, búsett í Kópavogi
og Hannes Grétar, sem er kvæntur
Margréti Pétursdóttur, búsett í
Garðabæ.
Tommi ólst upp á Kollsá í stórum
hópi frændsystkina sem haldið hafa
tryggð hvort við annað alla tíð.
Hann vandist öllum venjulegum
sveitastörfum og stundaði landbún-
að nær allt sitt líf. Hann var bóndi
af lífi og sál og unni stétt sinni af
heilum hug. Hann og Ingunn hófu
búskap á Hofsstöðum í Stafholts-
tungum, fyrst í félagi við foreldra
okkar en síðar byggðu þau sér sinn
eigin bæ og ræktuðu part af jörð-
inni í þeim tilgangi. En foreldrar
okkar Ingunnar dvöldu í þeirra
skjóli til dauðadags. Þau voru Sig-
rún Einarsdóttir og Ingvar Magnús-
son. Nú dvelur Ingólfur bróðir okk-
ar þar í sínu húsi og hefur notið
aðstoðar og umhyggju þeirra Ing-
unnar og Tomma sem og svo marg-
ir af ættmönnum þeirra. Börn okk-
ar systkina hafa dvalið þar meira
og minna að sumrinu og nú hefur
þriðja kynslóðin tekið við. Það er
unun að vita hversu samhent þau
hjón hafa verið. Hefur systir mín
staðið við hlið hans í einu og öllu
frá fyrstu tíð, sterk og dugleg sem
sést ekki hvað síst nú við hið svip-
lega fráfall hans.
Böm þeirra hjóna eru fimm. Þau
eru talin hér eftir aldursröð. Herdís
Gróa, fædd 1955, gift Gústaf ívars-
syni, búsett í Söðulsholti, Eyja-
hreppi og eiga þau þijú börn, Sig-
rún Ingibjörg, fædd 1957, gift
Kristberg Jónssyni, búsett í Grund-
arfirði og eiga þau tvö börn, Jón
Aðalsteinn, fæddur 1965, starfar í
Hafnarfirði, Tómas Ingi, fæddur
1969, dvelur í heimahúsum og Ingv-
ar Helgí, fæddur 1974, dvelur í
heimahúsum. Öll eru börnin bráð-
dugleg og yndisleg.
Nú skiljast leiðir að sinni. Við
hjónin og fjölskyldur okkar sendum
Ingunni og öllum bömunum, stór-
um og smáum, djúpar samúðar-
kveðjur. Megi góður guð styðja þau
og styrkja. I sterkri vissu um endur-
fundi kveðjum við frænda, bróður
og vin og felum hann drottni. Við
þökkum honum allt sem hann hefur
verið okkur, gjört og gefíð okkur.
Hvíli hann í friði.
Helga Ingvarsdóttir.
+
Útför mágkonu minnar og föðursystur okkar,
GUÐRÍÐAR EGILSDÓTTUR
frá Hliði
á Vatnsleysuströnd,
fer fram frá Fossvogskapellu þriöjudaginn 10. mars kl. 13.30.
Jarðsett verður að Kálfatjörn.
Margrét Briem,
Ólafur Egilsson, Kristján Egilsson.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför systur
minnar og mágkonu,
VIKTORÍU JÓNSDÓTTUR,
áður til heimilis
á Hringbraut 82.
Sigurður M. Jónsson,
Guðlaug L. Gísladóttir.
Hann Tommi frændi minn er lát-
inn. Aðeins 63 ára að aldri var
hann kallaður burt. Við sem á eftir
honum sjáum eigum minningu um
góðan og traustan mann. Það er
svo margt sem mig langar til þess
að segja á svona stundu. Með
nokkrum orðum langar mig þó til
þess að kveðja frænda minn. í
mörg ár dvaldi ég yfír sumartímann
hjá Tomma og konu hans, Ingunni
frænku minni. Fyrir nokkrum árum
þegar ég fór svo í skóla að Varma-
landi gerðu þau sitt heimili að mínu.
Ég á margar góðar minningar frá
öilum þessum árum sem ég dvaldi
á Hofsstöðum. Tomma mun ég sárt
sakna en minningarnar um það
liðna geymi ég í hjarta mínu um
ókomin ár.
Ég bið góðan Guð að styrkja
Ingunni, Nonna, Inga, Ingvar,
Dittu, Sigrúnu og fjölskyldur þeirra
á þessari sorgarstundu.
Kristrún.
Það er erfitt á stundu sem þess-
ari þegar góður vinur og frændi er
kallaður burt svo snöggt sem var
með Tómas Helgason, en hann varð
bráðkvaddur að kvöld föstudagsins
28. febrúar sl.
Mín fyrstu kynni af Tómasi voru
þegar ég kom í sveitina til afa og
ömmu að Hofsstöðum. í huga lítils
drengs var Tommi, eins og hann
var kallaður, bara Tommi frændi.
Ég vissi það ekki þá hvað hann
átti eftir að reynast mér góður,
hann hefði ekki verið mér betri þó
ég væri sonur hans.
Þegar ég var 11 ára gamall fékk
ég að vera part úr sumri hjá Tomma
og Ingunni og er það mér ógleym-
anlegt að þegar ég kvaddi þá sagði
hann að ég mætti koma næsta vor
og vera allt sumarið og þá um vor-
ið myndaðist mjög gott samband á
milli okkar sem hélst alla tíð.
Það má segja að ég hafí fylgt
honum hvert fótspor öll sumur,
hann sýndi mér mikið traust fyrir
því sem mér var falið að gera og
hefur það hjálpað mér mikið á lífs-
leiðinni. Mér fínnst ég standa í
mikilli þakkarskuld við Tomma og
Ingunni því svo vel hafa þgu reynst
mér og fjölskyldu minni og þá ekki
síst elsta baminu okkar, Bergi, sem
hefur notið þeirra forréttinda að
vera hjá þessum elskulegu hjónum
í sveit frá því að hann var smá-
barn. Það á eftir að reynast honum
erfitt, 11 ára dreng, að skilja að
Tommi frændi er ekki lengur til
staðar í sveitinni.
Ég get ekki endað þessa kveðju
öðruvísi en að minnast þess hvað
böm Tomma og fjölskyldur þeirra
hafa reynst okkur öllum elskulegir
vinir.
Við sendum þeim okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og biðjum
góðan guð að styrkja þau í sorginni.
Dæm svo mildan dauða, drottinn þínu barni,
er sem litlu laufi lyfti blær frá hjami.
Eins og lítili lækur, ljúki sínu hjaii,
þar sem lygn í leyni liggur marinn svali.
(M. Joch.)
Þröstur, Hrafnhildur og börn.
ERFTDRYKKJUR
—, Perlan á Öskjuhlíð
sínu 620200