Morgunblaðið - 07.03.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.03.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 Ertu viss um að tunglið sé ostur? Aster... 3-31 ... mamma ogpabbi, knattleikur og eplakaka. TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved • 1992 Los Angeles Times Syndicate 252 TARNOWS»U HÖGNI HREKKVÍSI „ SkULABOÐ T/L E/NH\/e&RA HNNHRA?.'" BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Að bregð- ast hlut- verki sínu Frá Jóni Hjálmari Sveinssyni: Morgunblaðið birti 22. febrúar sl. athugasemd Gunnars Bergsteinss- onar, forstjóra Landhelgisgæslunn- ar, við grein mína, „Breytingar í björgunarmálum eru lífsnauðsynleg- ar“, en hana birti Morgunblaðið 20. febrúar. Efnislega svarar Gunnar mér engu, en kallar skrif mín í tvígang „óhróður". Hann fellur þó sjálfur í þann pytt með því að halda sig við dylgjur í minn garð og klaufalega tilraun til að sverta mannorð mitt. Það út af fyrir sig sannar þá megin- niðurstöðu greinar minnar, að Gunn- ar veldur ekki hlutverki sínu. Það er rangt hjá Gunnari að ég hafi „starfað" hjá norska sjóhernum. Ég gegndi þjónustu með fullum skyldum og réttindum liðsforingja. Ég hafði gegnt herþjónustu í átta ár, síðustu tvö árin sem næstráðandi 38 manna tundurduflaslæðara og siglt því skipi sem skipherra í afleys- ingum. Gunnar segir að ég hafi ekki haft gögn um réttindi mín frá Nor- egi en honum datt aldrei í hug að hringja til Noregs og fá staðfestingu sjóhersins á ferli mínum með skeyti. Gunnar segir mig hafa unnið ýmis störf hjá gæslunni. Það er rétt. Ég var látinn hita kaffí fyrir yfir- mann í stjórnstöð, afgreiða föt og málningu á lagernum og sendur sem þriðji stýrimaður á 20 manna varð- skipi beint á hundavakt viðvanings. Þessi glæsilegi ferill náði hámarki er ég fékk að afgreiða magnyl úr sjúkrakassanum og mála bjarg- hringina. Gunnar segir mig hafa hætt störfum fyrirvaralaust, sem er rétt, og án þess að segja upp, sem er rangt." Ég hringdi í starfsmanna- stjóra gæslunnay og tilkynnti honum að ég væri hættur og sama dag og síðasta túr mínum lauk tilkynnti ég Gunnari það í áheyrn annarra. Gunnar hafði brotið starfssamn- ing minn við gæsluna, en í honum voru engin ákvæði um að þola kerf- isbundna niðurlægingu, þaðan af síður nokkuð um skyldu til að þjóna undir drukknum yfirmönnum. Gunn- ar segir: „... líklegt má þó telja, miðað við reynslu Landhelgisgæsl- unnar af störfum hans, að hann sé að reyna að réttlæta sjálfan sig og kenna öðrum um að hann hafi ekki náð þeim markmiðum sem hann setti sér áður en hann hélt utan til náms.“ Hvaða reynslu er Gunnar að tala um? Var kaffíð of sterkt? Fann ég ekki réttu gallana á hásetana? Mál- aði ég ekki nógu vel? Og hvað þy- kist hann vita um markmið manns, sem fór 21 árs í fyrsta sinn til út- landa, undirritaði þar 8 ára herþjón- ustusamning óg uppfyllti hann „pá en udmerket máde“ svo notuð séu orð Grimstvedt flotaforingja, æðsta yfirmanns norska sjóhersins? Eftir að grein mín birtist í Morg- unblaðinu hringdi stýrimaður gæsl- unnar í mig og reyndi í klukkutíma að sannfæra mig um að í Hópsnes- slysinu hafí áhöfnin gert mistök, Slysavarnafélagið líka, en gæslan hafi ekki verið beðin um eitt eða neitt. Er samtalinu lauk horfði ég á fréttir í sjónvarpinu þar sem skýrt var frá því að varðskipið Ægir hefði siglt á grunn og rifið gat á botninn. Hjá þessari 100 manna stofnun, Landhelgisgæslunni, er tíðni óhappa, slysa og tilvika, þar sem hún hefur brugðist hlutverki sínu óeðlilega há. Gunnar Bergsteinsson skuldar öðrum en mér skýr svör um ástæður þess. JÓN HJÁLMAR SVEINSSON Miðhúsum, Reykhólasveit Víkverji Nú er kosningaár í Bandaríkjun- um og í haust ganga kjósend- ur þar vestra að kjörborðinu og velja sér forseta til næstu fjögurra ára. Forkosningar í ríkjunum eru þegar hafnar og Ijóst er að fram- undan er spennandi kosningaslag- ur, sem enn er ekki séð fyrir end- ann á. Það er því eðlilegt að allir fréttatímar séu meira eða minna fullir af fréttum, sem minna á þenn- an slag og þær forkosningar, sem fram fara. Víkveiji hefur áður minnst á það á hvern hátt er skýrt frá þessum forkosningum. Þær fara fram í hveiju hinna fjölmörgu sjálfstæðu ríkja á fætur öðru, en Bandaríkin 50 eru ríkjabandalag sjálfstæðra ríkja, sem hvert um sig hefur eigið þing og lög og reglur sem eru mis- munandi eftir því hvert ríkið er. Það er því argasta fírra, þegar fréttamenn tala um forkosningar í hinum ýmsu fylkjum Bandaríkj- anna, því að alls ekki er um fylki að ræða. Fylkin, sem kannski villa mönnum þarna sýn, eru svo nefnd í nágrannaríkinu fyrir norðan, sem heitir Kanada. En það virðist vera sama, hve oft þessi vísa er kveðin, þetta fylkjatal um ríki Bandaríkj- anna gengur alltaf aftur. Öllu virð- ist gleymt, sem áður hefur verið minnt á. XXX skrifar Ekki alls fyrir löngu var fundið að því við ferðaskrifstofur, að auglýsingar þeirra væru villandi og segðu ekki allan sannleik um end- anlegt verð á ferðum til útlanda. Þá var að því er Víkveija minnir sett reglugerð um það, hvernig ætti að auglýsa, taka m.a. fram hvert fargjald væri fyrir einn, hvort skattar eins og flugvallarskattur væru innifaldir í verðinu o.s.frv., en ekki láta við það sitja, hvert verð væri í sameiginlegri íbúð, þar sem kannski fjórir byggju. En þrátt fyrir breyttar reglur virðist engin breyting verða á auglýsingunum. Nýlega sagði einn af forstjórum ferðaskrifstofanna í viðtali að þær þyrftu aðlögunartíma að nýjum reglum. Þetta er Víkveija óskiljan- legt. Þá hefur og heyrzt sú skýring að ekki hafi verið um eiginlega regl- ugerð að ræða heldur leiðbeinandi reglur um það, hvernig auglýsingar . ættu að vera og hvað ætti að koma fram í þeim. Enn stendur þó neytandinn, sem ætlar að leggja land undir fót í sumarleyfinu, örvin- glaður og veit ekki sitt ijúkandi ráð, þegar hann les auglýsingarnar. XXX Heldur var vandræðalegt, þegar útvarpsstöðin Bylgjan varð að breyta löngu viðurkenndum sög- uskýringum á því hvenær Ísland varð fullvalda og sjálfstætt ríki. í öllum sögubókum hefur verið litið svo á að það hafi orðið árið 1918, en hins vegar hafi lýðveldi verið stofnað á íslandi árið 1944. Spurt var, hve mörg ár væru frá því er ísland varð fullvalda og sjálfstætt ríki og gaf stöðin rétt svar fyrir töluna 48 ár í stað þess að rétt svar er auðvitað 74 ár. Síðan réðst af því, hvort öll svörin væru rétt, ef ákveðin samtala kom út úr öllum svörunum. í fréttaþætti á Stöð 2, systurfyr- irtæki Bylgjunnar, var síðan dregið um vinningshafa í beinni útsend- ingu. Fyrst var dreginn miði, sem dagskrárstjóri taldi ekki réttan, þar eð samtalan stemmdi ekki við það, sem hann taldi að væri rétt svar. I annað sinn, sem dregið var úr lausn- um kom síðan rétt svar að mati dagskrárstjórans, en þó rangt, þar sem hann hafði sjálfur gert ráð fyrir að svarið við fullveldisspurn- ingunni væri 1944. Nú er spurning- in, verður ekki Bylgjan að upplýsa, hvort svarið, sem dregið var fyrst út úr bunkanum, hafi í raun ekki verið hið rétta? Hlustendur eiga vissulega skilið að fá að vita það, hvort sá aðili, sem fyrst var dreginn út var í raun svikinn um þau verð- laun, sem honum sannanlega bar. Það er ekki nægjanlegt að dag- skrárstjóri segi, að hann telji að hið eina rétta svar sé 1944, eins og hann gerði eða lét lesa upp í fréttum Stöðvar 2 daginn eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.