Morgunblaðið - 07.03.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.03.1992, Blaðsíða 41
Vr MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 41 Gyðingar um víða veröld — og Israelsríki Frá Þór Jakobssyni: í beinan karllegg- allmargra ættliði fram er ég afkomandi erlends skip- stjóra á íslandsmiðum sem komið var í land vegna veikinda. Naut hann góðrar aðhlynningar og fékk bata. Að ári sigldi hann heim til Englands með þeim ásetningi að snúa aftur að vitja stúlku sinnar. Svo varð ekki og veit enginn hvaða atvik lágu til þess. Var jafnvel talið, að hann hefði farist í hafi. Getgátur eru uppi um, að maður þessi hafí verið gyðingur. En syni hans er hann átti með unn- ustu sinni á Austfjörðum, sonarsyni og sonarsonarsyni var áskapað svo gott minni, að þeir kunnu utanbókar allar bókmenntir íslendinga, frum- samdar og þýddar, íslendingasögur, Sturlungu, þjóðsögur og Þúsund og eina nótt. Eitt sinn átti ég heima allmörg ár í gyðingahverfí í stórborg í Kanada og voru margir vina minna þar í hverfínu og á vinnustað gyðingar. Gyðingar búa enn í hverfum. Þeir dreifast ekki jafnt um borgina. Þann- ig verða böm þeirra leikfélagar og unglingamir fella hugi saman í rétt- ar áttin Siðir bemskuáranna haldast frekar. Einnig munu menn eiga að fara fótgangandi til guðsþjónustu í samkundunni. Það má víst ekki fara á hestvagni eða í bíl. Það má því ekki vera of langt að fara fyrir gamla fólkið. í hverfínu bjuggu annars allra þjóða kvikindi. Ungar fjölskyldu sóttu jafnvel í slík hverfí, því að Frá Valgeiri Matthíassyni: Það var full þörf og tími til kominn að fram kæmu á Alþingi tillögur þess efnis að forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, færi að greiða skatta eins og aðr- ir þegnar þessa lands. Tilefni þessara skrifa er greinarkorn eftir Svein Jóhanns- son, sem birtist í Velvakanda 26. febrúar, þar sem hann lýsir van- þóknun sinni á tillögum þessum, finnst honum þær vera svívirðileg- ar og okkur til skammar. Nei og aftur nei, ekki get ég með nokkru móti fallist á röksemdarfærslu þessa manns. Þvert á móti fínnst mér það vera þessu háa embætti til vansæmdar að ekki skuli allir jafnir vera. Ég vii taka undir þau orð Sveins og er honum hjartan- lega sammála í því að forseti vor hefur staðið sig vel í embætti sínu og verið landi og þjóð til sóma, eins og þeir, sem áður hafa gegnt þessu virðulega embætti. En ein- stakir þjóðfélagsþegnar skuli í góðir skólar voru vísir í gyðinga- hverfi. Þótt skólinn væri ríkisrekinn, þótti víst að hinn hefðbundni áhugi gyðinga á uppeldi og menntun barn- anna efldi skólann upp fyrir slapp- leika meðallagsins. Börnin mín nutu góðs af þessu. Góðir kennarar, fjöl- skrúðugt félagslíf og fyrirmyndar- bókasafn unnu upp hlé og frídaga sem urðu vegna gyðinglegi'a hátíða. Þær bættust við þær kristnu. Hátíðir og siðir gyðinga eiga sér langa sögu. Sem lesa má í bókum hverfa sumir í eyðimerkurmóðu óvissunnar um upphaf í grárri forn- eskju. Auðvitað eru einstaklingarnir misjafnlega fastheldnir. Fjölbreyti- legt litróf afstöðu til fjölskylduhefð- anna er fyrir hendi, andúð, sinnu- leysi, eðlileg ástundun, ánægja, íhaldssemi og ofstæki. En hátíðir og siðir haldast við. Ýmist er fögnuður eða hryggð forfeðranna rifjuð upp á tilteknum hátíðisdögum. Mikill at- burður er geymdur í minni kynslóð- anna. Daglegir siðir ýmsir og venjur haldast einnig við, stundum án þess menn viti almennilega hvers vegna, en stundum'er unnt að rekja siðinn til ævagamalla fyrirmæla. Eins þóttist ég verða áskynja, nú er ég rifja upp samvistir mínar með gyðingum vestra sem ég raunar gerði lítinn greinarmun á og öðrum vinum og nágrönnum, að þeir voru svo sem lítið með hugann við núverandi ísra- elsríki, fram yfír áhuga á almennum fréttum úr öðrum heimshomum. Áhuginn var álíka mikill og áhugi hinna frönskumælandi Quebec-búa á nafni embættis komast hjá því að greiða til þjóðféiagsins, það sem þeim bæri annars að greiða, er ekki aðeins siðlaust, heldur er mér til efs að það standist samkvæmt stjómarskrárlögunum. Það skal ég viðurkenna að fróður er ég ekki í fræðum þeim sem lúta að stjórnar- skrá íslands, en þykist ég þó vita að hverskonar mismunun milli þegna þessa lands sé óheimill og allir skulu jafnir vera. (Kannski eiga sumir að vera jafnari en aðr- ir.) Nú er ég ekki að beina skrifum mínum til forsetans sem persónu, heldur um embættið sem slíkt. Og í framhaldi af þessum, ef minnið er ekki farið að bregðast mér, kom frú Vigdís inn á þessi mál fyrir forsetakosningar á sínum tíma, og fannst henni það réttlætismál að forsetinn ætti að greiða skatta, sem og aðrir landsmenn. VALGEIR MATTHÍASSON, Stífluseli 7, Reykjavík. Frakklandi og áhugi þoira afkom- enda Vestur-Islendinga á því sem gerist á íslandi. Hið herskáa Ísraelsríki er fram- haldsþáttur í óhugnanlegum ofsókn- um Þjóðveija og annarra þjóða á hendur gyðingum fyrr á þessari und- arlegu öld. Bretar og aðrir sigurveg- arar síðari heimsstyijaldar buðu upp á hernám Palestínu og þóttust þar vera að bæta fyrir ofsókn á hendur gyðingum og menningu þeirra. Lítil ákvörðun valdamanna veldur stund- um ægilegasta klúðri. Þeim var kannski vorkunn, köllunum, eftir stríð, ráðvilltir eftir hildarleikinn, en í hálfa öld hafa dunið mér í eyrum vandræðafréttir frá botni Miðjarðar- hafs. Og enn leggur ísrael undir sig lönd, hrekur fólk á flótta. Hvert skyldi Ísraelsríki vera komið með sín landamæri að liðnum öðrum aldar- helmingi? Skyldu þeir sem þar ráða ríkjum vilja einn góðan veðurdag hefna sín á heiminum? En gyðingar vestra og um víða veröld, þessir samtímamenn hinna fomu assýríumanna, vinir mínir með hið góða minni, munu lifa þessa öld af þrátt fýrir allt. Og menning þeirra mun dafna vel og lengi, og löngu eftir endalok landvinningaveldis sem ísrael nefnist og nú ræður ríkjum í Palestínu. Það ríki er mannkynssögu- legur misskilningur, eins og Þriðja ríkið og Sovétríkin. ÞÓR JAKOBSSON, veðurfræðingur Espigerði 2 Reykjavík Góð björgunarvesti hafa þann kost að snúa sjálfkrafa þeim er þau nota í flotlegu og vama því að menn fljóti á grúfu. Öil vesti ættu að vera með endurskins- borðum, flautu og ljósi. Greiði einnig skatta Kalciumkarbonat ACO fullnægir auðveldlega daglegri kalsíumþörf! „Við konur þurfum kalsíum.“ VELVAKANDI SKIÐI UNGLINGASKÍÐI af tegund- inni Kastle RX12, gul og appel- sínugul með hvítum Lock-bind- ingum, voru tekin í misgripum í Bláfjöllum laugardaginn 22. febrúar og önnun lakari skilin eftir af gerðinni Dynic VR15 hvít að lit. Eigandi skíðanna er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 34868. GLERAUGU KRINGLÓTT herra spangar- gleraugu töpuðust 26. febrúar á leiðinni frá Ármúlaskóla að Sjónvarpshúsinu og þaðan vest- ur í bæ. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 628132. BUDDA BRÚN snyrtibudda stapaðist fimmtudagin 27. febrúar fyrir utan Hótel ísland á MS-balli. í henni var snyrtidót ásamt perlu- eymalokkum sem hafa mikið tilfinningalegt gildi fyrir eig- andann. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í Elsu í síma 679474. UMFERÐAR- LJÓS Jóhann Einarsson, Skipholti 25: VIÐ gatnamót Nóatúns og Skipholts hafa orðið margir árekstrar og þár varð eitt stór- slys í vetur. Eg vil koma þeirri fyrirspum á framfæri hvort þarna eigi ekki að setja upp umferðarljós og þá jafnframt hvenær það verður gert. Þær upplýsingar fengust hjá Umferðardeild Borgarverk- fræðings að samþykkt hefur verið að setja upp umferðarljós á þessum gatnamótum og’að það verði líklega gert á þessu ári. GÓÐ ÞJÓNUSTA Gréta Árnadóttir: ÉG þakka innilega góða þjón- ustu hjá versluninni Gull og silf- ur Laugavegi 35. Þjónustan þar er alveg framúrskarandi góð. Nú hafa vísindalegar rannsóknir víðs vegar um heiminn sýnt fram á nauðsyn þess að konur bæti sér upp það magn kalsíums sem þær fa ekki með fæðunni. Með því minnka líkumar á bein- þynningu þegar líða tekur á ævina. í Bandaríkjunum halda vísindamenn því fram að konur þurfi 1500 mg af kalsíum á dag ffá og með 45 ára aldri til þess að beinagrindin haldi sínu rétta kalkinnihaldi og styrk- leika. Á meðgöngu og þegar bam er haft á brjósti þurfa konur einnig á meira kalki að halda en venjulega. Kalciumkarbonat ACO em bragðgóðar tuggutöflur með frísk- legu sítrónubragði. Stundum getur ffam- sýni verið hyggileg. Kalciumkarbonat ACO Fæst í apótekinu. Pyrirak Sfml 91-32070

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.