Morgunblaðið - 07.03.1992, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992
43
KORFUKNATTLEIKUR
MorgunblaÖið/KGA
Dæmigerð mynd fyrir leikinn í gærkvöldi: Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson
á undan Valsmanni með knöttinn — að þessu sinni er það Franc Booker sem
verður að láta í minni pokann. Teitur og Rondey Robinson, sem er í baksýn,
léku frábærlega í liði Njarðvíkinga í gærkvöldi. Góður gætur voru hins vegar
hafðar á Booker, sem skoraði óvenju lítið.
Grissom í stað
Baers hjá KR
STJÓRN Körfuknattleiksdeildar KR ákvað í gær að láta Banda-
ríkjamanninn Jon Baer, sem leikið hefur með liði félagsins í
vetur, fara. David Grissom, Bandaríkjamaðurinn sem lék með
Reyni í Sandgerði og Val á sínum tima leikur með KR-liðinu
í hans stað, en Grissom hefur æft með liðinu undanfarið.
Ingólfur Jónsson, formaður
Körfuknattleiksdeildar KR,
sagði við Morgunblaðið í gær-
kvöldi að stjómin hefði talið tíma-
bært að fá „nýtt og ferskt blóð í
liðið. Hegðan Baers inni á vellin-
um hefur ekki verið nógu góð.
Hann hefur þurft að tjá sig of
mikið við dómarana, og við viljum
meina að hann hafi átt stóran
þátt í því að við duttum út úr
bikarkeppninni í gærkvöldi [fyrra-
kvöld] gegn Haukum. Hann fékk
fimmtu villu sína, tæknivillu, fyrir
að tuða í dómurunum er fjórai
mínútur og fjörutiu sekúndur voru
eftir og við átta stigum yfir. Liðið
brotnaði við þetta."
David Grissom, sem er búsettur
hér á landi, hefur æft með KR,
að undanfömu og í gær var geng-
ið frá því að hann geti leikið með
liðinu strax á sunnudag. Þá fá
KR-ingar Njarðvíkinga í heim-
sókn á Seltjamamesið. Leikurinn
er afar þýðingarmikill, því KR-
ingar mega alls ekki tapa ef þeir
ætla sér að komast í úrslitakeppn-
ina um íslandsmeistaratitilinn.
Viðureign liðanna hefst kl. 20
Frágengið fyrir hlé!
„NJARÐVÍKINGAR léku frábærlega vel í fyrri hálfleik, gerðu nán-
ast út um leikinn með því að ná 27 stiga forskoti og það var
stórkostlegt að sjá til þeirra Teits og Rondeys. Teitur setti þá
fimm 3ja stiga körfur í sex tilraunum, varði ein 5 skot auk þess
sem hann komst nokkrum sinnum inn í sendingar Valsmanna
og þessi munur var meira en Valsmenn réðu við,“ sagði Torfi
Magnússon landsliðsþjálfari í körf uknattleik um leik Njarðvíkinga
og Valsmanna í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ í Njarðvík í gær-
kvöldi. Leiknum lauk með 18 stiga sigri Njarðvikinga, 94:76,
enn einn stórleikinn og saman skor-
uðu þeir félagar 56 stig. Valsmenn
voru því ekki öfundsverðir þegar
þeir hófu síðari hálfleikinn, en þó
útlitið væri dökkt vom þeir ekki á
því að gefast upp og eftir 12
mínútna leik hafði þeim tekist að
minnka muninn í 10 stig, 71:61 og
síðan 75:65. En þá brast úthaldið
og Njarðvíkingar náðu að auka for-
skotið að nýju á síðustu mínútunum.
„Ég veit ekki hvað fór úrskeiðis hjá
okkur í fyrri hálfleik en við misstum
þá boltann hvað eftir annað til
Njarðvíkinga sem svöruðu jafn-
skrifarfrá
Keflavík
Leikur liðanna var jafn til að
byrja með og flestir áttu von
á tvísýnni viðureign. En Njarðvík-
■■■■■■ ingar voru greini-
Bjöm lega ekki á sama
Blöndal rriáli því þeir hrein-
lega yfirspiluðu
Valsmenn síðustu
12 mínútur hálfleiksins og skoruðu
þá 34 stig gegn aðeins 9, og gestim-
ir vissu vart sitt ijúkandi ráð á
köflum. Friðrik Ragnarsson gætti
Franc Bookers ákaflega vel og náði
hann aðeins að skora 3 stig í fyrri
hálfleiknum. Teitur og Rondey áttu
harðan með hraðaupphlaupum og
27 stig voru of mikið fyrir okkur
gegn Jiðj eins og Njarðvík," sagði
Tómas Holton þjálfari og leikmaður
Vals.
„Ég er auðvitað ánægður með
sigur í leiknum og að vera kominn
í úrslit. Við lékum vel í fyrri hálf-
leik og það er alltaf erfitt að halda
utan um mikið forskot. Valsmenn
börðust vel í síðari hálfleik enda
höfðu þeir engu að tapa. Þeim gekk
þá vel um tíma en við vorum einfald-
lega sterkara liðið að þessu sinril,"
sagði Friðrik Rúnarsson þjálfari
Njarðvíkinga. Hjá Njarðvíkingum
voru þeir Rondey, Teitúr, Friðrik,
Kristinn og ísak allir með góðan
leik, en hjá var Val voru þeir Magn-
ús Matthíasson, Tómas Holton,
Svali Björgvinsson bestir. Booker
skoraði aðeins 16 stig að þessu sinni
sem ekki þykir mikið þegar hann á
í hlut.
ÚRSLIT
HANDKNATTLEIKUR
Landsliðið lá
í KA-húsinu
SIGURÐUR Sveinsson, fyrrum landsliðsmaður og nú leikmaður
Selfoss, tryggði styrktu liði KA sigur á fslenska landsliðinu í
æfingaleik á Akureyri f gærkvöldi. Sigurður gerði síðasta mark-
ið, 32:31, eftir að KA hafði fengið aukakast 3,2 sekúndum fyrir
leikslok. Tfminn var stöðvaður, gefið á Sigurð og hann þrumaði
knettinum í netið f þann mund er leiktíminn rann út.
UMFN-Valur 94:76
íþróttahúsið í Njarðvík, bikarkeppnin í
körfuknattleik, undanúrslit, föstudaginn 6.
mars 1992.
Gangur leiksins: 0:3, 6:3, 7:7, 13:14,
19:17, 30:19, 34:24, 37:25, 48:25, 53:26,
60:38, 66:44, 69:56, 71:61, 78:68, 84:70,
92:74, 94:76.
Stig UMFN: Rondey Robinson 30, Teitur
Örlygsson 26, Friðrik Ragnarsson 15, Krist-
inn Einarsson 15, Sturla Örlygsson 2, Jó-
hannes Kristbjömsson 2, Ástþór Ingason
2, Gunnar Örlygsson 2.
Stig Vals: Magnús Matthíasson 21, Franc
Booker 16, Tómas Holton 13, Svali Björg-
vinsson 12, Ragnar Jónsson 7, Símon Olafs-
son 5, Matthías Matthíasson 2.
Dómarar: Kristinn Albertsson og Helgi
Bragason sem dæmdu vel.
Áhorfendur: Um 400.
1. DEILD KARLA
Breiðablik - Höttur.........99:7 5
KA - landsliðið 32:31
KA-húsið Akureyri, æfmgaleikur í hand-
knattlei, föstudaginn 6. mars 1992.
Gangur leiksins: 2:2, 4:4, 4:7, 7:10, 9:15,
11:18, 13:19, 16:21, 19:25, 21:27, 22:28,
29:28, 30:29, 31:31, 32:31
Mörk KA: Sigurður Sveinsson 7/2, Stefán
Kristjánsson 7/3, Sigurpáll Árni Aðalsteins-
son 5/2, Alfreð Gíslason 3, Pétur Bjarnason
3, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Ámi Stefáns-
son 2, Erlingur Kristjánsson 2, Jóhann Jó-
hannsson 1.
Varin skot: Iztok Race 12, Axel Stefánsson
1.
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Landsliðsins: Valdimar Grímsson
9/2, Konráð Olavson 7/2, Bjarki Sigurðsson
4, Geir Sveinsson 4, Sigurður Bjarnason
3, Birgir Sigurðsson 2, Jón Kristjánsson
1, Patrekur Jóhannesson 1.
Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 6,
Guðmundur Hrafnkelsson 5/2.
Utan vallar: 2 mínútur.
Dómarar: Stefán Amaldsson og Guðmund-
ur Lárusson.
Áhorfendur: Um 1.000.
Knattspyrna
ÞÝSKALAND
Orvalsdeildin í gærkvöldi:
Dynamo Dresden - Gladbach ......1:2
Hansa Rostock - Duisburg........0:0
Schalke - Wattenscheid........1:1
Eftir jafna byijun náði landsliðið
góðri forystu og hafði undir-
tökin í leiknum. Liðið hafði leikinn
■■■■■ í hendi sér í 50 mín-
Anton útur, en tíu mín. fyr-
Benjamínsson jr leikslok — er stað-
sknfar an var 22;28 -
styrktist KA-vörn-
inn til muna, markvörðurinn Race
fór að veija eins og berserkur auk
þess sem klaufaskapur landsliðs-
manna í sókninni varð mikill.
„Ég notaði alla sextán leikmenn
mína og það kom auðvitað að sök.
Hins vegar var ég nokkuð ánægður
með það framan af leiknum að kerf-
in gengu vel upp og við skoruðum
mörg falleg mörk eftir þau,“ sagði
Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðs-
þjálfari, við Morgunblaðið að leiks-
lokum.
„Þetta var mjög góð æfing, bæði
leikurinn og að fá svona áhorfendur
á móti sér — sérstaklega eins og
þeir voru í lokin. Svona stemmning
á móti okkur er einmitt það sem
við þurftum," sagði Þorbergur.
Landsliðið stakk KA af í fyrri
hálfleiknum, náði mest átta marka
forystu. Heimamenn klóruðu svo í
bakkann og minnkuðu muninn í
þijú mörk fyrir hlé. Framan af
seinni hálfleik benti ekkert til þess
að nein spenna yrði í leiknum því
landsliðið hafði örugga forystu —
allt þar til tíu mín. voru eftir er
gangur leiksins breyttist heldur
betur, eins og áður segir.
Valdimar Grímsson var mjög
frískur í landsliðinu; lauk nokkrum
kerfum og var geysilega fljótur
fram í hraðaupphlaup að vanda.
Þá gerði Bjarki einnig falleg mörk
og Konráð stóð sig vel. Geir var
traustur á línunni. Vömin var
þokkaleg og markvarslan einnig í
fyrri hálfleik, en slök í þeim síðari.
Þess má geta að Birgir Sigurðs-
son, sem meiddist á æfingu á dög-
unum, lék hluta síðari hálfleiks með
landsliðinu.
KA-menn vom ekki nógu
ákveðnir framan af leiknum. Helst
að gesturinn Sigurður Sveinsson
væri ógnandi, eins og Stefán Krist-
jánsson. Undir lokin tóku allir leik-
menn liðsins sig verulega á og
sýndu skemmtileg tilþrif.
Morgunblaðið/Rúnar Pór
Gestirnir í KA-liðinu, Þorgils Óttar Mathiesen og Sigurður Sveinsson, t.v., í
baráttu við landsliðsmanninn Jón Kristjánsson, sem lék á yngri árum með KA.
Þorbergur bjartsýnn
Leikirnir gegn Portúgal leggjast vel í mig. Ég hef trú að við sigrum
í þeim báðum, en til þess verða menn auðvitað að einbeita sér
allar 60 mínúturnar," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari
eftir leikinn á Akureyri 5 gærkvöldi, en íslendingar mæta Portúgölum
á Selfossi í dag og í Laugardalshöll á morgun. „Frá og með leikjunum
gegn Portúgal mun ég stíla mest inn á að nota þá leikmenn sem ég
kem til með að nota í B-keppninni,“ sagði Þorbergur.
Síðustu leikir landsliðsins fyrir B-keppnina verða gegn Slóveníu í
Reykjavík og Keflavík eftir helgina.