Morgunblaðið - 08.03.1992, Page 2

Morgunblaðið - 08.03.1992, Page 2
eftir Urði Gunnarsdóttur ÍSLENDINGAR hafa löngum státað af því að hér sé ólæsi nánast óþekkt. Lítið er hins vegar vitað um lestrarvenjur Islend- inga og umhverfi barna sem eru að læra að lesa. Bandaríkjamaðurinn Ronald Tayl- or er prófessor í uppeldis- og kennslu- fræði við Borgarháskólann í Kansas City í Missouri. Hann er nú að leggja lokahönd á doktorsritgerð sína sem fjallar um lestra- rumhverfi sex ára barna á íslandi. í könn- un sinni skilgreindi Taylor lestrar- umhverfi barnanna og foreldra þeirra og tengdi það menntun og búsetu. Könnun hans bendir til þess að tengsl séu milli menntunar móður og lestrarhæfni barns hennar; líkur á lestrarörðugleikum eru meiri ef móðir er lítið menntuð. Segir Taylor niðurstöðurnar benda til þess að ólæsi geti aukist á íslandi á næstu árum og áratugum, verði ekkert að gert. Taylor, sem er giftur íslenskri konu, Vigdísi Aðalsteins- dóttur, ræðismanni íslands í Kansas City, hefur margoft komið til íslahds en ritgerð hans er fyrsta verkefnið sem hann vinnur hérlendis. Leið- beinandi hans við doktors- verkefnið hér á landi er dr. Sigrún Klara Hannesdóttir, dósent í bókasafns- og upplýs- ingafræði við Háskóla íslands, en hún var sett aðjúnkt við háskólann í Kansas City í þeim tiigangi að vera leiðbeinandi Taylors. Sigrún vinnur jafnframt að norrænni rannsókn á fjölskyldulestri, SKRIN - Skríftkultur och mediabruk í Nordiske familier. Sú rannsókn er þó skemmra á veg komin en ritgerð Taylors. Að sögn Taylors er mikið rætt um lestur og lestrarörðugleika í Bandaríkjunum og hefur m.a. Barbara Bush forsetafrú verið ötul bar- áttukona fyrir aukinni umræðu um læsi. „Þessi áhugi, sem kann að virðast Islendingum fram- andi, er trúlega sprottinn af áhyggjum fólks vegna aukins ólæsis í Bandaríkjunum," segir Taylor. Auk kennslu við Borgarháskólann í Kansas aðstoðar hann háskólanema sem eiga við lestrarörðugleika að stríða; örðugleika, sem einnig kunna að hljóma ótrúlega í eyrum ís- lendinga. „íslendingar teljast með best læsu þjóðum í heimi og þegar ég fór að leggja drög að rannsókn minni, þótti mér því athyglisvert að kanna hver þáttur fjölskyldunnar væri í því þegar íslensk börn læra að lesa,“ segir Taylor. Hann hóf rannsóknina á því að senda 250 fjölskyldum sex ára bama spurningalista. 55 svöruðu og gerði hann tölfræðilega úttekt á svörum þeirra. Úr þessum hópi valdi hann svo tólf fjölskyldur sem hann heimsótti og kann- aði lestrarvenjur þeirra nánar.„Við valið á fjöl- skyldunum miðaði ég við menntun móður og búsetu. Fjórðungur bama átti vel menntaða móður og bjó í Reykjavík, fjórðungur minna menntaða móður og bjó í Reykjavík, fjórðung- ur átti vel menntaða móður og bjó utan höfuð- borgarsvæðisins og síðasttaldi fjórðungurinn vom böm minna menntaðra mæðra utan höfuðborgarsvæðisins. Hjá þessum fjórum hópum athugaði ég níu þætti sem eru líklegir áhrifavaldar á lest- arhæfni og þroska bama: 1. Fjölskyldulíf; hversu miklum tíma eyðir fjölskyldan saman og við hvað. 2. Bókaeign og -notkun. 3. For- eldra sem fyrirmynd við lestur; hvort þeir lesa, hvað og hvemig. 4. Hagnýtan lestur foreldra og bama; til hvers sé lesið. 5. Sameiginlegan lestur; hvort lesið sé fyrir böm og hverjir lesa. 6. Hvort fylgst sé með skólagöngu bama. 7. Samræður; hvernig sé talað við böm og um hvað. 8. Hvemig sjónvarp sé notað. 9. Hvað og hversu mikið sé skrifað á heimilinu.“ Taylor segir bandarískar rannsóknir hafa leitt í ljós mikla fylgni á milli lestrarhæfni bama og menntun móður. Því minni menntun móður, því meiri líkur á lestrarörðugleikum bama. Hann segir menntun föður oft svipaða og menntun móður. „Niðurstöður rannsókn- arinnar hér á landi benda til sömu fylgni menntunar móður og lestrarþroska barna. Þær benda því til þess að ólæsi geti aukist á kom- Morgunblaðið/Júlíus Rannsókn Bandaríkja- mannsins Ronalds Taylor sem gerð var á Islandi bendir til þess að meiri lík- ur séu á að börn lítt mennt- aðra mæðra eigi við lestr- arörðugleika að stríða en börn meira menntaðra mæðra. Ennfremur bendir rannsóknin til þess að ólæsi geti aukist hérlendis á næstu árum. Morgunblaðið/Emilía „íslendingar teljast með best læsu þjóðum í heimi og þegar ég fór að leggja drög að rannsókn minni, þótti mér því athyglisvert að kanna hver þáttur fjölskyldunnar væri í því þegar íslensk börn læra að lesa,“ segir Ronald Taylor en með honum á myndinni er leiðbein- andi hans hér á landi, dr. Sigrún Klara Hannesdóttir. andi árum, verði ekkert að gert,“ segir Tayl- or. Rétt er að geta þess að búseta virðist ekki skipta neinu máli í þessu sambandi. Samkvæmt könnun. hans hefur menntun móður mest áhrif á ijölskyldulíf og sjónvarp- snotkun, sem hann segir hafa komið sér á óvart. „Pjöldi rannsókna bendir til þess að sjónvarpsgláp dragi úr lestrarhæfni barna. Böm vel menntaðrar móður horfa minna á sjónvarp og fjölskyldan ræðir meira um hvort og hvað þau megi horfa á, en börn minna menntaðra mæðra. Betur menntaðar mæður ræða einnig við börnin um hvað þau hafi séð í sjónvarpinu. Þá er fylgni milli menntunar móður og hvemig fjölskyldan eyðir saman tíma sínum. Betur menntaðar mæður tala meira við börnin og eru virkari í að auka þroska þeirra.“ Yið athugun Taylors kom í ljós að lestri íslenskra fjölskyldna má skipta í tíu mismun- andi þætti: 1. Sköpun sjálfsímyndar. íslendingar segjast lesa mikið af því sem kalla má þjóðlegan fróð- leik, svo sem bækur um ísland, ævisögur, ættfræði, ljóð ofl. 2. Hugaræfing. Flestir viðmælendur Taylors kölluðu lesefni til þjálfunar hugans, hugaræf- ingu. 3. Málfræði. Islendingar lesa mikið til að efla íslenskukunnáttu sína, svo og tungumála- kunnáttu. 4. Almenn þekking. Lesið til að afla sér þekk- ingar á ýmsum sviðum utan starfsins. 5. Hvíld. Það vakti athygli Taylors hversu margir sögðust lesa til að hvíla sig. „Fólk talaði um hvíld fremur en afþreyingu og það þótti mér óvenjulegt.11 6. Fagbækur. Islendingar eiga mikið af bók- um, ekki síst fagbókum,og tímaritum. Sigrán Klara telur það geta tengst því að íslensk bókasöfn séu oft á tíðum ekki nægilega vel búin lesefni á sérstökum áhugasviðum og fólk verði sér sjálft úti um bækur til að hafa örugg- lega aðgang að þeim. 7. Sköpunargleði. Taylor sagði mikinn mun á fjölskyldum hvað varðaði magn og notkun bóka um föndur, handmennt og þess háttar. 8. List. Fjölskyldurnar áttu mismikið af efni sem tengist list, svo sem bókum, tónlist og myndlist og tengdist það menntun foreldra. 9. Barnaefni. Enginn marktækur munur var á milli fjölskyldna hvað varðaði barnaefni. „Það var að miklu leyti um sama efni að ræða og svipað magn hjá ölium fjölskyldum. Þá áttu allar fjölskyldur kassettutæki og tölu- vert af barnaefni, tilbúnu og heimatilbúnu, auk þess sem sum börnin hlustuðu á spólur á erlendum málum. í þeim tilfellum tel ég að foreldrar hafi viljað ýta undir tungumála- næmni bamanna og þau virtust hafa gaman af því að hlusta." 10. Fréttir og stjórnmál. Allar fjölskyldurnar lásu blöðin og fylgdust með sjónvarpsfréttum daglega. Taylor segist hafa notað skilgreiningar fjöl- skyldnanna sjálfra á lestri, t.d. það sem kallað var hugaræfingu. „Þessir tíu þættir eru hins vegar þekktir um heim allan en þrír þeir fyrst- nefndu voru meira áberandi hjá íslensku ijöl- skyldunum en erlendis." Taylor segir erfitt að bera rannsóknir á mismunandi þjóðum saman nema um töluleg- ar niðurstöður sé að ræða. „En vissulega hafði ég gert mér ákveðnar hugmyndir um niður- stöðuna, sem ekki reyndust á rökum reistar. Ég átti t.d. ekki von á neinum marktækum mun á milli fjöl- skyldna en raunin varð önnur. Niðurstaða mín bendir því til þess að ólæsi geti auk- ist hjá hluta ís- lenskra barna í framtíðinni og þar skiptir fjöl- skyldulífíð miklu máli, hvernig fjöl- skyldan ver tíma sínum saman,“ segir Taylor. Sig- rún Klara segir að ólæsi sé vissu- lega að verða áhyggjuefni hér eins og annars staðar og menn spyiji sig jafnvel hvort læsi sé 100% á íslandi eins og haldið hefur verið fram. „Ég vil taka það fram að í rannsókninni var ekki athugað hvort foreldrar kenndu börnum sínum að lesa, enda er það hlutverk skóla. Það er hins vegar skylda foreldra að styðja börn sín og hvetja þau til lesturs," segir Taylor. „Ég hvet for- eldra til að huga að atriðunum níu sem ég nefndi fyrr, ekki síst fjölskyldulífi, hversu mikið sé horft a sjónvarp og hvernig sjónvarp- ið sé notað. Ég ítreka að þessi atriði hafa ekki aðeins áhrif á lestrarhæfni barna, heldur allan þroska þeirra.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.