Morgunblaðið - 08.03.1992, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.03.1992, Qupperneq 8
(í Jfl A J HWJmOM 6 0 8 C f.'wt sham .8 auoAauM.viy MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MARZ 1992 Bóhemarnir þrír úr mynd Aki Kaurismakis: „La Vie de boheme“. Atriði úr „Trys dienos“ eftir litháíska leikstjórann Sarunas Bartas. KVIKMYNDAHATIÐIN I BERLIN 1992 MÁLÆÐIWOODY ALLENS OG ÞÖGLAR AD AUSTAN eftir Öldu Lóu Leifsdóttur Um það bil 310 kvikmyndir frá ölium heimshornum voru á dag- skrá kvikmyndahátíðarinnar í Berlín á dögnnum 13. til 24. febr- úar síðastliðinn. Auk þess voru sýndar 150 stuttmyndir og fjöld- inn allur af endursýningum á eldri myndum til heiðurs gömlum meisturum á borð við Fritz Lang og ameríska grínleikarann og tertusleggjuna Hal Roach. Öðru- vísi en aðrar hátíðir hefur Berlín- arhátíðin þann hátt á að vera opin almenningi. Tuttugu og fimm leiknar myndir tóku þátt í sjálfri keppninni og skal hér sagt í stuttu máli frá þeim helstu. „GrandCanyon" eftir bandaríska leikstjórann Lawrence Kasdan hlaut Gullbjöminn, en Kasdan er maðurinn sem skrifaði handritin að myndum eins og „Star Wars“ og „Indiana Jones“. „Grand Canyon" (Miklagljúf- ur) segir frá stórborgarlífinu í Los Angeles í dag og vináttu Macks, hvíts embættismanns, og Simons, svarts bifvélavirkja. Boðskapurinn er auðvitað góður en myndin kannski heldur í væmna kantinum. Svíinn Jan Troel hreppti síðan Silfurbjörninn fyrir myndina „II capitano" (Foring- inn). Þar flækist liðlega tvítugt par frá Finnlandi, Jari, smákrimmi, og Minna vinkona hans, um Skandinav- íu á stolnum bílum og iðka búðar- hnupl. Endar ilia. Aðrar myndir voru eftir leikstjóra eins og István Szabo frá Ungvetja- landi með „Sweet Emma, Dear Böbe“ (Elsku Emma, Kæra Böbe). Þar segir frá tveim rússnesku- kennslukonum í Búdapest sem eftir afnám kommúnismans fara á ensku- kvöldnámskeið og miðia nemendum sínum nýja málinu í takt við þjóð- félagsbreytingamar. Vel gerð mynd eins og Szabo er von og vísa. Japan- inn Kei Kumai kom með mannætu- myndina „Hikarigoke", þar sem skip- stjóri étur áhöfn sína. Blóðugar deil- ur lögfræðings og skjólstæðings hans urðu efni myndar Martins Scorse- sem, „Cape Fear“ (Taugastríð). Ken- neth Branagh með bandarísku mynd- ina „Dead Again“ (Dauður á ný) sem nú er sýnd í Háskólabíói og Nicolas Meyer hafði gert Star Trek VI en 25 ár eru liðin frá því fyrsta Star Trek myndin var unnin. Woody Allen í „Shadows and Fog' Fjölskyldusögur voni margar í höndum kvenleikstjóra, en þátttaka þeirra sló met í ár miðað við fyrri hátíðir. Gilliam Armstrong myndaði hið sígilda móður/dóttur-vandamál í áströlsku umhverfi með Bruno Ganz í hlutverki heimilisföðurins í mynd- inni „The Last Days Of Chez Nous“ (Síðustu dagarnir heima). „Gas Food Lodging" (Bensín, matur, gisting) eftir Alison Anderson sýnir einstæða móður með tvær táningsstúlkur, allar ástarþurfi í Texas. Frá Ítalíu, „Suppa de Pesce" (Fiskisúpan), í höndum Fiorellu Infascelii. Þar er samband dóttur og föður tekið fyrir í litskrúð- ugri leikmynd sjötta áratugarins. Aðrar spennandi myndir voru; heimiidamynd Bertrands Taverniers um Alsírstríð. Efnið er ennþá algjört „tabú“ syðra þótt þrjátíu ár séu lið- in. Spánska borgarastyrjöldin var sviðsett í mynd Jaime Camino „The Long Winter" (Veturinn langi) og Andrei Konchalovsky fór aftur heim til Rússlands eftir að hafa starfað 12 ár vestanhafs og myndaði „The Inner Circle" (Innsti hringur) í sjálfri Kreml. Myndin, sem gæti þess vegna verið tekin í Hollywood, er með Tom Hulce (Amadeus) í hlutverki Ivans sýningarstjóra Stalíns sem var víst efnilegur bíóunnandi ef mark er tak- andi á myndinni sem byggð er á æviminningum Ivans en hann er enn á lífi og býr í Moskvu. David Cronen- berg tekst mjög vel upp í kvikmynd- un sinni á biblíu beatnikkanna, skáld- sögunni „Naked Lunch" eftir William S. Burroughs. Skáldsaga með sund- urtættum söguþræði öðlast skýra drætti í myndinni, þar sem William Lee (Peter Weller), meindýraeyðir í New York 1953, og kona hans (Judy Davis) taka inn gula skordýraeitrið sem William hefur aðgang að. í vím- unni verður William Tell leikurinn til þar sem meindýraeyðirinn hittir ekki glasið á höfði konu sinnar, hann skýtur framhjá og hún dettur niður dauð. Eftir það verður hann að hverfa til „Interzone" sem er súrreal- ískur heimur af dópi, kynlífí og pödd- um með rithöfundargrillur eða bara undirheimar hugar hans. Myndin er veisla fyrir augað og fantavel leikin. Eric Rohmer og óþægilegur raunveruleikinn Af allt öðrum toga er mynd Erics Rohmers, „Conte d’Hiver" (Vetrar- ævintýri), sem er tveggja tíma ynd- islega hversdagsleg saga. Umhverfíð er París, grá og ljót, Felice er ósköp

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.