Morgunblaðið - 08.03.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.03.1992, Blaðsíða 31
MDRGUNBLADÍÐ’ SAMSAðMBA^Mé^Jtt : W02‘' & m SfMTALID... ER FIÐATLA VIGFÚSSON KENNARA RJUPNADRAP 96-41820 Halló. - Er þetta á Laxamýri í Suður- Þingeyjarsýslu? Jú. - Er Atli Vigfússon við? Það er hann. - Sæll Atli, þetta er á Morgun- blaðinu, Kristín Maija Baldurs- dóttir. Þú munt vera formaður Rjúpnaverndarfélags Norðurlands Eystra sem stofnað var í septem- ber síðastliðnum? Jú ég er það. - Ég var að heyra að þið hefð- uð skorað á Alþingi að alfriða rjúp- una? Það eru reyndar skiptar skoðan- ir meðal félagsmanna um það, sumir vilja alfriða hana, aðrir koma upp ákveðnum friðuðum svæðum. - Eru þetta allt bændúr fyrir norðan í þessu félagi? Nei fólk kemur víða að, einnig þéttbýlisbúar og þá einkum frá Húsavík. - Hvað voru margir á stofn- fundinum? Um 60 manns þar á meðal skot- veiðimenn. - Benti eitthvað til þess að stofninn væri í hættu? Þetta kom nú til af því að lítið hefur verið um rjúpu á þessu svæði undanfarið, en aðalástæðan fyrir stofnun félagsins eru aðfarirnar við ijúpnaveiðar. Það fer illa í fólk að horfa upp á menn nota vélsleða, ijallabíla og jafnvel þyriur til að drepa fuglinn. Við vit- um að veiðimennskan hættir aldrei, en við viljum stemma stigu við svona aðferðum. Tæknin er orðin svo mikil að við ráðum ekki við okkur. - Þetta eru ógeðs- legar aðfarir. Þeir eru líka með þessar hálfsjáifvirku byssur, þannig að ef þeir skjóta á hóp þá um, elta þá síðan uppi á vél- sleða þar til hann er búinn. - Manni finnst líka sem þetta hafi aukist, ég veit ekki hvort ég á að segja, þetta íjúpnaát? Sportið sjálft er orðið algeng- ara. Það fer heill her allar helgar á veiðar. Sumir taka 6-800 fugla í einu. Taka sér frí úr vinnunni sýknt og heilagt allt haustið til að stunda þetta dráp. Bæði heima- menn og hópar að sunnan. Og til er einstaka ferðaþjónusta sem gerir út á þetta. - Þetta gengur ekki. Okkur finnst að lífríkið megi ekki við þessu. Við höfum jafn- framt bent á að margar andateg- undir eru í hættu. Menn hafa tal- að um að einn af möguleikum ís- lands sem ferðamannaland sé að viðhalda fuglategundum og fjölga þeim. Gera landið að paradís bæði fyrir fuglana og ferðamenn sem vilja skoða þá. - Já eitt sinn fór ég með stór- um hópi þýskra fuglavina um landið. En hvað segja fuglafræð- ingar og hvert verður framhaldið? Ævar Petersen telur að kanna þurfi þann möguleika að koma upp friðuðum svæðum. Aður fyrr voru til svæði þar sem engir menn komu, nú er hvergi griðastaður. Það veit enginn stofnstærð íjúpunnar og í skotveiði virðast engin lög gilda, menn ganga um eins og berserkir. Það er von okkar, að fyrsta skrefið verði að koma upp ákveðnum friðuð- um svæðum. Ég heyrði að Sverrir Scheving Thor- steinsson jarðfræð- ingur hefði talað um að friða þyrfti hálendið. Það þætti mér gott skref framávið. - Mér líka. En gangi ykkur vel Atli og þakka þér fyrir spjallið. ná þeir öllum fuglun- Atli Vigfússon Frá upptöku hjá Ríkisútvarpinu: Lengsttil vinstri er stjómand- inn Carl Billich, þá Alfreð Clausen, Edwin Koeppen, Jóhannes Eggerts- son, Jónas Dagbjartsson, Vilhjálmur Guðjónsson og Egill Jónsson og fiðluleikararnir tveir sem snúa baki í ljósmyndarann era Sveinn Ólafs- son og Þorvaldur Steingrímsson. KK-sextettinn um miðbik aldarinnar: Fremstir eru Gunnar Ormsiev og Guðmundur Vilbergsson og fyrir aftan Svavar Gests og Hallur Símonarson. Við píanóið situr Steinþór Steingrímsson og hljóm- sveitarstjórinn Kristján Kristjánsson stendur virðulegur lengst til hægri. Þorvaldur Steingrímsson fyrrum formaður FIH. IW. — SiinniiiUuur k-tJ r MlnlÍH li>r> mM KJ*r i mrftlmm mmi l.).U»l rr r»m tirlr In. »*•« rt IM kr.lt(I ., n«(kr»M.« ‘ II km. á khl. Gdw ll.,lt ttt km. i. .« I*. I lilr. .r kr.ii.l i ri.flim.. — Vfrll. (rl«r Iml rl kr.nl mrt mm II km. kr.t., .1 .kll,rtl rr. .. [Javamálin enn rædd 1 Öryggisráðinu LEIMDA I OFSAVEÐRlj Vjclbát hvolfir við Garðskagt 4 menn drukna ' Scx bálar ókomnir að á miðnætti s. I. nótt VJF.LIiAtAFI.OTINN lir vcrmlSSviinum hjcr vll F.i.fló. Irnll I hlna vrral. nti < (j’rrlniill er I *icr Einn Imlur Unt »« komit tflcint clnn miSur ■(. cn (Imm minn viru i Mtnuni A mlAnmlli I núll veru Kl Mltr ókemnlr >&, cn vllefl ver um Ir þclrre. icm hJcWn iJ*- VcUnrimnlep var mlhWI hjá hálum ynrlclll »( tumir kerr Ull vll lllan lclk III lanAt. nAT IIVOI.FIR. Vilnð cr um þnu ifrlrií ein« fi.kibiUini. Míigrui. (ri Norðfirfll. afl honum hvolfdi 0 nf (UnVkai>a. Vjdhilurinn BaiAi (rá Hiauvik var þama náUcfur o« tóknt afl bjarg cinum manni nf áhó(ninnl a( Mapna, cn ÍJórir mcnn (órutt. Maflurinn. a«m bjargaC U( var vJclarmaAiirinn. H.nn hjell ajer uppl á brakl úr bldustokk báliina. Sigurður Bergsson í ALDANNA rás hefur íslenska þjóðin sótt viðurværi sitt til hafs- ins. Á ýmsu hefur gengið í þeirri glímu, enda veður oft válynd hér við land. Hinn 9. febrúar 1946 gekk mikið óveður yfir suð- vestanvert landið og olli miklu tjóni. Alls fórust fjórir bátar og með þeim 20 sjómenn í þessu ofsaveðri. Gullfaxi ÍS 594. Meðal þeirra báta sem komust í hann krappann var Gull- faxi, 19 tonna bátur frá Þingeyri sem reri með línu. Á Gullfaxa var fimm manna áhöfn en skipstjóri var Gunnar Jóhannesson. Einn háset- ana á Gullfaxa var Sigurður Bergs- son. Hann var 19 ára þegar farið FRÉTTflLJÓS ÚR FORTÍÐ Örlagaríkur róður Ofsaveður 1946 var í hina örlagaríku ferð að kvöldi 8. febrúar 1946. Veðrið var ágætt og spáin líka. Ég átti að sofa útstímið en ég gat ekk- ert sofið því mig hafði dreymt svo illa áður en við fórum út. Línan var lögð um 20 sjómílur norðvestur af Arnarnesinu og var byijað að draga um sjöleytið um morguninn en þá var vindur farinn að aukast. Um níuleytið var komið afspyrnurok en tiltölulega sléttur sjór. Síðan fer að bæta í sjóinn og upp tekur sig krappur straumhnútur sem varð að miklum brotsjó beint framundan bátnum. Kallar þá skip- stjóri: „Brot, varið ykkur!“, og seg- ir mönnum að kasta sér niður. Ólag- ið skellur á bátnum og að því er virtist, færir allt í kaf. Báturinn sneri beint á móti brotinu og til þess að draga úr högginu kúplar skipstjóri sundur. Þegar báturinn er að byija að koma upp úr kúplar hann saman og ætlar að bæta í vélarorku en vélin drepur á sér, að því er virðist undir miklu álagi. Ég hafði verið að blóðga og slægja í stjórnborðsgangi, rétt við stýrishúsið. Þegar brotið kom lagð- ist ég á dekkið og náði mér í hand- festu. Eftir það man ég ekkert fyrr en mér skýtur upp úr sjónum bak- borðsmegin og sé að mennirnir horfa á mig. Skipstjóri hafði, þegar báturinn kom betur undan sjó, far- ið að huga að félögum sínum. Sá hann þá að mig vantaði. Þegar hann lítur aftur fyrir skut sér hann blóðugt stígvél og sokk fljóta aftan við skut. Er hann hallar sér yfir borðstokkinn sér hann mér skjóta upp og er annar fóturinn ber og blóðugur. Skarphéðinn vélstjóri leggst síðan yfir borðstokkinn og heldur Gunnar skipstjóri í fætur honum og draga þeir mig inn fyrir borðstokkinn og bera mig síðan inn í lúkar og hlúa að mér eftir föng- um. Ég ranka við mér og tek með hendinni um fótlegginn, þá finn ég bara beinið. Þá kom í ljós að kálf- inn var ristur sundur, hér um bil milli beinanna. Gunnar skipstjóri hefur lýst því sem gerðist þannig: „Sigurður fór útbyrðis stjórnborðsmegin og hefur skrúfublaðið lent á fæti hans um leið og kúplað var saman. Hann hefur fest milli blaðsins og stýrisins og er þar komin skýringin á því hvers vegna vélin drap á sér. Hefur þetta orðið honum til lífs því ef hann hefði losnað við bátinn hefði hann aldrei náðst. En hvemig hann komst bakborðsmegin við hekkið verður aldrei skýrt en skrúfublaðið hefur haldið honum föstum nógu lengi til að hann bjargaðist.“ „Eftir þetta var reynt að komast sem fyrst í land en það var ekki auðvelt. Veðurhæðin var orðin slík að erfitt var að snúa bátnum und- an. Voru komin tólf vindstig á Galtarvita og vaxandi sjór. Þeim tókst þó að komast klakklaust í iand og koma mér undir læknis- hendur. Þótti lækninum með ólík- indum að beinin skyldu vera heil. Sárið greri seint og ég stakk við lengi á eftir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.