Morgunblaðið - 08.03.1992, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MANNMFSSTRAUIWAR stjrfNtfDAGUK 8. MARZ 1992
7
IJlVlHVERFISMALÆr almenningsálitib afl?
Risamir á markaðinum
FJ ÖLUJ ÓI) A F Y RIRTÆKIN sem með réttu geta kallast risar á al-
þjóðamarkaðinum eru ekki ýkja áberandi hér á landi. Þó hefur starf-
semi þeirra áhrif hér eins og í öðrum heimshlutum. í raun skiptir
sköpum hvemig þau haga rekstri og hvaða ábyrgð þau sýna gagn-
vart umhverfinu og auðlindum jarðar. Til þessa hefur umræðan
um þeirra þátt verið lítil enda erfitt fyrir aðra að henda reiður á
gerðum þeirra og stefnumörkun í heild. Engin samræmd alþjóðleg
löggjöf er til um málefni er þau snerta eða rekstur með tillití til
umhverfisvemdar.
Nýlega birtist grein í tímarit-
inu „Dialouge" um þessi
mál eftir Nazli Choucri, en hún
starfar sem prófessor við tækni-
háskólann í Massachusetts MIT.
Hún hefur skrif-
að fjölda rita um
umhverfismál og
er virt á sínu
sviði. Hennar
skoðun er sú, að
meðan ekki hafi
verið sett sam-
Huldu Valtýsdóttur rænld % ™
starfsemi
risanna á alþjóðamarkaðinum sé
almenningsálitið eina virka að-
haldsaflið gagnvart þeim á sviði
umhverfismála. Það sé fyrst og
fremst almenningsálitið sem valdi
því að stórfyrirtækin sýni ábyrga
afstöðu til umhverfisins og þeim
sé fyllilega ljóst að það sé þeim
fyrir bestu. Höfundur rekur nokk-
ur dæmi máli sínu til sönnunar.
Nazli Choucri finnst umræðan
um umhverfismál snúast mest um
ofnýtingu auðlinda og fólksfjölgun
en of lítið um starfsreglur fjölþjóð-
afyrirtækjanna sem hafa í raun
örlagarík áhrif víða um heim. Gild-
andi hagkerfi séu runnin undan
þeirra rifjum að miklu leyti og því
sé ábyrgð þeirra hvað mest. Hins
vegar sé það líka staðreynd að
innan vébanda
þeirra sé að vænta
helstu
tækninýjunga og
þar er líka fijóast-
ur jarðvegur fyrir
nýsköpun á fram-
leiðslu- og mark-
aðssviðinu.
Almenningur
beinir mjög sjón-
um til þessara
risafyrirtækja.
Verði umhverfís-
slys af þeirra völd-
um kemur al-
menningsálitið
strax til skjalanna
og sýnir ekki miskunn. Það hefur
reynslan sýnt og þarf ekki annað
en að nefna Exxon-olíuslysið og
slysið í efnaverksmiðjunni í Bopal
um árið. Einstaka ríki hafa líka
brugðist við með strangari löggjöf
og aðhaldsreglum fyrir þessi stór-
fyrirtæki, sem umsvifalaust er
hlýtt. Ástæðan er einföld. Ekkert
þeirra hefur ráð á því að fá á sig
stimpilinn „umhverfisníðingur" i
augum almennings. Sum þessara
fyrirtækja hafa líka þegar tekið
upp nýjar og öruggari framleiðslu-
og rekstraraðferðir. í raun eru
mörg þeirra þegar farin að beita
aðferðum við framleiðslu og mark-
aðssetningu sem aldrei voru
nefndar í viðskiptadeildum háskól-
anna — hvað þá að þær leiðir
hafí verið á námskrá. Það sýnir
hve umskiptin hafa orðið hröð.
Höfundur leggur líka áherslu á
að þau fyrirtæki sem laga ekki
starfsemi sína að þessum nýju
viðhorfum að eigin frumkvæði,
komist í verri stöðu þegar þau
verði að beygja sig fyrir væntan-
legum lögum og reglugerðum um
þessi mál.
Töluverð átök eiga sér þó enn
stað milli náttúruverndarsamtaka
og þessara stórfyrirtækja, sem
fram að þessu hafa einblínt á
markaðshyggjuna hráa. Náttúru-
vemdarsamtökunum vegnar þó
sífellt betur. Stóru samsteypumar
sækjast I æ ríkara mæli eftir við-
urkenningum umhverfisverndar-
sinna og sýna meiri skilning á
baráttumálum þeirra.
Höfundur telur líka að flutn-
ingar og samgöngur á sjó og landi
þurfi gagnrýna umræðu. Sem
dæmi nefnir hún t.d. að þrjár
milljónir tonna af geislavirkum
úrgangi séu fluttar milli landa í
Evrópu árlega svo til eftirlits-
laust. Vestur-Þjóðveijar eru
sagðir hafa flutt slíkan varning í
stórum stíl til Austur-Þýskalands
um árabil en nú hefur Sambands-
lýðveldinu verið gert að leysa
þann mengunarvanda sem af því
gæti stafað. Sú krafa á rætur í
almenningsálitinu og meðal
náttúruverndarsamtaka.
Stórtækir verktakar á alþjóða-
sviði valda oft óbætanlegri um-
hverfísröskun. Þeim verður nú
skylt að sýna meiri aðgát og vand-
aðri vinnubrögð að þessu leyti.
Þróunarlöndin eru að vísu í sér-
stöðu hvað þetta varðar þar sem
stjómvöldum er ætlað að treysta
innviði þjóðfélagsins með því að
færa það til nútímalegra horfs en
án þess að ganga um of á náttúm-
legt umhverfí. Það getur orðið
mörgum erfíður línudans.
í lok greinarinnar segir að fjöl-
þjóðafyrirtækin verði að endur-
skoða stefnu sína og starfshætti.
Brýnasta verkefnið sé að stofna
til alþjóðlegs átaks um raunhæfar
aðgerðir til verndar umhverfínu.
Þau verða að stuðla að setningu
alþjóðlegra laga um náttúmvemd
— þau verða að stofna alþjóðleg
samtök þar sem gerð er úttekt á
áhrifum stórtækra framkvæmda á
umhverfið áður en til þeirra fram-
kvæmda kemur. Hjá slíkri stofnun
má fá heildarsýn í þessum mála-
flokki fyrir alla heimshluta. Slík
stofnun gæti líka greitt fyrir sam-
keppni í þágu umhverfisvemdar
bæði á tækni- og
stjómunarsviði
og við markaðs-
setningu. Hafi
fjölþjóðafyrir-
tækin fmm-
kvæði í þessum
málum, geti þau
átt á vísan að róa
gagnvart al-
menningsálitinu,
sem þau eiga í
raun allt sitt
undir.
Spurt var hér
að ofan: Er al-
menningsálitið
afl? Svarið hlýtur
að vera jákvætt, ekki síst vegna
þess að á upplýsingaöld á almenn-
ingur kost á að afla sér fræðslu
og réttra upplýsinga, og kann að
draga af þeim réttar ályktanir.
Almenningsálitið heldur í raun
vörð um réttláta og jákvæða þróun
meðal menntaðra lýðræðisþjóða
og markar þar sín spor.
Þú átt erindi til okkar!
Suöurlandsbraut 6, símar 678383 og 687055
Besti tœkjasalur landsins!
Morgunhanar athugiö, hjá okkur fáiö þiö morgunkort á lœgra veröi.
Persónuleg ráögjöf frá reyndum þjálfurum.
Þjálfari á staönum allan daginn.
Þrekstiginn, frábœr fitubrennsla.
Leiðbeinendur eru Anna Rósa, Guðrún og Ragga.
✓ Mikil fitubrennsla □ Afsláttur fyrir stœrri hópa
/ Góö þolþjálfun g| □ Boöiö upp á lokaða tíma fyrir hópa
✓ Arangursrík vaxtarmótun □ Tilvallð fyrir vinnustaöi eöa skólabekki
Anna Rósa Guörún
/ Fullkominn tœkjasalur
/ Ljós og gufa
/ Góð búningsaöstaöa
Opnunartími:
Virka daga frá kl. 7.00-22.00
Helgar frá kl. 9.00-18.00
Þjálfarar i tœkjasal meö þekkingu og
reynslu bíöa eftir aö þú látir sjá þig !
Guðgeir Kiartan