Morgunblaðið - 08.03.1992, Page 28

Morgunblaðið - 08.03.1992, Page 28
23 C MORGUNBLADIg VELVAKANPt^,8- MARZ 1992 „Fljót, ntöu i kabai. 'Rognar 'Reykás er \/í& áticUjrnaíir." HÖGNI HREKKVfSI ÉEYOWOWOW »• BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Hvers vegna erum við með öll þessi verkalýðsfélög? Frá Guðrnundi Gunnarssyni: Undanfarið hefur í vaxandi mæli borið á þeirri umræðu að verkalýðsfélög séu óþörf auk þess að fram hefur komið að skylduað- ild að þeim sé ógeðfelld. Það er skiljanlegt að vinnuveitendur vilji veika verkalýðshreyfingu eða jafn- vel enga, en þegar maður verður var við að hluti launþega er farinn að trúa þessu og neitar aðild að stéttarfélagi, þá er rétt að staldra við. Ef við höfum ekki verkalýðsfé- lög við hvað ætia menn að miða. Iaun sín? Hver verður vinnutími? Hvenær hefst vinnudagurinn og hvenær lýkur honum? Hve langt orlof reikna menn með að fá og þá á hvaða árstíma? Allt eru þetta atriði sem eru tiltekin í kjarasamn- ingum og hafa náðst fram eftir áralanga baráttu. Reikna menn með því að vinnuveitendur standi við þessi atriði og bæti þau á ein- hvern hátt af sjálfsdáðum? Þróun verkalýðshreyfingarinnar í Bandaríkjunum er gott dæmi um hve mikil áhrif sterk verkalýðs- hreyfíng hefur á stöðu launþega og hvað gerist þegar áhrif hennar minnka. Allt fram til 1979 var stöðugur uppgangur í bandarísku atvinnulífi en þá snerist dæmið við, vinnuveitendur fóru að sækja fram með aukinni hörku. Félögum verkalýðsfélaganna fækkaði stöð- ugt, vegna þess að vinnuveitendur lögðu að fólki að ganga úr félögun- um. Félagsmönnum fækkaði niður í 17% af launþegum. Samtaka- máttur fjöldans var ekki til staðar og launþeginn stóð einn gagnvart fyrirtækinu með einhverskonar undirverktakasamning eða engan og varð því að sætta sig við lægri laun, lengri vinnutíma og óhag- stæðari vinnuskilyrði eða fara út í atvinnuleysið. í kjölfar veikrar stöðu verka- lýðshreyfingarinnar blasti hrikaleg staðreynd við launþegum í Banda- ríkjunum, atvinnuleysi er um 10% og launabil vex. Yfir sjö milljónir bandarískra heimila er undir fá- tækramörkum, þar er miðað við 760.000 kr. árstekjur fýrir fjögurra manna ijölskyldu. Helm- ingur þeirra hefur enga fyrirvinnu. Athygli vekur að margir eru í fullu starfi, en ná samt ekki þeim laun- um sem fleyta þeim yfir fátækra- mörkin. Frá 1979 hafa kjör hins efnaða fimmtungs þjóðarinnar batnað um 19%, á meðan kjör hins fátæka fimmtungs versnuðu um 9%, Árið 1970 var vinnuvikan komin niður í 39 stundir, launþegar sáu í hillingum 35 stunda vinnuviku og rætt var um að langur frítími yrði eitt af stóru vandamálum framtiðarinnar. Samtök launþega börðust fyrir styttri vinnuviku til að auka frítíma, ekki síður til þess að skapa fleiri atvinnutækifæri. Síðan hefur sú öfugþróun átt sér stað að vinnuvikan hefur lengst jafnt og þétt um sem svarar einn mánuð á ári. Með því að nota færri launþega borga fyrirtækin minni launatengd gjöld, minnna fer í starfsþjálfun, minna atvinnuhús- næði o.fl. Hærri laun fyrir yfir- vinnu áttu að þvinga atvinnurek- endur til þess að vinnuvikan yrði 40 stundir. En nú eru launatengd gjöld orðin nær helmingur útgjalda vegna starfsmanna, því er betra að láta vinna yfirvinnu en að ráða fleira starfsfólk. Við höfum ekki lengur sjálf- dæmi um hversu mikla yfirvinnu við vinnum. Við getum heldur ekki gengið að því vísu að fá vinnu eins og við höfum getað gert mörg undanfarin ár, þar sem hægt hefur verið að ganga úr einu starfi í annað. Hvort þetta ástand verður viðvarandi eða ekki þá er það víst að það öryggi sem verkalýðsfélög hafa skapað launþegum hér á landi er verulega meira en það er í Bandaríkjunum. Launþegar geta einnig verið vissir um að atvinnu- rekendur bæta ekki kjör launþega óbeðnir. Einstaka launþegar eru í þeirri stöðu að geta sótt bætt kjör vegna hæfni sinnar, en meirihluti launþega verður ofurseldur duttlungum atvinnurekanda síns og hefur enga tryggingu fyrir því hvað morgundagurinn ber í skauti sér. GUÐMUNDUR GUNNARSSON formaður Félags íslenskra raf- virkja. Yíkveiji skrifar Igömlum annálum, sem geyma sögu genginna kynslóða, er tal- að um sumarið sem aldrei kom. Þá lá hafís við land þegar sól var hæst á lofti. Máski hefur ofan í kaupið Hekla eða Katla kryddað stráin eit- urefnum, sem stungu sér upp úr moldinni, til að kitla bragðlauka búsmalans. Þá var hart í ári fyrir Mörlandann. Það var ekki auðvelt að metta marga munna í stórfjöl- skyldum þeirra tíma. Og engin vopn í lífsbaráttunni önnur en hugur og hönd, hvötin til sjálfsbjargar, trúin og bjartsýnin. Þetta var löngu áður en nokkur maður tók sér í munn orðið efnahagskreppa. Á því herrans ári, sem við nú lif- um, er máski hægt að tala um vet- urinn sem aldrei kom. Það hefur að minnsta kosti ekki farið mikið fyrir snjó í Bláfjöllum eða á öðrum vetrarleikvöngum tómstundaríkra borgarbúa. ísinn undir skauta vel búins nútímafólks í Laugardalnum hefur sjálfsagt verið „framkallaður" með töfrabrögðum tækninnar. En kreppujónar líðandi stundar láta ekki veturinn sem aldrei kom skemma fyrir sér skíðasportið. Þeir bregða undir sig betri fætinum til Austurríkis eða annarra heims- horna, sem selja skíðabrekkur og fleira notalegt. Á sama tíma aug- lýsa samkeppnisglaðar ferðaskrif- stofur flug og bíl, flug og fimm stjörnu hótel, flug og sól og hvítar strendur. Viðskiptahallinn við um- heiminn verður nefnilega ekki nema litlir fimmtán milljarðar á árinu. Og það munar ekki um einn kepp í sláturtíðinni. Menn líðandi stundar, menntaðir menn og kúltiveraðir, kunna að sjálfsögðu góð skil á efnahags- kreppunni, hagvextinum eða hag- vaxtarleysinu, að ekki sé nú minnst á höfuðstoltið, sjálft veraldarundrið, ríkissjóðshallann! Slíkir lifa góðu kreppulífi við að gera fjárhagsáætl- anir og þjóðhagsspár, sem hafa þann magnaða eiginleika að fara langleiðir, jafnvel hundrað prósent, fram úr sjálfum sér. Þá list kunni ekki klakaliðið fyrir margt löngu þegar veturinn kom en sumarið ekki. Það skíðaði heldur ekki f Aust- urríki né varð brúnt á suðrænni strönd. XXX Kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða stendur einhvers staðar í fornum fræðum. Þannig hefur það verið sumar sem vetur - og hvort sem sumarið eða veturinn létu sjá sig eða ekki að mati annála- höfunda. Það var hægur byr á dimmum desemberdögum árið 1990 þegar ríkisstjórn Steingrims Hermanns- sonar og eyðslumálaráðherra henn- ar, Ólafur Ragnar Grímsson, sigldu fögrum fjárlagaknerri félagshyggj- unnar og ráðdeildarinnar í höfn hins nýja árs, ársins 1991. Fjárlagavíkingar, sem þar voru á ferð, sögðust að vísu ætla að syndga upp á náðina, eins og vík- inga er siður, eyða dulítið umfram tekjur, en ekki að neinu ráði, enda hófsamir menn og lítillátir. Auk þess væru fjárlagaforsendur traust- ar sem stuðlabergið, beint úr tölvum tækninnar, og forritin pottþétt, nema hvað. Nú er ijárlagaárið liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, sem er út af fyrir sig þakkarvert, a.m.k. frá sjónarhorni skattborgar- ans. Umframeyðslan, sem áætluð var 4.000 m.kr., varð 12.500 m.kr. Samt sem áður brutu heildartekjur ríkissjóðs hundrað milljarða múrinn og reyndust hvorki meira né minna 105.800 m.kr. Hefur margur orðið að lúta að minna. Og rúsínan í pylsuendanum, tekin beint úr skýrslu ljármálaráðuneytisins um ríkisfjármál árið 1991: „Hrein láns- fjárþörf opinberra aðila í heild nam rúmlega 40 milljörðum króna árið 1991 sem jafngildir 10,6% af lands- framleiðslu“ [lánsfjárþörfin var metin 24.000 m.kr. í „pottþéttri“ lánsfjáráætlun ársins]. Fyrri tíðar menn töluðu, sem fyrr segir, um sumarið sem aldreí kom. I dag tölum við um snjóaveturinn sem ekki sýndi sig. Hvenær skyldi það lán henda þjóðina að geta talað um íjárlagahallann sem ekki kom? Þá væri tilefni til að skíða í Alpa- fjöllum og sóla sig í hvítum sandi Mexíkóflóans. Og gera vel í dagpen- ingum við utanreisulið hins opin- bera.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.