Morgunblaðið - 08.03.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.03.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR ,MARZ 1992 :C }5 Gjöld fyrir eða vegna umhverfismála ísland Önnur OECD-lönd 1) Sorpgjöld Greiða þarf fyrir förgun sorps á höfuðborgarsvæðinu. Þekkist víða, m.a. þarf að greiða gjald af mykju í Hollandi. 2) Skilagjöld Skilagjald á einnota gler- plast- og áldrykkjarvöruumbúðum sem neytendur borga. Skil hafa veriö góð, yfir 70%. Framleiðendur hafa lengi sett gjald á margnota glerflöskur. Svipað fyrirkomulag á skilagjaldi í nokkrum löndum. Skilagjald á margnota umbúðum er algengt. Skilagjald á bílum er í Noregi og Svíþjóð. Skilagjald á rafhlöður, bíla, rafgeyma, dekk og eitur- brúsa hafa verið til athugunar víða. 3) Gjöltí á framleiðsluvöru Gjald á plastpoka Gjald á rafhlöður Kísilgúrgjald Önnur gjöld Landvernd og Kaupmannasamtökin gerðu samning um gjald á píastpokum. Nokkur önnur félög hafa gert svipaða samninga. Notkun plastpoka fór nokkuð minnkandi en er aftur vaxandi. Gegnsæir pokar eru utan samnings. Sérstakt gjald er sett á framleiðslu Kísiliðjunnar við Mývatn sem fjár- magnar rannsóknir á lífríki vatnsins. Á Ítalíu er hátt gjalt lagt á plastpoka sem brotna ekki niður í náttúrunni. Þetta gjald hefur haft mikii áhrif. í Svíþjóð og Noregi er lagt gjald á rafhlöður sem innihalda kvikasilfur og cadmium. f Svíþjóð og Noregi eru gjöld á áburði og eitri. 4) Gjöld vegna bifreiða Vegagjald Bifreiðagjöld Skoðunargjald Gjald á smurolíur Vegagjald er ailstór hluti af bensínverði. Kilógjald er lagt á alla bensínbíla og sambærilegt gjald er lagt á díselbíla eftir þyngd. Einnig er stighækkandi tollur á bílum eftir sprengirými. Skoðunargjald er greitt af öllum bílum og hærra gjald fyrir bíla þyngri en 5 tonn. Innifalið er mengunargjald. Víðast eru einhver gjöld á bensín, en mjög mismunandi. í nær öllum löndum eru lögð á gjöld sem fara eftir þyngd eða krafti bíla. Ýmist eru gjöldin innifalin í tollverði eða gjaldið er árlegt. Mjög algengt er að skattleggja bíla, t.d. bíla án mengunar- útbúnaðar. I EB-löndum þurfa nú allir bílar að standast kröfur um mengunarútbúnað. Meðal annars í Frakklandi, Þýskalandi og Noregi. 5) Önnur gjöld Gjald v. mengunar vatns Gjald á loftmengun Hávaðamengun • Alls staðar eru lögð á gjöld vegna hreinsunar á skólpi. í Frakklandi er lagt gjald á magn S02 i útblæstri stærri verksmiðja. Gjöld á hávaða frá flugvélum er m.a. í Þýska- landl, Hollandi og Sviss. ur hugsað sér að húsin við götuna yrðu verðminni eða illseljanlegri sem hávaðamenguninni nemur. Hávaðamengunin kostar þá sem nemur þessum verðmismun. Þetta er ekki auðvelt. En það er hægt að mæla verksmiðjumengun sem hleypt er út í á og meta á móti fækkun fiskimanna eða ferða- manna. Hvað sem öðru líður eru svona spurningar gagnlegar. Þær neyða mann til að bera sama kosti. Og verðmæti umhverfisins er alltaf að vaxa með meiri frítíma fólks, fjallaferðum o.s.frv." „Hagfræðingar hafa vissa vantrú á að boð og bönn skili árangri. Hagkvæmara sé að aðgerðir hafi áhrif á kostnaðinn en að gefin séu leyfi til að framkvæma svo og svo mikið. Stutt er síðan farið var að beita hagrænum aðferðum til um- hverfisverndar. í byijun áttunda áratugarins var nær eingöngu stuðst við lög og reglur til að bæta umhverfið. OECD samþykkti snemma á þeim áratug að mengun- arvaldar ættu að bera þann kostnað sem mengun þeirra veldur samfé- laginu. Sá sem mengi eigi að borga. Stofnunin hefur hvatt mjög til notk- unar hagrænna aðferða. Fyrst í stað var mikil andstaða gegn þessu, hvort heldur var hjá fyrirtækjum, stjórnvöldum eða almenningi. Nú er beiting slíkra aðferða talin sjálf- sögð jafnhliða beitingu reglugerða og samninga." Gjöld, skattar eða úthlutuð leyfi Skipta má hagrænum aðferðum í umhverfismálum í tvo flokka. Annars vegar er unnt að leggja á sérstök gjöld eða skatta og hins vegar búa til nýjan markað þar sem mengandi leyfi eru seld. Af aðgerð- um í fyrri flokknum nefnir Sól- mundur svokölluð útstreymisgjöld, þ.e. gjöld á vörur og framleiðslu, skilagjöld, styrki og fleira. En í síð- ari flokknum eru mengunarleyfi, þar sem stjórnvöld ákveða í upp- hafi hve mikil mengunin má vera á ákveðnu svæði og úthlutar svo leyfum. Getur úthlutun þá til dæm- is farið fram með sölu á þessum leyfum. Tilkostnaðurinn er þá hvati til þess að minnka mengun og markaðurinn látinn mynda verðið. Reiknað með að þá muni draga úr menguninni, sem er dýr, og leyfun- um í kjölfarið. Þetta hefur lítilshátt- ar verið reynt í Bandaríkjunum. En Sólmundur segir þetta erfitt af sið- ferðilegum ástæðum. Og að það mundi varla koma til greina hér á landi. Öðru máli gegni um ýmsar aðrar aðgerðir, eins og t.d. skila- gjöld 'sem við þekkjum lítilsháttar hér og sem eru hugsuð til þess að standa undir förgunarkostnaði en ekki til þess að græða á þeim. Mengunargjald felst í því að skattleggja mengunina sjálfa,- Er því mikil hvatning fyrir framleið- endur til að draga úr henni. Þá er lagt gjald á magn þeirra efna sem sleppt er út í umhverfið. Til þess að koma megi við mengunargjöld- um þarf mengunin að vera frekar auðmælanleg og mengunarvaldar fáir. Dæmi eru slík gjöld í Frakk- landi og Þýskalandi á vatnsmengun. Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld, sem mikið eru notuð um allan heim, eru stundum flokkuð sem mengun- argjöld. Sólmundur segir að þetta eigi ágætlega við þegar gjöldin breytast eftir magni sorpsins en mjög oft sé svo ekki. Þá megi frem- ur tala um þjónustugjöld þar sem menn greiða fyrir veitta þjónustu og markmiðið með gjöldunum að afla tekna. Gjald á framleiðsluvöru er gjald á vörur sem mengun stafar af, annað hvort við framleiðslu, neyslu eða förgun vörunnar að neyslu lokinni. Framleiðslugjaldið er lagt á sjálfa vöruna, t.d. á smur- olíu, eða samkvæmt magni ákveð- inna efna í vörunni, t.d. eftir magni brennisteins í olíu. Slík vörugjöld segir Sólmundur oft einfaldari í framkvæmd en mengunargjöldin og af þeim sökum fýsilegri. Markmiðið með vörugjöldunum á að vera að hvetja fólk og fyrirtæki til að nota viðkomandi vörur í minna mæli en áður. Gott dæmi um svona gjald er mismunandi skattlagning á blý- bensín og blýlaust bensín. Skilagjöld miða að því að minnka magn sorps og þar á meðal kostnað við hirðingu og koma í veg fyrir að mjög skaðlegt sorp blandist öðru sorpi. Skilagjald er töluvert notað í OECD-löndunum og fer notkun þess vaxandi. Öll þekkjum við skilagjöld af öl- og gosdósum. Skilagjöldum er þannig ætlað að hafa áhrif á hegðun fólks. Einn galli á skilagjöldum á einnota um- búðum hér á landi er að hagnaður Endurvinnslunnar hf. eykst eftir því sem minna er skilað inn af umbúð- um. Önnur dæmi erlendis frá um skilagjöld eru á rafhlöðum, bílum, dekkjum og rafgeimum. Styrkir hafa verið mikið notaðir innan OECD, að sögn Sólmundar, en þó dregur úr mikilvægi þeirra. Þá eru greiddir styrkir til fyrir- tækja til að hvetja þau til nýrra framleiðsluaðferða og til að taka upp nýja tækni sem dregur úr mengun. Auk beinna styrkja má veita fyrirtækjum lán á góðum kjör- um eða skattafrádrátt. Styrkir ganga þó í berhögg við það sjón- armið að mengunarvaldur eigi sjálf- ur að bera ábyrgð á eigin mengun og greiða kostnað við að minnka hana. Þá bendir hann á að stundum megi bæta umhverfið með því að fella niður styrki sem óbeint leiða til ofnotkunar á umhverfisspillandi efnum. Það á t.d. vel við í landbún- aði, en honum hefur fylgt mikil mengun í mörgum löndum Evrópu vegna áburðarnotkunar. í Finnlandi er veittur afsláttur af flutnings- gjöldum járnbrauta af bílhræum o. fl. sem fara á til endurvinnslu. Og í Hollandi er í mörgum bæjum greidd uppbót á verð pappírs til endurvinnslu. Hér á landi bendir Sólmundur á að Ríkið þurfi að styrkja sveitarfélögin til þess að koma sorpmálunum í lag. En slíkt megi allt eins gera með niðurfell- ingu á gjöldum. Aðrar aðferðir nefnir Sólmund- ur sem notaðar eru í þessu skyni, svo sem sektir fyrir að brjóta lög og reglur. Segir að stundum megi líta á sektir sem hagræna aðgerð. í Bandaríkjunum eigi sektirnar að jafngilda þeim kostnaði sem fyrir- tækið hefur valdið og þá átt jafnt við hreinsunarkostnað, þann kostn- að sem mengunin hefur valdið í umhverfinu og utgjöld vegna mats á skemmdum. í öðrum löndum fer sektarupphæðin eftir þeim viðbót- arhagnaði sem ætla má að fyrirtæk- ið hafi notið vegna brota sinna. Að lokum nefnir hann þá aðferð að fyritæki greiði ákveðna upphæð en fái hana endurgreidda þegar ráðin hefur verið bót á ástandinu. En til þess að gjaldtaka nái að breyta hegðun manna verði hún að vera nægilega há. Frá þessu sjónarmiði séu gjöld yfirleitt of lág innan OECD og árangur eftir því lítill. „Megintilgangur með gjaldtöku hefur hins vegar yfirleitt verið sá að afla tekna og hefur oft tekist bærilega,“ segir hann. „En æskileg- ast er að gjöld hvetji einnig til bættrar hegðunar. Maður hefur alltaf efasemdir um skattlagningu og gjöld, þar sem ekki er tryggt hvað verður gert við féð. Með um- hverfissköttum er ætlunin að féð renni til einhvers sem tengist um- hverfismálum beint, en ekki til þess að auka tekjur annars staðar. Hér á landi eru menn mjög tortryggnir á sérskatta, hafa reynslu af því að allir afmarkaðir tekjustofnar hverfi í hítina. Mikilvægast í þessu sam- bandi er að gera sér grein fyrir því að markmið með umhverfissköttum á að vera að minnka mengun, að breyta hegðun manna, umhverfinu til góðs og þar með okkur öllum. Markmiðið er í raun að skatturinn verði með tímanum óþarfur." Vannýting en ekki böl I þessu spjalli höfum við hingað ÁS-TENGI Allar gerðir. Tengið aldrei stál - í - stál, hafið eitthvað mjúkt á milli, ekki skekkju og titring millitækja. ■LvL @3ojnr0si(uig)tair Jéngwini & ©@ M. Vesturgötu 16 - Símar 14680-13280 Auglýsingasíminn er 69 11 11 til gengið út frá því að mengun sé böl, sem þurfi að ráða bót á. Sól- mundur segir að líta megi á meng- un frá öðru sjónarhorni. „Við höfum litið á mengun sem ofnotkun á umhverfinu vegna þess að það hef- ur verið ókeypis. En hægt er að líta á mengun út frá sjónarhorni fyrirtækja. Fyrirtæki nota hráefni til að framleiða afurðir sínar. En auk afurðanna myndast oft úr- gangsefni. Mengun stafar af því að hráefni eru ekki fullnýtt. Á ráð- stefnu um umhverfismál fyrirtækja í febrúar sl. kom þetta sjónarhorn fram í máli aðalræðumannsins dr. Donalds Huisinghs. Hingað til hefur að miklu leyti verið litið á úrbætur í umhverfismálum sem aukakostn- að fyrirtækja sem skerðir arðsemi þeirra og möguleika til framfara. Viðhorfið hefur verið að umhverfis- mál séu dragbítur á framfarir og hagvöxt. Menn hafa fyrst og fremst einbeitt sér að því að taka til eftir sig og þróa tækni og tækjabúnað til að hreinsa úrgangsefni áður en þeim er sleppt út í umhverfíð. En nær er að skoða allan framleiðslu- ferilinn frá upphafi til enda, með það að leiðarljósi að nýta betur hrá- efni, orku og vinnuafl. Ef fyrirtæki lítur ekki á mengun sem böl heldur vannýtingu á hráefni snýr málið öðru vísi við. Ef sagt er við það: Þú verður að minnka mengunina hjá þér! Verður líklegasta svarið að það sé of dýrt. En ef sagt er: Þú verður að nýta þessi efni betur! Þá er líklegt að á það verði hlustað. Með því að líta á umhverfismál sem tækifæri til að standa sig í stað einhvers leiðinlegs vandamáls eru meiri- líkur á að einhver hagkvæm og árangursrík lausn finnist." Sólmundur Már Jónsson leggur semsagt áherslu á að umfjöllun um umhverfismál hafi einkum gengið út frá því að vissir umhverfisþættir eins og t.d. andrúmsloftið séu ókeypis. Og eins og um flest það sem ókeypis er hefur verið um of- notkun að ræða. Ofnotkun and- rúmsloftsins komi til dæmis fram í eyðingu ósonlagsins og gróðurhúsa- áhrifum. Hagfræðingar hafi því athugað fivort með einhveijum hætti megi verðleggja umhverfis- þættina svo að notkunin minnki og verði hagkvæmari. Og þá litið á umhverfið sem veigamikinn „fram- leiðsluþátt", sem taka verður tillit til. TILBOÐ ÓSKAST l< í Isuzu Trooper 4 W/D, 4ra dyra, árg. '90 (ekinn 21 þús. mílur), Mercury Topas GS, árg. '88 (ekinn 2.500 km), Chevrolet Blazer S-10 Tahoe 4x4, árg. '85 og aðrar bifreiðar er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 10. mars kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARIMARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.