Morgunblaðið - 08.03.1992, Page 21
seei KflAM .8 fluoAaunMUB aiaAjaviuoflOM
MQ&ÖUNBLÁÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MARZ 1992
0___Oíi
C 21
Dr. Jón Ingvar Eagnarsson.
Doktors-
ritgerð í
bæklunar-
lækningum
JÓN INGVAR Ragnarsson lækn-
ir varði sl. sumar doktorsritgerð
í læknisfræði á sviði bæklunar-
lækninga við háskólann í Umeá
í Svíþjóð.
Ritgerðin ber heitið „Femoral
neck fracture stability. Evaluation
with roentgen stereophotogram-
metric analysis, magnetic reson-
ance imagin scintimetry, radio-
graphy and histopathology."
Ritgerðin byggir á rannsóknum
sem Jón Ingvar hefur stundað und-
anfarin 6 ár við háskólasjúkrahúsið
í Umeá og fjallar um brot á lær-
leggshálsi, stöðugleika þeirra eftir
neglingu og mat á ýmsum 1 rann-
sóknaraðferðum sem beitt er í þeim
tilgangi, að kanna hvort sjá megi
fyrir hvaða sjúklingar hljóti varan-
leg mein af sjúkdómi sínum og
hvaða brot muni gróa án áfalla.
Andmælandi við doktorsvörnina
var Carl Zetterberg, dósent við
háskólann í Gautaborg, og lauk
hann miklu lofi á ritgerð Jóns Ing-
vars og taldi hana vera mikilvægt
framlag á sviði mjaðmabrota, en
þau eru sem kunnugt er mikið og
vaxandi vandamál í vestrænum ríkj-
um.
Jón Ingvar fæddist árið 1954,
lauk hann stúdentsprófi við
Menntaskólann í Reykjavík 1974
og læknaprófi frá Háskóla íslands
1990.
Jón Ingvar er kvæntur Helenu
Ölmu Ragnarsdóttur viðskiptafræð-
ingi og eiga þau þrjá syni. Foreldr-
ar Jóns Ingvars eru Ragnar Jónsson
og Sigríður Ingvadóttir.
Jón Ingvar hefur hafið störf við
bæklunardeild Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri.
Skilningur 3-
8 ára barna á
íslenska föður-
nafnakerfínu
DR. HRAFNHILDUR Ragnars-
dóttir prófessor í uppeldissálar-
fræði við KHÍ heldur fyrirlestur
í Kennaraháskólanum v/Stakka-
hlíð (stofu B-301) þriðjudaginn
10. mars kl. 17. Fyrirlesturinn
byggir Hrafnhildur á doktorsrit-
gerð í sálarfræði sem hún varði
við háskólann í Aix-en-Provence
í Frakklandi nýlega.
Fyrirlestur þessi er hluti af fyrir-
lestraröð sem flutt verður á vor-
misseri á vegum Rannsóknarstofn-
unar Kennaraháskóla íslands.
(Frcttatilkynning)
HLUTABRÉF~1
Kaupþing hf. óskar eftir tilboðum í hlutabréf eftirtalinna
fyrirtækja fyrir viðskiptavini sína:
1. íslensk endurtrygging hf.
Nafhverð 2.200.000 kr.
2. Gagnamiðlun hf.
Nafnverð 1.900.000 kr.
Nánari upplýsingar veitir Elvar
Guðjónsson í síma 689080.
Tilboð berist til Kaupþings hf. fyrir
fimmtudaginn 12. mars 1992.
KAUPÞING HF
HÓTEL HOLT í HÁDEGINU
Þrfréttaður hádegisverður alla daga.
Verð kr. 1.195.-
CHATEAUX.
Bergstaðastræti 37, sími 91-25700