Morgunblaðið - 08.03.1992, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 08.03.1992, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MARZ 1992 C 9 Vestrænar myndir í lokuðum kvikmyndahúsum RÆTT VIÐ LITHÁÍSKA KVIKMYNDAGERÐAR- MANNINN SARUNAS BARTAS Sarunas Bartas á Berlínarhátíðinni 1992. Morgunbiaðið/Aida Lða Leífsdðttir SARUNAS Bartas fæddist árið 1964 í Litháen. Hann lauk lokaprófi frá kvikmyndaskólanum í Moskvu og fyrsta leikna myndin hans er „Trys Dienos", ein athyglisverðasta myndin á Berlinarhátíðinni í ár. Myndin er falleg lýsing á nöturlegu ástandi í Litháen á vorum dög- um. Sarunas Bartas er fíngerður og gæti þess vegna hafa stigið ót úr eigin kvikmynd. Tiðindamaður Morgunblaðsins náði stuttu spjalli við Bartas í Hósi heimsmenningarinnar, „Haus der Kulturen der Welt“, en þar var mynd hans til sýnis. venjuleg kona. Hún á tvo elskhuga sem hún getur ekki gert upp á milli, af því að hún elskar Charles sem hún eyddi sumarfríinu sínu með fyrir fimm árum og dóttirin kom þá und- ir. En þegar þau Charles kvöddust fyrir fimm árum á brautarstöðinni fékk hann í ógáti rangt heimilisfang hennar og nú veit hún ekki ættar- nafn hans, kannski býr hann ekki einu sinni í Frakklandi? Felice er nærri tvo tíma að velta því fyrir sér af hveiju hún geti ekki valið sér annan elskhugann fyrir lífsförunaut, en þeir eru hvorugur neinir tangó- elskhugar heldur ósköp hversdags- legir eins og hún sjálf. Eric Rohmer segist hér reyna að segja sögu sem gæti gerst í lífinu, hann vill með kvikmyndinni komast eins nálægt raunveruleikanum og unnt er. Hann notar upprunalega. upptökuhljóðið og leikararnir hans fá oft slæma dóma af því að þeir bara tala og hreyfa sig í staðinn fyrir að leika. Rohmer seg- ir að leikarar og jafnvel stórleikarar séu óeðlilegir að því leyti að leikarar gægist oftast í gegnum túlkunina. Myndin endar á því að Felice er í strætó með dóttur sinni. A móti henni situr Charles með annarri konu. Felice útskýrir að hún hafi gefíð honum upp rangt heimilisfang, síðan stekkur hún út úr strætó, hann á eftir, og fjölskyldan sameinast. Ce la Vie. Woody Allen heiðrar Evrópu Stórtrompið á hátíðinni var samt nýjasta Woody Allen-afrekið: „Shadows and Fog“ (Skuggar og þoka). Um miðja nótt er hr. Klein- mann (Woody Allen) dreginn nauð- ugur fram úr rúminu til að taka þátt í sjálfskipaðri borgarahersveit sem ætlar sér að ráða niðurlögum morðingjans. Þannig hefst martröð litla mannsins. Kleinmann villist í þokunni þannig að villst er á honum og morðingjanum og hann á fótum sínum fjör að launa undan blóð- þyrstri borgarasveitinni. í miðri þok- unni rambar Kleinmann á Irmy (Mia Farrow) sverðgleypi, hvað gerir mað- ur ef maður fær hiksta með sverðið í hálsinum? Sömu nótt hafði Irmy þessi yfirgefið elskhuga sinn og lífs- förunaut, misheppnaða trúðinn (John Malkowich) þar sem svo ógæfusam- lega tókst til að hún stóð hann að verki við að fleka slöngutemjarann (Madonna). Kleinmann þjáist af óstöðvandi kjaftavaðli og kjaftar sig endalaust í vandræði og úr þeim aft- ur á milli heilabrota um lífíð og hið illa afl. Þetta er mynd orðsins, enda segist Woody Allen skemmta sér mest við að semja handritin. „Shadow and Fog“ var frumsýnd í Frakklandi þar sem Woody Allen nýtur mikilla vinsælda. í viðtali við Suddeutsche Zeitung segist Allen standa í þakkarskuld við áhorfendur sína í Evrópu sem hafa gert honum kleift að gera myndir sínar. Mynd eins og Alice (1990) fékk jafnmikla aðsókn í París einni og í Bandaríkjun- um öllum. Barg. það að „Shadows and Fog“ er svart/hvít þýðir hlut- fallslegri minni aðstókn þar vestra. Auk þess er þetta tímaskeiðsmynd — mynd þar sem reynt er að endur- skapa anda og umhverfí ákveðins liðins tíma — sem er neikvætt í aug- um Bandaríkjamanna því að vilja aðeins sjá myndir þar sem þeir kann- ast við sjálfa sig og eigið umhverfi. Forum Forum er sá þáttur hátíðarinnar sem kynnir myndir eftir unga leik- stjóra sem oft eiga erfítt uppdráttar í hinum almennu bíóhúsum. Hér er oft um að ræða myndir sem ganga á milli hátíða, eru í hæsta lagi keypt- ar af einstaka sjónvarpsstöð. „For- um“ hefur því alltaf þótt spennandi þar sem dulin tilþrif kvikmyndagerð- arinnar koma ljós. Mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Böm náttúrunn- ar, var sýnd á þessum vettvangi og Finninn afkastamikli, Aki Kaur- ismáki, kom með stórgóða mynd, „La Vie de boheme" (Bóhemalíf), eftir skáldsögu Henri Murger (Scénes de la Vie de Boheme, 1851). Hér segir frá þremur bóhemum í París; sá fyrsti er vont skáld, annar enn verri málari og þriðji hræðilegt tónskáld, alltaf blankir en bera sig með reisn þrátt fyrir hundalífíð, því listin er af öðrum toga og gefur þeim tengsl við hið raunverulega gildi tilverunn- ar. „Það er hvergi hægt að vera bóhem nema í París,“ sagði Henri Murger, þannig að myndin er tekin í París en Finnar fara með aðalhlut- verkin. Matti Pellonpaa fer með hlut- verk málarans Rodolfo, en Matti er einskonar vörumerki fyrir auma finnska tilveru í fyrri myndum Aki Kaurismákis. Þessi fmnska útgáfa af Parísarbóhemum er mjög spaugi- leg og kennir okkur að bóhemar er alþjóðlegt fyrirbæri. Önnur mynd sem vakti athygli á Forum er „Lat- est News about Doomsday" (Síðustu fréttir af dómsdegi) eftir Rússann Boris Kustow. Hér er á ferðinni heim- ildarmynd þar sem stjörnuspekingar, spámenn, dáleiðarar og svartagald- ursmenn eru fengnir til að ráða fram úr . núverandi ógnarástandi og skyggnast inn í framtíðarmöguleika Rússlands. Lenín í helvíti er særður fram í andaglasi: Lenín, ertu þarna? Já. Verður áfram kommúnismi í Rúss- landi? Nei. Batna lífskjörin hjá okkur? Nei. „News about Doomsday" er*bæði kaldhæðin og uggvænleg, þar kemur fram að 20. öldin er öld heimskunn- ar og maðurinn er örvinglað lít- ilmenni sem hrópar á afturhaldssamt einræði. Þýsk kvikmyndagerðarkona, Viola Stephens, fór frá Pétursborg til Moskvu í mars 1991 með rússneskt upptökulið og tók einfaldlega upp það sem fyrir augu hennar bar. Sömu ferð fyrir 200 árum fór rússneska skáldið Alexander Radisctscher til þess að skrifa um neyð og vesæld rússnesku þjóðarinnar og endaði í gúlaginu fyrir það. Nú er öldin önnur og Viola er ekki að leita að neinu sérstöku. Viðmælendur hennar hafa orðið og láta hversdagslegar athuga- semdir falla. Maður að dorga ætlar að setja niður kartöflur í sumar. Sí- gaunar frá Tsjemobyl, grænir af geislavirkni, elska ennþá konurnar sínar. Einn viðmælandinn vill að Vi- ola myndi þögnina í landinu, þar sem fólkið hefur sterka persónulega út- geislun og lifir hvunndagslífi, líka í Rússlandi. í mars 1991 er ennþá snjór og þögn á „Ðie Reise von Pet- ersburg nach Moskau“ (Ferðin frá Pétursborg til Moskvu). ' Alekos Zabadse kemur frá Georgíu með myndina „A Dance in the Night“ (Næturdans), sem fjallar um tvo vini í stálverksmiðju þar eystra. Þeir eiga í útistöðum við heimsku og botnlausa vitleysu kerfisins þangað til að þolin- mæðina þrýtur og afleiðingin verður morð. Myndin sem er heldur drunga- leg býr þó yfir þessum ljóðræna trega sem austantjaldsmyndirnar eiga sammerkt. Trys dienos (Þrír dagar) En fallegasta myndin í Forum þetta árið var frumraun ungs leik- stjóra frá Litháen, Samnas Bartas, „Trys Dienos“, eða Þrír dagar. Tveir ungir Litháenbúar af landsbyggðinni bregða sér í bæjarferð til borgarinn- ar Kaliningrad sem um skeið bar nafnið Karaliaucius eftir að hafa verið þýsk og hét þá Köningsberg. í fylgd tveggja rússneskra stúlkna ráfa þeir um nöturiega borgina í leit að skjóli sem leiðir þau um kyndi- klefa og kjallarakompur þar sem nálægðin á milli þeirra hefst á þvi andartaki sem henni lýkur. Lífið á núllpunkti, þrír dagar líða eins og heil ævi og ekkert er til frásagnar. Einu orðaskiptin sem ég man úr myndinni eru á milli stúlkunnar og mannsins þar sem þau híma upp við vegg, em eitthvað á þessa leið: Svona er þetta þá. Löng þögn. Svona er það þá. Ha, hvað þá. Bara allt. Myndin dáleiðir áhorfandann og ískrandi raunvemleikinn er fallegur í eymd sinni. Sarunas Bartas hefur mjög persónulegan stíl. Það var ein- mitt stefnu- og straumleysi sem ein- kenndi hátíðina í ár og sá gmnur læddist að manni að einangmnin frá hinum vestræna fjölmiðlaheimi hafí alls ekki haft slæm á hrif á kvik- myndagerð það eystra. En eins og Woody Allen segir: „Lífið sjálft er miklu ógnvænlegra en listin. Ef manni mistekst í lífinu skiptir það sköpum, en mistök í list- inni em í mesta lagi vandræðaleg.“ Höfundur stundar nám við Lista- háskólann í Berlín. að er borgin sem leikur aðai- hlutverkið í myndinni „Trys Dienos“. Ég hreifst af rússnesku borginni Kaliningrad sem í upphafi var litháísk en í millitíðinni var hún þýsk og bar nafnið Köningsberg. í gegnum tíðina hafa ólík þjóðarbrot af misjöfnum menningartoga eldað saman grátt silfur og útkoman í dag er upplausnarástand þar sem ekkert fær fest rætur lengur af því að það er búið að róta það mikið í jarðveginum, tímaskynið rofnar og tíminn sem er innra með okkur verður öðruvísi eða annar en sá sem er í kringum okkur. í myndinni nota ég bæði leikara og fólk af götunni að ég treysti eigin hugboði þegar ég vel persón- urnar. Leikararnir verða að hafa sama hjartslátt og umhverfið. Ef við tökum Fellini-persónu og kom- um henni fyrir í Tarkowski-mynd þá. verður úr alveg ný mynd. Ég hef séð nokkrar myndir af hátíðinni, en það verður að taka til greina að ég þekki ekki bakgrunn þessara mynda og þar af leiðandi treysti ég mér ekki til að gefa nein- ar yfirlýsingar um þær að svo stöddu. Heima voru vestrænar myndir aðeins sýndar í lokuðum bíóhúsum fyrir útvalda áhorfendur. Ég þekki nokkrar Fellini-myndir eftir að þeim var dreift þegar Fell- ini fékk Moskvu-verðlaunin fyrir nokkrum árum. Hins vegar hef ég komist í sambönd hér á Berlínarhá- tíðinni, sem gera mér kleift að halda áfram að gera kvikmyndir í framtíð- inni.“ Gangi þér allt í haginn Sarunas Bartas. JOHNSON &WALES ^UN IVE RSITY » • ' Hyggur þú ú frumhaldsnúm? Fulltrúar frá Johnson og Wales verða með kynningarfund á Holiday Inn, Reykjavík, fimmtudaginn 12. mars 1992 kl. 17.00 og 20.00 Dæmi um nám sem boðið er upp á: B.S. „Marketing" „Information Science“ B.S. „Hotel-Restaurant/Institutional Management“ B.S. „Travel-Tourism Management“ „Finance and Investment“ Asamt lánshæfum meistaragráðum (Master of Science/MB A) í eftirtöldu: M.S. „Managerial Technology" (1 árs nám) MBA „Master Business Administration/International Business“ M.S. „Accounting“ M.S. „Hospitality Administration“ M.S. „Computer Education“ Æ JOHNSON &WALES ^ UNIVERSITY 8 Abbott Park Place, Intemational Admission Office Providence, Rbode Island, 02903 USA Sími 90 1 (401) 456 1004.Fax.90 1 (401) 456 4773.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.