Morgunblaðið - 08.03.1992, Qupperneq 18
18 C
MORGUNBLAÐIÐ MENMIMGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 8. MARZ 1992
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Alvara Rut + átónleikum
í Hótel Borg.
Engin
mála-
miðlun
RUT + er í hópi nýrri
sveita, en þó skipuð
tónlistarmönnum sem
hafa verið í farar-
broddi í neðanjarðar-
rokki síðustu misseri.
Fyrir skemmstu hitaði
sveitin upp fyrir
Sykurmolana í Borg-
inni og eftir tónleika
féllst Ari Eldon á að
ræða tilurð sveitarinn-
ar og framtíð.
Arí segir að þegar
sveitin var stofnuð
hafi þeir félagar haft að
í huga að gera eitthvað
nógu þungt til að skelfa
þá sjálfa, „og þarf tölu-
vert til.
Við erum nánast þeir
einu sem eru að starfa
úr þeim sveitum sem
fram komu 1987—88,
sem vilja böðlast áfram
hvað sem það kostar."
Ari tekur undir að svo
virðist sem þungarokk-
arar kunni vel að meta
sveitina, en segist alla
tíð hafa haft lítið álit á
þungarokki, „en ég er
mjög hrifinn af því að
einhveijir gefi sér tíma
til að hlusta á þunga tón-
list í dag. Þegar ég var
að byija að spila voru
Greifarnir allsráðandi og
maður hataði allt sem
var í gangi. Núna er eins
og ailir bytji strax í ein-
hveiju rosalega þungu
og erfiðu og það er ékk-
ert eftir af þessum Stuð-
mannahúmor.
Við byrjuðum að spila
fyrir okkur sjálfa, en það
er einhver þörf að spila
opinberlega. Það má
vera að við séum að ein-
angra okkur að vissu
'■ leyti frá áheyrendúm
með því að spila svo
þunga tónist, en þó
áhorfendur séu mikil-
vægir, þeir borga, þá eru
þeir að koma á tónleika
með okkur til að láta
ráðast á sig og við spilum
hátt til að menn komist
ekki hjá því að taka af-
stöðu; engin málamiðl-
un.“
Ari tekur ekki undir
það að Rut + taki sjálfa
sig of alvarlega, „það er
* alvörumál að eyða
ævinni í að spila fyrir
ekki neítt og oft fyrir
ekki neinn. Ef við tökum
okkur ekki alvarlega sé
ég ekki af hveiju aðrir
ættu að gera það.“
ROKKSOKN
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Tímabær breiðskífa Exizt án söngvarans, Eiðs Arnar Eiðssonar.
ROKKIÐ sækir mjög í sig
veðrið um heim allan og
ekki síst hér á landi. Líkur
eru á að á þessu ári verði
fleiri rokkskífur gefnar
út en oftast áður og þá
allt frá dauðarokki í
„bara“ þungarokk. Ein
þeirra sveita sem eru að
gera sig líklegar til útgáfu
er Exizt, sem Guðlaugur
Falk gítarleikari stýrir.
Exizt er búin að starfa í
allmörg ár, en sveitin
hefur ekki áður sent frá sér
breiðskífu og Guðlaugur
segir að það hafi verið orðið
löngu tímabært. „Við eigum
lög á sjö plötur hið minnsta
og ég ákvað á síðasta ári
að láta verða af því að gefa
út þessi lög á næstu árum;
þetta verður bara fyrsta
platan í þeirri röð.“ Guð-
laugur segir og að kunningj-
ar hans ytra hafí sífellt ver-
ið að þrýsta á sig að gefa
út breiðskífu eftir að hafa
heyrt prufuupptökur með
sveitinni, en hann sé ekki
með neina heimsfrægðar-
glýju í augum.
Guðlaugur segir að sveit-
armenn gefi plötuna út sjálf-
ir, eða réttara sagt að hann
gefi plötuna út, en þó vill
hann ekki útiloka samstarf
við útgáfufyrirtæki. „Þessi
sveit er áhugamál mitt og
ég legg pening í þetta eins
og sumir kaupa sér bíla.“
Exizt hefur fram til þessa
verið skipuð íhlaupamönn-
um, en til að vinna breiðskíf-
una og fylgja henni eftir
hefur myndast fastur kjami.
„Það er nauðsynlegt að
hafa fastan mannskap til að
spila sveitina almennilega
saman,“ seg-
ir Guðlaugur,
en næsta
fimmtudag
heldur Exizt
sína fyrstu
tónleika í nú-
verandi
mynd í Púls-
inum. „Það
verður engin
upphitunar-
sveit,“ segir
Guðlaugur,
„enda erum
við með tveggja tíma dag-
skrá sem okkur þyrstir í að
spila og það verður ekkert
til sparað. Við verðum með
gríðarstórt kerfi og mikinn
ljósabúnað."
DÆGURTONLIST
Hvaö er variö í Skandinavíumarkaöf
LÖNGUM hafa ísienskar hljómsveitir lagt höfuð-
áherslu á að komast áfram í Bandaríkjuuum og Bret-
landi. Þar er upphefðin mest og líka slagiurinn harð-
astur, en síðustu mánuðí hafa stjórnendur Steina hf.
tekið stefnuna á Skandinaviumarkað, sem er enda
100 sinnum stærri en sá íslenski óg í flestu auðsótt-
ari en í enskumæiandi löndum. Fyrir stuttu voru
þrjár islenskar sveitir á ferð um Noreg og Svíþjóð
tii kynningatónleikahalds, Mezzoforte, Sáiin og
Todmobile, en tvær þær síðarnefndu sendu nýverið
frá sér breiðskífur á ensku.
Pétur Kristjánsson hjá
P.s.: Músík stýrði för
sveitanna út og hefur haft
veg og vanda af skipulagn-
ingu Skandinavíusóknar-
^innar.
Hann
segir að
ferðin
núna hafi
verið far-
in að ósk
útgeienda
Motthíasson Sálarinn-
ar og
Todmobile úti, hollenska
fyrirtækisins CNR, og ætl-
uð til að koma sveitunum
inn i fjölmiðla og kynna
þær fyrir væntanlegum
söluaðilum platnanna í
Noregi, Svíþjóð og Finn-
landi. Pétur segir að Dan-
mörk verði að bíða um sinn,
því CNR sé enn að koma
á legg útibúi þar í landi,
en plötumar koma út þar
í mánuðinum.
Pétur segir ferðina út
hafa gengið vonum framar:
mikið hafi verið fjallað um
sveitimar í Noregi t blöðum
og útvarpi, og í Svíþjóð
hafi þær komist inn í
sænska sjónvarpið og feng-
ið þar góða kynningu. Þeg-
ar hafi smáskífa Sálarinn-
ar, Where’s My Destiny,
fengið góðar viðtökur í út-
varpi í Svíþjóð og væntan-
lega smáskífa Todmobile
með Tarantulo (Pöddulag-
inu).
Pétur segir úpphaflega
hafa staðið til að fara
utan með Point
Blank-sveit Friðriks
Karlssonar, en
vegna sterkrar
stöðu Mezzoforte í
Noregi hafi verið
ákveðið að sveitin
færi utan sem
Mezzoforte. Lög
af plötu
Frið-
m-
riks, Point Blank, sem CNR
gefi einnig út, hafi þó veríð
á dagskrá sveitarinnar og
sú plata kynnt vel.
Pétur sagði að CNR-
menn hefðu verið einkar
ánægðir með förina og
spenntir fyrir framhaldinu,
enda þættust þeir hafa
gert góðan samning við
Steina því af nógu af fram-
bærilegum sveitum væri að
taka.
„Næsta breiðskífa sem
við höfum áhuga á að gefa
út úti er plata með Arctic
Orange, eða Nýdanskri,
sem gæti þess vegna komið
út í haust. Það er mikill
áhugi fyrir íslenskri tónlist
úti núna í kjölfar breiðskífu
Sykurmolanna, og það er
um að gera að hamra járn-
ið á meðán það er heitt.
Ég er sérstaklega
ánægður með þann já-
kvæða áhuga sem ég fann
fyrir úti í þessari ferð og
nú er bara að bíða átekta
og sjá hvort plötumar fara
vel af stað. Þær eru komn-
ar út og við erum búnir að
hrinda af stað kynningu.
Ef þær seljast vel verður
faríð í almennilega tón-
leikaför um alla Skand-
inavíu.“
Todmobile
Ljáaraynd/BjBrg Sveinsdóttir
af eftirtektarverðustu rokksveitum síðustu
ára; sveitum sem eru að leika einfalt og
tært rokk, en þó með kryddi frá fönki,
þungarokki, rappi og ámóta.
Pearl Jam verður vísast næsta banda-
ríska rokksveitin sem nær heimsathygli
og hefur reyndar til þess alla burði. Sveit-
ina skipa meðlimir fyrrum rokksveita sem
Nirvana hefur verið iðin við að vitna í,
en ekki er þó rétt að setja samasem-
merki á milli tónlistar þessar tveggja
sveita; til þess ber of mikið á milli.
Pearl Jam leikur lagrænt hrátt rokk
* líkt og Nirvana, en tónlistin er þétt-
ari og stendur nær þungarokki.
Gagnrýendur um heim allan
hafa fallið hver um annan þveran
3 að lofa breiðskífuna Ten,
em kom út með Pearl Jam
fyrir stuttu, og líklegt verður
að telja að hún eigi eftir að
seljast í einhveijum milljón-
um eintaka, þó það sé lík-
lega ofrausn að spá henni
viðlíka vinsældum og ná-
grannasveitinni.
SEATTLE
ROKK
FRÁ Seattle hefur komið
hver fyrirtaks rokksveitin
af annarri síðustu ár og
fyrir stuttu var Seattle-
sveitin Nirvana á allra
vörum. Nýjasta rokksveit-
in frá þeim slóðum, og
sem líklega á eftir að
velga litiu minni hrifn-
ingu en Nirvana, er Pearl
Jam.
IBandaríkjunum hefur
vaxtarbroddur rokksins
verið undanfarin misseri, á
meðan Bretar eru í óða önn
að fínna upp rafgítarinn,
aftur og aftur. Frá Banda-
ríkjum hafa komið nokkrar