Morgunblaðið - 08.03.1992, Page 19
0 81,
C T9
seer sflAM .8 flt
-MORGUNSLAÐIÐ
QIGAjaHUOflOM
-SUNNUDAGUR-8: MARZ JtJ9Z '
WLeikstjórinn frægi
Francis Coppola, sem nú
er að filma Drakúla, hefur
keypt kvikmyndarétt nýj-
ustu bókar Normans Mail-
ers, „Harlot’s Ghost“, en
Coppola er sagður sérstakur
aðdáandi rithöfundarins og
þykist sjá í sögu Mailers
svipað flölskyldudrama og
hann gerði úr Guðföður
Mario Puzos.
Wírski leikstjórinn Jim
Sheridan, sem vakti at-
hygli með myndinni Vinstri
fóturinn og gerir „The Fi-
eld“ er Háskólabíó sýnir á
næstunni, hefur skrifað
handrit nýrrar myndar sem
heitir „Into the West“ og
er með Gabriel Byrne í
aðalhlutverki. Mótleikarinn
er eiginkona Byrne, Ellen
Barkin, en leikstjóri er
Mike Newell, sem gerði þá
ágætu mynd „Dance With
að Stranger", um síðustu
konuna sem tekin var af lífi
í Bretlandi.
■John Cusack mun leika
í nýjustu mynd James tor-
timanda Camerons, sem
heitir „The Crowded Ro-
om“. Myndin er byggð á
sannsögulegum atburðum
en Cusack leikur Billy
Milligan, sem klofinn er í
25 ólíka persónuleika. Einn
af þeim var margfaldur
nauðgari en Milligan þótti
ekki sakhæfur. Hann hefur
nú læknast af persónuleika-
klofningnum og er ráðgjafi
Camerons við gerð myndar-
innar.
WAðalleikarinn í Barton
Fink, John Turturro, hef-
ur skrifað og leikstýrt sinni
eigin bíómynd og heitir hún
„Mac“. Hún er að einhverju
leyti sjálfssævisöguleg og
ijallar um ítalsk-ameríska
verkamannafjölskyldu.
Ísmoli; kaldur.
sto; svalur.
WALTER HILL var einn af betri hasarmyndaleik-
stjórum seinni tíma eftir myndir eins og „Hard
Times“, „Southern Comfort", „48HRS“ og „The
Long Riders“. Myndir hans upp á síðkastið hafa
ekki verið til að lirópa húrra fyrir en nú er hann
að vinna við nýja sem lofar góðu.
Hún heitir Ræningjarnir
eða „The Looters“ og
handritið skrifa Robert
Zemeckis og Bob Gale, sem
gerðu Aftur til framtíðar-
myndirnar þtjár. Myndin
segir frá tveimur slökkvil-
iðsmönnum sem eru að
slökkva eld í byggingu þeg-
ar þeir fmna vísbendingu
um hvar fjársjóð er að
finna.
Með aðalhlutverkin fara
Bill Paxton og William
Sadler en krimmana leika
tveir frægir rapparar
vestra, íste og Ísmoli.
Með handriti Zemeckis
(sem einnig gerði Hver
skellti skuldinni á Kalla
kanínu?) og góðum hasar
gæti Hill náð sér upp úr
lægðinni með þessari.
16.000
SÉÐ BILUN
í BEINNI
ALLS HAFA um 16.000 manns séð
gamandramað Bilun í beinni útsend-
ingu með Robin Williams og Jeff
Bridges, að sögn Karls Schiöth bíó-
stjóra.
Þá hafa um 31.000 manns séð vísinda-
þrillerinn Tortímandinn 2 með Arnold
Schwarzenegger, en það var vinsælasta
myndin í Bandaríkjunum á síðasta ári.
Karl sagði mikinn kipp hafa komið í
aðsóknina á Börn náttúrunnar eftir að
fréttist af útnefningu hennar til Óskars-
verðlauna, en alls hafa um 30.000 manns
séð myndina.
Næstu myndir Stjörnubíós verða„My
Girl“ með Macaulay Culkin, stjörnunni
úr Aleinum heima, nýjasta mynd Barbra
Steisand, „The Prince of Tides“, sem fékk
ófáar útnefningar til Óskarsins og er með
Nick Nolte í aðalhlutverki, og páskamynd
bíósins verður Krókur, nýjasta mynd Ste-
vens Spielbergs með Dustin Hoffman og
Robin Williams í aðalhlutverkum.
BILUÐ BARNAPIA
VINSÆLASTA myndin í
Bandaríkjunum undan-
farnar vikur er þrillerinn
„The Hand that Rocks the
Cradle" eftir Curtis Han-
son með Rebecca De
Mornay í aðalhlutverki.
Hún leikur eiginkonu
kvensjúkdómalæknis
sem fremur sjálfsmorð eftir
að hafa verið ákærður fyrir
að leita á sjúklinga sína.
Eiginkonan verður fyrir
áfalli og missir fóstur í
framhaldi af því og fær að
vita að hún geti aldrei átt
börn. í hefndarskyni ræður
hún sig sem barnfóstru á
heimili konunnar sem fyrst
sagði frá eiginmanninum og
gerir hvað hún getur til að
Hræðileg húshjálp; úr myndinni„The Hand that Rocks the
Cradle".
leggja fjölskyldulífið í rúst.
Leikstjórinn, Curtis Han-
son, er vanur spennumynda-
gerð, leikstýrði m.a. uppa-
þrillernum „Bad Influence".
Með vinsældum þessarar
myndar hefur hann sjálf-
sagt komið sér í hóp eftir-
sóttustu leikstjóra Holly-
wood.
„The Prince of Tides"; Nolte með leikstjór-
anum Streisand.
geimnum — þar sem bar-
dagarnir fara fram en hvort
Weaver tekst að ráða niður-
lögum skrímslanna í þetta
sinn skal ósagt látið.
■ Harrison Ford leikur
aðalhlutverkið í nýjustu
mynd hasarframleiðandans
Joel Silvers, „Hickok and
Cody“, um tvær helstu
goðsagnahetjur vestursins,
villta Bill Hickok og Buff-
alo Bill Cody. Það vantar
leikstjóra í verkefnið. Silver
var búinn að biðja John
McTiernan að taka verk-
efnið að sér en „Die
Hard“-leikstjórinn afþakk-
aði.
■ í fram-
haldsmynd-
inni „Alien
3“, sem
frumsýnd
verður í
Bandaríkj-
unum í
sumar, tekst Sigourney
Weaver enn á við ófreskj-
urnar ógurlegu utan úr
geimnum. í þessari þriðju
mynd brotlendir hún á fan-
gaplánetu — í eldri gerð
handritsins var það reyndar
fljótandi klaustur úti í
-4CVI KMYN DI
Erhún hœttulegust?
Rauða Ijóskerið
MYNDIN, sem Friðrik Þór Friðriksson álítur hvað
hættulegasta sér í keppninni um Óskarinn fyrir bestu
erlendu mynd ársins 1991, er skráð á Hong Kong en
er eftir kínverska lcikstjórann Zhang Yimou. Hann
er þegar vel kynntur hjá kvikmyndaakademíunni
vestra því síðasta mynd hans, „Ju Dou“, var fyrsta
kínverska myndin sem útnefnd var til Óskarsins og
nýja myndin hans, Rauða ljóskerið, þykir mjög góð.
Hún gerist í Kína á þriðja
áratugnum og segir
frá því þegar stúlkan Songl-
ian giftist hinum fimmtíu
ára gamla Chen Zuoqian,
mmmmmmmmmm sem á
þrjár eig-
inkonur
fyrir. Allar
reyna þær
með
brögðum
og jafnvel
ofbeldi að
ná athygli
hans en titill myndarinnar
er vísun í þá hefð fjölskyld-
unnar að hengja upp rautt
ljósker, sem er tákn um
hamingju, inni hjá þeirri
konunni sem eiginmaðurinn
sefur hjá þá nótt.
Síðasta mynd Yimou kom
Eftir Arnald
Indriðason
við kaunin á kínverskum
stjórnvöldum svo þau
reyndu hvað þau gátu til
að útiloka hana frá keppn-
inni um Óskarinn en aka-
demían hlustaði ekki á mót-
mæli þeirra. Myndin fékkst
aldrei leyfð til sýninga í
Kína en eftir gott gengi
henna erlendis tilkynntu
stjónvöld að engin kínversk
mynd færi í dreifingu er-
lendis nema þær héldu sér
á flokkslínunni.
Stjórnvöld voru ekki alls-
kostar ánægð með handritið
að Rauða ljóskerinu og þótt
Yimou sé þekktasti leik-
stjóri landsins á erlendri
grund fékk hann ekki mikla
peninga í myndina sína
heima. Aðilar í Taiwan, sem
treysta á alþjóðafrægð leik-
Gong Li fer með aðalhlutverkið í Rauða Ijóskerinu;
Kína á þriðja áratugnum.
stjórans, fjármögnuðu gerð
hennar en þegar Yimou var
spurður að því hvort hann
byggist við að hún yrði rit-
skoðuð þegar á tökum stóð
sagði hann: „Því er ómögu-
legt að spá en ég geri mynd-
ina samt.“
Hann er af „fimmtu kyn-
slóð“ kínverskra kvik-
myndagerðarmanna og
fremstur í flokki þeirra sem
standa að baki kínversku
„nýbylgjunnar“ í kvik-
myndagerð. Þeir hafa snúið
baki við hinu innantóma
melódrama áttunda áratug-
Leikstjórinn, Zhang
Yimou; erfiður kínverskum
stjórnvöldum.
arins og gert afar listrænar
og pólitískt sjálfstæðari
myndir. Rauða ljóskerið
gerist um 30 árum fyrir
kommúnistabyltinguna í
Kína en Yimou segir hana
hafa mikið fram að færa
um ástandið í Kína í dag.
„Það er svo margt sem hald-
ist hefur óbreytt ekki aðeins
áratugum heldur árhundr-
uðum saman. Sögulega er
skýringin sú að við höfum
svo lengi búið við lénsskipu-
lag, eða í 2000 ár. Það hef-
ur gert hinar neikvæðu hlið-
ar þjóðfélagsins að þjóða-
reinkennum.“
Mynd hans fjallar í og
með um baráttu sem hann
segir að megi tengja við
kínverska sögu, „sem mörk-
uð er bardögum og baráttu.
Líka má tengja það því
hvernig þjóðir haga sér yfir-
leitt; allar finna þær sér
ástæðu til að ráðast á aðrar
þjóðir. Það hefur aldrei ríkt
friður í sögu mannkyns. Lít-
ið bara á okkur; allir beijast
við alla og á endanum deyja
allir. Það er tilgangslaust.
Myndin mín hefur alþjóð-
lega skírskotun; hún beinist
ekki aðeins að mínu eigin
landi heldur að mannkyninu
öllu.“
«r jr
IBIO
Bestu myndirnar í
bíóunum þessar
vikurnar eru JFK og
Dauður aftur. Kennedy-
mynd Olivers Stones er
sérstaklega bragðmikill
samsærisþriller þar sem
leikstjórinn beitir öllum.
brögðum kvikmynda-
tækninnar til að sýna
fram á að morðið á
Kennedy hafí verið
valdataka sem enginn
tók eftir. Stone er ekki
boðberi hins heilaga
sannleiks en hann fær
örugglega menn til að
efast um að Oswald
hafi verið einn að verki.
Breska undrabamið
Kenneth Branagh valdi
að gera sakamálamynd
eftir að hann vann að-
dáun heimsins með Hin-
riki V. Dauður aftur er
þriller sem finnur heil-
agan sannleik í frain-
haldslífi og karma og
er ansi spennandi á
köflum.
Óhætt er líka að
mæla með íslensku bíó-
myndunum tveimur,
Inguló og Bömum
náttúrunnar. Ingaló er
ágætlega heppnuð
framraun Ásdísar Thor-
oddsen S bíómyndagerð,
alþýðusaga úr sjávar-
plássi, einlæg og kímin.
Og „Börnin'1 er á góðri
leið með að verða
heimsfræg.