Morgunblaðið - 08.03.1992, Page 30

Morgunblaðið - 08.03.1992, Page 30
m C) MORGUNtíLAÐÍÐ <SAMSAFNffiáMá)l(E R:8. MARZ 1992 ÆSKUMYNDIN ... ER AF EDDUANDRÉSDÓTTUR, DAGSKRÁRGERÐARMANNIÁ STÖÐ 2 ÚR MYNDASAFNINU Vildi vera strákur „EITT atvik sem lýsir því best hve góð stúlka ég var í æsku, gerðist í Vest- mannaeyjum. Ég fann ánamaðk í mold- inni og vildi láta hann skríða á stétt- inni. Maðkurinn vildi að sjálfsögðu vera í moldinni og leitaði þangað en ég ýtti honum alltaf upp á stéttina. Svona héit þetta áfram þar til að ég kenndi í bijósti um hann og sleppti honum. Þetta situr enn í mér sem kvikindislegt, svo að þú getur ímyndað þér hvað ég hef verið góð,“ segir Edda Andrésdóttir þegar hún er beðin að rifja upp einhver atvik úr æsku. Prúðbúin og bjartsýn: Edda Andrésdóttir segist geta fullyrt, að hún hafi verið alveg óskaplega þægilegt barn að ala upp ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Þdrgerðu garðinn frægan Edda fæddist 28. desember 1952 í Reykjavík, önnur í röð þriggja systkina. Foreldrar hennar eru Svava Jónsdóttir húsmóðir og Andrés Magnússon, verkstjóri í Hvalstöðinni. Hún ólst upp á Kleppsveginum en dvaldi öll sumur hjá ömmu sinni á Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum. „Ég var alveg óskaplega þægi- legt barn að ala upp, það get ég fullyrt," segir Edda og hlær. Því til sönnunar bendir hún á að hún hafi m.a. verið í stúlknakór, KFUM og í skátunum. Að ógleymdum verðlaunabókunum úr skólanum sem hún geymir ennþá stolt uppi í hillu. Ásta Friðjónsdóttir húsmóðir, æskuvinkona Eddu, heldur því reyndar fram að hún hafi hætt í skátunum um leið og hún fékk bún- inginn. „Við vorum kannski örlitlar frekjudósir," segir Ásta og bætir við: „Við studdum alltaf hvor aðra, og vorum foringjar. Við bjuggum til sögur og ævintýri sem við feng- um hina krakkana til að trúa, svo hlógum við eftir á. En það var allt- af létt yfir prakkarastrikunum. Ég held að dyrabjölluatið hafi verið það versta en það entist býsna lengi, fram undir 15-16 ára aldurs.“ Edda segist líka alltaf hafa verið óánægð með að vera stelpa.„Ég vildi alltaf vera strákur, leikirnir voru strákaleikir og allar fyrir- myndirnar voru strákar; allt frá Bonanza og kúrekum á yngri árum til fyrirmynda unglingsáranna sem voru þeir Gunnar og Rúnar í Hljóm- um. Draumurinn var að vera eins hjólbeinóttur og Rúnar og hafa höku eins og Gunnar.“ Ásta segir að þær Edda hafi ver- ið mjög samrýmdar alla tíð. „Ég man aðeins einu sinni eftir að okk- ur hafi orðið sundurorða, það var þegar við vorum fimm eða sex ára. Þetta var á þeim árum þegar sæl- gæti var sjaldgæft og maður fékk lánað tyggjó eins og annað. Ég fékk lánað Lindutyggjóið hennar Eddu og þurfti á klósettið. Ég klíndi tyggjóinu á klósettið á meðan en gleymdi því svo að mamma henti því. Ég man ennþá hvað Edda varð voðalega sár á eftir.“ Síðastliðinn sunnudag minntust íslenskir hljómlistarmenn þess að sextíu ár eru nú liðin frá því stofnfundur Félags íslenskra hljóm- listarmanna var haldinn, sunnudag- inn 28. febrúar 1932. Félagið hefur allar götur síðan barist fyrir bættum kjörum hljómlistarmanna og staðið vörð um hagsmuni þeirra, eins og vera ber þegar stéttarfé- lag er annars vegar. FIH hefur þó sérstöðu að því leyti að félagsmenn eru oft á tíðum þekktari en gerist og gengur og myndir af þeim prýða ósjaldan blöð og tímarit. í mynda- safni Ólafs K. Magnússonar má því finna fjölmargar myndir úr sögu FÍH og i tilefni sextugsafmælisins birtum við nokkrar þeirra, sem teknar eru um miðbik aldarinnar. Myndirnar eru teknar við hin ýmsu tækifæri og skýra sig að mestu sjálfar. Þó má geta þess að á einni þeirra er Þorvaldur Steingrímsson, sem var formaður FÍH á árunum 1953 til 1955. Þá má sjá eina af fyrstu útgáfum KK-sextetts- ins sáluga sem starfaði við miklar vinsældir á árunum 1947 til ára- móta 1961 og 1962. Ein myndin er svo frá upp- töku í sal Ríkisútvarps- ins, þar sem Alfreð Clausen er að syngja eitt af sínum ódauðiegu lög- um undir stjórn Carls Billichs og loks er mynd af þeim Birni R. Ein- arssyni og Aage Lorange við hátíð- legt tækifæri, sem marka má af blómakörfunni á flyglinum. SVEITIN MÍN... ER HEYDALIR íBREIÐDALSHREPPI Úr Breiðdal Gunnlaugur Stefánsson „Á HEYDALAJÖRÐINNI er skólinn og félagsheimilið, þannig að það má segja að þetta sé menningarsetur," segir Gunnlaug- ur Stefánsson alþingismaður, en hann hefur verið prestur í Heydölum í rúrn fimm ár. Heydalir eru landnámsjörð í miðjum Breiðdalnum. Þetta er mjög stór jörð en þann- ig háttar til í Breiðdal að undir- lendi er mjög mikið. Því sker Breiðdalurinn sig frá öðrum Austíjörðum hvað landslag varð- ar. Það er víðsýnt frá staðnum og ijallasýnin óvanalega falleg. Há fjöll á báða vegu, og eru þau grasi gróin nánast upp á hæstu tinda. Ég er 33. presturinn á Heydöl- um og maður kemst ekki hjá því að hafa næma tilfinningu fyrir þeirri sögu sem þessi staður á. Sá prestur sem kannski hefur risið hæst í þeirri sögu er senni- lega séra Einar Sigurðsson, sem var prestur um aldamótin 1600. Hann samdi sálminn „Nóttin var sú ágæt ein“ og tengdist einnig tyrkjaráninu þegar hann bjargaði sínu fólki inn í kirkju. Þannig væri hægt að telja lengi, en það má segja að það sé óhjákvæmi- legt að þarna komi saman fortíð og nútíð.“ ÞANNIG... LITAR ERICHKÖPPEL FÖT Svart er lausnin HAGSÝNT fólk og úrræða- gott veit fullvel hvernig hressa má upp á þreytulegar flíkur. Fatalitun kemur þeim vel sem tíma ekki að skilja við uppáhaldsflíkurnar, svo og þeim sem vilja breyta til í klæðaburði, án þess að kosta miklu til. Sumir eiga við litun- ina í heimahúsi með misjöfn- um árangri en aðrir fela fag- fólki hana, ekki sístþegar um nýjar eða dýrar flíkur er að ræða. > Ilitlu bakhúsi við Vesturgötuna starfa hjónin Erich Köppel og María Hákonardóttir við fatalitun og skinnahreinsun. Erich, sem er þýskur að ætt, lærði fatalitun í heimalandi sínu en það er'þriggja ára nám. Hann vann hjá Álafossi í um tíu ár en síðustu 20 árin hafa þau hjónin rekið efnalaug við Vestu- götu. Erich segir að lita megi öll náttúr- efni, svo sem bómull og ull, en einn- ig nælon, viskós og ýmsar blöndur gervi- og náttúrulegra efna. Hins vegar er ekki hægt að lita terl- ínefni. Þegar ullar- og nælonflíkur eru litaðar, eru þær soðnar um leið og þær eru litaðar en bómullin er lituð við um 90 gráður. Litunin tek- ur um einn til tvo klukkutíma. En er útkoman úr lituninni trygg? „Þetta er engin happa og glappa lit- un eins og verða vill þegar fólk litar sjálft," segir Erich. „Ég þekki þau efni sem ég vinn með og þegar ég er ekki viss um hvernig litunin fer, lita ég fyrst prufur úr efninu. Til dæmis má lita dökka flík ljósa, ef hægt er að aflita hana. Það athuga ég á prufu úr efninu. Þá reikna ég frekar með því að tvinninn litist ekki, enda er hann sjaldnast úr sama efni og flíkin, heldur gerviefnum." Þegar flíkin hefur verið lituð, verður að þvo hana sér í fyrstu skipt- in þar sem liturinn er ekki 100% fastur nema þegar um ull er að ræða. Algengast er að lita buxur, jakka og peysur, þær síðastnefndu eru oft litaðar þegar litirnir hafa runnið til í þeim. „Við litum ýmist eldri flíkur sem fólk vill hressa upp á eða ný föt, sem skerpa á litinn í. Litunin breytir auðvitað ekki fötun- um en þau verða óneitanlega fal- legri. Vinsælasti liturinn og jafn- framt sá heppilegasti er auðvitað svartur og dugi ekki aðrir litir, má yfirleitt alltaf bjarga málunum með honum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.