Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 63. tbl. 80. árg. SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS Látið kaktus- inn í friði! Náttúruverndarmenn í Mexíkó hafa mótmælt áformum um að flytja alda- gamlan kaktus á heimssýninguna í Se- villa. Kaktusinn er 14 metra hár og er talið að hann sé 1.500 ára gamall. Hann stendur í eyðimörkinni í Risadal í ríki því sem kennt er við Kaliforníuflóa. Yfirvöld segja að mikið hafi verið gert til að tryggja að vel fari um kaktusinn á leiðinni til Spánar. Smíðaður hefur verið geysistór blómapottur og búin var til rándýr froða úr ýmsum gerviefnum til að vernda plöntuna og nítján þyrnum prýddar greinar hennar. Náttúruvernd- arsinnar segja hins vegar að Mexíkó- menn hljóti að geta lagt sitt af mörkum tii heimssýningarinnar án þess að stefna náttúrudýrgripum af þessu tagi í voða. Rio-ráðstefn- an framlengd? STJÓRNVÖLD í Brasilíu segjast reiðu- búin að framlengja mikla ráðstefnu um ástand og framtíð jarðarinnar sem hald- in verður í Rio de Janeiro í júní næst- komandi. Ráðstefnan ber heitið „Leið- togafundur jarðar“ og til stóð að hún yrði dagana 1.-12. júni. Er hún haldin á vegum Sameinuðu þjóðanna. 11. júní eru væntanlegir ráðamenn frá sjötíu ríkjum heims til að undirrita sameigin- lega yfirlýsingu. Nú ber svo við að fórn- arhátíð múslíma verður sama dag en tímasetning hennar er háð tunglkomum. Utanríkisráðherra Brasilíu segist reiðu- búinn að framlengja ráðstefnuna þannig að Ieiðtogar fjörutíu ríkja múhameðs- trúarmanna geti verið með. „Það væri slæmt ef þeir kæmu ekki því viðhorf þeirra eru um margt lík okkar,“ segir ráðherrann. Samkynhneigð- ir fyrtast við SAMTÖK samkynhneigðra í Bandaríkj- unum hafa svarið þessa dýran eið að hindra sýningar á nýrri sakamálamynd með Michael Douglas í aðalhlutverki, a.m.k. verði komið í veg fyrir að að- standendurnir græði á henni. í mynd- inni leikur Douglas leynilögreglumann sem grunar tvær lesbískar konur um fjöldamorð á körlum. Myndin verður frumsýnd um næstu helgi en áðurnefnd samtök hafa komist yfir handrit henn- ar. Þykir þeim að dregin sé upp allt of klisjukennd mynd af samkynhneigðum í myndinni og þar sé alið á fordómum. Leikstjóri myndarinnar, Paul Verhoe- ven, segist hafa boðið mótmælendum að sjá myndina, en þeir hafi neitað. Segir hann að myndin eigi eftir að verða málstað samkynhneigðra til framdrátt- ar fremur en hitt. Jarðskjálftarnir í Tyrklandi: Á róluvellinum Morgunblaðið/Sverrir Unga kynslóðin lætur ekki vetrarkuldann á sig fá og sækir gæsluvelli borgarinnar flesta daga. Þess er heldur ekki langt að bíða að sumar taki við af vetri. Má benda á að 15. mars tekur við sumaropnunartími gæsluvallanna, kl. 12 og 13.30-17. Um 700 börn á aldrinum 2-6 ára sækja 27 gæsluvelli í höfuð- borginni að meðaltali. Mikið manntjón og stór hluti borgarinnar Erzincan í rúst Erzincan. Reuter. STÓR HLUTI borgarinnar Erzincan í Austur-Tyrklandi er í rústum eftir að öflug- ur jarðskjálfti reið yfir borgina í fyrrakvöld. Höfðu björgunarmenn grafið upp lík 500 manna að minnsta kosti í gær en talið er víst, að manntjónið sé miklu meira. 175.000 manna búa í borginni og eru flest hús umfram eina hæð hrunin eða stórskemmd. Rofnuðu fjarskipti milli borgarinnar og nálægra bæja og þorpa og var þvi ekki vitað hvernig þar er ástatt. Jarðskjálftinn á föstudagskvöld var 6,8 stig á Richterskvarða samkvæmt banda- rískum mælingum en 6,2 stig að sögn tyrk- neskra yfirvalda. Hann fannst í 14 héruðum í Austur- og Norðaustur-Tyrklandi. í desember 1939 varð Erzincan enn verr úti í jarðskjálfta, sem mældist 7,9 stig, og þá fórust 30.000 manns. Eru upptökin nú talin hafa verið í 20 km fjarlægð frá borg- inni. Á þessum slóðum er mesta jarð- skjálftabelti í Tyrklandi og þar hafa orðið miklar hamfarir 11 sinnum á síðustu 1000 árum. „Mér fannst eins og ég væri að upplifa Hiroshima. Gífurlegur rykmökkur steig upp af borginni og þar sem ég sat í bílnum gekk gatan í bylgjum eins og í ólgusjó. Eg sá strætisvagn og leigubifreið steýpast út í Efrat-fljót og ég veit ekkert hvað varð um fólkið," sagði tyrkneski blaðamaðurinn Mustafa Átes en hann var rétt við borgar- mörkin þegar hamfarimar dundu yfir. „Jörðin skókst og skalf,“ sagði ung stúlka, sem komst lífs af þegar læknaskóli í borg- inni hrundi til grunna en talið var, að 62 nemendur væru undir rústunum. „Skyndi- íega sá ég veggi, loft og gólf bresta sund- ur fyrir augum mér og ég heyri enn skelfingarópin í Murat, syni mínurn," sagði Ahmat Elden en hann var grafinn lifandi úr húsarústunum en eiginkona hans og fjögur börn misstu lífið. Rafmagns- og vatnsleiðslur og jám- brautarsamgöngur við Erzincan rofnuðu í skjálftanum og af ótta við annan skjálfta höfðust borgarbúar við undir bemm himni í fyrrinótt í nístingskulda. Hafa borist frétt- ir um manntjón í öðrum -héruðum en í gær var ekki vitað hve mikið það var. 10 uós I MYRKRINU! SAGA __ BAKAID BROS BANDA- MENN KOMA 14 TÆP TÍMA VÖÐI ÁGRIP AFSÖGU GUÐRÚNAR LAXDAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.