Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 16
16 affmtnwia v i seet sham ,5t HUDAquviHua qiaAjaMUOflOM___________________________________________________ ---M0RGUNDLAPID-3ttWNUDAGURrifr'MAitZri992 .....|j TKftE nni,i.i -1 ■■giöin Texti og myndir: Jóhonna Kristjónsdóttir Mig rak í rogastans þegar út að flugvélinni kom, í stað alræmdra Tupolev 134-véla Vietnam Airlines, var aug- sýnilega ætlunin að fara um borð í rennilega Boing 737 með einkennismerki Sviss á belgnum. Og á nefinu stóð „City of Akureyri“. Eg hugs- aði - er ekki eitthvert rugl hér á ferðinni, hef ég ekki tekið vitlausan flugvallar- strætó? En öldungis ekki og upp stigann trítluðu nú glað- beittir Víetnamar, búsettir í Bandaríkjunum, að fara heim til að halda upp á Tet, nýjárshátíðina. / g spurði flugþjón- inn um skýringu við inngönguna. Vélin hafði verið í leiguflugi milli Akureyrar og meginlandsins í fyrra sagði hann. Þá fékk hún þetta nafn. „Og Akureyri, hvað er það,“ sagði ég. Hann hugsaði sig um. „Það er borg - í Evrópu, ég held á íslandi." Svo flugum við Akur- eyri til Víetnam. Vélin er eingöngu notuð á leiðinni Bangkok-Ho Chi Minh og ég heyrði síðar að menn legðu ýmislegt á sig til að geta ferð- ast með henni og að flugfélagið auglýsti fjálglega að það byði nú flug með Boing 737. Vietnam Airiines hefur á sér hið ferlegasta orð. írskur verkfræðing- ur sem ég hitti í Víetnam og hafði verið á flakki um heiminn síðasta hálfa árið og lent í hinum ýmsu svaðilförum, sagðist kvíða því einu á öllu ferðalaginu að þurfa að fljúga með félaginu frá Víetnam til Hong Kong. Það eru tvö félög sem skera sig úr með háa slysatíðni, Vietnam Airlines og Burma Air. Seinna í ferðinni flaug ég með vélum Vietnam Airlines, þessum umræddu Tupolev, og lifði það allt saman vel og hraustlega af. Enda hafði hámarkinu verið náð fyrr í ferðinni; ég hafði þrívegis flogið með Kambodia Air og eftir þá upp- lifun þarf töluvert til að koma mér úr jafnvægi. Þetta var ágætis ferð, góður við- urgjömingur og mikið að gera að fylla út þau skjöl sem þurftu að vera tilbúin við komuna í Ho Chi Minh City. Það er nauðsynlegt að tíunda allan gjaldeyri, vopnabúnað, gimsteina og greiðslukort. Farang- ur þarf að skilgreina mjög ítarlega auk venjulegra upplýsinga. Að öðru leyti gekk það sársaukalaust að komast í gegn á Ho Chi Minh-flug- velli og ég varð þess áskynja þegar ég fór þaðan tólf dögum síðar að það er blávatn að koma miðað við það að fara. Þá fannst mér skrif- fínnskan snúin. Þröng fyrir utan flugstöðina í rökum hitanum. Allir virtust glaðir og kátir. Það var ekkert meiri ásókn bílstjóra en rétt gengur og gerist. Eg varð mér úti um gæðalegan pilt og við brunuðum þessa fáu kíló- metra inn í borg. Þetta var í eitt fárra skipta með- an ég var í borginni sem ég notaði venjulegan bíl, enda er ekki mikið um þá. Allir nota riksjáa eða hjól þar sem farþegar sitja „frammí" og það er með ólíkindum hvað þeir geta hrúgað mörgum í sætið sem mér fannst að með góðu móti tæki tvo. Heilu fjölskyldurnar upp á sjö eða tíu manns fóru létt með að koma sér fyrir í því plássi. Þeir eiga líka ósköpin öll af mótorhjólum og sama gegnir þar, ekkert hámark sett um farþegafjölda á þeim. Ég hugsaði um það þegar ég fór út úr bænum að það væri ekki van- þörf á að styrkja og aðstoða Víet- nama og kannski ekki síst með því að færa þeim endurskinsmerki og hjólaluktir. Á leið frá Mekong ós- hólmum og svo seinna til Nha Trang fannst mér það ganga kraftaverki næst að bílstjórinn minn Dung skyldi ekki steindrepa tugi hjóla- manna í náttmyrkrinu þar sem lýs- ing var bágborin og vegir mjóir. Menn hafa spurt: Og hvernig er svo þetta land, þetta fólk og hvern- ig er Saigon? Það er varasamt að þykjast vita allt um það eftir tólf daga veru. Ho Chi Minh borg - eða Saigon - er falleg og skipulögð, stórmikill léttir að koma þangað úr umferðarkraðakinu og illa skipu- lagðri höfuðborg Thailands. í Ho Chi Minh eru trjágöng meðfram breiðgötunum, byggingar í frönsk- um stíl, listaverk og styttur á torg- um. En einnig í þessum betri hverfun- um rétt við miðborgina er allt í nið- urníðslu. Það hefur engu verið hald- ið við hér ég veit ekki í hve mörg ár. í fátækari hverfum eru víða lágreist hús og bera vott um sára fátækt og skort. Gjaldmiðill Víet- nams, dong, er svona allt að því ónýtur. í ein- um Bandaríkjadollar eru 10-11 þúsund dong. Gengið fer sílækkandi, dongin í dollar gætu þess vegna verið fímmt- án þúsund núna. Meðal mánaðarlaun eru um 30 dollarar, það eru 1.800 krónur. En menn skyldu þó gæta að því að sú tala segir ekki alla sög- una, það verður vitan- lega að huga að því hvernig verðlagið er. í næsta nágrenni við hótelið mitt rak fjöl- skylda Nguyen Thi Ðung útimatstað. Þar var mikil aðsókn eink- um í hádeginu. Gestir komu og tylltu sér niður á litla leikskólastóla við lítil leikskólaborð og spændu í sig kræsingar sem Ca Cunet mokaði á diskana. Þegar menn gerðu upp vel úti látna máltíðina sá ég að menn borguðu 2.000 dong, það er sem svarar 12 ísl. krónum. Fjölskylda Nguyen vildi ganga mér í íjöl- skyldu stað og helst að ég borðaði með þeim sem oftast. Ég gerði það einu sinni og eftir magaviðbrögðum að dæma var kannski heppilegra að láta það að mestu leyti vera. Þau voru elskuleg í viðmóti eins og aðr- ir sem ég hitti og ég var sett inn í fjölskrúðug fjölskyldumál þeirra án þess þau kynnu stakt orð í ensku frekar en ég í víetnömsku og undu allir glaðir við. Þegar ég kom úr rannsóknarferð- um um borgina, að ekki sé nú talað um þegar ég fór tvívegis úr bænum og var að heiman í 2-3 daga gaf ég þeim greinargóða skýrslu um það sem ég hafði tekið mér fyrir hendur. Þá sátum við öll saman í hring og ég drakk volgan Saigon- bjór, gætti þess að afþakka ís út í og svo skemmtum við okkur hið besta. Það er rannsóknarefni í sjálfu sér hversu tjáskipti fólks geta verið lífleg og upplýsandi þó skilning skorti á tungumálinu. Einn úr fjölskyldunni var í hjóla- kallabransanum. Hann hafði áður verið foringi í suður-víetnamska hernum. Hann talaði dálitla ensku og sagði mér að hann hefði kynnst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.