Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992
Fnðu afhent verðlaunin
Þegar bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru
afhent í Helsinki 3. marz sl. gat verðlaunahafinn,
Fríða Á. Sigurðardóttir, ekki verið viðstödd vegna
veikinda. Tók Sigríður Snævarr, sendiherra íslands
í Finnlandi, við verðlaununum fyrir hennar hönd.
Hinn 9. marz afhenti Davíð Oddsson Fríðu verðlaun-
in á heimili hennar. Frá vinstri: Ástríður Thorarens-
en, eiginkcna Davíðs. Davíð Oddsson, Fríða Á. Sig-
urðardóttir, Gunnar Ásgeirsson, eiginmaður Fríðu,
og Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra.
Búnaðarþing:
Samráð haft til að
mæta nýjum tímum
Á NÝAFSTÖÐNU Búnaðarþingi var samþykkt ályktun er varðar starf
Búnaðarfélags íslands í tilefni af breyttri stöðu landbúnaðarins í ljósi
samninga um alþjóðaviðskipti, vei-snandi stöðu búvöruframleiðslu á
markaði og þverrandi atvinnu í dreifbýli. Er mælt fyrir um að BÍ taki
mið af breyttum aðstæðum og hafi forgöngu um að samtök bænda og
aðrir aðilar sem tengjast landbúnaði hafi samráð um skýr markmið til
að mæta nýjum tímum.
Qert er ráð fyrir því að Búnaðarfé-
lagið taki upp skipulegt starf til að
fylgjast sem gleggst með framvindu
þeirra alþjóðasamninga sem nú eiga
sér stað um viðskipti með landbúnað-
arvörur, og sérstaklega verði lögð
áhersla á að kynna bæiidum niður-
stöður siíkra samninga og áhrif
þeirra á landbúnaðinn. Upplýst verði
um opinberan stuðning við landbún-
að í nálægum löndum, og í fram-
haldi af því metin og kynnt staða
landbúnaðarins á íslandi. Til að
mæta auknum kröfum um framleiðni
í landbúnaði og til að treysta hag
bænda verði hagfræðileiðbeiningar
stórefldar, svo og það starf sem ligg-
ur þeim til grundvallar. Unnið verði
að því að allir bændur geti haldið
íslendingar heimsmethafar í greiðslukortanotkun:
80% landsmanna með kort
Hagnaður Visa í fyrra 127,5 milljónir
AÐALFUNDUR VÍSA íslands var haldinn föstudaginn 6. mars. í
frétt frá félaginu um fundinn segir að Íslendingar eigi nú heimsmet
í greiðslukortanotkuh. Úttektir á hvert kort eru 13 að meðaltali í
mánuði hverjum eða fjórfalt fleiri en að meðaltali í heiminum. Um
80% íslendinga á aldrinum 18-67 ára hafa greiðslukort og þar af
eru þrír af hverjum fjórum með VISA-kort.
Á aðalfundinum flutti Jóhann
Ágústsson, formaður, skýrslu
stjórnar, þar sem fram kom að árið
1991 var félaginu hagstætt og auk-
ið umfang. í allri stáiísemi þess.
Rafræn gréiðslumiðlun ruddi sér
hratt til, rúms á árinu og markaði
mikij þáttaskil í tæknilegu tilliti,
örýggi og jiagkvæmni.
Hagnaðut af reglulegri starfsemi
fyrir tekju- og eignaskatt nam
127,5 millj. kr., miðað við 63 m.
kr. árið á undan. Reiknaðir skattar
eru 62 millj. og nettó-hagnaður því
65 m. kr. Einar S. Einarsson fram-
kvæmdastjóri greindi frá rekstri og
þróun í VISA-viðskiptum hér á landi
og erlendis og skýrði ársreikninga.
Nokkurrar hjöðnunar eða mett-
unar gætir í greiðslukortaveltu tvö
síðustu árin, einkum innanlands.
Heildarvelta í VISA-viðskiptum á
árinu 1991 nam 35,7 milljörðum
króna og jókst um 3,8 milljarða eða
15,2%, samanborið við 5,4 milljarða
aukningu árið 1990 eða 21,1%.
Mozart-tónleikar
haldnir í Gerðubergi
MOZART-tónleikar verða haldnir í menningarmiðstöðinni Gerðubergi
mánudaginn 16. mars kl. 20.30. Leikið verður píanótríó í G-dúr K.496,
kvartett fyrir píanó og strengi K.478 og kvintett fyrir píanó og blás-
ara K.452. Illjóðfæraleikarar verða Guðríður St. Sigurðardóttir, píanó,
Auður Hafsteinsdóttir fiðla, Guðmundur Kristmundsson lágfiðla,
Bryndís Halla Gylfadóttir selló, Daði Kolbeinsson óbó, Hafsteinn Guð-
mundsson fagott, Sigurður I. Snorrason klarinett og Joseph Ognibene
hom.
Velta innanlands nam 30,1 milljarði
og jókst um 14,6% en velta erlend-
is 5,7 milljörðum ogjókst um 18,7%.
Hlutfallslega varð mest aukning
í sjálfvirkum reglubundnum greiðsl-
um, svonefndum boðgreiðslum, sem
námu 3 milljörðum og hafa aukist
um 185% á tveimur árum. Þá juk-
ust raðgreiðslur einnig umtalsvert
og námu í heild 2,3 milljörðum, sem
er 34% aukning frá árinu áður.
Færslumagn á árinu nam alls
10,3 milljónum og jókst um 7,5%.
Fjöldi sölunótna innanlands nam
9,5 milljónum en færslur erlendis
frá 750 þús. Að jafnaði voru kortin
notuð 60.000 oftar á mánuði hverj-
um en árið á undan.
Rafrænum færslum fjölgaði mjög
eða úr því að vera 39,7%' áf færslu-
magninu í ársbyijun í 71,6% í árs-
lok. Handþrykktum nótum fækkaði
að sama skapi úr því að vera 60,3
af færslumagninu í ársbyijun í
28,4% í árslok.
Korthafar VISA voru 90.767 í
árslok og fjölgaði um 4.900 á árinu
umfram það sem þeim fækkaði
vegna uppsagna og kortsviftinga.
Almennir korthafar voru 72.462,
Farkorthafar 9.227 og Gullkorthaf-
ar 9.003.
í stjóm VISA íslands — Greiðsl-
umiðlunar hf., voru kosnir: Jóliann
Ágústsson aðstoðarbankastjóri
Landsbanka íslands, Sólon R. Sig-
urðsson bankastjóri Búnaðarbanka
íslands, Sigurður Hafstein fram-
kvæmdastjóri Sambands ísi. spari-
sjóða og Jóhann Siggeirsson fram-
kvæmdastjóri íslandsbanka hf.
tölvubókhaid yfir búrekstur sinn, og
er stefnt að því að tölvuvæða reikn-
ingshaid yfir allan búrekstur á næstu
fimm árum.
Stefnt er að því að Búnaðarfélag
íslands beiti kröftum sínum í auknum
mæli að landbótastörfum og hafi um
það samvinnu við búnaðarsambönd-
in.
-------» » ♦--------
Leiklistarskóli íslands:
Gísli Alfreðs-
son skólastjórí
Menntamálaráðherra hefur
ráðið Gísla Alfreðsson skóla-
stjóra Leiklistarskóla íslands til
fjögurra ára frá 1. júní nk.
Gísli er 59 ára
gamall. Hann
hefur starfað við
Þjóðleikhúsið
um árabil, fyrst
sem leikari en
síðar sem þjóð-
leikhússtjóri.
Gísli tekur við
starfinu af
Helgu Hjörvar, Gísli Alfreðsson
sem verið hefur
skólastjóri Leiklistarskólans sl. 9 ár.
Tíu daga Hollands-
kynning hér á landi
Viðamikilli Hollandskynningu verður hleypt af stokkunum með
setningarathöfn og tónleikum hollenska pianóleikarans Rian de
Waal í Borgarleikhúsinu næstkomandi miðvikudag en kynningin
stendur yfir til 28. mars. Meðal atriða á Hollandskynningunni er
þjóðleg hollensk tónlist, hollensk sælkerakvöld og vörukynningar.
Lögð verður áhersla á að kynna
hollenskar vörur meðal annars í
Blómavali, Heimilistækjum og
verslunum Hagkaupa. Þá kynna
Flugleiðir og ferðamálaráð Hol-
lands ferðamöguieika til Hollands á
söluskrifstofum Flugleiða og for-
ráðamenn Schiphol-flugvallar verða
með kynningu í Kringlunni. Hol-
lenskir blómaræktendur verða einn-
ig með sýningu í verslanamiðstöð-
inni. Þekktur hollenskur mat-
reiðslumaður sér um hollensk sæl-
kerakvöld á Hótel Loftleiðum. Fjall-
að verður um Holland í fjölmiðlum
og hlustendaleikur verður á út-
varpsstöðinni Bylgjunni.
Fjöldi annarra smærri uppákoma
verður á kynningunni og má í því
sambandi nefna skósmíðameistara
er sýna hvernig hollenskir tréskór
verða til.
Þau verk sem flutt verða eru öll
frá Vínarárum Mozarts, frá þeim
tíma þegar hann var mjög eftirsótt-
ur sem píanóleikari og samdi þá
flesta píanókonserta sína; enda
gegnir píanóið veigamiklu hlutverki
í þessum þremur verkum.
Kvintettinn samdi hann 1784,
fyrst þessara verka, og í bréfí til
föður síns segir hann kvintettinn
besta verk sitt til þessa. Kvartettinn
í g-moll er frá árinu 1785, annar
tveggja kvartetta Mozarts og sá
þeirra sem meiri hylli nýtur. G-moll
var tóntegund örlaga hjá Mozart.
Hið glæsilega tríó í G-dúr K.496
var samið 1796 og hafði Mozart
einungis samið eitt píanótríó áður.
í þá daga voru píanótríó og píanó-
kvartettar, þar sem öll hljóðfærin
eru jafnrétthá, nýtt fyrirbrigði en
varð seinna vinsælt tónlistarform.
(Fréttatilkynning)
Flytjendur á Mozart-tónleikunum í Gerðubergi
Alþjóðlegt skákmót
að byija í Hafnarfirði
Skák
Bragi Kristjánsson
SKÁKFÉLAG Hafnarfjarðar,
dyggilega stutt af Hafnarfjarð-
arbæ og fyrirtækjum í bænum,
gengust fyrir alþjóðlegu skák-
móti í Hafnarfirði dagana
16.-29. mars næstkomandi. Mót-
ið verður sett kl. 17.30 á mánu-
dag og teflt í Sverrissal í menn-
ingar- og listamiðstöð Hafn-
firðinga, Hafnarborg við
Strandgötu.
Hafnarborg er einhver
skemmtilegasta umgjörð um
skákmót, sem höfundur þessara
lína hefur kynnst, og þeir skáká-
hugamenn, sem fylgdust með
skákþingi íslands 1988, muna
hana vel. Þátttakendur í mótinu
verða 12: Stórmeistararnir Jón
L. Árnason, Margeir Pétursson
og S. Conquest (Englandi), alþjóð-
legu meistararnir Hannes Hlífar
Stefánsson, Þröstur Þórhallsson,
P. Motwani (Skotlandi), J. Levitt
og J. Howell (báðir Englandi), og
auk þeirra Björgvin Jónsson,
Helgi Áss Grétarsson, Ágúst
Sindri Karlsson og Björn Freyr
Björnsson.
Meðalstig mótsins eru 2.426,
og mótið í 8. styrkleikaflokki
FIDE, alþjóðaskáksambandsins.
Það þýðir, að stórmeistaraárang-
ur er 8 vinningar, en árangur al-
þjóðlegs meistara 6 v. Keppendur
í mótinu er ekki þekktir fyrir frið-
semd við skákborðið og búast má
við, að þetta mót verði ekki síður
skemmtilegt en Apple-mótið, sem
nú er að ljúka í Reykjavík. Spurn-
ingin er auk þess um möguleika
íslensku þátttakendanna til að ná
alþjóðlgum titlum eða áföngum
að þeim.
Hannes Hlífar og Þröstur eru
að stefna að stórmeistaraáfanga.
Hannes tefidi mjög vel á Apple-
mótinu, en Þröstur er æstur í að
sýna, að frammistaðan í síðasta
móti hafí aðeins verið lítið hliðar-
spor. Björgvin hefur þegar náð
tveim áföngum að alþjóðlegum
meistaratitli, þannig að 6 vinning-
ar í Hafnarfirði færa honum titil-
inn. Helgi Áss Grétarsson er að-
eins 14 ára gamall og hefur tekið
stórstígum framförum að undan-
förnu. Hann er eitt mesta skák-
mannsefni, sem fram hefur komið
í lengri tíma, og verður fróðlegt
að sjá hann tefla í Hafnarborg.
Hafnfirðingarnir Ágúst Sindri
Karlsson og Björn Freyr Björns-
son eru harðir baráttumenn, sem
' ekki verða öðrum keppendum
auðveld bráð á mótinu, þótt ekki
hafi þeir jafnmörg skákstig og
aðrir meistarar mótsins.