Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARZ 1992 JMwiguiiÞIjifrifc Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Agaleysi í ríkisfjár- málum Ríkisendurskoðun upplýsti fyrir nokkrum dögum, að fjárlög áranna 1988-1991 á verðlagi árs- ins 1991 hafi gert ráð fyrir rekstr- arhalla að upphæð um 7 milljarðar króna en í reynd hafi rekstrarhall- inn á þessum árum numið 35 millj- örðum króna. Þá upplýsir Ríkis- endurskoðun, að fjölgun starfs- manna ríkisins á árinu 1991 frá árinu á undan hafi numið 556 stöðugildum! Loks kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar, að 21 ríkisstofnun hafi farið fimm millj- ónir eða meira fram úr fjárheimild- um á síðasta ári. Um þetta stjórnleysi í ríkisfjár- málum segir Karl Steinar Guðna- son, formaður fjárveitinganefndar Alþingis, í samtali við Morgunblað- ið í fyrradag: „Það þarf meiri aga um allt ríkiskerfið. Hér hefur ríkt mikið agaleysi í meðferð ríkisfjár- mála og eitt af fyrirheitum núvér- andi stjómarmeirihluta er að færa þessa hluti til betra horfs ... Nú eiga að vera aðstæður til að glíma við þessi vandamál en óneitanlega hefur dæmalaust agaleysi og óstjóm orðið til að sáralítið hefur verið að marka áætlanir." Á okkar mælikvarða er ríkis- í FRÁSÖGN • af miðstjórn- arfundi í Alþýðu- bandalaginu voru þau ummæli höfð eftir ein- um ræðumanna að í korhmúnistaríkjunum hefði verið gerð þjóðfélagsleg til- raun með hugsjónir. Hún hafi verið íslenzkum sósíalistum einhvers kon- ar von, eða draumur. Svo þegar tilraunin mistekst, einsog við höfum orðið vitni að, þá var sagt við grandalausa marxistana, Þetta er einsog að segja manni að éta fíl. Og þeir átu sinn fíl(!) Ég hefði frem- ur orðað það svo þetta hafi verið einsog þeim hafi verið sagt að éta fýl.jOg þeir hafí étið sinn fýl(!) Margt af þessu fólki var í góðri trú og það átti sína von og sína drauma. En það varð einfaldlega fórnardýr þessara drauma. Og af hverju varð þetta fólk fórnardýr? Havel svarar því, Maðurinn varð svo hrokafullur að hann hélt að þekking hans á náttúmnni væri fullkomin og hann gæti notað hana til hvers sem vera skyldi, rétteinsog skaparinn sjálfur; hrokinn svo mik- ill að hann komst að þeirri niður- stöðu að hann gæti sem hugsandi vera öðlazt fullkominn skilning á sögunni og því fundið töfralykilinn að hamingju alls mannkyns. Og þarsem hann taldi sig hafa fundið hina einu og sönnu töfralausn fyrir allt mannkyn þóttist hann hafa rétt til þess að ryðja öllum þeim úr vegi sem trúðu ekki á þessa lausn. Orð þessara miklu fyrirheita, kommúnismi, breyttist í lurk sem ný valdastétt notaði óspart á ein- staklinga,.og þjóðir — og þá ekki- kerfíð mjög stórt og engan þarf að undra þótt erfiðlega gangi að ná tökum á rekstri þess. En í ljósi þeirra umræðna, sem staðið hafa linnulaust undanfarin ár um nauð- syn þess að draga saman seglin á þessum vettvangi vekur furðu að árangurinn skuli ekki vera meiri en raun ber vitni. Er raunveruleik- inn sá, að öll áætlanagerð opin- berra aðila sé í molum? Er lítið sem ekkert að marka þær áætlanir, sem fjármálaráðuneyti og aðrir aðilar innan ríkiskerfisins gera um út- gjöld á næsta ári? Hefur fjármála- ráðherra ekki yfir að ráða neinum þeim stjórntækjum, sem gera hon- um kleift að hafa stjórn á fjárútlát- um opinberra aðila? Spurningar sem þessar hljóta að vakna vegna þeirra upplýsinga, sem Ríkisendurskoðun hefur lagt fram. Einkafyrirtæki, sem byggðu rekstur sinn á áætlanagerð af þessu tagi, eða eftirliti með því að áætlun sé haldin, mundu stefna í gjaldþrot á skömmum tíma. Hér eru rekin nokkur stór fyrirtæki á okkar mælikvarða og augljóst er, að áætlanagerð þeirra og eftirlit með því að rekstraráætlanir séu haldnar eru mun betri en opinberra sízt samflokksmenn sína. Kaldaskitur nefna sjómenn þorra- veður á Halanum og lífshættulegt að falla fyrir borð. Þannig veðurlag ríkir þarsem marxismi hefur náð sér niðri. Upp- gripalaust ógnarástand og sífelldur lífsháski. Og nú rekur fólkið upp hlátur ef eitthvað á að gera í nafni kommúnismans; minnist þess þegar lurkurinn var látinn dynja á því og það var auðmýkt í nafni gervi- lausna. SÆNSKA SKÁLDIÐ • Tomas Tranströmer sem átti undir högg að sækja fyrir aldar- fjórðungi þarsem hann lét vinstri- menn ekki nota sig eða ljóðlist sína einsog þá var títt í Svíðþjóð og víð- ar, spurði, þegar hann kom hingað í síðustu heimsókn sína, hver væru viðbrögð íslenzkra sósíalista við at- burðunum í Astur-Evrópu. Honum var sagt þeir teldu sig hafa ástæðu til að fagna þeim, þvíað frelsið væri í anda sósíalisma þeirra. Þeir strikuðu óhikað yfir söguleg tengsl og létu þau lönd og leið, þvíað þeir hefðu ekki upplifað þann eina sanna sósíalisma undir alræðisstjórn austur-evrópskra kommúnistaleið- toga. Þeirra sósíalismi væri eitthvað allt annað — og betra. Þeir gætu því sofið rólegir og fagnað bylting- unni líktog Havel sem vildi ekki einu sinni skrifa undir stjórnarská Tékkóslóvakíu, meðan orðið sósíal- ismi kom þar fyrir. Þetta er ná- kvæmlega sama afstaða og hjá sænskum kommúnistum, sagði Tranströmer. Og í samtali við Jó- aðila. Hvað veldur? Ekki skortir starfsmannahald hjá ríkinu! Er tölvuvæðing opinberra aðila í mol- um? Stjórnmálamennirnir taka vissar grundvallarákvarðanir í ríkisfjár- málum og þótt þær skipti miklu máli er það ekki síður hin daglega vinna, sem unnin er í ráðuneytum og stofnunum af embættismönnum og öðrum starfsmönnum, sem skiptir sköpum um niðurstöðuna. I störfum þessa fólks varðar miklu það fordæmi, sem stjómmála- mennirnir gefa og það andrúm, sem ríkir í ríkiskerfinu. Ef menn hafa komizt upp með það árum saman að fara fram úr þeim fjár- veitingum, sem Alþingi hefur ákveðið er ekki við góðu að búast. Ef hins vegar það hugarfar ríkir í daglegum störfum fólks í ríkis- kerfinu að fylgja beri ákvörðunum Alþingis og óheimilt sé að eyða fjármunum umfram það, getur sá spamaður sem af því leiðir skipt hundruðum milljóna. Morgunblaðið hefur vikið að því í umræðum um niðurskurð eða samdrátt útgjalda í heilbrigðis- kerfinu, að nauðsynlegt væri að taka upp ný vinnubrögð, sem m.a. hafa gefizt vel í einkafyrirtækjum, til þess að ráða við vandann í opin- berum fjármálum. Skýrsla Ríkis- endurskoðunar er staðfesting á því, að þær starfsaðferðir sem not- aðar hafa verið um langt skeið duga ekki. Hér þarf nýr hugsunar- háttur að koma til sögunnar, ný afstaða og ný vinnubrögð. Það er hlutverk fjármálaráðherra og Al- þingis að sjá til þess að hér verði grundvallarbreyting á. Stöku sinnum berast þær fréttir frá Bandaríkjunum, að ráðuneyti í Washington mundu loka nokkrum dögum síðar vegna þess að fjár- veitingar þingsins væru uppurnar og ríkissjóður Bandaríkjanna ætti ekki fyrir launum. Síðan hafa menn fylgzt með því, hvernig þing- ið hefur samþykkt viðbótarfjár- veitingar á síðustu stundu. Af þessum fréttum má draga þá ályktun, að í þessu voldugasta ríki heims sé einfaldlega ekki borguð út króna úr ríkiskassanum nema þingið hafi samþykkt þá greiðslu. Úr því að hægt er að reka banda- ríska ríkiskerfið með þeim hætti er ekki síður hægt að reka það íslenzka á þennan veg. hönnu Kristjónsdóttur segir hann einnig í menningarblaði Morgun- blaðsins: „Kannski átti ég undir högg að sækja á síðari hluta sjö- unda áratugarins. Mál mitt var ekki marxískt, ég fylgdi ekki þeirri vinstrisveiflu sem reið yfir og allir tileinkuðu sér að því er virðist... Góðir vinir gátu varla talað við mig vegna þess þeim fannst ég aftan úr forneskju, það sem ég gerði átti ekki upp á pallborðið. Eg var full- trúi einhvers sem var bara afskrifað á þessum tíma af því það var ekki fullt af marxískum hugmyndum. Ég hafði sjálfur enga pólitíska trú, var með hugann við að gera það sem mig langað til, skapa eftir mínu höfði en ekki eftir einhveijum marxískum formúlum. Þetta var nokkuð erfiður tími, ég neita því ekki. En rithöfundar verða líka að gæta sín að ánetjast ekki píslar- vættiskompleksinum og fínnast þeir vera ofsóttir og misskildir. Ég er ósköp þreyttur á öllu slíku. En ég er nú dálítið sjokkeraður yfír því hvað menn eru fljótir að varpa hug- myndafræði sinni fyrir róða. Ég er ekki að tengja þetta atburðum í Austur-Evrópu, jþó þeir séu rann- sóknarefni í sjálfu sér, heldur er ég að tala um þessa marxísku hugs- un og hvað allir gengu inn í þetta og nú er bara öllu hent... Mín fílósófía er sú að það eigi að vera rúm fyrir fullt af mismunandi hug- myndum og skoðunum samtímis." Það er kjarni málsins. En skoðan- ir eiga ekki að kosta menn lífið; né æruna. M. (meira næsta sunnudag.) HELGI spjall SÍÐUSTU TÖLUR, SEM birtar hafa verið um at- vinnuleysi í höfuðborginni, sýna að það fer vaxandi. A fyrstu tíu dögum marz- mánaðar fjölgaði atvinnu- lausum í Reykjavík um 120 og voru orðnir 1.447, sem er mesta skráða atvinnuleysi sem þekkzt hefur. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem fram komu hjá Gunnari Helga- syni hjá Ráðningarstofu Reykjavíkurborg- ar hér í blaðinu í vikunni hafði atvinnu- leysi mest orðið áður í byijun febrúar 1969, þegar 1.410 manns voru atvinnu- lausir. Að vísu hefur heldur dregið úr atvinnu- leysi á landsbyggðinni en það breytir ekki því, að þegar svo margir ganga um at- vinnulausir sem nú, hefur það þrúgandi áhrif á þjóðlífíð allt. Á því hefur engin breyting orðið, að í návígi okkar fámenna samfélags er umtalsvert atvinnuleysi nán- ast óbærilegt fyrir fólk. Þetta mikla atvinnuleysi ætti að ýta á aðila vinnumarkaðar að ljúka kjarasamn- ingum þegar í stað. Fengin reynsla sýnir, að þegar kjarasamningar dragast á lang- inn halda menn að sér höndum í atvinnulíf- inu, ráðast hvorki í framkvæmdir né aukna atvinnustarfsemi af þeirri einföldu ástæðu, að þeir vita ekki að hveiju þeir ganga í rekstri fyrirtækja sinna. Eigi atvinnulífið yfir höfði sér langvarandi vinnudeilur af einhveiju tagi, þótt ekki sé í formi al- mennra verkfalla, hefur það lamandi áhrif á starfsemi fyrirtækja. Þess vegna er ein helzta forsenda þess að eitthvað dragi úr atvinnuleysi sú, að nýir kjarasamningar verði gerðir á vinnumarkaðnum, sem eyði þeirri óvissu, sem nú ríkir og skapi ein- hveija festu í efnahagslífinu næstu mán- uði. Staðan í kjarasamningum nú er sú, að opinberir starfsmenn hafa að hluta til tek- ið sér sæti við hlið samningamanna verka- lýðsfélaganna. Það hlýtur að vera nokkurt álitamál, hvort þetta fyrirkomulag ýti und- ir, að samningar verði gerðir fljótlega. Þótt sömu grundvallarsjónarmið hljóti að ráða ferðinni í gerð kjarasamninga á hin- um almenna vinnumarkaði og við opinbera starfsmenn eru margvíslegir þættir í sam- skiptum ríkisins og starfsmanna þess, sem koma til álita í viðræðum hinna síðar- nefndu, sem varða ekki hinn almenna vinnumarkað beint. Enda hefur vikan, sem nú er að líða að mestu farið í einhvers konar togstreitu á milli fulltrúa opinberra starfsmanna og ríkisins, sem ekki er lok- ið, þegar þetta er ritað að morgni laugar- dags. Það á því eftir að koma í ljós, hvort skynsamlegt var að efna til þess víðtæka samflots, sem nú er að verða í þessum samningaviðræðum. Samningamenn báð- um megin við borðið virðast líta svo á, að svo hafi verið og vonandi hafa þeir rétt fyrir sér. En jafnframt því, sem samnings- gerðin verður flóknari eftir að opinberir starfsmenn komu til sögunnar er augljóst, að verkalýðsforingjunum hrýs hugur við að leggja fram nýja kjarasamninga á fé- lagsfundum, sem í raun verða samningar um engar kauphækkanir. Það er áreiðan- lega ástæðan fyrir því, að Dagsbrún hefur farið eigin leiðir síðustu daga. Forystu- menn Dagsbrúnar telja erfítt að koma til félagsfundar í því félagi með litlar sem engar kjarabætur og það á einnig við um forystumenn annarra verkalýðsfélaga. Þessar áhyggjur verkalýðsforingjanna eru skiljanlegar. í ákveðnum þjóðfélags- hópum gætir vaxandi örvæntingar um afkomumöguleika í fyrirsjáanlegri framtíð. Fólk, sem hefur fyrir mörgum börnum að sjá og er með einhveija skuldabyrði, á mjög erfitt með að komast af og standa við skuldbindingar sínar. Vafalaust eru fleiri að hugsa um það nú að flytjast af landi brott en verið hefur síðustu tvo ára- tugi. Munurinn nú og fyrir tveimur áratug- um er hins vegar sá, að það er ekki auð- velt að fá atvinnu á öðrum Norðurlöndum. Á þessu tímabili hefur efnamunur jafn- framt aukizt stórlega. Það gerðist annars vegar á tíma óðaverðbólgunnar frá 1971 og fram yfir 1980 ög hins vegar á tímum verðtryggingar og hárra raunvaxta á síð- asta áratug. Sá augljósi og almenni efna- munur sem nú blasir við í návíginu hér veldur því, að þeir, sem eiga á brattan að sækja eiga enn erfiðara með að sætta sig við hlutskipti sitt. Beizkjan og sárindin geta orðið yfirþyrmandi. Állt veldur þetta því, að íslenzkt samfélag er um þessar mundir í augum alltof margra þjóðfélags- þegna vont samfélag, sem gerir fólki nán- ast ókleift að bjarga sér. Aðalfundir stóru hlutafélaganna standa yfir um þessar mundir. Niðurstöður reikn- inga þeirra fyrirtækja, sem hafa verið birt- ir, þ.e. Eimskips og Flugleiða, benda til þess, að afkoman á síðasta ári hafi verið betri en menn gerðu almennt ráð fyrir. Afkoma Eimskipafélagsins var góð og af- koma Flugleiða betri en búast mátti við. Vafalaust er þetta vísbending um, að svo sé um fleiri fyrirtæki, sem halda aðalfundi á næstunni. Þótt slíkar afkomutölur vekji bjartsýni er þetta því miður ekki sá veru- leiki, sem við blasir í þjóðfélaginu almennt. Þess vegna hlýtur niðurstaða kjara- samninganna að verða sú, að meiru skipti fyrir félagsmenn verkalýðsfélaganna að halda þeim stöðugleika, sem nú ríkir í efna- hagsmálum, þ.e. lægri verðbólgutölum, en hér hafa sést í manna minnum og þá væntanlega stórlækkuðum vöxtum á næst- unni en að efna til enn frekari óvissu í atvinnulífínu með því að knýja fram kaup- breytingar, sem enginn grundvöllur er fyr- ir. Því fyrr, sem aðilar vinnumarkaðarins ljúka þessum samningum því betra. Betri rekst- ur og þjón- usta ÞÓTT MARGVÍS- legt svartnætti ríki í atvinnulífi okkar um þessar mundir er ánægjulegt að fylgjast með því hve mikill metnaður er til staðar hjá stjórn- endum fjölmargra fyrirtækja í landinu að bæta rekstur þeirra og þjónustu við við- skiptavini á þann veg, að um fyrirmyndar- fyrirtæki verði að ræða í þeim efnum. Til marks um þetta er m.a. sú viðurkenning sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Lýsi hf. fengu nú fyrir nokkrum dögum um að starfsemi fyrirtækjanna uppfylli mjög strangar kröfur sem byggðar eru á alþjóðlegum stöðlum. Fyrirtækin tvö fengu svokallaða vottun þessa. efnis frá brezkum aðila, sem sér um slíkt. Hvað liggur að baki slíkri alþjóðlegri vottun? Ágúst Einarsson, forstjóri Lýsis hf., lýsti því í samtali við Morgunblaðið sl. miðvikudag á þennan veg: „Það varð að lýsa hveiju starfi í fyrirtækinu nákvæm- lega og tíunda hvaða ábyrgð fylgdi þvi. í fyrstu óttaðist starfsfólkið, að það yrði staðið yfír því og fylgzt með hveiju hand- taki en það er öðru nær. Gráu svæðin hurfu og starf okkar varð allt miklu skil- virkara, svo að það leyndi sér enn síður en áður, ef einhver hlekkur starfseminnar var ekki nógu sterkur. Þetta hefur blásið nýju lífi í starf fólksins og oft einfaldað verkin." Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna, sagði sama dag um það starf, sem liggur að baki hinni alþjóð- legu vottun: „Sú vinna, sem við urðum að inna af hendi til að Sölumiðstöðin næði þessum stöðlum jafnaðist á við viðamikið námskeið fyrir allt fyrirtækið. Hún hefur hins vegar tvímælalaust borgað sig og á eftir að verða enn frekari lyftistöng fyrir fyrirtækið í framtíðinni og mjög mikilvæg í sölumálum ... Ég lít ... á þetta sem stórkostlegt tækifæri í harðri samkeppni og það tækifæri kemur í beinu framhaldi af vakningu í neytendamálum þar sem æ meiri kröfur eru gerðar til fyrirtækja. Þau fyrirtæki sem uppfylla ströngustu kröfur standa einfaldlega miklu betur að vígi en hin.“ í stuttu máli þýðir þessi vottun, að við- skiptafyrirtæki Lýsis hf. og Sölumiðstöðv- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARZ 1992 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 14. marz ar hraðfrystihúsanna vita, þegar þau spyij- ast fyrir um þessi fyrirtæki, að þar sem þau uppfylla alþjóðlega staðla er um að ræða fyrirtæki sem uppfylla ströngustu kröfur. Innlendir og erlendir viðskiptaaðil- ar vita því að hveiju þeir ganga í viðskipt- um við fyrirtækin tvö. Þriðja dæmið um metnað til þess að bæta rekstur og þjónustu kom fram á blaðamannafundi sem Hörður Sigurgests- son, forstjóri Eimskipafélags íslands, efndi til í tengslum við aðalfund félagsins í fyrri viku. Þar kom fram, að viðamikið starf er nú unnið á vegum félagsins í svonefnd- um gæðamálum. Það sem vakti sérstaka athygli á þessum fundi var, að Eimskipafé- lag Islands hefur fengið eitt fremsta ráð- gjafafyrirtæki í heimi á þessu sviði til þess að aðstoða félagið við þetta starf. í Bandaríkjunum starfa tveir öldungar, Deming og Juran, sem eru frumkvöðlar í gæðamálum í heiminum. Bandarísk fyrir- tæki sinntu ábendingum þeirra lítt þegar þeir hófu starfsemi sína fyrir u.þ.b. fjórum áratugum. Það gerðu hins vegar japönsk fyrirtæki og í Bandaríkjunum er litið svo á, að þeir eigi meiri þátt en margan gruni í þeirri byltingu, sem orðið hefur í fram- Ieiðsluháttum japanskra fyrirtækja. Eimskipafélagið hefur fengið til liðs við sig fyrirtæki, sem kennt er við annan þess- ara frumkvöðla, Juran, en í því felst, að tæpast er völ á betri ráðgjöf. Þá vakti það eftirtekt, sem fram kom á fyrrnefndum blaðamannafundi forstjóra Eimskipafé- lagsins, að gæðastarfið felst í smáu sem stóru. Sjálfsagt verða margir til að yppta öxlum yfír því, hvemig símaþjónusta fyrir- tækis er. En eitt af því, sem unnið hefur verið að hjá Eimskipafélaginu með aðstoð ráðgjafafyrirtækis Jurans er einmitt að bæta símaþjónustu og tryggja með til- teknum aðgerðum að viðskiptavinum sé svarað í síðasta lagi eftir fjórar hringing- ar. Þegar menn leiða hugann að símasvör- un í fyrirtækjum og hjá opinberum aðilum verður væntanlega ljóst, að einnig þetta skiptir verulegu máli í rekstri fyrirtækja. Það fordæmi sem Lýsi hf., Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Eimskipafélag ís- lands hf. hafa gefið með þeirri starfsemi sem hér hefur verið vikið að, getur haft mikla þýðingu fyrir íslenzkt atvinnulíf. Frumkvæði þessara fyrirtækja á eftir að hafa smitandi áhrif í atvinnu- og viðskipta- lífi. Þegar forstöðumenn annarra fyrir- tækja sjá, hvaða árangri er hægt að ná með þessum vinnubrögðum munu þeir fylgja í fótspor fyrirtækjanna þriggja. Nú skal tekið skýrt fram, að áhugi á gæðamálum hefur vaxið mjög innan ís- lenzkra fyrirtækja á undanförnum árum, eins og glöggt kom fram í sérblaði sem Morgunblaðið gaf út fyrir nokkrum vikum um gæðastjórnun. íslenzkir ráðgjafar á borð við Gunnar Guðmundsson hjá Ráð- garði, sem var Lýsi hf. til aðstoðar í fram- angreindu starfi, hafa sérhæft sig á þessu sviði. En fyrirtækin þijú hafa tekið skref fram á við til viðbótar við það sem áður hefur verið gert, sem á eftir að hafa mjög örv- andi áhrif á atvinnulífíð. Um þetta sagði Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar- innar, í samtali við Morgunblaðið á dögun- um: „Ef allir vinna að þessu marki skapar þetta smátt og smátt betra atvinnulíf með markvissari vinnubrögðum og auknu trausti á fyrirtækjum.“ Vonandi verða fyrirtækin þijú ötul við að miðla reynslu sinni til annarra þannig' að sá metnaður, sem felst í þessu starfi þeirra breiðist út til fleiri og fleiri fyrir- tækja. Framleiðsl- an er það, sem máli skiptir í NÝLEGRI BÓK um þá byltingar- tíma, sem við upp- lifum um þessar mundir, víkur David Halberstam, einn þekktasti blaðamaður í Bandaríkjunum á síðustu áratugum, að þeirri tálsýn, sem haldið hafi verið uppi í Bandaríkjunum á síðasta áratug, að hvers kyns tilfæringar á verðbréfamörkuðum, sem færðu mönnum milljarða í gróða, gætu komið í stað raunverulegrar fram- leiðslu og framleiðni í atvinnulífinu. Síðan víkur Halberstam að styrkleika hins nýja Þýzkalands og segir að hann byggist á því, að Þjóðveijar vinni með gamaldags aðferðum og vinni vel með þeim hætti. Þeir sem vinni að framleiðslu njóti meiri virðingar en t.d. í Bandaríkjun- um. Væntingar eigenda og stjórnenda fyr- irtækja séu raunsæjar en hóflegar miðað við það, sem tíðkist í Bandaríkjunum. Þjóð- veijar reyni ekki að stytta sér leið. Vel megi vera, að efnahags- og atvinnulíf þeirra sé gamaldags en það byggi á traust- um grunni. Spurning er, hvort sú tálsýn, sem David Halberstam víkur að, hafi smitað út frá sér og náð hingað. Afkoma okkar íslend- inga byggist fyrst og fremst á framleiðslu og framleiðni í framleiðsluatvinnuvegum okkar. Það er hins vegar ekki fráleitt að halda því fram, að við höfum stundum horft framhjá þessari grundvallarstað- reynd. Þegar upp er staðið hlýtur raun- veruleg ávöxtun á verðbréfamarkaði okk- ar, sem athyglin hefur beinzt mjög að seinni árin, að byggjast á því, sem gerist eða gerist ekki í framleiðslustarfsemi at- vinnulífsins. Hefur sú tálsýn, sem Halb- erstam telur að hafi orðið á verðbréfamörk- uðum vestan hafs, einnig villt okkur sýn? „Það fordæmi sem Lýsi hf., Sölu- miðstöð hrað- frystihúsanna ojg Eimskipafélag Is- lands hf. hafa gef- ið með þeirri starfsemi sem hér hefur verið vikið að, getur haft mikla þýðingu fyrir íslenzkt at- vinnulíf. Frum- kvæði þessara fyrirtækja á eftir að hafa smitandi áhrif í atvinnu- og viðskiptalífi. Þeg- ar forstöðumenn annarra fyrir- tælga sjá hvaða árangri er hægt að ná með þessum vinnubrögðum munu þeir fylgja í fótspor fyrir- tækjanna þriggja.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.