Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 25
 seer sham .cí smoAauvmuí HAOI/ll(/11/118111 qiaAianuoflOM MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR c^UjPUDAGUR 15. MARZ 1992 25 Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín sofðu vært, hann sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði í Guði sofnaðir þú í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H. Pétursson) Kiwanisklúbburinn Harpa. Glæst salarkynni, fagurbúið veisluborð, ómur lífsgleði samferða- manna og vina, varð áningarstaður á leið til ástvina, sem biðu í varpa. Hún var glæsileg og falleg að vanda. Það húmaði að kveldi, þegar dulúð lífsins byrgði sýn. Hún stóð við vega- mót með æskuástinni sinni. Saman biðu þau þess sem verða vildi, og að morgni nýs dags, þann 8. mars sl., var komið að kveðjustund. Ár- vegir lífsins eru mislangir, þeir eru ekki mannvirki, heldur sköpun náttúrunnar og þeirrar orku sem líf- ið sjálft er. Kristín Sólveig Svein- björnsdóttir var okkur svo kær. Því er söknuðurinn nú svo sár, og hugur bundinn minningunni um uppáhalds vinkonu okkar. Við áttum samleið frá byrjun bú- skaparára okkar, en kynnin hófust nokkru fyrr. í litrófi lífsins var Stína Veiga hald og traust sem gott var að leita til. Hlýja hennar og góðvild í garð manna og málleysingja ollu því að sjaldan féll henni verk úr hendi. Hún unni lífinu og var virkur þátttakandi í gleði og sorgum ann- arra. Hratt flýgur stund. Stína Veiga notaði tíma sinn til hins ýtrasta, ferðaðist, las og tók virkan þátt í félagsmálum sjálfri sér og öðrum til þroska og þekkingarauka. Hún hafði ríka málvitund, og þoldi illa afbakað tungutak eða ritmál. Hún var vel gefin og vel gerð. Lífsgleði hennar var heillandi, og það fylgdi henni fágæt útgeislun góðvildar og birtu. Hún var falleg og glæsileg kona. Á haustdögum, árið 1958, kvaddi hún æskuheimili sitt, Snorrastaði í Kolbeinsstaðahreppi, aðeins sautján ára gömul. Hún var að fara til vetr- ardvalar í Húsmæðraskóla Reykja- víkur. Elskulegir foreldrar hennar, sæmdarhjónin Sveinbjörn Jónsson bóndi og kennari og Margrét Jó- hannesdóttir, ásamt systkinum og frændgarði, bjuggu heimasætuna vel til fararinnar. Hún hafði meðferðis í farteski sínu menningu íslenskra bænda- heimila, heiðarleika, rausn og ósér- hlífni. Óskir fylgdu um gæfu og gengi. Sú varð líka raunin. Námið sóttist henni vel, og lífsförunautinn fann hún. Grétar Haraldsson og Kristín Sól- veig felldu hugi saman, svo ung og glöð. Hjónaband þeirra varð traust og órjúfanlegt. Þeim voru gefin þrjú efnileg og góð börn. Margrét, sem er gift Gunnari Halldórssyni verk- fræðingi, Jóna Björk lofuð Andra Má Ingólfssyni framkvæmdastjóra og Sveinbjörn Snorri, 16 ára nemi, sem enn er í foreldrahúsum. Barna- bömin eru tvö, og urðu gleðigjafar ömmu sinnar og afa, Grétar Halldór og Salóme. Þegar aldur færðist yfir foreldra hjónanna, og sorg kvaddi dyra hjá fjölskyldum þeirra, varð heimilið í Lálandi 21 griðastaður ættingja og vina. „Mamma, nú er ekkert að gera, komum til Stínu,“ var algeng setning á heimili okkar. Hún segir allt. Hjá henni var gleðin, birtan og kærleik- urinn. Ef gest bar að garði var hann látinn finna, að húsráðendur mátu svo mikils vinskap og mannleg sam- skipti. Glöggt auga Stínu fyrir skemmtilegheitum lífsins og frá- sagnargáfa voru einstakir eðlisþætt- ir hennar. Enginn skóli skapar slíkan listamann. Fyrir allt þetta, hjálp og trygga vináttu, sendum við henni hjartans kveðjur og þakkir. í þeirri trú, að undur lífsins séu fleiri en hugur gríp- ur, bjóðum við sorginni sátt. Fegurð og friður fylgi elskulegri vinkonu okkar þangað sem lífið skilar okkur öllum. Brynhildur K. Andersen og fjölskylda, Sólvallagötu 59. „Því er hljóðnuð þýða raustin, hún sem fegurst kvæðin kvað?“ Þetta litla stef kveikir ótal minn- ingar um vinkonu okkar Kristínu Sólveigu Sveinbjömsdóttur. Aðeins er liðið rétt ár frá því að við hitt- umst til að samfagna Stínu á fimm- tugsafmæli hennar og því er erfitt að sætta sig við að sjá ekki lengur bjarta brosið hennar sem feykti burtu vandamálum líðandi stundar. Geta ekki hringt og fengið skjót svör við ótrúlegustu spumingum um liðna tíð, ártöl, atburði, fólk, kvæði eða hvað sem var sem hún Stína geymdi í kollinum sínum. Leitað til hennar í leik og starfí, þess fullviss að fara aldrei „bónleiður til búðar“ væri þess nokkur kostur. Henni var lagið að lyfta hvers- dagslegu amstri í hæstu hæðir og umvefja það rómantískum lýsingum svo streitan og þunga skapið hvarf eins og dögg fyrir sólu. Hún var glæsileg kona, glaðlynd og jákvæð og laðaði fram góðar hugsanir og leitaðist ætíð við að sjá hið allra besta í fari fólks og björtu hliðarnar á tilverunni. Félagslynd var hún Stína og átti gott með að umgangast fólk. Það var því við hæfi að hún verði starfsævi sinni við fjölförnustu götuna í bænum, Laugaveginn. Sú gata verður ekki söm um langa tíð eftir brottför henn- ar. Gott var að reka nefið í gættina hjá Stínu og fá birtuna frá brosinu hennar og falleg ljóðræn orð um veðrið, góðar óskir um bjartan dag og ástarkveðjur til fjölskyldunnar í veganesti. Hún veitti af rausn vin- áttu og gleði. Stína var í hjarta sínu listamaður. Tilfinningarík, rómantísk, hagmælt, fljúgandi mælsk og talaði svo fallegt íslenskt mál að eftir því var tekið. Hún átti auðvelt með að tjá sig með ljóðum, hafði unun af því að syngja og kunni alla texta. Við vinkonumar nutum þess á okkar mörgu ferðalög- um og samverustundum að sitja all- ar í hnapp og syngja saman við gít- arundirleik, eða hlusta þegar hún söng sitt uppáhaldsljóð, „Bréfið hennar Stínu", eins og henni einni var lagið. Þá var það ekki síður notalegt eftir erfíðan ferðadag að halla sér og hlusta á hana miðla okkur af ljóðum Tómasar og Dav- íðs, og sofna síðan út frá því. Við þökkum Stínu samfylgdina og vottum ykkur elsku Grétar og fjölskylda okkar dýpstu samúð og Biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg- inni. Edda, Gógó, Halldóra, Sigrún og Soffía. Elskuleg vinkona mín hún Kristín er látin, þetta er óraunverulegt, ég er orðlaus. Falleg lífsglöð kona í blóma lífs- ins, með skemmtilega framtíðar- drauma er hrifin frá okkur, þetta er sárt. Við Kristín, sem í góðra vina hópi var kölluð Stína, áttum það sameig- inlegt að sinna verslunarstörfum við Laugaveginn í áraraðir, eiga heimili okkar og vera nágrannar í Fossvog- inum og síðast en ekki síst að vera saman í hárgreiðslutímum vikulega hjá henni Hönnu Kristínu „okkar" í Kristu, í um það bil tuttugu ár. Þar áttum við einstakar og ógleymanlegar stundir. Lífsgleðin geislaði af Stínu, þar voru umræður um félagsmál, sefn hún tók mikinn þátt í, og um ýmis þjóðmál, og allt var rætt á jákvæðu nótunum, og mikið hlógum við oft, því hún hafði svo góða frásagnarhæfileika. Ég kom sem endurnærð af þess- um „fundum" okkar og oft sagði Stína „Erla nú erum við fimm árum yngri“. Ég er þakklát fyrir þessar stundir og vináttu hennar. Nú er efst í huga mér fjölskylda hennar sem var henni svo kær, elsku Grétar minn, Margrét, Jóna Björg og Sveinbjöm, við Skúli sendum ykkur og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur. í huga okkar verður minningin um Stínu eins og fögur rós. Blessuð sé minning hennar. Erla Vilhjálmsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Okkur var svo sannarlega brugðið þegar við fregnuðum andlátið henn- ar Stínu hinn 8. mars. Andlátið kom okkur svo sannarlega á óvart. Það fyrsta sem kom upp í hugann hjá okkur var að ekki ættum við eftir að sjá Stínu oftar labba niður Vita- stíginn á leið til vinnu sinnar, veifa og brosa sínu geislandi brosi til okk- ar. Við kynntumst Stínu og fjöl- skyldu þegar við fluttum í næsta hús við fjölskyldu hennar árið 1978. Það voru börnin sem leiddu fjölskyld- + Faðir minn, tengdafaðir og afi okkar, HÖSKULDURSTEFÁNSSON, Víðiiundi 20, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 18. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjúkrunarheimilið Hlíð. Sigrún Höskuldsdóttir, Símon Steingrírnsson, Pálmi Símonarson, Einar Símonarson. t Þökkum auðsýnda samúð viö andlát og útför föður okkar og bróður, ÞOVALDAR GUÐMUNDSSONAR, ísafirði. Þóra Þorvaldsdóttir, Guðmundur Þorvaldsson, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ingunn Þorvaldsdóttir, Hulda G. Mogensen og fjölskyldur. + Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinsemd við andlát og útför ALBERTS EINVARÐSSONAR frá Marbakka, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks og vistmanna á Dvalarheimilinu Höfða fyrir góða umönnun og hlýhug. Helga Indriðadóttir, Indriði Albertsson, Helga Sveinbjörnsdóttir, Einvarður Rúnar Albertsson, Ingibjörg Sólmundardóttir, Rósa Kristín Albertsdóttir, Gunnar Hafsteinsson, Helga Þórný Albertsdóttir, Sturlaugur Gíslason. urnar saman og hefur alltaf verið samgangur okkar á milli þar sem börnin hennar eru á svipuðum aldri og börnin okkar. En svo urðu þau eldri og samganguiinn varð ekki lengur á hveijum degi. En samgang- urinn var samt áfram á milli okkar og er nú búið að ijúfa stórt skarð í hann. Við biðjum góðan guð að styrkja eftirlifandi eiginmann, böm, tengda- syni, barnaböm, móður Stínu og aðra ástvini. Við vitum að þið eigið um sárt að binda og söknuðurinn er mikill. Blessuð sé minning hennar. Fjölskyldan Lálandi 24. Enginn tími, enginn staður, enginn hlutur dauða ver. Bú þig héðan burt, ó maður, brautarlengd þú eigi sér. Vera má, að vegferð sú verði skemmri en ætlar þú. Æskan jafnt sem ellin skundar eina leið til banastundar. (Bjðm Halldórsson) Fréttir geta stundum verið svo íjarri öllu viti og sanngimi að maður neitar að trúa þeim. Jafnvel áratug- ir geta liðið svo, að maður sætti sig ekki við skyndilegt fráfall vinar og félaga. Þannig var okkur nú farið, er við fengum þá sorglegu frétt að nánasti vinur og samstarfsmaður okkar væri allur. Hún elsku Stína okkar. í gær glöð og kát og geislaði af henni eins og alltaf, en í dag ekki á meðal okkar. Við sitjum hér og hugsum til hennar, sem ávallt var svo full af lífsgleði og ánægju, okkur leið alltaf vel í návist hennar, eins og öllum sem þekktu Stínu, enda átti hún marga góða vini. Hjá henni þroskuðust og döfnuðu margir mannlegir eiginleikar sem við mátum mikils og gæddu um- hverfið fegurð. Hún sýndi ætíð hversu mikils hún mat réttlæti og hafði alltaf ástæðu til að gleðjast eða hryggjast með þeim sem ástæðu höfðu til. Hún vildi vanda allra leysa og var fljót til, og orð hennar stóðu sem stafur á bók. Stína var okkar trausti vinur sem við gátum alltaf reitt okkur á. Og nú þegar hún er farin og ný vinnu- vika er hafin og við sitjum niðri í búð og horfum á stólinn hennar Stínu auðan, þá fýllumst við söknuði og trega. Það verður sárara en orð fá lýst að sætta sig við að hún eigi ekki eftir að vera framar hér með okkur. Hér er nú tómlegt og hljótt. En reynum að sætta okkur við það sem hún sagði svo oft: „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir“, og „ást- vinunum sem eftir verða er ætlað að taka út ákveðið þroskaskeið". Við kveðjum nú elsku Stínu okkar og þökkum henni allar gleðistundirn- ar og biðjum álgóðan Guð að gæta hennar og geyma. Elsku Grétar, Magga, Jóna Björk, Sveinbjörn og Margrét, ykkur og öðrum aðstandendum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur við þetta þunga áfall. Gilli, Maja, Siggi og Tinna. Af eih'fðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér, mót óllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Og nú var um seinan að sýna þér allt það traust, sem samferðafólki þínu hingað til láðisf— að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist. (Tómas Guðmundsson) Kveðja frá Gilla og Sigga. Fleirí minningargreinar um Kristínu Sólveigu Svein- björnsdóttur bíðn birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. + Móðir mín, SIGURBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, Grænuhlíð 20, verður jarðsungin frá nýju Fossvogskapellunni þriðjudaginn 17. mars kl. 15.00. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Magnea Jónína Magnúsdóttir. + Elskulegur faðir okkar, afi og langafi, BALDUR MAGNÚSSON frá Hólabaki, Hraunbæ 98, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju mánudaginn 16. mars kl. 15.00. Ingibjörg, Magnhildurog Kristíana Baldursdætur, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ERNU DANÍELÍNU MAGNÚSDÓTTUR, Hvanneyrarbraut 36, Siglufirði. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki sjúkrahúss Siglufjarðar fyrir alla þeirra umönnun. Sigurður Gislason, Gísli J. Sigurðsson, Karóli'na M. Thorarensen, Erna S. Gísladóttir. + Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og stuðn- ing við andlát og útför VILHJÁLMS ÞÓRS ÞORBERGSSONAR, Vogagerði 27, Vogum. María Henley, Kristín Vilhjálmsdóttir, Jóhann Vilhjálmsson, Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, Jóna Aðalheiður Vilhjálmsdóttir. Þorbergur Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.