Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992
17
mörgum merkum mönnum hér áður
TyrrT Honum þótt! aTIeitt að háfá~
ekki komist til Bandaríkjanna á sín-
um tíma. En hann hafði sloppið
með 2ja ára fangelsi og hafði fyrir
löngu sætt sig við sitt hlutskipti.
Hann hjólaði með mig út um alla
borg og varð ákaflega þakklátur
fyrir að fá einn dollar á klukkutím-
ann.
Ég get ekki ímyndað mér að
gestur dvelji lengi í þessu fegurðar-
innar landi er hann skynjar að hvað
sem líður skorti fólks og vöntun,
það er aðeins eitt sem þjóðina
hungrar í; að Bandaríkjamenn af-
létti viðskiptabanni og taki hana í
sátt. Það hvílir á þeim eins og
mara og velvild og ákefð í garð
Bandaríkjamanna er hreint með
ólíkindum. Ég hugsaði stundum si
svona þegar ég hlustaði á fólk tala
um þetta eða fann það af öðru lát-
bragði: skrítið með þessa Banda-
ríkjamenn, þeir tapa stríði og setja
þjóð í viðskiptabann, þeir vinna stríð
og setja þjóð í viðskiptabann. Ég
gat ekki fengið þetta til að ganga
upp. Alla vega ekki þegar verið er
í Víetnam.
Lengst af í Ho Chi Minh borg
var ég á Saigon Mini Hotel. Það
er stór og myndarleg, gömul bygg-
ing og ég hef ekki séð þessa hótels
getið í ferðamannabókum. Ekki
einu sinni í Lonely Planet, þar er
aðeins getið um Saigonhotel sem
er allt annar handleggur. Saigon
Mini stendur við torgið rétt við
Saigonfljótið og snýr út_ að einni
aðalgötunni Dong Khoi. I hótelinu
eru aðeins 8 herbergi en þau eru
gríðarstór, ég hugsa að ég hafi
haft að minnsta kosti 30 fermetra
til umráða. Það var hávær loftkæl-
ingarbúnaður, hreint á rúmum og
meira að segja ísskápur og baðher-
bergið var hreint. Seinna voru mér
færð sápa og salernispappír, og af
honum var ákveðinn skammtur á
dag. Herbergið hefði hresst til muna
við málningu. Ég var svo stálhepp-
in að það bjó eðla með mér í her-
berginu svo ég þurfti ekki að óttast
moskítóbit á nóttunni.
Á hótelinu bjuggu þessa daga
auk eigendanna og mín, ættingjar
þeirra í nýjársheimsókn. Á neðri
hæð var stór veitingasalur og ég
borðaði þar einu sinni. Hina dagana
var hann lokaður í tilefni hátíðar-
innar.
Vegna nýjársins voru allir á
fleygiferð þessa fyrstu daga í febr-
úar. Ógerningur var að komast
flugleiðis til Hanoi svo að hún verð-
ur að bíða þar til næst. Ég var með
leyfi til að ferðast hvert sem ég
vildi og fór meðal annars í 3ja daga
ferð til Nha Trang með bílstjóranum
og prýðispiltinum Dung. Það eru
um 500 kílómetrar og farið um
fagurt landslag og í því meiri fjöl-
breytni en ég hafði búist við. Við
leigðum bát í Nha Trang og sigldum
um grænan sjó út í eyjarnar og
horfðum yfir til skagans þar sem
Bandaríkjamenn höfðu mikilvæga
flotastöð á árum áður. Ég gisti á
Trang Loi, þar sem ég gat valið
um herbergi frá 5-20 dollara. Sagan
segir að bandarískir hermenn í
flotastöðinni og í grennd við Nha
Trang hefðu jafnan komið á hótelið
til að fá sér kvöldverð. Um það var
samkomulag að þeir lykju sér af
fyrir klukkan níu, þá mættu Víet
Congar til að fá sér bita. Ég ábyrg-
ist ekki sannleiksgildi þessa.
Við skoðuðum Chamturna og
Dung sagði mér frá stúlkunni sem
hann vill giftast en hana dreymir
eins og fleiri um Ameríku. En þó
segja mætti langa sögu um þá ferð,
kemur mér fyrst og alltaf í hug litla
frúin mín í Phan Thet.
„Hún vill upplýsa þig um að hún
er 54 ára. Hún er ekkja, Amríkanar
drápu manninn hennar, hún á tvær
dætur og tvo syni. Henni þætti
vænt um að þú segðir henni deili á
þér.“ Við Dung höfðum stoppað á
austurleiðinni í Phan-Thet til að fá
okkur hádegismat. Nánar tiltekið á
smáveitingastaðnum Hai Son. Eig-
andinn tyllti sér við borðsenda til
að athuga hvernig maturinn smakk-
aðist. Hún var örlítil falleg kona,
með mjúkt bros og hlý augu.
Þegar hér var komið sögu hafði
ég verið viku í landinu og hafði
veitt þessu athygli; það var alltaf
byijað á að segja mér hvað viðmæl-
é
1
andinn væri gamall og ætti af börn-
um og síðan óskað eftir að ég gyldi
í sömu mynt.
Ég heyrði fljótlega að litla frúin
Mac Thi Tram skildi ensku þó hún
vildi ekki tala hana í byijun. Hún
var áhugasöm og blíð, angurvær
og það var mikið af iífsreynslu í
smágerðu andlitinu. Hún var að
norðan en hafði flust til Phan Thet
eftir að stríðinu lauk og komið upp
þessari fábrotnu veitingastofu. Þar
sem maðurinn hennar hafði látist
fyrir hartnær 26 árum furðaði ég
mig á því að eingöngu elsta barnið
hefði stofnað fjölskyldu. En hugsaði
ekki nánar út í það þá.
Tet var í þann veginn að ganga
í garð og ég geri ráð fyrir að Dung
hefði ekki stoppað þarna nema af
því Hai Son var einn fárra staða á
allri leiðinni sem var opinn. Litla
frúin hafði áhyggjur af því ég hefði
ekki matarlyst, og hvatti mig óspart
til að gera mér gott af matnum.
Hún skrifaði niður nafnið sitt fyrir
mig og bað Dung að taka af okkur
mynðiÍOg þar
rneð væri varla
meira um það
að segja. Og
þó.
Við komum
aftur til Phan
Thet þremur
dögum síðar,
það var daginn
fyrir Tet. Dung
ætlaði að taka
bensín rétt hjá
og það er ekki að orðlengja það að
frú Mac Thi Tram kom hlaupandi
út, og var í sjöunda himni að sjá
okkur aftur; nýjársveisla fjölskyld-
unnar var að hefjast, hana langaði
að við borðuðum með henni, þremur
yngri börnunum og bróður sem
hafði komið frá Hanoi til að halda
upp á nýjárið.
Útbúið hafði verið eins konar
altari, þar var mynd af eiginmann-
inum og raðað á það kökum og
sætindum, mat og reykelsi til að
kalla anda hans heim eins og siður
er. Það voru ótal réttir fram born-
ir, fleiri en ég kann að nefna og
sérbruggað nýjársvín. Ég horfði á
börnin hennar og hugsanir skutust
upp; þau litu ekki út fyrir að vera
á réttum aldri
Frá Ho
Chi Minh.
miðað við lát
eiginmannsins
og auk þess
voru þau öll
með yfirbragð eins og amrísku Víet-
namarnir sem maður rakst hvar-
vetna á í Ho Chi Minh-borg.
Það mætti segja mér að nýjárs-
vínið hafi valdið því að máltíð lok-
inni sagðist litla frúin vilja tala við
mig. Dung fékk ekki að hlýða á
það samtal. Hún sagði mér söguna
sína og brosti allan tímann.
Elsti drengurinn var ársgamall
þegar maðurinn hennar féll í átök-
um við bandaríska hermenn. Hún
fluttí til móður sinnar með barnið,
harmþrungin og hatursfull. Tveim-
ur árum síðar var hún að koma
utan af hrísgrjónaakrinum, þegar
hún gekk fram á meðvitundarlaus-
an Bandaríkjamann, vél hans hafði
verið skotin niður. Hann hafði kom-
ist út og skriðið langar leiðir uns
hann örmagnaðist. Hún ætlaði að
ná í gijót og drepa hann og hefna
Allir á
hjólum.
manns sins en
þá opnaði
hann augun og
sagði eitthvað.
Hún bjó um
hann, fór heim og útbjó byrgi und-
ir húsinu og tókst síðan í skjóli
myrkurs að drösla honum heim.
Um hríð gat hún leynt þessu
fyrir móður sinni og þorpsbúum en
þegar hún tók að gildna og ól síðan
barn svona alveg upp úr þurru, hún
í virðulegu ekkjustandi, tók við tími
skelfingar. Hún lifði í stöðugum
ótta um að komið yrði upp um hann.
En svo varð ekki og næstu tvö ár
var hann í byrginu og á þeim tíma
bættust líka tvö börn í búið.
Fyrir tuttugu árum hjálpuðu vin-
ir í þorpinu henni að koma honum
suðureftir. Hann var nýgiftur þegar
hann var skotinn niður og hét henni
að fara heim, skilja við konuna og
sækja hana og börnin að stríðinu
loknu. Eftir að kommúnistaherir
höfðu sigrað var hún rekin úr þorp-
inu með skömm, íjögur börn og
gamla móður sem dó á leiðinni suð-
ur á bóginn.
Vió litla
frúin.
Hún settist
að í Phan Thet,
þar vissi eng-
inn um hennar
fortíð, börnin
hennar voru bara þijú af mörgum
sem víetnamskar konur höfðu átt
með bandarískum hermönnum. Og
síðan hefur hún beðið hans. Stríðinu
er lokið fyrir mörgum löngum árum
er. hann kemur ekki.
Það var langt liðið á dag þegar
sögunni var lokið. Við kvöddumst
með trega, báðar orðnar vel hreifar
af nýjársvíninu. Öll fjölskyldan kom
út að veifa.
í þessu landi býr mörg saga
handan við brosið. Óg í Phan Thet
heldur litla frú Mac áfjam að bíða.
Og meðan hún bíður rekur hún litla
veitingastaðinn og á nýjárshátíðinni
ræktar hún minningu mannsins síns
sáluga. Hún grætur stöku sinnum.
Oftast brosir hún - og bíður.