Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 15 Guðrún Bergmann, annar framkvæmdaaðila sýningarinnar, ásamt Robert Grey Eagle, varaforseta Oglala Lakota-College, fyrir framan eina af byggingum skólans. Dance á Snæfellsáss-hátíðinni undir Jökli, undir leiðsögn Davids Carsons. Við Wounded Knee höfðu indíánarnir einmitt verið að dansa Ghost Dance, þegar yfir 300 óvopnaðir menn, konur og börn voru strádrepin af hermönnum Bandaríkjastjórnar. Þeim indíánum sem eftir voru var safnað saman á litlum verndarsvæðum án allra réttinda eða möguleika til sjálfsbjargar. Þessi svæði, sem oft voru hrjóstr- ug og óbyggileg, var indíánunum bannað að yfírgefa. Þeir voru einn- ig án allra þegnréttinda fram til ársins 1924. Oglala Lakota ætt- bálkurinn býr í suðvesturhorni Suður-Dakóta og nær verndar- ^væðið m.a. inn á landsvæði sem kallað er „Badlands" (Vonda land) og er eins og nafnið bendir til lítt fýsilegt til búsetu. Eins og áður sagði er mikið atvinnuleysi á verndarsvæðunum í dag auk ýmissa félagslegra vandamála. T.d. er áfengissýki mjög algeng. Dansinn mikilvægastur Þrátt fyrir erfíðar ytri aðstæður er fullur vilji meðal Lakota Sioux- indíánanna á verndarsvæðunum að bijótast út úr eymdinni og kynna menningu sína, sem þeir hafa lengi þurft að stunda á laun. Þeim var bæði bannað að dansa ákveðna dansa og að stunda trú sína og gilti það bann til ársins 1978. Þegar banninu var aflétt hófst mikil vakning meðal allra indíánaþjóða Norður-Ameríku um að endurvekja dansana sem eru hluti af menningu sem ekki má glatast. Dansinn er mikilvægasti hluti menningar Lakota Sioux- indíánanna. Þeir hafa í gegnum aldirnar tjáð alla mikilvæga at- burði í lífi sínu með dansi og dans- inn var og er ennþá hluti af hinu daglega og trúarlega lífi þeirra. Dansinn hefur verið notaður til að tjá tilfinningar, gleðjast, und- irbúa veiði- og hernaðarferðir, til að flytja þakkir til veiðidýranna sem veidd eru og til að lýsa sigrum og ósigrum í herferðum, svo eitt- hvað sé nefnt. Sýningarhópurinn sem hingað kemur mun sýna margar gerðir dansa. Að sögn Guðrúnar Bergmann eru þessir dansar ekkert tilbúið sýningar- atriði sem sett er upp fyrir ferð- ina. „Þessir dansar eru í hæsta máta lifandi og eru dansaðir hve- nær sem tækifæri gefst, en það er í nánast í hvert skipti sem Lakot- arnir koma saman til að halda upp á eitthvað. Dansarnir eru ákveðið tjáningarform sem tengist lífs- máta þeirra. Allt er tjáð í dansi; blæbrigðin falla undir mismunandi útfærslu á dansinum. Guðrún Bergmann segir að yfir- leitt séu danshópar á öllum verndarsvæðunum. Það séu bæði skipulagðir hópar sem ferðast um með sýningar á POW-WOWum eða einstaklingar sem mæta og sýna á slíkum danshátíðum. Guð- rún segir að eitt vandamál sem komi upp við skipulagningu ferða til annarra landa sé, að indíánarn- ir hafí mjög slæma reynslu af hvíta manninum og treysti honum illa. Þeir séu mjög tortryggnir í garð hvítra og það taki langan tíma að vinna traust þeirra. Þessi tortryggni sé erfiðasti þátturinn í samskiptum við þá. Falleg sýning — En hvað fá íslendingar út úr því að sjá sýningar Lakota- danshópsins? „Við fáum fyrst og fremst að sjá mjög fallega sýn- ingu,“ segir Guðrún Bergmann. „Við fáum að sjá yfirbragð menn- ingar Lakota Sioux-indíánanna í gegnum dansinn, menningar sem er gjörólík okkar menningu. Við fáum innsýn í hve dansinn er þeim mikilvægur, svo og samspil dans- ins og búninganna sem eru mjög vandaðir. Þeir eru allir handunnir af dönsurunum sjálfum eða fjöl- skyldum þeirra.“ Guðrún segir að Robert Grey Eagle, varaforseti Oglala Lakota- College, hafi talað um hve stoltir þeir væru yfír því að heimsækja ísland, þar sem ís- land sé land sem eigi sér langa sögu. Sagan með mörgum sam- eiginlegum undirtónum, sé grund- völlurinn að samstöðu milli þess- ara, annars gjörólíku menning- arsvæða. Guðrún segir að þau hafi lagt sig fram um að gera heimsóknina til íslands sem virðulegasta og hafí leitað eftir stuðningi fjölda aðila, til þess að svo mætti verða. Hvarvetna hafi þeim verið tekið með miklum hlýhug og áhuga. Stuðningurinn er bæði í formi ræðuhalda fyrir sýningar, svo á annan hátt. Til dæmis talar aðals- endifulltrúi bandaríska sendiráðs- ins fyrir sýninguna í Borgarleik- húsinu og borgarstjóri eða fulltrúi hans fyrir sýninguna í Þjóðleikhús- inu. Vigdís Finnbogadóttir forseti tekur einnig á móti hópnum. Sem fyrr segir verður frumsýn- ing hópsins í Borgarleikhúsinu 22. mars kl. 15.00. Sama dag kl. 21.00 verður síðan sýning í Þjóðleikhús- inu. I Kork*o*Plast Sænsk gæðavara KORK-gólffllsar með vinyl-plast-áferð Kork*o*Plast: í 10 gerðum Veggkork í 8 gerðum. Ávallt til á lager -T Aðrar korkvörutogundir á lager: Undirlagskork í þremur þykktum Korkvólapakkningar i tveimur þykktum Gufubaðstofukork Veggtöflu-korkplötur i þremur þykktum Kork-parkett venjuiegt, i tveimur þykktum Einkaumboð á íslandi: Þ. Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 • Reykjavík • Sími 38640 Skanhár Klapparberg 25, 111 Reykjavik Við veiturn þér: ★ Þitt eigið eðlilega hár sem vex það sem þú átt eftir ólifað. ★ Ókeypis ráðgjöf hjá okkur eðá heima hjá þér. ★ Framkvœmt af fœrustu lœkmim hjá einni elstu og virtustu einkastofnun í Evrópu. Hringið á kröldin eða um helgar, SÍMI 91-678030 eða skrifið til: TÓNLEIKAR til styrktar Finni Eydal verða í kvöld í Súlnasal Hótels Sögu, kl. 21.00 stundvís- lega. Húsið opnað kl. 20.00. Aðgöngumið- ar kr. 1.000,- verða seldir við innganginn. Eftirtaldir aðilar koma fram til styrktar Finni Eydal: Kvartett Árna Scheving Gammar Hljómsveit Óla Gauks Tríó Kristjóns Magnússonar Tríó Carls Möller Sviflusextettinn Hljómsveit Finns Eydal Ellý Vilhjólms Andrea Gylfa Anna Mjöll Helena Eyjólfsdóttir Ómar Ragnarsson, „blues-flautori“ Kynnar kvöldsins: Vernharður Linnet og Hermann Gunnarsson Zontaklúbburinn Þórunn hyrna Jazzvakning V_________________________________/ STÍFT NÁMSKEIÐ FYRIR KARLMENN SEM VILJA KOMAST í TQPPFQRM ✓ Fitumæling og vigtun SIMI 68 98 68 ✓ Ftáðgjöf ✓ Fyrirlestrar um rétt mataræði ✓ Hreyfing.stöðvaþjálfun og tækjaþjálfun ✓ Viðurkenningarskjöl ílok námskeiðs með skráðum árangri s. Eina varanlega leiðin að lækkaðri líkamsþyngd er aukin hreyf- ing og rétt mataræði. Við hjálþum þér að brenna fitu og kennum þér hvernig á að halda henni burtu fyrir fullt og allt. LÁTIÐ SKRÁ YKKUR TAKMARKAÐUR FJÖLDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.