Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 18
MORGyNBpAfflÐ S.LJNN.UpAGUR 15fl tyA.fi?, Ijl93(, 18 Systurnar í faðmi fjölskyldunnar. Grétar Pétur með Díönu, Kristín 2 ára, Eva 5 ára og Laufey Þóra með Dagnýju. Þríburarnir, fyrstu börn ársins í Reykjavík, á heimleið: Fögnuður en kvíði undir niðri hjá foreldrunum Fjölskyldan stækkaði úr Qórum í sjö við fæðinguna 1. janúar eftir Sigurð Jónsson „Við erum auðvitað í sjöunda himni yfir því hvað þetta hefur allt saman gengið vel en auðvitað er maður svona dálítið kvíðinn undir niðri fyrir þvi hvernig þetta muni ganga þegar þau eru öll komin heim,“ sagði þríburamamman Laufey Þóra Olafsdóttir, en þríburar hennar og Grétars Péturs Geirssonar voru fyrstu börnin sem fæddust í Reykjavík á árinu, nánar til tekið 1. janúar klukkan 18.00. Þau eiga tvö börn fyrir, telpurnar Evu, 5 ára, og Kristínu, 2 ára. „Það er fyrir mestu að þau séu heilbrigð, þá gengur þetta allt vel,“ sagði Grétar Pétur hressilega og kvaðst vera hinn bjart- sýnasti. Sjálfur er hann fatlaður á fótum og að hluta á höndum og gengur við hækjur en getur bjargað sér án þeirra. Þau voru sammála um það hjónin að þó þau væru öll af vilja gerð þá viður- kenndu þau vel að framundan væri nokkuð strembinn tími með þéttri dagskrá sem ekki væri unnt að komast í gegnum án þeirrar heimilisaðstoðar sem þau fá. að voru tvær stúlkur og einn drengur sem komu í heiminn á nýársdag á Landspítalanum að við- stöddum læknum, ljós- mæðrum og hjúkrunarkonum. Allt var gert til þess að fæðingin gengi vel sem og hún gerði. Börnin voru skírð fljótlega eftir fæðinguna og heita Geir Grétar, sem fæddist fyrstur, Dagný og Díana. Þau fengu strax viðeigandi meðferð á fæðingadeildinni, voru sett í súr- efniskassa og öndunarvél. Nokkur óvissa var með heilsu þeirra fyrstu tvo til þijá dagana en þau komust í gegnum óvissuna. Þær Dagný og Díana losnuðu úr súrefniskass- anum á undan Geir Grétari þrátt fyrir að hann væri þeirra stærstur við fæðingu, 1.300 grömm, Dagný var 1.200 grömm og Díana léttust, 1.082 grömm. Þótt Díana væri létt- ust, var hún samt sem áður einna sprækust eftir fæðinguna og hefur nú nálgast hin tvö verulega að þyngd. Þær Dagný og Díana fengu að fara heim af spítalanum 1. mars en Geir Grétar varð eftir þar sem hann á svolítið erfitt með önd- un ennþá. Það er óvenjulegt að þríburar skuli ekki sendir heim í einu lagi en það þurfti að gera að þessu sinni vegna þrengsla og hve mikið er um fyrirburafæðingar á Landspítalanum. HIó í 15 mínútur Laufey var komin fjóra mánuði á leið þegar hún fékk að vita að hún gengi með þríbura. „Þetta sást í. sónarnum og ljósmóðirin sagði að það væri ansi fjölmennt þama inni. Þá vissi ég að þau væru fleiri en eitt en að þau væru þijú hvarfl- aði ekki að mér. Ég hló víst í einar 15 mínútur samfleytt og sagði aft- ur og aftur: Ég trúi þessu ekki! Ég trúi þessu ekki! Þetta var svo óraunverulegt og skrýtið," sagði Laufey. „Ljósmóðirin vildi endilega að ég fengi mér sæti en ég sagðist sitja allan daginn og hefði bara gott af því að standa. Hún vildi ekki hætta á að ég dytti endilangur á gólfið við þessa vitneskju," sagði Grétar Pétur. „Mér var sagt að hætta að vinna og fá mér heimilishjálp," sagði Laufey, sem vann á auglýsinga- deild Ríkisútvarpsins. „Ég var síð- an með heimilishjálp tvisvar í viku fram að fæðingunni. Síðan fæ ég hjálp hálfan daginn næstu sex mánuði og það verður mikill stuðn- ingur að því,“ sagði Laufey. Þrír læknar í viðbragðsstöðu „Mér var sagt að þetta væri áhættumeðganga og tók það auð- vitað alvarlega. Þess vegna vildi ég ekki vera að kaupa neitt á böm- in á meðan ég gekk með þau, var við öllu búin ef eitthvað kæmi uppá. Annars var mér sagt að ef ég kæmist yfir 28 vikur í með- göngunni væri mér óhætt og ég náði 29 vikum,“ sagði Laufey. Grétar Pétur sagðist hafa hamr- að á því eftir að 27 vikur voru liðn- ar að Laufey þyrfti að leggjast inn á spítalann í Ijósi þess að fæðing hinna barnanna hefði gengið mjög Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Laufey Þóra með þríburana í fanginu, Díönu, Geir Grétar og Dagnýju. hratt fyrir sig og hún ekki komist á fæðingardeildina heldur átt heima. En jólin voru látin líða og það var svo 29. desember að Lauf- ey var lögð inn. Hún fór sjálf upp á spítala þar sem hún fann fyrir útvíkkunarverkjum eða örlitlum seiðingi. Á spítalanum var fæðingin stöðvuð og hún beðin vinsamlegast að bíða með fæðinguna fram yfir nýársnótt því þá er alltaf fámennt á deildinni af starfsfólki. En það voru þrír læknar í viðbragðsstöðu á bakvakt yfir áramótin. „Þeir máttu láta sér nægja appelsín og kók þessi áramótin," sagði Laufey og hló. Svo var allt sett á fullt á nýársdag og börnin tekin með keis- araskurði. „Ég gat fengið að vera inni en það var allt fullt af læknum og hjúkrunarliði svo ég hefði bara verið fyrir. Annars gat ég nú fylgst með þaðan sem ég sat og fylgdist með því þegar þær komu hlaup- andi með þau út af stofunni og það var í sjálfu sér heilmikil upplifun," sagði Grétar Pétur. „Læknarnir gerðu okkur fulla grein fyrir því að þijá fyrstu dag- ana væri veruleg óvissa með þessi litlu grey,“ sagði Grétar Pétur. Onnur telpan, Dagný, veiktist eftir fæðinguna og lenti í talsverðri áreynslu vegna þess og strákurinn fékk dálitla bólgu í lungun og var lengur en hin í súrefniskassanum. Hin telpan, Díana, var alveg eld- spræk allan tímann. „Því er ekki að neita að þetta var mikið stress strax eftir fæðing^ una. Maður lét hveijum degi nægja sína þjáningu og var auðvitað með hugann við þau alla daga. En svo gat maður verið rólegur að því leyti að þau voru í góðum höndum á spítalanum. Það er annars alveg ótrúlegt hvað starfið á spítalanum er stórfenglegt, ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en ég kynntist því af eigin raun,“ sagði Grétar Pétur. Strax munur á skapgerðinni „Það er auðvitað alveg yndislegt að vera komin með stelpurnar heim og kannski verst að hafa ekki feng- ið þau öll í einu en þá er bara að leysa það. Ég fer upp á spítala á hveijum degi til að sinna stráknum og það geri ég eftir að Grétar Pét- ur er kominn heim úr vinnunni. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að það verður heilmikil vinna að hugsa um þau öll og sjálfsagt verður lítið um svefn fyrstu mánuð- ina því það þarf að gefa þeim á þriggja tíma fresti og svo auðvitað að sinna eldri stelpunum líka. Einnig verður mjög spennandi að fylgjast með þeim og ég verð að viðurkenna að stundum hugsa ég um hvernig þetta verði nú allt saman hjá okkur svona þegar þau komast á legg. Annars sé ég strax mun á þeim. Þau hafa greinilega mismunandi skap og þær taka und- ir það á spítalanum. Dagný virðist vera skapmest af þeim. Hún lætur í sér heyra ef hana vantar eitt- hvað, vill Iáta halda á sér eða ef hún er svöng. Díana aftur á móti er rólegust af þeim og sýnir ekki sömu viðbrögð og Dagný. Geir Grétar er kraftmikill þótt hann hafi ekki náð sér eins vel á strik og systur hans. Hann hreyfir sig mikið og er lítið kyrr þegar hann á annað borð vakir,“ sagði Laufey þegar hún var beðin að lýsa þeim hveiju fyrir sig. Breyttar aðstæður Það fer ekki hjá því að aðstæður brejdast verulega þegar slík íjölgun verður í íjölskyldunni. „Nú er mað- ur hættur að fara á bílasölurnar, ég fer bara á hóferðamiðstöðina til að svipast um eftir rútu,“ sagði Grétar Pétur og skellihló. Þau búa í þriggja herbergja íbúð við Grett- isgötu en þessar aðstæður leiddu til þess að þau sóttu um íbúð hjá verkamannabústöðum Reykjavíkur sem þau hyggjast kaupa. Það fer ekki hjá því að þessir breyttu flölskylduhagir leiði af sér aukinn kostnað en þau hjónin segj- ast ekki hugsa um það daglangt þó auðvitað sé það ákveðinn raun- veruleiki. Grétar Pétur vinnur á skrifstofu Öryrkjabandalagsins og Laufey sótti um að fá fæðingaror- lofið á heilu ári og fær tvo auka- mánuði, einn mánuð á hvort barn sem er umfram eitt. „Ég get ekki neitað því að auð- vitað hugsa ég um framtíðina því allir vita að börnin þurfa heilmikið og það kostar allt sitt en núna beinist athyglin fyrst og fremst að börnunum sjálfum og ijölskyldunni allri og það er auðvitað nóg að gera,“ segir Laufey. Hún segir þrí- buramömmur hafa haft samband við sig, gefið sér föt og veitt sér upplýsingar og það sé góður stuðn- ingur að því að tala við fólk með reynslu af þríburauppeldi. „Við eigum mjög góða að og það eru margir sem hafa stutt okkur með gjöfum og á annan hátt og slíkt er ómetanlegt og við viljum koma á framfæri þakklæti til þeirra allra,“ sagði Grétar Pétur. Þau lögðu áherslu á það hjónin að það væri nú ekki tómt erfiði framundan heldur væri mjög gam- an að takast á við þær aðstæður sem borið hefði að höndum. Aðal- atriðið væri að börnin væru heil- brigð og að þau losnuðu við veik- indi og allt liti vel út. Þau kváðust bjartsýn og líta björtum augum á framtíðina, það þýddi ekkert annað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.