Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 10
eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
/teikning: Gísli J. Ástþórsson.
ERLENDUM veiðiskipum verður
heimilt að landa eigin afla og
selja í íslenskum höfnum og
sækja þangað alla þá þjónustu
er varðar útgerð erlendra skipa,
ef stjórnarfrumvarp til laga um
rétt til veiða í efnahagslögsögu
íslands, sem sjávarútvegsráð-
herra hefur lagt fram á Alþingi,
nær fram að ganga. Hagsmuna-
aðilar segja að löngu sé orðið
tímabært að breyta lögum um
þetta efni, í ljósi aukins frjáls-
ræðis í verslun og viðskiptum á
milli landa, en núgildandi lög eru
frá árinu 1922 og því orðin 70
ára gömul.
ingað til hefur erlend-
Hum fiskiskipum ver-
ið meinuð löndun
hér á landi, en
nokkrar undantekn-
ingar hafa þó verið
gerðar. Samkomu-
lag var gert við
grænlensku land-
stjómina árið 1980 um löndun tog-
ara í eigu grænlenskra aðila og er
þar fyrst og fremst um að ræða
grænlenska rækjutogara, sem hér
landa. Þá var gert samkomulag um
skiptingu loðnustofnsins fyrir
þremur árum og í þeim samningi
fólst m.a. löndunarréttur hér á
landi. Að jafnaði hafa veiðiskip er-
lendra þjóða, sem hafa verið að
veiða úr sameiginlegum stofnum
íslendinga og annarra þjóða fengið
að koma til íslenskra hafna til að
þiggja þjónustu, en ekki löndun.
„Þannig hefur bannið fyrst og
fremst gilt um iandanir á afla er-
lendra skipa á grunvelli þeirra laga
sem gilt hafa, annarra en Græn-
lendinga, vegna
þess hversu erfiða
hafnaraðstöðu þeir
sjálfir búa við á
austurströndinni,"
segir Jón B. Jón-
asson, skrifstofu-
stjóri í sjávarút-
vegsráðuneytinu.
„Segja má að sam-
komulagið við þá
hafí verið gert í
hálfgerðum
bræðrahug þar sem
þeir vom að hefja
sínar rækjuveiðar
en höfðu enga að-
stöðu til löndunar
heima fyrir. Ef við
hefðum ekki veitt
þeim aðgang að mmmmmm^^m
okkar höfnum,
hefðu þeir þurft að
leita til Færeyja eða jafnvel enn
lengra suður,“ segir Jón.
Nokkuð lengi hafa menn rætt
um að samkomulag þurfí að takast
um nýtingu sameiginlegra físki-
stofna íslendinga, Grænlendinga og
Færeyinga. En á meðan það sam-
komulag er ekki í höfn, óttast menn
að eriendum útgerðaraðilmn sé gert
auðvelt fyrir að veiða úr sameigin-
legum stofnum með því að leyfa
landanir erlendra veiðiskipa hér á
landi. Þar hefur hnífurinn staðið í
kúnni, en fyrst og fremst er um
sameiginlega karfa- og rækjustofna
að ræða.
Samkvæmt lögum frá árinu 1922
er erlendum fiskiskipum bönnuð lönd-
un hér á landi. Ymsir hagsmunaaðil-
ar, sölu- og þjónustufyrirtæki, hafa
í gegnum árin bent á að lögin séu
fyrir löngu orðin úrelt í Ijósi aukins
frjálsræðis í verslun og viðskiptum
landa á milli. Vænta má breytinga
í þessu efni á yfirstandandi þingi.
Miklir hagsmunir
Ætla má að töluverð viðskipti
muni skapast á milli innlendra þjón-
ustuaðila og erlendra togara ef
banni því, sem um ræður, verður
aflétt. Algengt er að seldar séu
vörur og þjónusta fyrir 5-10 milljón-
ir króna til hvers erlends togara,
sem landar hérlendis. Tekjur Hafn-
arfjarðarhafnar vegna komu er-
lendra fiskiskipa námu 6,7 milljón-
um króna í fyrra. Þá lönduðu erlend
skip þar samtals 4.070 tonnum af
sjávarafurðum, mestmegnis rækju,
í 62 löndunum og erlend fiskiskip
FISKVINNSLAN FAGNAR
ERLENDUM FISKISKIPUM
segir formaður Samtaka fiskvinnslustöðva
„Við teljum að ef erlendum togurum verður leyfð löndun hér á
landi muni það koma fiskvinnslunni og þjónustugreinum í tengslum
við sjávarútveginn til góða. Aftur á móti finnst okkur eðlilegt að
hafa þann fyrirvara, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu, um að
hægt sé að meina skipum Iöndun hér ef þau eru að veiða úr sameig-
inlegum fiskistofnum okkar og annarra þjóða sem ósamið er um
nýtingu á,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fisk-
vinnslustöðva.
Ef við ættum í deilu um sameigin-
lega fískistofna, er ekki eðli-
iegt að við værum á sama tíma
að auðvelda þeim skipum, sem eru
að veiða úr slík-
um stofni, löndun
hér. Okkur finnst
fyrirvarinn því
mjög eðlilegur en
meginatriðið er
að við erum
hlynntir því að
þessum eidgömlu
lögum verði
breytt og erum
Arnar Sigur-
mundsson
mjög sáttir við það að það gerist
sem alira fyrst. Ég get á margan
hátt fallist á að fyrir íöngu síðan
hefði átt að vera búið að breyta
lögunum, sérstaklega eftir að búið
var endanlega að afla viðurkenn-
ingar á 200 mílna fiskveiðilögsögu
Jslendinga,“ segir Arnar.
Arnar telur að auknar landanir
erlendra fiskiskipa muni koma fisk-
vinnslunni íslensku mjög til góða.
„Við hinsvegar vitum ekki um
neina fískvinnsluaðila hér á landi
sem eru endilega að bíða eftir því
að þetta gerist. Og ég á ekkert
frekar von á miklu magni tii að
byija með, en þegar lögunum verð-
ur breytt gætu íslensk fískvinnslu-
fyrirtæki hugsanlega sett sig í sam-
band við erlenda útgerðaraðila og
gert við þá beina samninga. Sá
möguleiki er auðvitað líka fyrir
hendi að erlendu skipin landi afla
sínum beint inn á innlenda fisk-
markaði. En ég hef litið á málin
þannig að í öllu hráefnisleysinu
myndu íslensk fiskvinnslufyrirtæki
hafa frumkvæði að samningum við
erlenda aðila.“
komu 54 sinnum til ísafjarðarhafn-
ar í fyrra. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins greiðir frekar stór
erlendur rækjutogari, sem dvelur
hér á landi í þijá sólarhringa, 60
þúsund krónur til viðkomandi hafn-
ar, auk 1.225 króna vörugjalds á
hvert losað tonn af rækju, einnig
til viðkomandi hafnarsjóðs og til
ríkissjóðs er þessum sama togara
gert að greiða 26 þúsund króna
komugjald.
Engin áhætta
Atvinnumálanefndir aðila vinnu-
markaðarins hafa bent á nauðsyn
þess að aflétta banninu og um nokk-
urra ára skeið hefur Landssamband
iðnaðarmanna með ýmsu móti vak-
ið athygli á að endurskoða þurfi lög
nr. 33/1922 þar eð lög þessi væru
að hluta til orðin algjörlega úrelt
og í engu samræmi við þróun í við-
skiptalöggjöf nú á tímum. í bréfi,
sem Landssamband iðnaðarmanna
sendi til sjávarútvegsnefndar Al-
þingis, segir m.a.: „Veiðar erlendra
aðila á hafsvæðinu umhverfis ís-
land, s.s. Rússa, Grænlendinga,
Norðmanna og Portúgala, hafa ver-
ið stundaðar af stórum velútbúnum
skipum, sem geta verið úti í regin-
hafi svo vikum og jafnvel mánuðum
skiptir. Oftsinnis notast þau við
birgðaskip, sem eru á miðunum og
hafa að lokinni veiðiferð siglt heim-
leiðis eða landað aflanum í ná-
■