Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 31 AUGL YSINGAR Hjúkrunarforstjóri Staða hjúkrunarforstjóra við sjúkrahúsið Sól- vang í Hafnarfirði er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna til 1 árs. Umsóknarfrestur er til 1. apríl nk. Staðan veitist frá 1. maí nk. Upplýsingar veitir forstjóri í. síma 50281. Forstjóri. O H' ORN OG ORLYGUR Orðabókagerð Starfsfólk óskast við gerð fransk-íslenskrar orðabókar. Umsækjendur þurfa að hafa háskólapróf í frönsku og gott vald á íslensku. Reynsla í orðabókagerð og/eða þýðingum er æskileg. Umsóknir sendist orðabókadeild Arnar og Örlygs, Vesturgötu 40, fyrir 30. mars nk. Sjúkrahúsið íHúsavík Hjúkrunarfræðingar óskast til sumarafleysinga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333. Trésmíði Sumarbústaðir, viðhald, nýsmíði. Önnumst alla almenna trésmíðavinnu. Gerum föst verðtilboð þér að kostnaðarlausu. Ábyrgjumst góð og vönduð vinnubrögð. Upplýsingar í síma 679049 eða 74601. Tréhýsi sf. Aðalfundur Verslunarmannafélags Hafnafjarðar verður haldinn í húsnæði félagsins, Lækjar- götu 34D, þriðjudaginn 17. mars. kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Húsverndarsjóður Reykjavíkur í lok apríl verður úthlutað lánum úr Húsvernd- arsjóði Reykjavíkur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til viðgerða og endurgerðar á hús- næði í Reykjavík, sem sérstakt varðveislu- gildi hefur af sögulegum eða byggingasögu- legum ástæðum. Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja verklýsingar á fyrirhuguðum framkvæmdum, kostnaðaráætlun, teikningar og umsögn Árbæjarsafns. Umsóknarfrestur er til 6. apríl 1992 og skal umsóknum, stíluðum á Umhverfismálaráð Reykjavíkur, komið á skrifstofu garðyrkju- stjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. Norrænir starfsmenntunarstyrkir Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finn- lands og Noregs veita á námsárinu 1992-93 nokkra styrki handa íslendingum til náms við fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirn- ir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnskólapróf eða hliðstæða menntun til und- irbúnings kennslu í iðnskólum eða fram- haldsnáms iðnskólakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á íslandi. Fjárhæð styrks í Danmörku er 17.000 d.kr., í Finnlandi 27.000 mörk og í Noregi 22.800 n.kr. miðað við styrk til heils skólaárs. Umsóknir skulu berast menntamálaráðu- neytinu, Sölvólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. apríl nk. og fylgi staðfest afrit prófskír- teina, ásamt meðmælum. Sérstök eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 12. mars 1992. Tilkynning til gjaldenda skipulagsgjalds í Reykjavík Gjaldendum vangoldins skipulagsgjalds er bent á að skipulagsgjaldskröfum fylgir lög- veðréttur í viðkomandi fasteign, sbr. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 19/1964. Verði vangoldin skipulagsgjöld álögð 1991 eigi greidd fyrir 1. maí nk., mun, skv. 1. gr. laga nr. 49/1951, fyrirvaralaust verða krafist nauð- ungaruppboðs á fasteignum þeim, er lögveðs- rétturinn nær yfir, til lúkningar vangoldnum kröfum auk dráttarvaxta og kostnaðar. Tollstjórinn í Reykjavík. Styrkir til listiðnaðarnáms „Haystack styrkirnir11 Menningarsjóður Pamelu Sanders Brement og Íslenzk-ameríska félagið auglýsa til um- sóknartvo námsstyrki við Haystack listaskól- ann í Maine-fylki til 2ja og 3ja vikna nám- skeiða á tímabilinu 7. júní til 30 ágúst 1992. Námskeiðin eru framar öðru ætluð starfandi listiðnaðarfólki í eftirtöldum greinum: Járn- smíði og mótun, leirlist, vefjarlist, papírsmót- un, bókagerð („artists books"), trévinnu, körfugerð, málmvinnu- og steypu, gler- blæstri- og steypu, bútasaumi, grafík og grafískri hönnun. I námsstyrknum felast fargjöld, kennslugjöld og húsnæði. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-672087. Umsóknir berist íslenzk-ameríska félaginu b/t, Funafold 13, 112 Reykjavík, fyrir 7. apríl nk. Íslenzk-ameríska félagið. Frá Skólaskrifstofum Reykjavíkur Innritun skólaskyldra barna og unglinga, sem þurfa að flytjast milli skóla fyrir næsta vetur, fer fram í Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Tjarn- argötu 12, sími 28544, þriðjudaginn 17. og miðvikudaginn 18. mars 1992, kl. 10-15 báða dagana. Þetta gildir um þá nemendur, sem flytjast til Reykjavíkur eða úr borginni, koma úr einkaskólum eða þurfa að skipta um skóla vegna breytinga á búsetu innan borgarinnar. Það er mjög áríðandi vegna nauðsynlegar skipulagningar og undirbúningsvinnu að öll börn og unglingar, sem svo er ástatt um, verði skráð á ofangreindum tíma. Þá nemendahópa, sem flytjast í heild milli skóla að loknum 7. bekk, þarf ekki að innrita. Nordplan Norræn stofnun í skipulagsfræðum. Árið 1992 Námskeið f rannsóknum: Aðgerðakenning- ar hugvísinda 31. ágúst-11. september, 19.-30. október og 25.-29. janúar 1993 í Stokkhólmi (Skeppsholmen). Kennarar: Gunnar Olsson, prófessor og José L. Ramirez, doktorsefni. Umsóknarfrestur 1. júní 1992. Námskeið í rannsóknum: Lffsskilyrði og skynsemi við skipulagningu. Kennarar: Kerstin Bohm, prófessor og Elisa- beth Lilja, fil. dr. Hringið í þær til að fá frek- ari vitneskju! Árið 1993 Framhaldsnámið (árlangt). Efni: Umhverfi og þróun á norrænum svæðum 11.-12. janúar, 1.-26. mars, 24. maí- 18. júní og 1.-26. nóvember í Helsingfors, Kaupmannahöfn, Ósló og Stokkhólmi (Skeppsholmen). Vettvangsathuganir á Eyr- arsundssvæðinu og í Berlín og Dassau (Bau- haus). Kennarar: Lars Emmelin, rektor og Sigrun Kaul, prófessor. Umsóknarfrestur 1. maf 1992. Efniskrá, frekari vitneskja og umsóknar- eyðublöð hjá Maritu Strömqvist og Evu Moe. Póstfang Box 1658 Stockholm, S-111 86, Svíþjóð. Talsími 90 46-8-614 40 00. Bréfsími 9046-8-611 51 05. Aðsetur: Skeppsholmen, Holmamiralens torg._________________________________ Enskunám í Englandi Lærið ensku í Eastbourne, á hinni fallegu suðurströnd Englands. Sumarnámskeið og almenn námskeið. Nánari upplýsingar veitir Kristín Kristinsdótt- ur, fulltrúi ISAS á íslandi, í síma 671651 fyr- ir hádegi virka daga. Frá grunnskólum Reykjavíkur Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1986) fer fram í skólum borgarinn- ar, þriðjudaginn 17. og miðvikudaginn 18. mars 1992, kl. 15-17 báða dagana. Það er mjög áríðandi að foreldar láti innrita börnin á þessum tíma vegna nauðsynlegar skipulagningar og undirbúningsvinnu ískólum. Garðabær eða nágrenni Óskum eftir rúmgóðri 4ra herbergja íbúð á leigu fyrir starfsmann okkar, frá 1. aprfl 1992, í a.m.k. eitt ár. Reglusöm og reyklaus fjöl- skylda. Tilboð sendist til HP á íslandi, Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, eða á fax nr. 673031. |K

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.