Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992
EFNI
Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSI;
Tel enn að aðild að
EB sé óhugsandi
Festi trollið í þijátíu
ára gömlu skipsflaki
Grundarfirði.
EINAR Oddur Kristjánsson, for-
maður Vinnuveitendasambands
Islands, segir að Þórarinn V.
Þórarinsson hafi í ræðu sinni á
ráðstefnu um Evrópubandalagið
sl. föstudag verið að lýsa eigin
Kjarasamningar:
Búist við
fundi í dag
SAMNINGANEFND ríkisins ósk-
aði eftir því við samninganefndir
BSRB og kennarasamtakanna á
hádegi í gær að samningafundur
yrði haldinn kl. 16 í gær, þar sem
nefndin hugðist svara þeim álita-
efnum sem hún hefur verið með
til skoðunar, m.a. álitaefnum um
biðlaun ríkisstarfsmanna.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins var í gær búist við því að
svör samninganefndar ríkisins yrðu
á þann veg að aðilar gætu sest að
samningaborðinu með öðrum aðilum
vinnumarkaðarins. Samninganefnd
ríkisins mun þó ekki hafa viljað úti-
loka frekari umræður um útfærslu
biðlauna og fleiri atriði. Búist var
við því í gær að ef niðurstaða fundar-
ins síðdegis í gær yrði jákvæð yrði
boðað til sameiginlegs samninga-
fundar aðila vinnumarkaðarins hjá
ríkissáttasemjara í dag.
skoðunum, en ekki stefnu VSÍ,
þegar hann lýsti því yfir að Is-
land ætti strax á þessu ári að
sækja um aðild að Evrópubanda-
laginu. Hann segir að menn hljóti
að nálgast sína samningsaðila
undir réttu flaggi, og því sé
umsókn um aðild óhugsandi.
„Hann er með þessu að sjálf-
sögðu að lýsa eigin skoðunurn, sem
honum er auðvitað fijálst. VSI hef-
ur ekki tekið afstöðu til þessa máls
og ég á ekki von á að það verði
gert,“ sagði Einar Oddur í samtali
við Morgunblaðið í gær. „Það eru
ákveðin hreystimerki hjá Þórarni
Viðari að lýsa þessu yfír, en per-
sónulega er ég allt annarrar skoð-
unar en hann. Við höfum verið
þeirrar skoðunar að aðild væri
óhugsandi- og ég er enn þeirrar
sþoðunar."
Einar Oddur sagði að íslendingar
ættu gríðarlegra hagsmuna að
gæta að ná sem bestum samningum
við Evrópubandalagið. „Og það get-
ur vel verið rétt hjá Þórarni Viðari
að við fáum best og helst úr því
skorið hverra kosta sé völ með
umsókn. En ég held að menn hljóti
að nálgast sína samningsaðila und-
ir réttu flaggi. Við höfum ekki ætl-
að að gerast beinir meðlimir í Evr-
ópubandalaginu og þú sækir ekki
um aðild að því sem þú ætlar ekki
að ganga í,“ sagði Einar Oddur
Kristjánsson, formaður Vinnuveit-
endasambands íslands.
KAFARAR frá Landhelgisgæsl-
unni luku við að losa troll úr
skrúfu togarans Runólfs SH 135
sl. föstudag. Verkið tók rúmlega
tvo daga fyrir þrjá kafara.
Trollið hafði fest í skipsflaki af
Bergi VE 44 sem sökk í KoIIuál
út af Snæfellsnesi 6. desember
1962.
Tróllið festist í skrúfu togarans
þegar verið var að reyna að losa
það frá flakinu. Ýmiss konar brak
kom upp með trollinu, m.a. hlutar
af veiðarfærum sem ekki hafa ver-
ið notaðir hér á landi í a.m.k. tvo
áratugi og ennfremur spýtnabrak,
en Bergur var tréskip. Mikið verk
var að losa trollið úr skrúfunni og
tók það þijá kafara rúmlega tvo
daga. - Hallgrimur
Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon
Kafararnir sem losuðu trollið, f.v.: Benedikt Svavarsson, Rúnar
Friðgeirsson og Gunnar Halldórsson.
Launþegasamtök auglýsa til stuðn-
ings Samvinnuferðum-Landsýn
Hreinn barnaskapur og örvænting keppinautar, segir framkvæmdaslj óri Úrvals-Útsýnar
FERÐANEFNDIR BSRB, KÍ, BHMR og FFSÍ hafa í sameiningu birt
útvarpsauglýsingar á undanförnum döguin þar sem félagsmenn sam-
takanna eru hvattir til að skipta við ferðaskrifstofuna Samvinnuferð-
ir/Landsýn. Ferðanefnd ASI hafnaði þátttöku í þessari auglýsinga-
herferð og ákvað að birta eigin auglýsingar, í öðrum dúr, og hefj-
ast birtingar þeirra í dag, að sögn Þráins Hallgrímssonar sem starf-
ar með ferðanefnd ASÍ. „Þetta er einvörðungu ákvörðun ferðanefnd-
ar BSRB en hitt er annað mál að ferðanefndin starfar að sjálfsögðu
á ábyrgð samtakanna,“ segir Ogmundur Jónasson, formaður BSRB.
Hörður Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar, seg-
ir þessar auglýsingar vera hreinan
barnaskap og lýsa örvæntingu
keppinautar. Segist hann hafa haft
samband við formann BSRB og
forseta ASÍ á föstudag af þessu
tilefni og spurt þá hvort það væri
yfírlýst stefna samtakanna að velja
ákveðna aðila sem beina ætti við-
skiptum til og segist hafa fengið
staðfest að samtökin sjálf stæðu
ekki að þessum áskorunum heldur
eingöngu ferðanefndir þeirra. Ekki
náðist til Asmundar Stefánssonar
vegna þessa máls f gær. ■
I auglýsingunum sem þegar hafa
verið birtar eru félagsmenn samtak-
anna hvattir til að „standa vörð um
ódýru ferðimar“ og að „efla eig-
in ferðaskrifstofu - Samvinnu-
ferðir-Landsýn".
Að sögn Þráins er ferðanefnd
ASÍ eingöngu að benda á ákveðn-
ar ferðir sem ferðaskrifstofan
hefur í boði fyrir félagsmenn ASÍ
í sínum auglýsingum. Um væri
að ræða 300 sæti til Kaupmanna-
hafnar á lága verðinu til viðbótar
þeim sumarorlofsferðum sem
stéttarfélögin sömdu um við
ferðaskrifstofuna í desember og
í auglýsingunni er jafnframt
minnt á afgreiðsluna hjá Sam-
vinnuferðum-Landsýn.
Hallgrímur Hallgrímsson, sem
sæti á í ferðanefnd BSRB, sagði
að oft hefði verið rætt um það
Tímiiin 75 ára
75 ÁR ERU á þriðjudag, 17. mars, síðan dagblaðið Tíminn hóf göngu
sína. Tímamótanna var minnst í sérstöku afmælisblaði Tímans sem kom
út í gær, laugardag.
í afmælisblaðinu minntist Stein-
grímur Hermannsson, formaður
Framsóknarflokksins, á sögu blaðs-
ins og ræddi um framtíð þess. Hann
sagði að Tíminn stæði á tímamótum
á 75 ára afmælinu. Framsóknar-
flokkurinn hefði hætt útgáfu blaðsins
frá síðustu áramótum og kæmi blað-
ið nú út á vegum hlutafélags: „Út-
gáfa Tímans nú er úrslitatilraun. Ef
sýnt verður að Tímann má með
markvissu og samstilltu átaki efla á
ný, mun öllum fijálslyndum, umbót-
asinnuðum mönnum boðin þátttaka
í útgáfu b'.aðsins. Þeir tveir mánuðir
sem liðnir eru af þessu ári lofa góðu.
Með hagsýni, mikilli og góðri vinnu
starfsfólks og góðri móttöku félags-
hyggjumanna hefur útgáfan verið
stórlega bætt fjárhagslega en stærra
átak þarf þó ef tilraunin á að tak-
ast. Það munu næstu mánuðir leiða
í Ijós. Jákvæð útkoma síðustu tvo
mánuði tryggir hins vegar að Tíminn
mun koma út áfram á meðan annað
er ekki ákveðið."
að undanförnu að birta auglýs-
ingar af þessu tagi. „Við töldum
okkur hafa fengið bestu
samningana og viljum að fólk
kaupi þær ferðir sem við höfum
samið um,“ sagði hann.
Hörður Gunnarsson ságðist
telja að þessar áskoranir laun-
þegasamtakanna komi í beinu
framhaldi af auglýsingastríði
ferðaskrifstofanna að undan-
förnu en stóru launþegasamtökin
eru eignaraðilar að Samvinnu-
ferðum-Landsýn.
„Af okkar hendi er þetta búið
og við munum einbeita okkur að
því að vinna faglega að auglýs-
ingurn," sagði Hörður. „Mér
finnst peningum illa sóað ef þarf
að nota þessi samtök til að kynna
ákveðna ferðaskrifstofu. Ég veit
að VR mun ekki taka þessari
áskorun enda væri það óeðlilegt
þar sem allar ferðaskrifstofur í
landinu greiða félagsgjöld til VR.
Mér finnst þessar auglýsingar
vera hreinn barnaskapur og ör-
vænting keppninautar," sagði
Hörður.
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra:
Sértelqur af skoð-
unargjöldum renni
til umferðarfræðslu
ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra hyggst kanna möguleika
á því að Umferðarráð fái sértekjur af skoðunargjöldum bifreiða
til að standa undir fræðslu- og upplýsingastarfi þegar að endur-
skoðun á verðlagningu Bifreiðaskoðunar kemur. Hann segir að
gjaldskrá Bifreiðaskoðunar verði tekin til endurskoðunar þegar
uppbyggingu á skoðunarstöðvum ljúki og þess sé ekki langt að bíða.
„Alþingi tók á sínum tíma
ákvörðun um að Bifreiðaskoðun
skyldi Ijúka uppbyggingu á skoð-
unarstöðvum á fímm árum og
hefur gjaldskráin verið við það
miðuð að tekjurnar gætu staðið
að stórum hluta til undir þessari
uppbyggingu. Þegar henni lýkur
mun á ný skapast svigrúm til að
endurskoða gjaldskrána. Það er
ekki alveg ljóst hvenær það verður
en það fer að líða að því,“ sagði
Þorsteinn í samtali við Morgblaðið.
„Ég tel hins vegar mjög eðlilegt
að tekjur af umferðinni standi
undir átökum í umferðaröryggis-
málum og hef því hugsað mér að
kanna möguleika á því að Umferð-
arráð fái sértekjur af skoðunar-
gjöldum bifreiða til að standa und-
ir því mikilvæga fræðslu- og upp-
lýsingastarfi sem þar fer fram og
nauðsynlegt er að efla því að slys-
in verða fyrst og fremst vegna
mistaka ökumanna. Þegar að end-
urskoðuninni kemur er það því í
mínum huga að skapa þar svigrúm
til tekjuöflunar til umferðarfræðsl-
umála,“ sagði Þorsteinn.
Ljós í myrkrinu ?
► Erlendum skipum verður leyft
að landa hér á landi ef frumvarp
sem nú liggur fyrir Alþingi nær
fram að ganga. Ekki eru þó allir
sáttir við meðferð málsins./ 10
Bandamenn koma
►Lakota Sioux indíánar kynna
foma menningu forfeðra sinna á
íslandi. /14
Saga bak við bros
►Jóhanna Kristjónsdóttir blaða-
maður skrifar um ferðir sínar í
Austurlöndum fjær./16
Fögnuður, en kvíði
undir niðri, hjá foreldr-
unum
►Þríburarnir, fyrstu börn ársins
í Reykjavík, á heimleið./ 18
íþróttir á sunnudegi
►B-keppnin í Austurríki í brenni-
depli./34
Bheimili/
FASTEIGNIR
► 1-32
Varast ber falskt ör-
yggi í byggingum
► Rætt við Hannes Guðmundsson,
framkvæmdastjóra Securitas hf.
/16
Tæp eru tímans vöðin
►í lífi Guðrúnar Laxdal hafa
skipst á skin og skúrir, rétt eins
og hjá okkur hinum. En það er
mál manna að hún hafi staðið af
sér hretviðri lífsins með þeirri reisn
sem samboðin er gáfaðri og ve-
lættaðri konu./ 1
Ég er fjallsins vætt-
ur... en hvað vilt þú
►Af ferð tveggja íslenskra fjalla-
manna á Mont Blanc. /6
Steyptir í vax
►Saga íslenska vaxmyndasafns-
ins./ 10
Það liggur í eyrum úti
►Af ferð íslendinga á MIDEM-
kaupstefnuna í Cannes./12
Af spjöldum glæpa-
sögunnar
►Persónulegt hatur réð valinu
þegar Charlotte Corday myrti bylt-
ingarforingjann Marrat. /20
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak
Dagbók 8
Hugvckja 9
Leiðari 20
Helgispjall 20
Reykjavíkurbréf 20
Útvarp/sjónvarp 36
Gárur 39
Mannlífsstr. 8c
Kvikrayndir 18c
Dægurtónlist 19c
Fólk 1 fróttum 22c
Myndasögur 24c
Brids 24c
Stjömuspá 24c
Skák 24c
Bíó/dans 25c
Bréf til blaðsins 28c
Velvakandi 28c
Samsafnið 30c
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4
<
(
I
I
I
1
í
«
*
I