Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 2
a a SOOíXJlAM aiöA.]aMUíiaí)M árið. Eftir tvö ár var ég orðin það hress að ég gat aftur sótt skóla í Landakoti. Á uppvaxtarárum mínum tók pabbi mig á konserta, en að öðru leyti var samband okkar lítið. Feð- ur þeirra tíma skiptu sér lítið af börnum, nema Sigurður Eggerz, hann leyfði okkur m.a. að vera með sér í krokket. Verkaskiptingin var glögg innan heimilisins á þeim tíma og skýrt hvað hver átti að gera. Eg mátti t.d. alls ekki tala við vinnukonurnar. En ég var stundum einmana og þá fór ég inn kjallaramegin til þess að tala við vinnukonurnar, sem ýmist voru danskar eða íslenskar, þótt mamma hefði harðbannað mér það. ÆSKULEIKIR Það tók við skemmtilegur tími þegar Sveinn Björnsson flutti í næsta hús með öll sín börn. Þegar Sigurður Eggerz hætti að vera ráðherra flutti hann ekki burt, heldur uppá loft í ráðherrabústað- inn með fjölskyldu sína. Börnin hans voru leikfélagar mínir til árs- ins 1925. Aðal vinkonur mínar voru þó dætur Gísla Ólafssonar, Nanna og Helga. Við krakkarnir í götunni héldum hópinn og bjugg- um við mikið fijálsræði úti, enda voru fáir bílar á þessum árum og sáralítið byggt miðað við það sem nú er. Við renndum okkur t.d. á sleða niður alla brekkuna og langt út á tjörn, gegnum þröngt hlið sem Eggert Briem hafði sífelldar áhyggjur af að við rækjumst á, en við sluppum alltaf framhjá. Við lékum okkur líka mikið í boltaleikj- um á túnunum í kring, t.d. túninu hjá Melkoti þar sem líka bjuggu krakkar. Ég vil halda því fram að Melkot hafi ekki verið rifíð árið 1916, heldur seinna, því ég man vel eftir því. VEISLUHÖLD Ég ólst upp við mikið selskaps- líf og veisluhöld. Meðal annars var alltaf haldið veglega uppá afmæli okkar Bjössa og þeim slegið sam- an. Fyrstu árin var veislukosturinn súkkulaði og kökur en seinna urðu þetta fín matarboð. Meðan Guðmundur Thorsteinsson, Mugg- ur, lifði var hann fastur skemmti- kraftur í þessum veislum, en hann var í miklu vinfengi við forelda mína. í afmælisveislunum bæði söng hann og spilaði og sagði okk- ur sögur sem við hlustuðum hug- fangin á. í tveimur síðustu afmæl- isveislunum mínum áður en pabbi dó var alvöru middagur og dans á eftir. Pabbi og mamma fóru þá út, en ég man að áður en sú fyrri af þessum tveimur veislum hófst hafði pabbi sagt, sem svo við Agn- ar Klemens Jónsson að hann ætti nú að tala fyrir minni kvenna, sem hann gerði með ágætum. Síðan stigum við dans við undirleik frá stóra handsnúna Edison-grammi- fóninum sem pabbi kom með heim frá útlöndum árið 1918. Enn betri aðstaða til veisluhalda var þó í í ráðherrabústaðnum hjá Ernu og Pétri Eggerz. Allur ráðherrabú- staðurinn var þá lagður undir ball- ið, dansað í stóra borðsalnum og svo marsérað upp á loft og niður hinum megin. í dansinn var dregið saman með málsháttum. Það var mikið hlegið þegar við Agnar Klemens fengum sama málshátt- inn, ég, sem var ósköp lítil písl og seinþroska og Agnar sem orðinn var 180 sm á hæð. Málshátturinn var: Litlu verður Vöggur feginn. Við krakkarnir höfðum flest lært að dansa, ég fyrst hjá frú Stefaníu Guðmundsdóttur leikkonu og síðan hjá Sigurði Guðmundssyni klæð- skera. SELSKAPSLÍFIÐ Stjúpmóðir mín var alveg ein- stök að standa fyrir veislum, hún bjó ekki til matinn sjálf, en hún stjórnaði vinnukonum. Pabbi kom aldrei í eldhúsið nema til að snúa Eg er fædd í Tjarnargötu 35 í Reykjavík, fyrsta og eina bam föður míns, sem þó var þrí- giftur,“ sagði Guðrún þegar ég spjallaði við hana fyrir skömmu. „Hann giftist árið 1890 kaup- mannsdóttur úr Keflavík sem Kristín hét. Hún hafði fallega söngrödd, var músíkölsk og geysi- lega falleg. Þau bjuggu m.a. á ísafirði, þar sem þau höfðu mikið umleikis. Sem dæmi um lífsmáta þeirra var mér sagt að á fögrum kvöldum hafi iðulega sést til þeirra hjónanna þar sem þau leiddust, hún í glæsilegasta Parísarfatnaði, og á eftir þeim gekk ein af vinnu- stúlkunum og bar körfu með smá- kökum og víni í. Ég man eftir Kristínu sem gamalli konu. Hún var það íhaldssöm í klæðaburði að hún hélt sig enn við aldamótatísk-' una á séinni stríðsárunum. Um það leyti dó hún og lét að sögn eftir sig heilmikið af mjög fínum, hand- saumuðum gömlum Parísarmódel- fötum. Pabbi var að hluta til alinn upp hjá frænda sínum Eggert Laxdal kaupmanni á Akureyri. Hann lang- aði í 'æsku helst til að verða skó- smiður, af því skósmiðurinn í bæn- um átti orgel. Hjá honum vaknaði snemma tónlistaráhugi. En honum var ætlað annað hlutskipti og fór snemma að vinna við verslunar- störf hjá frænda sínum. Þegar hann var rúmlega tvítugur sendi Eggert hann fyrst til Danmerkur í Landmansbanken þar sem hann var í eitt ár og svo til Hambros í Englandi þar sem hann var annað ár. Á þessum stöðum lærði hann dönsku og ensku og komst vel inn í allt sem laut að bankastarfsemi. Svo varð hann faktor fyrir danska fyrirtækið Tang og Riis og settist að á Isafirði, auk þess sem hann rak útgerð. Á ísafirði „komponer- aði“ hann öll sín bestu lög. Hann hafði nýtt sér vel dvöl sína erlend- is til þess að læra á orgel. Hann stofnaði karlakór á ísafirði og var mikill drifkraftur í menningarlífínu þar, þangað til hann flutti þaðan árið 1912. Þá var hann skilinn við fyrstu konu sína og kvæntist móð- ur minni ári seinna. MÓÐURMISSIR Pabbi var kominn um fimmtugt þegar hann kvæntist Elínu móður minni, sem var 18 árum yngri. Hún var hans stóra ást í lífínu, en hann naut hennar sorglega stutt. Hún dó úr spönsku veikinni árið 1918. Ég var þá fjögurra ára göm- ul. Hann tók lát hennar svo nærri sér að hann varð aldrei samur maður og hætti algerlega að semja tónlist. Þótt ég væri lítil þegar móðir mín dó man ég vel eftir henni og mörgum atvikum sem snerta hana. Hún lyfti mér t.d. upp til þess að sjá strókinn þegar Katla gaus, þá var ég veik af spönsku veikinni. Eftir það Tagðist hún og hitt heimilisfólkið veik og skömmu seinna dó hún. Ég man vel þegar mér var sagt lát hennar, ég varð ofsalega hrædd. Eftir að móðir mín dó sá ég pabba lítið, því hann var afar sjaldan heima eftir það. Missirinn var svo óskaplegur að hann undi sér hvergi og var mikið á ferðalögum erlendis. Sumarið eftir móðurmissinn fór ég með Halldóru móðursystur minni, sem var kennari en bjó um tíma heima og annaðist mig, í heimsókn til Matthíasar afa og Guðrúnar ömmu á Akureyri. Þau voru harmi slegin, höfðu misst tvær dætur úr spönsku veikinni í sömu vikunni, móður mína og Herdísi. Ingveldur dóttir þeirra var þá einnig dáin. Það er merkilegt að þessar dætur þeirra, sem báru nöfn fyrri kvenna afa, skyldu hljóta sömu örlög og þær, að deyja ungar.“ Til er kvæði sem Matthías Joch- umson orti til dótturdóttur sinnar JlLiíi VAOIJMM\J£í MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 Jón Laxdal með Guðrúnu litlu dóttur sína. Guðrúnar Laxdal, sem lengst af hefur í ættingja og vinahópi geng- ið undir nafninu Lilla. „Ég var tveggja ára þegar afi gaf mér ljóð- mæli sín og lét kvæði fylgja með sem hefst á þessum erindum: Lestu þessa Iitlu bók Lilla mín svo verðir klók raulaðu svo við rokkinn þinn rímurnar hans afa, þegar kanntu kvæðin hans að stafa. Þá er búin þessi tíð þá er afi dáinn. Kannski stansar stúlkan fríð og starir út í bláinn. „Hvert fór hann, sem Gunnu gaf gömlu snjáðu blöðin." Blöðin þegja bygð og haf biluð símastöðin. Gervalt breytt þv! tæp eru tímans vöðin. TÓNLISTARHÆFILEIKAR Tónlistarhneigð var rík í móður minni og systrum hennar. Herdís og móðir mín komust til Danmerk- ur í tónlistamám með tilstyrk Frið- riks áttunda, sem var vinur afa. Nú segja fræðingarnir að ef mæð- ur syngja fyrir böm sín meðan þau enn em í móðurkviði, verði þau ákaflega músikölsk, en þessi kenn- ing hefur ekki sannast á mér. Móðir mín söng mjög mikið bæði meðan hún gekk með mig og eftir að ég fæddist, hún svæfði mig t.d. alltaf með söng á daginn, en þetta dugði því miður ekki til. Tónlistar- hæfileikar foreldra minna hafa hins vegar komið mun meira fram hjá öðrum afkomendum mínum en mér. Þegar ég var krakki var allt- af verið að biðja mig að syngja en ég vildi það ekki, af því ég var svo óskaplega feimin. Seinna söng ég í skólakirkjukórum í Englandi og Frakklandi og fannst það gaman. Ég var þá hvött til þess af kennur- unum að læra söng, en ég vildi það ekki, ég lærði hins vegar á píanó. STJÚPMÓÐIRIN Faðir minn giftist aftur árið 1921, þá var ég 7 ára og fóstur- bróðir minn, sem Björn hét var 10 ára. Foreldar mínir tóku hann að sér 2 ára gamlan. Móðir mín og vinkona hennar Ingibjörg Brands fréttu af fátækri konu sem lægi á sæng vestur í bæ og ætti fjölda bama og drykkfelldan mann. Þær fóru til hennar með mat og þá sat þar lítill berrassaður strákur á gólfinu. Móðir mín sagði við sæng- urkonuna: „Er ekki best að við tökum drenginn heim með okkur meðan þú liggur á sæng?“ „Jú, þakka þér fyrir,“ sagði konan og síðan var aldrei spurt eftir drengn- um. Við Bjössi ólumst upp eins og systkini þar til hann fór til Dan- merkur 14 ára gamall. Seinna fór hann til Kanada þar sem hann bjó Elín Matthíasdóttir Laxdal með Guðrúnu dóttur sína og Björn fóstur- son sinn. til dauðadags. Hann var aldrei bókhneigður og vildi helst ekki í skóla ganga en hafði þess meira gaman af ýmsum prakkarastrik- um. Ég fékk margar ákúrur í upp- vextinum fyrir það sem hann gerði, því það var alltaf tekið á okkur samtímis. Inger hét konan sem faðir minn giftist og hún var 25 árum yngri en hann. Hún var sérstaklega fal- leg kona, kát og hafði gaman af selskapslífi eins og pabbi. Mér var sagt að kalla hana mömmu. Hún var ströng við mig frá upphafi, það var hennar uppeldismáti. Hún tal- aði bara dönsku þá, en ég var fljót að læra dönskuna. Seinna lærði hún sæmilega góða íslensku. Þegar ég var tólf ára tóku pabbi og mamma kjördóttur sem Birgitte heitir. Hún var tveggja ára þegar pabbi dó árið 1928. Lát hans var mikið áfall fyrir mig og breytti högum mínum mikið. Ég var send í kostskóla en stjúpmóðir mín flutti til Danmerkur með systur mína, þar sem hún ólst upp og tók stúd- entspróf. Eftir það kom hún í heim- sókn til íslands, en mamma vildi alls ekki að hún giftist íslendingi og sendi hana því til frekara náms til Englands. Þar kynntist hún Ein- ari Pálssyni, giftist honum og þau eru í hjónabandi enn í dag. BERKLAVEIKIN Skólaganga mín hófst á því að ég lærði að stafa í barnaskóla frök- en Ragnheiðar, sem seinna varð skólastýra Kvennaskólans. Hún var ströng. Við áttum að læra að lesa, skrifa og reikna, og ef við vorum með eitthvert múður vorum við sett í skammakrókinn. Eftir ár hjá Ragnheiði var ég orðin læs, þá 6 ára. Eftir það fór ég í „háskól- ann“ hjá frú Önnu, sem hafði skóla uppá kvisti á Túngötunni og þar var ég í tvö ár. Síðan fór ég í Landakot til nunnanna. Eftir sex mánaða veru þar varð ég veik og var rúmliggjandi í nærri 4 mán- uði. Það var árið 1923, þá var pabbi búinn að vera giftur í tvö ár og ég hafði farið með honum og stjúpmóður minni til Danmerk- ur að kynnast fjölskyldu hennar. Faðir hennar var lögfræðingur, sjálf var hún með gagnfræðapróf og hafði síðan verið send á góðan húsmæðraskóla. Eftir að ég fékk berkla bak við lungun, sem til allrar hamingju kölkuðu og breiddust ekki út, var þess vandlega gætt að ég færi mjög varlega með mig. Eftir að ég komst á fætur eftir leguna þurfti ég að hátta klukkan sex á daginn og fékk ekki að leika mér við krakkana í götunni, það þótti mér verst. Ég var ósköp lítil og mjóslegin á þessum árum. Vegna veikinda minna voru teknir tveir einkakennarar á heimilið sem kenndu okkur Bjössa sitt hvort

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.