Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 C 17 Sýning á færeyskum fP bókum að hefjast SÖLUSÝNING verður á færeysk- um bókum í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18 dag- ana 16.-28. mars. Þessi bókasýning er liður í þeirri viðleitni bókabúðarinnar að standa árlega fyrir sýningu á bókum frá einhverju Norðurlandanna. A síð- asta ári var sýning á dönskum bók- um og nú er röðin komin að þeim færeysku. Á sýningunni verða um 250 bókatitlar; skáldögur, ljóðabækur, barnabækur, kennslubækur og bækur almenns eðlis. Auk bókanna verður hægt að nálgast færeyskar hljómplötur. Færeyski rithöfundurinn Gunnar Hoydal verður í bókabúðinni næst- komandi mánudag, 16. mars, milli kl. 16 og 18. Gunnar mun árita nýjustu bók sína fyrir þá sem þess óska. Iðnskóladagurinn - opið hús í dag ÁRLEGUR Iðnskóladagur verð- ur haldinn sunnudaginn 15. mars kl. 13-17. Almenningi er boðið að koma og skoða skólann og kynna sér þá starfsemi sem þar fer fram. Sýndir verða smíðisgripir nem- enda ásamt öðrum verkum sem nemendur vinna á hinum ýmsu verkstæðum skólans s.s. fataiðnað- ardeild og hárgreiðslu. Einnig gefur að líta sýningar á framleiðslu starf- andi iðnaðarmanna s.s. í málmiðn- aði. Skólafélag Iðnskólans mun bjóða upp á skemmtiatriði fyrir yngri kynslóðina m.a. leikatriði, söng, myndbandasýningu og hljóð- færaleik. Einnig munu nemendur starfrækja útvarpsstöð. Iðnskóladagurinn er fyrir alla fjölskylduna en þó ekki síst fyrir unga fólkið sem er að kveðja grunn- skólann og leitar að áhugaverðum námsleiðum fyrir framtíðina. (Fréttatilkynning) Fræðslukvöld í Grensás- kirkju nk. þriðjudagskvöld í VETUR hefur Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra gengist fyrir fræðslukvöldum fyrir al- menning. HÆTTIÐ AÐ BOGRA VIÐ ÞRIFIN! Næstkomandi þriðjudagskvöld 17. mars kl. 20.30 mun sr. Sigurð- ur Pálsson framkvæmdastjóri Hins íslenska Biblíufélags flytja erindi í Grensáskirkju sem hann nefnir „Leiðin til að ljúka upp Biblíunni.“ Mörgum reynist örðugt að nálgast Biblíuna og lesa hana sér að gagni. í erindi sínu mun sr. Sigurður leit- ast við að veita upplýsingar og ábendingar sem að gagni gætu komið við notkun Biblíunnar. Eftir erindið verður fýrirspurn- um svarað og boðið upp á kaffi. Árni Arinbjarnarson annast tón- listarflutning, auk þess verður al- mennur söngur. (Fréttatilkynning) 100 WATTA HLJÓMTÆKJASTÆÐA STAFRÆNT ÚTVARP - 6 BANDA TÓNJAFNARI - TVÖFALT KASSETTUTÆKI - PLÖTUSPILARI - 2x60 WATTA HÁTALARAR - FJARSTÝRING - FULLKOMINN GEISLASPILARI 1BIT/3JA GEISLA SERTILBOÐ KR. MUNALÁN AFBORGUNARSKILMÁLAR 36.950. STGR. (AN GEISLASPILARA) VÖNDUÐ VERSLUN HUÖMCO FÁKAFENI 11 - SÍMI 688005 TIL AFGREIÐSLU 20. MARS Þú heldur það hátíðlegt á Hótel Loftíeiðum 1 f w \ ?. N ú fást vagnar með nýrri vindu par sem moppan er undin með einu handtaki án pess að taka þurfi hana afskaftinu. Moppan fer alveg inn í horn og auðveidiega undir húsgögn. Einnig er hún tilvalin í veggjahreingerningar. Þetta þýðir auðveldari og betri þrif. Auðveldara, fljótlegraog hagkvæmara! IBESTAI Nýbýlavegi 18 Sími 641988 Brúðkaup, brúðkaupsnón, stórqfmœli, brúðkaups- afmœli, merkisdagar itinan fjöjsky’lclunnar. Pað er sama hvert tilefnið er. Á Hótel Loftleiðum leggjum við okkur öll fram til þess að gera stóru stundinmr í lífi þínu ógleymanlegar. Aðstaða til bvers konar veislu- balda, fyrstaflokks veitingar og góð þjónusta. Þegar stendur eitthvað til hjá þér skaltu hafa samband strax við okkur hjá Hötel Loftleiðum. FLUGLEIÐIR jjór1 |y m ,. Reykjavíkurflugvelli, simi 91-22322 ' s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.