Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 C 29 Stjórnvöld bregði ekki heiti við St. J ósefssystur Frá Rósu B. Blöndals: Árið 1902 létu nunnumar á Landakoti reisa sjúkrahús úr timbri, án þess að íslenska ríkið léti nokk- um eyri renna til þess. „í öll þau ár sem við höfum rekið Landakotsspítala (og St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði) höfum við mætt litlum skilningi frá stjórnvöldum og aldrei fengið fjárhagslegan stuðn- ing,“ segja St. Jósefssystur. Þetta er hörmuleg lýsing á stjórn- arherrum íslands bæði fyrr og síð- ar. Hvers meta þeir líknarstarf? Hvers meta þeir líf og heilsu ást- vina sinna? Telja þeir líknarstarf ekki verðlauna vert? Skemmtilegra hefði nú verið að frétta um vegleg fjárframlög til Landakotsspítala fyr- ir alltjþað bráðnauðsynlega hjálpar- starf Islendingum til handa. Landakotsspítali var fyrsta al- menningssjúkrahúsið á íslandi. Það svaraði lengi þörfum fátækrar þjóð- ar. Brýnni þörf! Þetta er sögulegt hús, fullbúinn spítali, afrek sem aldr- ei má gleymast íslensku þjóðinni. Ráðamenn íslensku þjóðarinnar em skyldir til að virða svo þá þjóð, sem fengið hefur þeim völdin, að þeir standi við þann kaupsamning og skilyrði sem sett vom fyrir þeim við- skiptum — kaupsamning sem þeir hafa sjálfir skrifað undir, þar sem því var lofað að reka Landakotsspít- ala á sama veg og áður sem almenn- ingssjúkrahús. Það vom þeir sem kaupin gerðu sem eiga að standa fast við sín lof- orð og gerðan samning. Brigð af því tagi, að veita ekki fé til spítalans, skipa nefnd til athug- unar á sameiningu við annað sjúkra- hús, jafnvel athugun á að breyta Landakotsspítala í elliheimili, eru brigð sem þjóðin má ekki þola sínum ráðamönnum. Þetta er ekki eingöngu lítilsvirð- ing við starf og stefnu Jósefssystra, heldur er þetta fyrst og fremst lítils- virðing við íslensku þjóðina að fara þannig að við hennar velgjörðar- menn sem verið hafa í áratugi, næst- um því heila öld. Það sæmir ekki æðstu valdamönnum þjóðarinnar að svíkja undirritaðan kaupsamning. Hinn fullbúni Landakotsspítali er ótrúlegt afreksverk hinna biðjandi og sístarfandi klausturbúa, þær eiga manna síst að gjalda fyrir b.mðlið í þessu þjóðfélagi. Yfirlæknir á Landakoti telur að enginn sparnaður verði við samein- ingu spítalanna. Og ætti að gefa þeim orðum gaum. En þar fyrir utan er þessi umræða öll, um að bregðast nunnunum, óviðeigandi með öllu. Príorínan, sem stóð fyrir svörum hjá þulinum á' Stöð tvö sýndi mikla stillingu og grandvarleika í orðum. En augljóst var að þetta er þeim klaustursystmm mikið sársaukamál, sem ekki er að furða. Hingað til hafa það ekki verið taldir ábyggilegir menn, sem gjöra lögfestan kaupsamning og lofa því um leið, að uppfylla þau skilyrði sem sett eru fyrir kaupunum, en bregða síðan loforðum sínum eftir að kaup- in eru gerð. Og bætir ekki úr skák, að reyna til að semja um samþykki systranna fyrir því að standa ekki við samninginn, sem við þær var gerður. Það tekur nú eiginlega útyf- ir. Hér á ekkert við, annað en að ráðamenn standi við loforð sín gagn- vart St. Jósefssystrum. í Kanada höfðu íslensku, fátæku landnemarnir' það orð á sér, að munnlegt loforð íslendings væri jafngilt eiði eða skriflegum samn- ingi. Þannig fordæmi þurfa stjórn- völd að gefa þjóð sinni. íslenska þjóðin verður að skiljast svo við þessa sína velgjörðarmenn, klausturbúana, að þær fari ekki særðar frá samningnum við vora þjóð. Konur, standið með nunnunum. Landakotsspítali ætti um alla framtíð að verða rekinn af íslenska ríkinu, eins og nunnur mæltu fyrir í samningi til ársins 1996. Vér eigum að láta þær gleðjast í elli.sinni yfír því að starf þeirra sé heiðrað og ósk þeirra virt. RÓSA B. BLÖNDALS Háengi 14, Selfossi Stefánsstyrkur Auglýst er eftir umsóknum um Stefánsstyrk, sem Menningar- og fræðslusamband alþýðu og Félag bókagerðarmanna veita til minningar um Stefán Ögmundsson prentara og fyrsta formann MFA. Tilgangur styrkveitingar er að veita einstaklingi, ein- staklingum, félagi eða samtökum stuðning vegna viðfangsefnis, sem lýtur að fræðslustarfi launafólks, menntun og menningarstarfi verkalýðshreyfingar- innar. Heimilt er að skipta styrknum á milli fleiri aðila. Styrkupphæð er 215.000.- Umsóknir þurfa að berast skrifstofu MFA, Grensás- vegi 16a, eigi síðar en 30. mars nk. Áformað er að afhenda styrkinn 1. maí nk. Nánari upplýsingar veita: Ingibjörg E. Guðmundsdóttir á skrifstofu MFA, sími 91-814233 og Þórir -Guðjónsson á skrifstofu FBM, sími 28755. Félag bókagerðarmanna. Menningar- og fræðslusamband alþýðu. Eitt landsins mesta úrval af fatnaði á barnshafandi konur I Eru fréttamenn á villig'ötum? Fis - létt Grettisgötu 6 s í mi 6 2 6 8 7 0 Frá Ólöfu Halldóru Pétursdóttur: Talið er að í síðari heimsstyijöld- inni hafí rússneskir kommúnistar drepið á annað hundrað þúsund Eist- lendinga og að auki flutt 60.000 til Síberíu. Á þetta hafa fáir minnst. Þetta er bara svona heldur leiðinleg uppákoma og enginn minnist á stríðsglæpi í því sambandi. En hefðu þetta verið gyðingar og nasistar verið að verki þá héti þetta, sem það líka er „glæpur gegn mannkyninu". varla er hægt að lá þeim Eistlending- um er lifðu þessa ógnartíma þótt þeim væri heitt í hamsi og berðust gegn óvinunum eftir mætti. Eins og alþjóð veit er einn þess- ara manna, Eðvald Hinriksson, bú- settur hér á landi. Hafin hefur nú um hríð sætt slíkum ofsóknum af hálfu íslenskra fréttamanna að undr- un sætir. Samviskusamlega hafa þeir dag eftir dag í Ríkisútvarpinu og á annarri hvorri sjónvarpsstöðinni eða báðum hellt yfír landslýð óhróðri um mann þennan og með þyí tryggt að hvorki hann né hans nánustu njóti eðlilegs svefns og hvíldar nótt eftir nótt. Hver dagur er þnmginn kvíða. Hvað verður næst? Éf þetta öru ekki andlegar pyntingar-þá skil ég ekki merkingu þeirra brða. Nú hljóta fréttamenn -að vita að Rússar réðu yfír Eistlandi frá því þeir innlimuðu það í Sovétríkin 1941 þar til Eistlendingar lýstu yfir sjálf- stæði 1991 að fráteknum þeim mán- uðum er Þjóðveijar hernámu landið. Það er því mjög ósennilegt að nokk- ur skjöl, jákvæð fýrir Eðvald, fínnist í Eistlandi eða Moskvu. KGB-menn hafa trúlega hagrætt þeim að vild. Margir Eistlendingar flýðu til Sví- þjóðar í stríðinu. Þar í landi voru líka kommúnistar sem fúsir voni að vinna fyrir KGB. Auk þess vildu Svíar halda vinsamlegu sambandi við Sovétmenn m.a. með því að fram- selja þessa vesalings flóttamenn þótt vitað væri að þeirra biði ekkert nema dauðinn. Ekki er talað um að Svíar hafi gert sig seka um stríðsglæpi með þessu framferði heldur er það talið „kusk á hvítflibba" þeirra eins og það var orðað í frétt ekki alls fyrir löngu. Eðvald Hinriksson var ekki fram- seldur af því að Svíar töldu sekt hans ekki sannaða þótt nokkur vitn- anna (e.t.v. útsendarar frá KGB) teldu hann sekan. Fimm af hveijum sex vitnanna töldu Eðvald sannan föðurlandsvin ogsaklausan afstríðs- glæpum. Nú hefur- eistneska utan- ríkisráðuneytið staðfest þetta. Samt halda íslenskir fréttamenn áfram að róta í gömlum skjölum og draga fram fyrst og fremst það neikvæða í máli þessu. Mér vifanlega hefur engin ákvöfð- Un verið' tekin,' af hálfu íslenskra stjórnvalda, um það hvemig með mál þetta verði farið. Ég hélt að ef um málaferli yrði að ræða væri það dómstólanna að upplýsa málið. En ýmsir fjölmiðlar eru greinilega á öndverðum meiði. Ríkisútvarp- ið/sjónvarp hefur t.d. fréttamenn á kafí í máli þessu og lætur svo Eð- vald, fjölskyldu hans og aðra skilvísa greiðendur afnotagjaldsins borga brúsann. Eða hvað? En hvemig byijaði þetta allt sam- an? Jú, með för forsætisráðherra til ísraels þar sem honum var afhent bréfið frá Wiesenthalstofnuninni. Sú stofnun er reyndar búin að þurfa að biðja afsökunar a.m.k. tvisvar á fyrstu fullyrðingum sínum. Taldi fyrst að Eðvald gengi hér undir fölsku nafni og að vitni gegn honum væri í Tel Aviv. Hvorugt var rétt. Eðvald hefur aldrei villt á sér heim- ildir og því auðvelt að vita hvar hann var niðurkominn. Hvers vegna rumskar Wiesenthalstofnunin fyrst núna? Getur verið að einhver „fyrr- verandi kommúnisti" hérlendis hafi bent á þetta gullna tækifæri? Ein- hver sem gjarnan vildi koma höggi á þá báða, Eðvald og forsætisráð- herra? Heyrt hef ég menn segja að þetta væri mátulegt á Davíð. Hver þýddi frétt um þetta mál og kom henni út til ísrael daginn sem hún birtist hér.í blöðúm? Geta ökkaröt- ulu fréttamenn upplýst það? Þeir ýilja'.þó vonandi alltaf hafa það sem sannara vreýnist. Ég voná'aö þeir berí gæfu til þess. -.. Og nú er mál að linrii ofsóknum á hendur Eðvald Hinrikssyni. ÓLÖF HALLDÓRA PÉTURSDÓTTIR, Nesvegi 59, Reykjavík. NÝSENDING Dömu- og hermsloppar. Glæsilegt urval. Einnig velúrgallar, snyrtivörur og gjafavörur: Gullbrd, Nóatúni 17, sími 621^217.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.