Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 C 7 elsti sonur hans, Haraldur Orn, 9001 XiI/.M .r.i H’JDAG'MYMft QKIMfl/flDnOM Við eitt klapparnef ið rekumst við á hóp villtra steingeita. Við fikrum okur nær. Þær eru kyrrar og ótrúlega samlitar skriðunum en þegar þær af mikilli fótafimi stinga okkur af í löngum stökkum fer ekki á milli mála hveijir eru hér á heimaslóð og hveijir eru gestir. Slík ferð er ekki undirbúin í einu vetfangj heldur verður að byggja á reynslu í fjallamennsku. Þetta fer þó að nokkru eftir hversu erfíð leið er valin á fjallið. Erfíðustu leiðimar eru aðeins á færi bestu fjalla- manna. En jafnvel þótt farin sé auðveldasta leið á Mont Blanc er nauðsynlegt að hafa æfingu í að ganga og klifra nokkurn bratta á mannbroddum, vinna með klifurl- ínu, þ.m.t. undirstöðuhnútar og frá- gangur klifurbeltis, notkun ísaxa, a.m.k. langra gönguaxa, björgun úr sprungu, meðferð korta og átta- vita og loks eru góðir líkamsburðir og þol skilyrði og síðast en ekki síst viljinn til að klífa fjallið og andlegur styrkur til að sigrast á óvæntum erfiðleikum. Við leggjum mikla áherslu á góðan undirbúning og skipulag ferða og notum aðeins vandaðan búnað. Sennilega komast einhveijir á Mont Blanc'án alls þessa en það er líka staðreynd að þar farast margir á hveiju ári, sennilega mest vegna vanbúnaðar og vankunnáttu. Því má aldrei gleyma að í 4-5 þús. metra hæð, þar sem fetuð er mjó en nokkuð örugg leið geta aðstæður breyst skyndilega og útheimt mikla hæfni í fjallamennsku. Hættumar geta síðan aukist verulega þegar fjallgöngumennirnir þjást af há- Ijallaveiki en það er hún sem oft hindrar hvað mest sjálfa upp- gönguna. Háfjallaveiki stafar af súrefnisskorti í þunnu andrúmslofti háfjalla. Einkenni hennar eru mæði, ör hjartsláttur, höfuðverkur, ógieði, lystarleysi, kæmleysi, skortur á áhuga og einbeitingu og máttleysi. Afdrifaríkast er máttleysið og lyst- arleysið, en þessu áttum við eftir að kynnast. Nefna má okkar reynslu sem dæmi um undirbúning. Haraldur er þrautþjálfaður fjallamaður í ísklifri og klettum, virkur í Islenska Alpa- klúbbnum, kennari þar á sumum námskeiðanna og var í fjalla- og klifurskóla í Ölpunum 16 ára gam- all og kleif þá meðal annars Mont Blanc. Mín reynsla var úr íslenskum fjallgöngum og jöklaferðum en á síðustu misserum hafði ég bætt við nokkru ís- og klettaklifri ásamt vetrarferðum á erfiðum leiðum svo sem á Skessuhorn í Skarðsheiði, Hrútfjallstinda, Öræfajökul o.fl. Og loksins, súnnudaginn 30. júní 1990, sitjum við tveir saman um borð i nýrri Flugleiðavél á leið til Lúxemborgar. Erfíðum undirbún- ingi er lokið; við höllum okkur aftur í þægilegum sætum og njótum góðrar þjónustu Flugleiðafólks; niðri í farangurslestinni lúra bak- pokarnir troðnir fjallabúnaði. Æv- intýrið er hafið. Þegar til Lúxemborgar kemur opnast manni allar leiðir. Góður bílaleigubíll bíður eftir okkur og við sprettum úr spori suður Þýskaland, inn í Alpana, suður fyrir Genfar- vatn, gegnum hluta Sviss til fjalla- bæjarins Chamonix sem er í þeim krika Frakklands sem umlukinn er Ítalíu að sunnan og Sviss að norðan. Margir hafa mátt bíða í Chamon- ix dögum saman og jafnvel snúa frá án þess að fá veður á fjallið. Við ákváðum hins vegar að drífa okkur af stað síðdegis næsta dag þrátt fyrir tvísýna veðurspá og komast á einum og hálfum degi upp í efsta skála og freista síðan upp- göngu. Ef þá yrði ófært vildum við fremur bíða í efsta skála uns gæfí á tindinn jafnvel þó að það yrðu einhveijir dagar. Kosturinn við slíka bið er að þá má venjast hinni miklu hæð og litlu súrefni og draga þann- ig úr líkum á háijallaveiki. Venju- legast byija menn á að klífa nokk- urs konar æfíngaljall eða fjöll til að aðlagast þannig hæðinni áður en lagt er á Mont Blanc. Við vorum þess vegna viðbúnir því að lenda í háfjallaveiki ef veður gæfí strax alla leið á efsta tind. Steingeitur og fjaðurhattar Neðst í fjallinu er auðratað eftir slóð fjallgöngumanna enda ijölfarið í neðstu skálana. Landið er mjög gott undir fæti, fíngerð og þétt granítmylsna eða granítklappir en býsna stórgiýtt á köflum. Þetta er skemmtiganga miðað við íslensku fjallaskriðurnar sem flestir þekkja. Fljótlega mætum við tveimur heið- ursmönnum á sjötugsaldri, klædd- um einkennisfötum gamalreyndra göngumanna á þessum slóðum, hnjábuxum, dúsksokkum, vel- gengnum leðurskóm, með göngu- stafí og hina ómissandi Alpa-fjaður- hatta. Þeir höfðu látið sér nægja að röltu upp í neðsta skála. Nokkur orð falla um veður, færð og gott gengi og við dáumst að þessum vingjarnlegu kempum sem bera með sér langa fjallgönguhefð í Ölp- unum. Það var ólíkt yfírbragð á þeim eina manni öðrum sem við mættum þennan dag. Hann var um þrítugt, vanbúinn að öllu leyti, klæddur gallabuxum og skíðajakka^ fölur og illa til reika. Hópur hans hafði gefist upp ofarlega í fjallinu; ósætti komið upp og hann orðið viðskila og var nú einn á dapur- legri niðurleið. En það voru fleiri á ferð. Við eitt klapparnefíð rekumst við á hóp villtra steingeita. Við fjkr- um okkur nær. Þær eru kyrrar og ótrúlega samlitar skriðunum en þegar þær af mikilli fótafimi stinga okkur af í löngum stökkum fer ekki á milli mála hveijir eru hér á heimaslóð og hveijir eru gestir. Þær staldra við á gijóthryggnum ofan við okkur, sveiglöguð homin ber við himin; rykkja til höfðinu með þótta þeirra heimaríku og hverfa í gráan þokuruðninginn. Skálinn á ystu brún Okkur sóttist ferðin vel þrátt fyrir dimmviðri og hvöss él. Síðdeg- is næsta dag komum við hrímaðir og veðurbarðir í efsta skála, Gouter- skálann 3.817 m eftir nokkúð bratt en hindrunarlítið snjó- og kletta- brölt. Notuðum við þar alltaf h'nu og á köflum brodda og axir. Hættu- legasti kaflinn var allbreitt gil þar sem gijóthrun hefur reynst ýmsum skeinuhætt. Gouter-skálanum er tyllt utan við jökulsporð á ystu klettabrún. Fram- an við dyrapallinn eru flughamrar en bak við skálann aðeins tveggja metra geil yfír í snjóvegginn sem gnæfír aftan við húsið. Og ekki er minni ævintýrablær yfir náðhúsinu skammt frá skálanum, byggt að hálfu út yfír hamrabrúnina. Er þar hvorki staður fyrir lofthrædda né lognkæra menn. Frá skálanum að náðhúsi þessu lá leiðin með kletta- brúninni á íshálum stíg þannig að ekki var vogandi á prívatið nema vopnaður ísöxi. Gouter-skálinn var yfírfullur en þar þarf að panta svefnpláss með margra mánaða fyrirvara eða sofa á gólfinu ella. Tugir manna höfðu safnast þar fyrir og biðu betra ferðaveðurs fyrir síðasta áfangann. Við fengum þijár svefndýnur sem við deildum með tveimur Skotum. Sváfum við lítið en hvíldumst í fjóra tíma. Háfjallaveikin var það eina sem var að hrella okkur enda voru þá aðeins tveir sólarhringar frá því að við stóðum á stofugólfínu heima í Reykjavík. Lagðist hún ver á Harald. Morgungyðjan sveik okkurekki Sá sem leggur í síðasta áfangann á Mont Blanc mun aldrei iðrast þess að leggja nógu snemma af stað, helst ekki seinna en kl. 2.30 eftir miðnætti. Kemur þar margt til. Framundan er löng og erfið dagleið og færið þyngist verulega í sólbráðinni þegar líða tekur á morguninn og snjóflóðahættan vex. En síðast en ekki síst er árrisulum fjallgöngumanni launað ríkulega með fundi við morgungyðjuna en rísrauð fegurð hennar er hvergi áhrifameiri en hér á efstu tindum. — Skálabúar höfðu þessi sannindi í heiðri með fótaferð klukkan hálftvö og hefði handagangurinn í dimmum skálanum ekki orðið meiri þó að eldur hefði verið laus. Klukk- an hálftvö eftir miðnættið ruku all- ir á fætur og ferðbjuggu sig með brodda, línur axir og poka og þustu af stað. Það var engu líkara en fólk héldi að fjallið væri á förum. Úti var stjörnubjart og fjallrisar sem af öðrum heimi eins og lýst var hér í upphafi. Við gengum af stað eftir mjóum snjóhrygg, upp jökulinn í myrkrinu með sterk höf- uðljós á enninu. Við vorum um miðjan hóp göngumanna. Við létum kapp þeirra ekki raska göngutakti okkar sem við höfðum margreynt á íslenskum fjöllum. Það vinnur enginn skyndisigra á 12-15 tíma fjallgöngudegi. Mikilvægt er að halda föstum takti og þeim hraða sem menn treysta sér til að halda nokkurn veginn til leiðarloka. Stansað er stutt á klukkutíma eða eins og hálfs tíma fresti. Strax eft- ir fyrstu tvo tímana fórum við að mæta eða ganga fram hjá þeim sem fyrst sneru við. Yfirleitt virtist okk- ur þetta vanbúnaði að kenna eða háfjallaveiki. Sú veiki ágerðist nú einnig stöðugt hjá Haraldi, mátt- leysi, höfuðverkur og ógleði. Við komum nú upp á jökulsléttuna þar sem tindurinn gnæfír. Morgungyðjan sveik okkur ekki. Hún boðaði komu sína með mjóu dumbrauðu litabandi í norðaustri en í gagnstæðri átt með breiðum fjólubláma hátt á himni og þrengdi þar stöðugt að skugga næturdrottn- ingarinnar. Með rósbleikri birtu náði hún loks öllum völdum, bæði á lofti og snjónum umhverfís okk- ur, uns hún í einni svipan snart þessa kyrru mynd með sólsprota sínum. Og á augabragði voru dimm- leitir og illúðlegir fjallrisarnir leyst- ir úr álögum og ljómuðu í morgun- sólinni. Hæst á hamrastóli sat fjall- anna hilmir, Mont Blanc,' skrýddur skínandi snjá. Og þar sem við Har- aldur stóðum hugfangnir mitt í þessari morgundýrð fann ég innra með mér svarið við spurningu vætt- ar fjallsins: „Hvað vilt þú?“ Eg skildi líka að aðeins þarna uppi er svarið að finna. Háfjallaveikin ágerist Við nálgumst efsta hnjúkinn sem er um 500 m hár en við rætur hans er Vallot-neyðarskýlið sem líkist helst álkassa á hvolfí, óeinangrað, ískald, fleti og bekkir úr áli en þó er þar neyðartalstöð. Háfjallaveikin sótti æ heiftarlegar á Harald en síður á mig, en óáran þessi virðist ekki fara í manngreinarálit. í skála- dyrum rákumst við á Skotana tvo, lagsmenn okkar frá nóttinni, og voru þeir að leggja til upgöngu. Urðum við nú að taka skjótar ákvarðanir. Og þar sem Haraldur hafði komið á tindinn tveimur árum áður varð að ráði að hann yrði eftir í skýlinu og biði þar meðan ég freistaði uppgöngu með Skotunum. Þótti mér illt að láta leiðir skilja og óvissa fylgdi því að fara í línu með öðrum en honum sem ég treysti best. Ég vissi það ekki fyrr en seinna hversu illa honum leið veik- um í biðinni þarna í köldu álskýlinu. Á tindinn Nú hófst uppgangan með hæg- fara pjakki í roki, skafrenningi og 15-20 stiga frosti eii biaH, í lofti. Það var því kalt í kófínu og loft- þynningin þama í 4.700 m hæð dró úr úthaldinu. Klifíð upp sjálfan tind- inn er að mestu eftir mjóum snjó- hrygg og verður að fara þar með fullri aðgæslu, sérstaklega þar sem brot, geilar eða mjóar sprungur skerast inn í snjóhrygginn sem far- ið er eftir. Tryggðum við þar línuna til öryggis. Skotarnir unnu allt öðruvísi en ég var vanur. Þeir klifu stuttar en nokkuð hraðar lotur. En eftir því sem ofar kom urðu þeir að hægja ferðina. Fann ég að ann- ar þeirra var orðinn illa haldinn af háfjallaveiki. En upp á tindinn, 4.807 m seigluðumst við þó. Þar vorum við lausir við skafrenninginn í ljómandi heiðríkju en kulda og roki. Sumir spyija hvernig sé að standa á hæsta fjalli Evrópu. Þessu má reyna að svara með tvennum hætti. Annars vegar verður að vísa til eigin reynslu hvers og eins sem glímt hefur við erfitt verkefni og tekst að ljúka því eftir langan undir- búning og barning; hógvær fögnuð- ur, þakklæti, hugsað heim, þreyta og tómleiki. Mest saknaði ég Har- alds. Hins vegar þekkja flestir ís- lendingar þá anægju að njóta fag- urs útsýnis. Útsýni af Mont Blanc ■ er stórfenglegt. Loftið er þunnt, kalt og tært. Mengun og ský liggja langt fyrir neðan. Til allra átta er yfír Alpatinda að sjá; þeir næstu skírir, stakir og skornir niður en fjær virðast þeir standa þétt saman uns kollarnir renna í eitt út við sjón- deildarhringinn; ekki ósvipað kynn- um af því fólki sem stendur manni næst og hinu sem maður þekkir síður. Niðurleiðin varð strembnari en ég átti von á enda er það þekkt að á þeim hluta leiðangursins verða slysin ekki síst. Skafrenningurinn barði okkur aftur á snjóhryggnum. Ég var aftastur í línunni og verst var mér við hversu reikull í spori annar Skotinn var orðinn. Ef hann skyldi nú skjögra út af snjóhryggn- um öðru megin var ég því viðbúinn að stökkva í línunni niður hinum megin til að forða okkur frá hrapi. Þegar niður undir Vallot-skýlið kom slagaði hann mikið og hné meðvit- undarlaus niður við skýlisvegginn. Eftir litarhætti og öðrum einkenn- um mátti halda að maðurinn væri látinn. Svo reyndist ekki og eftir ýsar tilraunir komum við honum á fætur. Skildu þama leiðir. Skotarn- ir héldu sömu leið allt niður í Gouter-skálann en við Haraldur fórum aðra leið allt niður (um 3.800 lækkun) til Chamonix-bæjarins. Meðan við gátum fylgdumst við með Skotunum þar sem þeir fikruðu sig langt út eftir jöklinum, stönsuðu þeir oft og lá þá annar þeirra alltaf í snjónum. En þeir veifuðu stöðugt í kveðjuskyni uns jökulbrúnina bar á milli. Við komum til Chamonix síðdegis sama dag og höfðum þá verið 14 tíma á ferð. Við höfðum farið á þremur sólar- hringum frá Reykjavík og á Mont Blanc. Þetta er full hratt, sérstak- lega að klífa frá Chamonix upp á topp á einum og hálfum sólarhring án þess að ganga fyrst á aðlögun- artind. Þetta hefndi sín með há- fjallaveiki. Matterhorn bíður Næsta dag var komið vonskuveð- ur á fjallinu og ófært en erindi okkar var lokið. Við Haraldur kvöddum Chamonix og ókum beint til Zermatt í Sviss. Matterhorn var næsta takmark. Snemma næsta dag gengum við þar upp í efsta skála. Við vildum komast þangað upp sem fyrst til þess að missa ekki þá aðlögun sem líkamar okkar höfðu fengið að þunna loftinu. En Matterhorn var ófært vegna óvenju- mikilla snjóa og langvarandi illviðr- is. Þar hafði enginn komist upp það sem af var þessu sumri. A því voru ekki breytingar fyrirsjáanlegar næstu viku. Svo langan tíma höfð- um við ekki og drifum okkur því heim til íslands. Tíu dögum síðar var Haraldur floginn á vit nýrra ævintýra með félögum sínum í sex vikna klifurleiðangur norðan við Meistaravík á Austur-Grænlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.