Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 KAUPMANNAHAFNARBRÉF Hirar ranglitu Daginn er farið að lengja svo um mun- ar, það er farið að birta um kl. 7 og það er bjart til kl. 18. Um síðustu helgi lokk- aði fyrsti vorlegi sunnudagurinn margan höfuðstaðarbúann út. í útjaðri borgarinnar eru skógarsvæði, þar sem er þögn og kyrrð og loftið frísklegt. í skógaijaðrinum stend- ur bekkur og á sætið hefur einhver skrifað nafnið á elskunni sinni og hjarta utan um. Safínn stígur í tijánum og tilfínningarnar stíga mannfólkinu til höfuðs. En stórir staf- ir á bekkbakinu vitna um aðrar tilfinning- ar. „Dræb de fejlfarvede", „Drepið þá rang- litu“. Þetta er ekki tilviljanakennt krot. Eg hef rekist á þessi orð svo víða um borgina, oftast á bekkjum, líka þar sem var nýbúið að mála yfir, svo það eru greinilega ein- hveijir sem leggja þessa iðju fyrir sig á skipulegan hátt. Líkt og fleiri lönd í Evrópu hefur Dan- mörk tekið við töluverðum hópi innflytj- enda. Sumir hafa komið í leit að betra lífi, aðrir eru pólitískir flóttamenn. í huga al- mennings á orðið ekki við um Norður- landabúa, sem setjast hér að, ekki heldur við um þjóðir Norður- og Mið-Evrópu, held- ur Tyrki, Afríku- og Asíubúa, sumsé þá sem hafa dekkra litarhaft en Danir, jafn- vel þó orðið sé hlutlaust í sjálfu sér. Á yfirborðinu er allt slétt og fellt. Það eru landslög sem mæla gegn hvers kyns mismunun eftir litarhætti, trú og stjórnmál- askoðunum. Umburðarlyndið er lögboðið. Ábyrgðarfullir blaða- og fréttamenn láta ekkert tækifæri ónotað til að tala gegn kynþáttafordómum, þegar þau mál ber á góma. Við fyrstu sýn er það þessi afstaða, sem blasir við. En það er líka til félagsskapur sem hefur á stefnuskrá sinni að Danir hætti að taka við pólitískum flóttamönnum og innflytjendum yfirleitt og sem vill halda Danmörku fyrir Dani. í forsvari hans eru meðal annars prestar sem túlka náunga- kærleikann býsna þröngt og takmarka hann við þann sem næstur er í bókstaf- legri merkingu orðsins. Undanfarið hefur verið rætt innan þessa hóps að leggja fé- lagsskapinn niður og breyta honum í fræðsluhóp því sumir félagsmenn eru áhyggjufullir yfir að ýmsir sem laðast að honum láta í ljós löngun til að taka til höndunum og hreinsa til. Nota hnefana til að koma innflytjendum í skilning um að Danmörk sé fyrir Dani og ekki aðra. Fyrir nokkrum árum var ég af tilviljun samferða íslenskum iðnaðarmanni í bíl hér í Kaupmannahöfn. Sá hafði búið hér í mörg ár. Leiðin lá framhjá sjónvarpsbúð, þar sem kveikt var á sjónvarpinu. Á skerm- inum blasti við andlit prests sem mjög hefur haft sig í frammi gegn innflytjend- um. Þetta var umræðuþáttur um útlendinga í Danmörku. Landi minn sagði að nú hjól- uðu fréttamennirnir í prestinn eins og vana- lega þegar hann kæmi fram, en það væri sama hvað þeir segðu, almenningur væri orðinn þreyttur á að halda þessu fólki uppi. Það er enginn vafí á að landinn talaði fyrir munn margra Dana. Það fyrsta sem við sjónum blasir hér þegar þessi mál eru annars vegar er afstaða þeirra sem vara við kynþáttahatri, en maður verður fljótlega var við tvískinnunginn, sér slagorðin á bekkjun- um og víðar og heyrir útundan sér þær radd- ir, sem landi minn nefndi. Raddir sem tauta um að innflytjendur séu allir félagsmálahjálp og stundi innbrot, þó tölur sýni þvert á móti að margir í þessum hópi séu duglegir að bjarga sér og vinni störf sem Danir líti ekki við þrátt fyrir 10% atvinnuleysi. Stjórnmálaflokkarnir vita af þessum tví- skinnungi. Framfaraflokkurinn fer ekki í launkofa með að þeir_ vilja hefta straum útlendinga til landsins. í rúmt ár hefur rann- sóknardómstóll verið að störfum til að rann- saka hvort fyrrverandi dómsmálaráðherra, Erik Ninn-Hansen frá íhaldsflokknum, hafí komið í veg fyrir að tamílskir flóttamenn fengju íjölskyldur sínar til Danmerkur 1987 og þannig komið í veg fyrir það sem þeim stóð til boða samkvæmt lögum. Ninn-Hans- en hefur meðal annars réttlætt gerðir sínar með því að gefa í skyn að hann hafí með þessu aðeins verið að draga úr straumi út- lendinga til landsins í samræmi við vilja flokksbræðra og -systra. Það er ekki að efa að margir kinka kolli því til samþykkis. Jafnaðarmannaflokkurinn hefur að ýmsu leyti átt erfíðast með að fara bil beggja í afstöðu til útlendinga. Flokkurinn hefur um áraraðir verið talsmaður þess að Danir legðu sitt af mörkum til að leysa flóttamanna- vanda heimsins og lagt línurnar í stefnu Dana í þeim málum. En einnig þeir finna hvernig vindurinn blæs. Á friðsælum vordegi er ekkert sem bend- ir til annars en að hér lifí fólk í sátt og samlyndi. Morðhótanirnar á bekkjunum minna á að hér er ólgandi undiralda. Sigrún Davíðsdóttir r' ||| q CATERp,LLAR ^ ★ 3 ★★★★★★★ ★ ★★★★★★tft >/★★★★★★★ > U. Námskeið í sjálfsstyrkingu fyrirkonur Stjórnendur og eigendur CATERPILLAR vinnuvéla Verið er að stofna Félag stjórnenda og eigenda Caterpillar vinnuvéla. Markmið félagsins er að miðla fróðleik um Caterpillar vinnuvélar og notkun þeirra. Félagið er opið eigendum og tækjastjórum sem hafa átt, eða unnið á Caterpillar vinnuvélum. Stofnfundur verður haldinn í lok mars. , Þeir sem hafa áhuga á að gerast stofnfélagar eru s vinsamlegast beðnir að skrá sig hjá véladeild laugavegi 174 Heklu í síma 695726 fyrir mánudaginn 16. mars. sími 695500 Aðalmarkmið námskeiðsins er að efla sjálfstraust og jákvætt sjálfsmat og gera þátttakendum kleift að njóta sín til fulls í félagsskap annarra. Lögð er áhersla á að gera þátt- takendum grein fyrir hvaða rétt þeir og aðrir eiga í mann- legum samskiptum og hvemig þeir geta komið fram málum sínum af festu og kurteisi, án þess að láta slá sig út af laginu með óþægilegum athugasemdum. Fjallað verður um atriði sem auðvelda fólki að svara fyrir sig og halda uppi samræðum og leiðir til að auka almenna lífsgleði. Ennfremur er rætt um hvemig hafa megi hemil á kvíða og sektarkennd með breyttum hugsunarhætti og taka gagnrýni þannig að maður læri af henni - en haldi jafnframt reisn sinni. Upplýsingar og innritun í síma 61 22 24 sunnudag og mánudag og í síma 123 03 aðra daga. Anna Valdimarsdóttir, sálfrœðingur, Brœðraborgarstíg 7. Á Verktakar - BORCO TRAILERS Vörubílstjórar Tæknimaður frá BORCO vagnaverksmiðjunum í Bandaríkjunum verður til viðtals dagana 17. - 20. mars næstkomandi. Tryggið ykkur véla- eða malarvagn fyrir sumarið á mjög hagstæðu verði. Ráðgjöf - sala - þjónusta. Skútuvogur 12A - Reykjavík - s 812530 V ■ RÝMINGARSALA VIGNA FLUTNINGS! BLÚSSUR 911, 8UXUR %sa, 1.580, PEYSUR tM 2.508, KJÓLAR luif 3.008, TWEEDKÁPA jsM, 0.008, HETTUÚLPUR ua( 7.080, RYKFRAKKAR iMIÍ 0.800, HEnUKÁPUR IM(C-11.000, KÁPUSALAN BORGARTÚNI 22 ,SÍMI 624362.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.