Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 14
C1 J seer .<1 jiJvJAU rnv.jc <unf.jus.j.mia 14 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 IVRnilíI eftir Valgeir Guójónsson ÞAÐ ER eins og freistandi að reyna að vera svolítið skáld- legxir á sólbjörtu hádegi í þeirri nafntoguðu Cannesborg, þar sem hún ekur sér makindalega, roskin og ráðsett, í neðanverðum Miðjarðarhafshlíðum Frakklands. Hér er sandkassi ríka og fallega fólksins; hingað kemur það til að gutla í flæðarmálinu, dást hvort að öðru og til að við- halda dröppu litarafti sínu og lífsnauðsynlega slúðurdálka- mannorði. En hitinn á þessum janúardegi er reyndar ekki til að hrópa húrra fyrir. 4gráður og ku víst vera hlýrra heima á klak- anum, að ekki sé talað um snarpa stinningsvindinn, sem laumar sér ofan í fráflakandi hálsmál norræns bjartsýnis- manns, sem veit að alltaf er hlýtt á Rivierunni, hvað sem allri þenslu og samdrætti kvikasilfurs líður. Þó er hægt að hugga sig við það, sem er alkunna, að lágt hita- stig hefur ekki latt fólk til andlegra þrekvirkja í gegnum tiðina og næg- ir okkur íslendingum að horfa í barm forfeðra vorra því til undir- strikunar. Hitt, sem er ef til vill lík- legra til að draga úr hinni skáldlegu andagift, er tilgangur Cannesfarar þessarar: Þátttaka í MIDEM-kaupstefn- unni, þar sem hinn alþjóðlegi tón- listargeiri leiðir saman hesta sína í verslun og viðskiptum með tónlist og tónlistarvarning hverskonar. Svosem ekkert sérlega róman- tískt, eða hvað? ÞAÐ KANN ÞAÐ í CANNES Fyrir nýgræðing er MIDEM merkileg reynsia. Þátttakendur eru liðlega 9.000 talsins og reka erindi sín ýmist í hótelsvítum, anddyrum og á börum og veitingastöðum Cannes, eða á sýningarbásum í hinu nafntogaða Palais de Festivals. Þessi mikla sýningar-, ráðstefnu- og tónlistarhöll, sem stendur á sól- bökuðum sjávarkambinum og mæn- ir út á Miðjarðarhafið, er vettvang- ur fjölmargra viðburða skyldum MIDEM og er Cannes-kvikmynda- hátíðin trúlega víðkunnust þeirra. I Cannes gengur nefnilega á með hátíðum og ráðstefnum árið um kring og það þarf ekki sérlega reikniglöggan einstakling til að fínna út að hinir 9.000 MIDEM- gestir skilja umtalsverðar fjárhæðir eftir í borginni. Það er dýrt að vera til í Cannes og áreiðanlegur maður hvíslar því, að trúlega sé ráðstefnu- gróði bæjarbúa eftir þessa einu MIDEM-viku einhvers staðar á bil- inu 2-3 milljarðar. Týpískan íslending setur hljóðan og hugurinn leitar á gamalkunnar slóðir minnkandi fískistofna, hrap- andi kvóta og hinnar þrotlausu leit- ar að raunhæfri nýsköpun í íslensku atvinnuiíf. Og jújú ... Þó að Reykjavík geti að sönnu ekki keppt við Cannes í veðursæld og suðrænum sjarma er samt ger- legt að vinna upp þróttmikinn ráð- stefnumarkað í okkar eigin heims- ins nyrstu höfuðborg. Að vísu vant- ar ráðstefnuhöll, sem borið getur stærri ráðstefnur, en í seinni tíð hafa margir rennt hýru auga til þess möguleika að spyrða slíka byggingu saman við tónlistarhúsið okkar langþráða. Það gerðu þeir suður í Cannes og „það alveg svínvirkar“ eins og karlinn sagði þegar fyrsti traktor- inn kom í Skagafjörðinn. Og víst er málið komið á rekspöl ráða og nefnda ... En hér við Miðjarðarhafíð er ekk- ert Norðurland vestra og glugga- veðrið kennir hinum glænæpulega manni úr norðri, sem merkir vara- þurrk og frunsur knýja dyra, að best sé að leita húsaskjóls sem snar- ast og það að sjálfsögðu í hlýjum MIDEMs ranni. KÝRNAR BAULA Á BÁSUNUM Þegar komið er á marghæðótt ráðstefnusvæðið verður fljótlega ljóst að hér um slóðir ræður bein- hörð alvara viðskiptalífsins ferð- inni. Breiðstræti eitt mikið skiptir meginsvæðinu, sem er á neðstu hæð Palais de Festivals, í tvo hluta og ganga 24 götur til hvorrar áttar. Við hvetjá þessara gatna eru svo 20 til 30 básar, stórir og smáir eft- ir atvikum, þar sem hafa aðsetur allt frá eins manns neðanjarðarfyr- irtækjum, sem sinna kröfuharðasta sérþarfafólki um tónlist og tímarit ætluð áhugamönnum um miðalda- tónlist, til bása hinna ýmsu þjóð- landa heimsbyggðarinnar. Hér kemur nefnilega í ljós að hið opinbera í nágrannalöndum okkar leggur ríka áherslu á að markaðs- setja tónlist sína á alþjóðavett- vangi, enda eru til þeir ráðamenn, sem skilja og vita að tónlist getur skapað miklar gjaldeyristekjur, ekki síður en ýmsir rótgrónir atvinuveg- ir fomir. Hér eru Japanir og Danir í rauð-hvítum vistarverum, Finnar í hvítbláma og Svíar og Norðmenn, Ástralíumenn, Svisslendingar, Austurríkismenn og Kandabúar. Texasmenn, Louisianabúar, Marseillesborg, Spánveijar, Venezúelamenn, Rússar og Króatar halda sínu fólki fram, hver á sínum staili, auk fjölmargra samtaka höf- unda og hljómlistarmanna hvað- anæva að. En mest ber þó á hinum sjálfstæðu fyrirtækjum, ýmist stóc- um alþjóðlegum eða smærri stað- bundnum. Nöfnin eru^ margvísleg: Sony, Tschin Bumm, Polydor, Mushroom Group of Companies, Brazilian Beat Productions, EMI, A/O Mezhdu- narodnaya Kniga, Apejs og Onaaf- hankelijke Producenten (UPPI- BOP) að ógleymdum Schallplatten- vertriebsges, MBH/ZYX Records og er þá fátt eitt upp talið. Frá Cannes: Á miðri mynd má sjá sýningar- höllina, „Palais de Festivals". Innfelda merkið er frá sýningar- bás Spánverja sem reiða hátt til höggs.Þeir tefla meðal annars fram Gypsy Kings og Flam- enco-snillingn- um Paco DeLuc- ia. Tónlistin: Andrea Gylfa- dóttir á sviðinu í Cannes. Getur rokktónlist orðið næsta skraut- fjöður íslensks útflutnings?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.