Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 ÆSKUMYNDIN... ER AF GUÐMUNDIÁRNA STEFÁNSSYNI, BÆJARSTJÓRA í HAFNARFIRÐI Snemma félagslyndur „GUÐMUNDUR Árni var litli drengurinn í fjöl- skyldunni," segir systir hans Snjólaug Stefáns- dóttir, sem er fjórum árum eldri. „Hann var rólyndur og öllum þótti vænt um hann. Það má segja að hann hafi fengið sitt fram með sjarma," segir Snjólaug. Guðmundur Ámi fæddist 31. október 1955 á Sólvangi í Hafnarfirði. Foreldrar hans eru Margrét Guðmundsdóttir og Stef- án Gunnlaugsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði. Hann er næstyngstur fimm systkina, þar af em fjögur alsystkini. Hann hef- ur ávallt búið í Hafnarfirði, enda flytur enginn úr Hafnarfirði sem þar hefur alist upp, að hans sögn. Skólagangan hófst í Lækjaskóla og hélt síðan áfram í Flensborgar- skóla þar sem hann lauk stúdents- prófi. Guðmundur Ámi fluttist þriggja ára upp í Amarhraun sem þá var að byggjast upp. Hraunið bauð upp á óteljandi möguleika til leikja, sem og móar einir þar skammt frá sem vom kallaðir Svínatún. Þama var stofnað knattspymufélagið Fálkinn sem var mjög öflugt og þrautskipulagt félag með eigin búninga. Segir Guðmundur Ámi að það mesta hafi snúist um túnið á þessum ámm. Einnig hafi verið stundaðar skylmingar í Skylm- ingafélaginu Eldingu, og barist við óvinaheri. Annars segist hann hafa verið frekar rólyndur og bó- kelskur framan af. Félagsvitundin hafi vaknað um sjö ára aldur og eftir það hafi allt snúist um fót- Snemma varð hann að miðla málum á milli stríðandi fylkinga, Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri. boltann á túninu og síðar um FH. Guðmundur Árni segir að þar hafi hann oft lent í því að miðla málum milli Gunnlaugs eldri bróð- ur síns og stráks sem hét Guðmundur, en þeir áttu það til að ijúka í hár saman þegar þeir vom í sitt hvora liðinu í fótboltan- um. „Einu sinni sló verulega í brýnu milli okkar og ætlaði Guðmundur þessi að jafna um okkur Gunnlaug og elti okkur en við komumst undan honum heim. Gáfum við honum langt nef út um gluggann en þá tók kappinn upp stein og henti í rúðuna sem möl- brotnaði, Hann lét sér ekki nægja þetta, heldur tók líka alla teinana úr hjólunum okkar.“ Þegar bærinn stækkaði og byggja átti á Svínatúni var útséð um að Fálkarnir myndu missa aðstöðu sína. Mótmæltu þeir harð- lega og snérust til varnar. Segist Guðmundur Árni hafa haft frum- kvæði að söfnun undirskrifta gegn því að byggt yrði á túninu. Undir- skriftasöfnunin var þó árangurs- laus. Segir Guðmundur Árni, að þegar menn fóru að byggja hús sín á túninu og baráttan gegn óréttlæti heimsins hafí verið töp- uð, hafi frumbyggjarnir verið litn- ir hornauga lengi á eftir. ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFURK. MAGNÚSSON Eitt sinn skáti, áxallt skáti * Aþessu ári heldur skátahreyf- ingin á íslandi upp á tvöfalt stórafmæli. Annars vegar em 80 ár liðin frá því Skátafélag Reykja- víkur var stofnað og hins vegar em 70 ár frá stofnun Kven- skátafélags Reykja- víkur. Upphaf hinnar alþjóðlegu skáta- hreyfingar má hins vegar rekja til Eng- lands, fyrir tilstuðlan Baden-Powells og konu hans Olave, og hófst skáta- hreyfingin fyrst til vegs þar í landi árið 1908. Aðeins fjórum árum síðar hafði hún fest rætur hér á landi, en stofnfundurinn var hald- inn í bakhýsi Menntaskólans í Reykjavík 2. nóvember 1912. Hið nýja félag hlaut nafnið Skátafélag Reykjavíkur að tillögu Pálma Pálssonar yfirkennara, sem er höfundur orðsins skáti. Þúsundir karla og kvenna hafa síðan starfað innan vé- banda skátahreyfmg- arinnar hér á landi og í skátaflokkum víða um heim hafa milljónir manna lært ýmislegt gagnlegt í samskiptum sínum við náungann og náttúruna. Hér er ekki tóm til að rekja skátastarfið á ís- landi í gegnum tíðina, en í tilefni af hinu tvöfalda stórafmæli birtum við myndir úr gamla Skátaheimil- inu við Snorrabraut, en þær eru teknar um og eftir 1950. Skátaforinginn Björgvin Magnússon í góðra vina hópi. Við fótskör hans má meðal annars þekkja Björn Matthíasson hagfræðing, Svan Þór Vilhjáimsson lögfræðing, Eystein Sigurðsson magister og nær á myndinni Pálmar Ólafsson arkitekt. Efst í horninu má svo þekkja Einar Strand og Guðrúnu Hjörleifsdóttur, konu Jóns R. Hjálmarsson- ar námsstjóra. SVEITIN MÍN ER... STÓRABREKKA ÍFLJÓTUM Ur Fljótum „ÉG VAR í sveit á Stórubrekku i Fyótum, í þrjú sumur 1975-77. Ég vildi reyndar ekki fara fyrst, en var nú sendur samt og eftir það beið ég eftir að komast í sveitina á vorin,“ segir Sigurður Tómas Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokksins. Sigurður er Siglfirðingur og var ellefu ára þegar hann fór fyrst í sveitina í Fljótin. ljótin í Skagafirði skiptast í Vestur- og Austur-Fljót. Stórabrekka er í Austur-Fljótun- um sem er eins konar dalur sem liggur firá Lágheiði ofan Ólafs- fjarðar út með Miklavatni að sýslumörkum vestan Siglufjarðar. í miðjum dalnum rennur Fljótaá- in. Fyrir botni dalsins er Skeið- fossvirkjun og meðan ég var í sveit þama var Þverávirkjun byggð, nánast á næsta bæ. Fljótin em ein snjóþyngsta Sigurður Tómas Björgvinsson sveit landsins og það vorar mjög seint þarna en snögglega og ég vil minnast þess að veðrið hafi verið mjög gott þau sumur þegar ég var þama. Stórabrekka er mjög stór jörð. Þar var og er rek- ið kúabú auk þess sem mikil sil- ungsveiði var í ánni. Auk þess er mikið og gott beijaland þarna. Það sem hafði mest áhrif á mig vom alls konar álagablettir, álf- hólar og álfaborgir sem vom víða. Ég man þegar ég fór að sækja kýmar á morgnarna, þá flýtti ég mér framhjá ýmsum stöðum sem mér var sagt að álfar og huldu- fólk byggju. Þannig að ég varð mjög hjátrúarfullur meðan ég var þama.“ ÞANNIG... SAFNAR PÁLL SKÚLASON UGL UM Tákn viskunnar Páll Skúlason, heimspekingur hefur mikið dálæti á uglum og á nokk- urt safn af uglustyttum, sem prýða bókaskáp hans. UGLAN hefur frá ómunatíð verið tákn viskunnar og því er skiljanlegt að þeir sem fást við heimspeki hafi dálæti á henni. Svo er að minnsta kosti farið með Pál Skúlason heimspeki- prófessor en hann hefur safnað uglum í nokkur ár. „Ég vil nú ekki kalla það söfnun af neinni alvöru, þetta dálæti mitt á ugl- um er fyrst og fremst hentugt fyrir ættingjana, sem vita þá hvað þeir geta gefið mér í af- mælis- og jólagjafir," segir Páll. Páll safnar aðallega litlum ugl- um, sem eiga flestar sinn samastað í bókaskápnum enda staðsetningin vel við hæfí. Hann segir uglurnar ekki hafa neitt notagildi heldur séu þær eingöngu til skrauts. Eftiriætið segir hann vera uglu úr kuðungum, sem m.a. hefur prýtt kápuna á síðustu bók hans. Páll segist hafa haft áhuga á uglum frá því að hann var barn í Hörgárdal í Eyjafírði. „Þar voru og em enn uglur þó að sjaldséðar séu. Það þótti viðburður þegar þær sáust enda dularfullir og óvanaleg- ir fuglar, sem fara sínar eigin leið- ir. Uglan er eins og áður segir fugl viskunnar, sat á öxlum hinnar rómversku Mínervu, sem var gyðja lista, vísinda og handiðna, og grísku stríðsgyðjunnar Aþenu, verndara visku, vísinda, lista og handiðna. Þegar rætt er um ugl- una er oft vitnað til frægra orða heimspekingsins Hegels, sem segir að uglan hefji sig til flugs þegar rökkva tekur og dagurinn er lið- inn. Það sama gildi um heimspek- ina, hún sé fólgin í að hugleiða merkingu hins liðina og skýra það sem er umhugsunar- og minnis- vert þegar erli dagsins er lokið. Með því veitir heimspekin okkur yfirsýn yfir það sem máli skiptir og um leið opnar hún ákveðna sýn til framtíðarinnar, þar sem bent er á þá reynslu sem við getum stuðst við á næsta degi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.