Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 --------------------------------------------------------- KVIKMYNDIR Mannúðin skín úr þessum sögum Rætt við frönsku leikkonuna Nathalie Roussel í hlutverki móðurinnar í myndinni Kastali móður minnar. „Rithöfundurinn Marcel Pagn- ol skrifaði tvær bækur á gam- als aldri þar sem hann rifjaði upp bernsku sína og minntist móður sinnar og föður og sak- leysis æskuáranna. Uppúr þeim eru myndirnar gerðar," sagði franska leikkonan Nathalie Roussel í samtali við blaðamann Morgublaðsins, en hún fer með eitt aðalhlutverkið í myndunum Heiður föður míns og Kastali móður minnar og er stödd hér á landi í tilefni frumsýningar hinnar síðarnefndu í Regnbog- anum. Kastali móður minnar er sjálf- stætt framhald myndarinn- ar Heiður föður míns, sem Regn- boginn frumsýndi fyrr í vetur og fer Roussel með hlutverk móður- innar í sögunni, Augustine, en myndirnar segja frá lífi ungs drengs í sveitinni á fyrripart ald- arinnar. „Sögumar em ákaflega heillandi og geta höfðað til allra. Stjörnur myndarinnar era ekki leikaramir heldur tíðarandinn og andrúmsloftið, landslagið, árstíð- imar og vindurinn. Mannúðin skín úr þessum sögum Pagnols," sagði Roussel. Myndimar nutu mikilla vin- sælda þegar þær vora frumsýndar í Frakklandi og aðspurð um ástæður þess sagði Roussel: „Vegna þess að Pagnol er mjög frægur og dáður rithöfundur í Frakklandi. Hann býður uppá eitt- hvað sem allir geta fundið sig í, einfaldleika og sakleysi." Nathalie ólst upp í S-Frakklandi við landa- mæri Spánar og hún segist þekkja hið erfíða sveitalíf af eigin raun. „Því skil ég Marcel svo vel,“ sagði hún, „og Augustine. Hún er eins og fugl sem gætir unganna sinna og ég leik hana eins og móður mína og ömmu.“ Aðrar tvær myndir gerðar eftir sögum Pagnols eru Jean de Flor- ette og Manon lindanna, sem not- ið hafa mikillar hylli með Yves Montant og Gerard Depardieu í aðalhlutverkum. „Munurinn er sá að þær myndir vora skáldskapur en Heiður föður míns og Kastali móður minnar era ævisögulegar,“ sagði Nathalie. Hún hefur leikið frá því hún var 15 ára þegar hún vann fegurðarkeppni og komst til Parísar. Hún segist alltaf hafa átt sér þann draum að verða kvik- myndaleikkona og er orðin tals- vert eftirsótt í Frakklandi. Nýj- asta mynd hennar var framsýnd þar um jólin og heitir „Mayrig", sem þýðir móðir á armensku. Með önnur hlutverk fara Claudia Cardinale og Omar Sharif. Mynd- in segir frá fátækri fjölskyldu frá Armeníu sem flytur til Frakklands og er sögð ein af dýrastu myndum sem Frakkar hafa gert. Nathalie Roussel; skil vel Pagnol. Morgunblaðið/Þorkell Thomas MultiVac ál tæki í einu Verð aðeins kr. 35.900 Notkunarreglur á (slensku - Biðjiö um ókeypis 8 siðna iitmyndabækling á íslensku. Ryksuga Vatnssuga Teppa- og áklæða- hreinsivél Gólfþvottavél SÖLUAÐILAR: KEFLAVlK: Ljósboginn AKRANES: Rafþjónusta Sigurdórs NESKAUPSTAÐUR: Raftækjav. Sveins Elissonar AKUREYRI: KEA, jám og gler RAUFARHÖFN: Versiunarf. Raufarhafnar BLÖNDUÓS: Kl. A-Húnvetninga SAUÐÁRKRÓKUR: Rafsjá BORGARNES: Kf. Borgfirðinga SELFOSS: Kf. Árnesinga EGILSSTAÐIR: Kf. Héraðsbúa SEYÐISFJÖRÐUR: Rafmagnsv. Leifs Haraldssonar HÚSAVlK: Öryggi STYKKISHÓLMUR: Skipavík. ÍSAFJÖRÐUR: Póllinn VESTMANNAEYJAR: Geisli ASTRA Austurströnd 8 Seltjarnarnesi Sími 91-61 «22944 NÁMSKEIÐ Stj órnunarskólinn fær viðurkenningu fyrir Dale Camegie námskeið Konráð Adolphsson skólastjóri með „for- setabikarinn" og viðurkenninguna sem Stjórnunarskólinn vann til. Stjómunarskólinn, sem er einkaleyfíshafí fyrir Dale Camegie námskeið hér á landi, hefur unnið alþjóðlegan „forsetabikar" Dale Camegie skólans fyrir góða frammistöðu. Jafn- framt fékk skólinn önnur verðlaun fyrir sölutækni í fyrirtækjanámskeiðum. „Einkaleyfíshafar nám- skeiðanna um allan heim era flokkaðir eftir stærð og því voram við að keppa við 18 aðra skóla í öðrum löndum um þessa viður- kenningu fyrir sölu og árangur," segir Konráð Adolphsson, skólastjóri Stjómunarskólans. Stjórnunarskólinn, sem hóf starfsemi sína árið 1965, býðurt.d. upp á nám- skeið í ræðumennsku og mennlegum samskiptum, sölutækni, stjómun og sölunámskeið fyrir atvinn- usölumenn svo eitthvað sé nefnt. „Á þessum árum höfum við útskrifað fólk sem nær því að vera um 4-5% af þjóðinni. Við leggjum áherslu á að byggja upp hæfileika einstaklingsins og fá fólk til þess að nýta hæfileika sína betur. Við þjálfum einnig fólk í ræðumennsku og framkomu og hvemig fólk geti náð tökum á áhyggjum sínum svo að það geti orðið hæfara í daglegu lífi,“ segir Konráð. Hann segir að námskeiðin í ræðu- mennsku og mannlegum samskipt- um séu vinsælustu námskeiðin sem skólinn bjóði upp á. Auk þess era í boði námskeið fyrir stjórnendur þar sem áhersla er lögð á hagnýtingu þess, sem kennt er, í daglegu starfí og námskeið fyrir atvinnusölumenn og sölutækninámskeið. Konráð segir að mikil aukning hafí átt sér stað í því að fyrirtæki sendi starfsmenn sína á slík nám- skeið. „Þetta hefur eiginlega alveg snúist við á síðari árum. Aður fyrr komu einstaklingarnir sjálfir á nám- skeiðin en nú eru fyrirtækin farin að sjá sér hag í því að senda starfs- fólk sitt á námskeiðin vegna þess að einstaklingurinn verður margfalt hæfari starfskraftur eftir svona námskeið." Dale Carnegie námskeiðin eru haldin í 78 löndum um allan heim og Konráð segir að allir kennarar námskeiðanna verði að sækja end- urþjálfun a.m.k. einu sinni á ári, sé ekki gert missi fólk réttindi til að kenna á námskeiðunum. Konráð segist fyrst hafa kynnst námskeið- unum er hann starfaði í Bandaríkj- unum árið 1963. „Mér leist strax vel á þessi námskeið þegar ég kynnt- ist þeim og hef starfað í þessu síð- an. Ég sá að þetta gæti gert mikið gagn hér á landi þar sem svona þjálf- un var ekki til hér. Nú hefur skólinn verið starfandi í 27 ár og enn er mikil eftirsókn í námskeiðin,“ segir Konráð Adolphsson að lokum. Ljósmynd/Ueorge G. Hendrickson Börnin njóta lífsins í Hafnarfirði fyrir 33 árum, með íspinna og gospilluduftið, sem var vinsælt á þeim árum. MINNINGAR Sumar í Hafnarfirði fyrir 33 árum Þegar fólk rifjar upp bernskuminningar virðist oft sem lífið hafi verið eintómur dans á rósum og sólin ávallt skinið í heiði. Það var alla vega gott að lifa í Hafnarfirði fyrir um 33 árum, þegar með- fylgjandi mynd af óþekktum fyrirsætum var tekin. Myndina tók George G. Hendrickson. Hann var starfsmaður varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli á þessum árum og ferðaðist víða um land. Hann býr nú í Flórída og á enn yfír 200 ljósmyndir, sem hann tók hér á landi. Fyrir skömmu birti Morgunblaðið myndir sem hann tók af Haf- meyjunni í Tjörninni í Reykjavík. I ágúst 1959 var George á ferð í Hafnarfirði með myndavélina sína. Hann rakst þá á krakkahóp og tók meðfylgjandi mynd, sem hann segir vera í miklu uppáhaldi hjá sér. Hann kveðst velta því mikið fyrir sér hver þessi börn séu og hvað þau fáist við núna. Þeim, sem geta frætt hann um það, er bent á að dálkurinn „Fólk í fréttum" getur komið upplýs- ingum áleiðis til hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.