Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 C 11 MYNDLISTA- OG HANDÍÐASKÓLI ÍSLANDS auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir skólaáriö 1992-93. Umsóknarfrestur í fornám ertil 27. apríl og í sérdeildir 15. maí n.k. Upplýsingar á skrifstofu skólans, Skipholti 1, kl. 10-12 og 13-15, sími 19821. Bjóðum í nokkra daga hvítan undirfatnað á niðursettu verði Hvítt við öll tœkifœri Richard Lee að vinna við höggmyndina af Óskari, móta andlitin sem eru mjög vel gerð,“ segir Erna. „Höggmyndin sem hann gerði af honum pabba er bókstaflega eins og hann.“ I Alþýðublaðinu 11. jan.’47 er við- tal við myndhöggvarann sem segir, að auðveldara sé að gera myndir af íslendingum en t.d. Bretum, að við séum léttari og óþvingaðri. Hann segir, að íslensk andlit séu afar mismunandi eins og annarsstaðar, nema hvað kinnbein séu í hærra lagi eins og á öllum Norðurlandabúum. Á þeim tíma er Richard Lee búinn að vera á íslandi í 8 mánuði og búinn að gera andlitsmyndir af 14 þjóðkunnum íslendingum. Á sama tíma birtir Spegillinn spé- mynd af Ólafi Thors. Þar segir m.a.: „Vaxmyndasafn er nú í undirbúningi að forlagi Óskars Halldórsson- ar...sannast hér enn, að Óskari er ekki fisjað saman a.m.k. stendur hann framar flestum sem reynt hafa til við stjórnarmyndun. Mest hlökk- um vér þó til, daginn sem Óskar sendir Ólaf í bræðslu og komminn kemur í ljós.“ Óskar Clausen hjálpaði til við búningana. í bréfi frá hönum til nafna hans 14. maí ’47 segir: „Dr. Helgi Pétursson vill vera „puntaður" eins og hann sagði sjálfur. -Hann segist vera svo spengilegur í ,jacket“ og vill vera þannig.“ I sama bréfi: „Það var gaman, að Mr.Lee skyldi fá viður- kenningu fyrir myndina af þér á Roy- al Academy. Hann hefur sótt hamingju til Islands og er það ánægju- legt.“ Já, Richard Lee sótti ástina sína til Islands. Hann sneri aftur heim með (slenska eiginkonu, Ragnheiði Björg- vinsdóttur frá Fáskrúðsfirði. Eftir það skrifar Ragnheiður öll bréf til Óskars fyrir hönd manns síns. „Pabbi talaði ekki ensku,“ seg- ir Erna. „Þá var enska ekki eins alþjóðlegt tungumál." í bréfi Lee hjónanna 28.7.’47 segir: „Gerið svo vel að senda augna- og háralit Vil- hjálms Stefánssonar, og upplýsingar um hörundslit, hvort hann er fölur eða sólbrenndur." Annað bréf 15. 7.’48: „Mér virðist mjög góð hug- mynd, að sonur yðar sé klæddur sem sjómaður, þar sem svo virðist vera að öll íslenska þjóðin sé upp á fiski- mennina komin.“ Richard Lee lést 5. sept.’91. Nokkrar höggmyndir eftir hann eru varðveittar á opinber- Hinn 5. júlí ’43 berst Þjóð- minjasafninu bréf frá Óskari, þar sem hann tilkynnir um 30 þúsund króna minningargjöf um son sinn. Upphæðinni verði ráðstafað til að stofna vaxmyndasafn í Reykjavík. um stöðum, m.a. bijóstmynd af Halldóri Laxness í Þjóðleikhúsinu. Gjafabréf um vaxmyndasafnið Úr dagbók Óskars 12. júlí ’51. „Afhenti menntamálaráðherra, Birni Ólafssyni, gjafabréf utn vaxmynda- safnið. Hann lét útvarpa tilkynningu um gjöfina um kvöldið." í bréfi frá Menntamálaráðuneytinu sama dag segir m.a.: „Ráðunéytið veitir safni þessu móttöku fyrir hönd ríkisins og færir yður og börnum yðar þakk- ir fyrir þessa rausnarlegu gjöf, sem reynt verður að halda við og auka í framtíðinni, eftir því sem ástæður leyfa. Björn Ólafsson, Birgir Thorlacius." Tveimur dögum síðar, 14. júlí er þessi fyrirsögn í Vísi: „Vaxmynda- safnið opnað í Þjóðminjasafninu í dag.“ Þar segir Óskar m.a. „Safnið kom til landsins fyrir einu ári og hafði ég þá ekkert húsrúm yfir það, en ég vil þakka Birni Ólafssyni ráð- herra, að hann lét safnið fá húsnæði í Þjóðminjasafninu, og Kristján Eld- járn þjóðminjavörður hefir tekið á móti því, og er það í eins góðri umsjá og frekast verður kosið.“ Úr dagbók Óskars 27. ágúst’51: „Það var verið að ergja mig með því að pakka vaxmyndasafninu niður í kjallara. Danskur málari á að fá sýningarsalinn. Klessumálarinn og menntamálaráðherra vilja það. Mér leiddist þetta og ætla að tala við Pétur Óttesen alþingismann og Valtý Stefánsson.“ Dagbókin í sept. sama ár: „Vax- myndasafnið var flutt upp á loft í Þjóðminjasafninu. Ég var ónægður með það. Um 4 þúsund manns eru búnir að skoða það.“ —Hefur fjölskyldunni ekki leiðst, hvernig farið hefur með safnið, spyr ég Ernu? „Það er eins og enginn hafi viljað tala um þetta,“ segir Erna. „Auðvitað hefur okkur leiðst það. Pabbi sagði um leið og hann gaf það frá sér: „Það eru tilmæli okkar gefenda, að safninu verði vel við haldið og aukið eftir því sem ástæður leyfa.“ Sjálfsagt hefur það verið í góðri geymslu. En það var ekki tilgangurinn með gjöfinni, að henni væri pakkað niður um ára- tugi eins og hveijum öðrum óþarfa hlut.“ Tilgangur Óskars Halldórssonar með gjöfinni eru augljós. Og af pers- ónulegum kynnum við listamanninn Richard Lee um langt árabil fór ekkert á milli mála biturleiki hans yfir vanefndum íslenskra stjórnvalda í samningi um gjafabréf Óskars. —Hefði ekki verið ánægjulegt fyr- ir íslendinga, einkum íslenska æsku, að eiga þess kost að ganga inn í myndarlegt, alþjóðlegt vaxmynda- safn sem Reykjavík hefði getað orð- ið fræg fyrir? Islenskt safn í líkingu við vaxmyndasafnið á Ráðhústorg- inu í Kaupmannahöfn, þar sem sjá mætti atburði úr íslenskum skáld- verkum, allar ríkisstjórnir íslands frá lýðveldistöku, forsetana okkar, þekkta listamenn og stjórnmála- menn á heimsvísu, svo að eitthvað sé nefnt. Það var þetta sem Óskar Halldórsson sá eflaust fyrir sér og vildi stuðla að. Gjöf hans og lista- verk Richard Lee er myndarlegur vísir að slíku safni en framhaldið vantar. PHILCO PHILCO SPARAR PENINGA Hún notar heitt og kalt vatn, sparar tíma og rafmagn. L64 ÞVOTTAVÉL • Vinduhraði: 600 snúningar. • Fjöldi þvottakerfa eftir þínu vali. • Sérstakt ullaiþvottakerfl. • Fjölþætt hitastilling. • Spamaðarrofi. • Stilling fyrir hálfa hleðslu. RETT VERÐ 52.500,- JÆ935,- ^^Tkr.stgr. ÞURRKARI SEM GÆLIR VIÐ ÞVOTTINN AR500 ÞURRKARI • Snýr í báðar áttir, fer sérlega vel með þvottinn. • 3 mismunandi hitastig. • Allt að 120 mln. hitastilling. • öryggisstýring á hitastigi. • Tveir möguleikar á tengingu útblástursbarka. • Ryðfrítt stál í belg. • Auðvelt að hreinsa tógsigti. RÉTTVERÐ 40.500,- --------------1/ 'KR.STGR. Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI69151S ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 'SOMWtgUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.