Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 19
i i I I I MORGUNBLAÐIÐ - - HAMUART2HAöWmí/13ffl MEIMNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUK 15. MARZ 1992 C 19 IMýgræðingur í Fellahelli GRÓSKAN er mikil í rokkinu um þessar mundir, eins og glöggft sást um síðustu helgi þegar 21 hljóm- sveit tróð upp í Fellahelli. Tónleikarnir í Fellahelli kölluðustu Nýgræð- ingur og segir Benóný Ægisson forstöðumaður Fellahellis, sem skipulagði tónleikana, að þeir væru frábrugðnir t.a.m. Músík- tilraunum Tónabæjar í því að engar kröfur væru gerð- ar til hljómsveita varðandi frumsamin lög eða getu, sem þýddi að hvaða sveit sem teldi sig þess um- komna að spila væri vel- komin. Benóný segir að undirtektir hafi verið geysigóðar og full ástæða til að gera þetta að árviss- um tónleikum. Leikið var á tveimur sviðum, þungarokksviði og rokksviði, en flestar sveit- anna léku þunga- eða dauðarokk, og mestur áhugi fyrir því meðal gesta. Sveitirnar sem fram komu voru ólíkar að getu og frumleika, en fram komu Þungarokklingarnir, Viru- lenzy, Viral Infection, Cre- mation, Condemned, Sagt- móðigur, Pulsan, Suicidal Diarrhoea, Clockwork Dia- bolis, Strigaskór nr. 42, In Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Kolrassa krókríðandi. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Strigaskór 42. Memoriam, Sororicide, Ritz, Hróðmundur hippi. Æstistrumpur, Carpe Di- em, Bar 8, Sjúðann, Kol- rassa krókriðandi, Talism- an og Yucatan. Ekki náðist að beija all- ar sveitir augum, en af þeim sem tími gafst tii að hlýða á og skoða vöktu Strigaskórnir mesta at- hygli, enda sveitinni farið gríðarlega fram og orðin með fremstu rokksveitum. In Memoriam var ekki sannfærandi, vegna slakra lagasmíða, þó sveitin væri þétt og skemmtileg á sviði, Sororicide var fyrirtak eins og jafnan, en þó verða sveitarmenn að leggja harðar að sér til að ná sam- bandi vð áheyrendur, Bar 8 var prýðileg ófrumleg rokksveit, Sjúðann var bráðskemmtileg, en eftir- minnilegasta sveit kvölds- ins var kvennasveitin Kol- rassa krókríðandi, sem er efni í frábæra sveit. Talis- man var hreint ekki góð. DÆGURTÓNLIST Hvab verburum Tori Amosf Geðflækt undrabam SÖNGKONUR sem jafnframt senya sjálfar hafa kom- ið og farið allört siðustu ár. Nefna má stúlkur eins og Tony Childs, Tanitu Tickaram, Tracy Chapman, Michelle Shocked og og Juliu Fordham sem hafa lofað einkar góðu en síðan horfið í næstu andrá á mcðan aðrar, Kate Bush og Suzanne Vega t.a.m., hafa styrkt stöðu sína með árunum. Nýjasta söngkonan, sem er til alls líkleg í framtíðinni og hefur hæfileika til að ná langt, er Tori Amos, en önnur breiðskífa hennar, Little Earthquakes, hefur vakið á henni mikla athygli. Tori Amos er bandarísk, meðan bróðir hennar hlust- alin upp á strangtrú- aði á Jimi Hendrix og Bítl- uðu heimiii og því hlaðin ana. Tori lærði söng af því geðflækjum og bældum til- að syngja í kirkjukór, en finningum, eins og hún seg- varð snemma fullnuma í irsjálffrá, píanóleik og talin undra- sem ku bam á því sviði. Sagan vist gera ijermir reyndar að hún hafí sköpunar- verið farin að betja saman þörfinni lög á sjötta árinu, þó ekki gott. Hún hafi hún samið fuilburðugt hlaut gott lag fyrr en á ellefta ári. tónlistar- Tori var send til náms í uppeldi, píanóleik í Baltimore, en því móðir féll ekki heraginn í skólan- hennar hafði dálæti á Fats um, þar sem Bítlarair voru Waller og Nat King Cole á útiægir, flosnaði þar upp eftír Árrta Matthíosson Gott tónlisíaruppeldi Tori Amos. og eyddi næstu árum í píanóleik á hommabúllum, þar sem hún lék helst fág- aðan dægurjass. Ekki var það þó það sem hún hafði ætlað sér og hún tók sig upp og fluttist til Los Ange- les í leit að frama. Eftir alllangt streð tókst henni að komast á samning hjá EastWest (sem réð til sín Deep Jimi og félaga úr Keflavík fyrir stuttu). Ifyrstu breiðskifuna á þeim samning vill hún helst ekki tala um i dag, en önnur breiðskífan er Little Earth- uqakes, sem nefnd var i upphafi. Að sögn Tori vissu frammá- menn hjá EastWest vart hvað ætti að gera við plöt- una, því hún var langt fyrir utan það sem þeir vonuðust eftir. Hún segir að þeir hafi verið að leita að nýrri Neneh Cherry og þegar þeir heyrðu plötuna ákváðu þeir að gefa hana fyrst út í Evrópu til að sjá hvernig hún gengi. Skemmst er frá því að segja að gagnrýendur hafa vart haldið vatni af hrifningu yfír plötunni, enda tónlistin listilega samin og textarnir allt frá því að vera óþægilega opin- skáir og nau'göng- ulir í upphafna al- menna lífsham- ingju. Ekki er gott að segja hvort Tori Amos eigi eftir að teljast spákona í sínu föðurlandi, en ef marka má Little Earthquakes og velgengni hennar í Evrópu eru ekki líkur á öðru en hún lifi lengur en flestar þær söngkonur/lagasmiðir sem taldar voru í upphafi. Vert er að geta þess að Tori Amos kemur til tón- leikahalds hér á landi í sum- ar, en meira um það síðar. Tyrkn- eskur töfra- maður ÁHUGAMENN um tyrkn- eska tónlist mega vel við una, því væntanlegur er til landsins tyrkneski tón- listarmaðurinn Hadji Teb- ilek. Hadji Tebilek Tyrkn- eskur tónlistarmaður. Hadji er í fremstu röð tyrkneskra jasstónlist- armanna, ekki síður en þeirra sem leggja stund á þjóðlega tyrkneska tónlist. Hadji Tebilek hefur feng- ist við tónlist frá níu ára aldri og hefur leikið með flestum bestu tónlistar- mönnum Tyrklands. Hann starfaði lengi sem hljóðvers- undirleikari í Miklagarði, samhliða tónleikahaldi, og sem slíkur hefur hann leikið inn á hundruðir hljómplatna með arabískri dægurtónlist. 1975 gekk hann í sveit Okay Temiz, en flutti sig síðan um set til Svíþjóðar. Þar stofn- aði hann aðra sveit, Oriental Wind, sem lék tyrkneskskot- inn jass. í þeirri sveit bætti Hadji við sig hljóðfærunum altsaxófón og flautu, en fyr- ir lék hann á ney (tyrknesk flauta), saz (tyrknesk lúta) og zuma. 1983 réðst Hadji sem kennari við Creative Music Foundation og stofn- aði þar Cumbus-sveitina sem starfaði í Bandaríkjunum næstu tvö árin. Síðustu árin hefur Hadji búið í Svíþjóð. Hér á landi leikur Hadji á þrennum tónleikum, 25., 26. og 29. mars, en einnig má búast við tónleikum í skól- um. Steingrímur Guðmunds- son og Samspil gangast fyr- ir komu Hadji hingað og leikur Steingrímur með hon- um á öllum tónleikunum, en Hadji mun einnig leika með Súldinni á einhveijum tón- leikanna. I fararbroddi NÝSKÖPUN á ekki upp á pallborðið í rokkheiminuin um þessar mundir og grúi sveita er að vinna úr tónvís- um frá sjötta og sjöunda áratugnum. Þær sveitir eru svo til scm ná að skapa eitthvað nýtt og ferskt úr gömlum straumum. Ein þeirra sveita er Primal Scream. Primal Scream er Glasgowsveit og hefur gengið í gegnum ýmsa fasa á ferli sínum. Stofnandi sveitarinnar og söngvari, Bobbie Gillespie, lék áður á trommur hjá tímamóta- sveitinni The Jesus and the Mary Chain, en vildi ráða ferðinni sjálfur. Fyrsti fasi Primal Scream var bjöguð gítarorgía, sem stóð ekki svo ýkja langt frá fyrri sveit Gillespies, nema keyrslan var öllu meiri. Undir þeim formerkjum náði sveitin nokkurri neðan- jarðarhylli með fyrstu breið- skífu sinni sem út kom 1987, en það var ekki fyrr en plötusnúðurinn Andy Weatherall taldi sveitar- menn á að veita dansrytm- um inn í tónlistina og skrúfa eilítið niður í mögnurum að Primal Scream fór að njóta almannahylli. Fyrsta lagið sem Weatherall vélaði um var Loaded, og komst inn á top 20 í Bretlandi. Breið- skífan sem á eftir fylgdi ruddi nýjar brautir í bresku poppi og víst að saga sveitarinnar er langtífrá öll, en platan, Screamadelica, var réttilega hvarvetna talin með bestu breiðskífum síð- asta árs. Á henni er grúi laga sem fellur mjög að stefnunni sem Loaded markaði, en ekki skemma áhrif frá sveitum eins og Rolling Stones Brian Jones áranna, Doors og ámóta. Primal Scream Nýjar brautir í bresku poppi. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.