Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 STEYPTIR ÍVAX Saga íslenska vaxmyndasafnsins eftir Oddnýju Sv. Björgvins f anddyri Þjóðminjasafnsins standa tveir menn þessa dagana sem vekja athygli safngesta. Annar er þéttvaxinn, svipmikill, miðaldra maður. Við hlið hans ungur maður, ljós yfirlitum með vart fullmótaða andlitsdrætti, en listamanninum hefur tekist að gæða andlitið þeirri birtu sem ungt fólk á leið út í lífs- hlaupið hefur gjarnan yfir sér. Hér eru mættir feðgarnir Óskar Halldórsson og Óskar Theódór Óskars- son, báðir löngu horfnir af jarðsviðinu. Einu sinni enn er búið að dusta rykið af íslenska vaxmyndasafninu. Islenska vaxmyndasafnið er gjöf Óskars til minningar um soninn unga sem fórst með Jarlinum á stríðsárunum ’41. Óskar yngri var aðeins 23 ára þegar hann drukknaði. Óskar eldri var stórhuga, enda síldarkóngur með mikla bátaútgerð. Enskur mynd- höggvari, Richard Lee, var fenginn hingað ’47 til að móta höfuðin. Og 14. júlí ’51, eftir margra ára starf, afhenti Óskar íslenska_ ríkinu 33 vaxmyndalíkön af 18 íslendingum og 15 heimsþekktum erlendum mönnum. Með gjöfinni fylgdi sú ósk, að vel yrði að safninu búið og bætt yrði við það með árunum. En önnur hefur orðið raunin. Um árabil hefur safninu verið pakkað niður í plast á háalofti Þjóðminjasafnsins. Hvergi er pláss fyrir það. Enginn í ríkis- bákninu vill taka ábyrgð á því! Safnið á háaloftinu „Safnið var gefíð ríkinu á sínum tíma. Það er bara geymt hjá okk- ur,“ segir Lilja Ámadóttir safn- stjóri. „Það var til sýnis vestan meg- in í húsinu fram til ’69, en þá voru herbergin tekin undir bókasafn. Safnið er vinsælt og ennþá er mikið spurt um það. En lögbundið hlutverk Þjóðminja- safnsins er að varðveita fornmuni og við höfum varla undan að sinna því hlutverki. Rekstur vaxmynda- safns er ekki efst á lista hjá okkur- Það er tvennt sem skortir á ti! að hægt sé að hafa vaxmyndasafnið alltaf til sýnis. í fyrsta lagi hentugt húsnæði (hvað með verðugt rými í Þjóðarbókhlöðu?). í öðru lagi að fá einhvern til að reka það. Nú er tæki- færi til að skoða safnið sem verður til sýnis um sinn.“ í gegnum steinda glugga á stiga- palli koma marglit geislabrot yfir skemmtilega skartbúinn skáldjöfur. Hér situr hinn ódauðlegi William Shakespeare í góðum félagsskap með danska ævintýraskáldinu H.C. Andersen. Og persónur af spjöldum mannkynssögunnar lifna hver af annarri. Churchill mætti vera með vindil í munnvikinu. Edison er góð- legur og glettinn. Og guðræknissvip- urinn á andliti Lúthers leynir sér ekki. —En af hveiju er Anna Borg ekki í meira sviðsljósi, eina konan á safn- inu? „Skautbúningurinn hefur verið gerður af vanefnum, og er aðeins farinn að láta á sjá,“ segirLiIja „og mér finnst ekki takast nógu vel að ná reisn leikkonunnar og fegurð. En hún er líka sú eina. Allar hinar eru einstaklega vel gerðar." Vaxmyndirnar létta sögunámið Þarna gefur að líta fyrsta ríkis- ráðsfund íslenska lýðveldisins. Nýtt lýðveldi, nýir ráðherrar og öllum skipað til sætis eins og á fundinum ’44. Og Hitler á stalli rétt hjá. Ekki eins svipljótur og ætla mætti. Ótrú- legt hvað þessum litla manni tókst að gera mikið illt af sér. Hinn smávaxni Napóleon nær yfir svo margar blaðsíður sögunnar, að skólanemar sjá hann iðulega fyrir sér sem stórvaxinn mann. —Námið yrði óneitanlega léttara og skemmti- legra, ef hægt væri að skoða vax- myndir þeirra einstaklinga sem móta mannkynssöguna. — Væri sú hug- mynd fráleit að setja safnið upp í einhverjum skólanum? „Synd hvað þeim er stillt fátæk- lega upp,“ segir Lilja. „í erlendum vaxmyndasöfnum er meira gert til að skapa rétt umhverfi og vaxmynd- um stillt svo ftjálslega upp, að oft er erfitt að greina á milli þeirra og sýningargesta. En hér er fólk svo óagað." Og hún sýnir mér hvað and- lit Óskars yngra er rispað eftir fin- graför. „Annars er furðulegt að þær skuli ekki vera verr farnar. Búnar að liggja í geymslu frá ’69 og aðeins stillt upp til sýnis á margra ára fresti og þá í nokkrar vikur. En við höfum alltaf tekið hendurnar af og pakkað þeim varlega niður, enda eru þær mjög brothættar," segir Lilja. Blaðaúrklippur og dagbækur Óskars Halldórssonar Blaðamaður situr heima hjá Ernu Óskarsdóttur. Á borðinu fyrir fram- an okkur liggja gamlar blaðaúrklipp- ur, dagbækur föður hennar og stór mappa merkt VAXMYNDASAFN- IÐ. Ur möppunni renna handskrifuð bréf, minnisblöð og reikningar. Allt frumeintök. Á gullárum síldarinnar var lítið vélritað, hvað þá að bréf væru ljósrituð! Forvitnilegt að skyggnast inn í hugarheim síldarkóngs eða íslands- bersa eins og Óskar var líka nefnd- ur. Maðurinn varð sagnapersóna strax í lifanda lífi. Stóra spurningin er, hvernig Óskari datt í hug að setja hér upp vaxmyndasafn? Óneit- anlega fjarlægt bæði síldarútvegi og landbúnaði! „Pabbi var svo fljóthuga og ég skil ekki hvemig hann komst yfir allt sem hann gerði,“ segir Ema. „Það var eins og hann þyrfti aldrei að sofa!“ Kannski liggur skýringin í ströngu uppeldi, pijónahaldi og stundvísi. Síldarkóngurinn var um leið yngsti búfræðingur frá Hvánneyri. „Komst óvart inn í landbúnað- inn,“ segir hann (Vísir 6.sept.’42) „sendur í sveit að Hvanneyri ferm- ingarvorið sem baldinn Reykjavík- urdrengur.“ Og 16 ára búfræðingur lærði að vinna á dönskum búgarði. „Pijónahaldið hennar mömmu kenndi mér stundvísi, segir Óskar í sama viðtali. „Danski bóndinn reif mig úr því strax fyrsta morguninn og rassskellti fyrir að sofa yfir mig.“ Síðar gat Óskar ekki þolað óstund- vísi. Besti „mínútumaður” hans eða vaktmeistari í síldinni á Siglufirði var sjálfur Bjarni Benediktsson! Slysið fékk óskaplega á hann pabba! Frétt í Morgunblaðinu 23. sept.’41: „Jarlinn er talinn af. Fór frá Fleetwood 3. september og ætl- aði beint til Vestmannaeyja, en ekk- ert hefur spurst til hans síðan. Með skipinu voru 11 menn.“ „Þetta fékk alveg óskaplega á hann pabba,“segir Erna. „Bróðir minn á skipinu og allir skipsveijar, kunningjar og vinir. Það var svo eftirsótt að fá pláss á Jarlinum. Pabbi háttaði ekki, en sat í stólnum við símann í fleiri sólarhringa að bíða eftir skeyti. Þetta var í miðju stríðinu. Sæsíminn slitinn og erfitt að síma nokkuð þar sem ekki mátti gefa upplýsingar um skipaferðir. Loks kom skeytið frá Þórarni um- boðsmanni pabba í Fleetwood. Mikil sorg og við fengum aldrei að vita, hvort skipið var skotið niður eða hvað kom fyrir það.“ Til minningar um ástfólginn son Hinn 5. júlí ’43 berst Ijóðminja- Morgunblaðið/Sverrir Feðgarnir Óskar Halldórsson eldri og Óskar Theódór Óskarsson yngri. Shakespeare og H.C. Andersen við steinda gluggann á stigapalli Þjóðminjasafnsins, Lilja Árnadóttir safnvörður í félagsskap með Vilhjálmi Stefánssyni landkönnuði og Sigurði Nordal prófessor. safninu bréf frá Óskari, þar sem hann tilkynnir um 30 þúsund króna minningargjöf um son sinn. Upp- hæðinni verði ráðstafað til að stofna vaxmyndasafn í Reykjavík. Um gjöf- ina segir Óskar í Mbl. 4. júlí ’43: „Þegar ég á unglingsárum mínum dvaldi í Kaupmannahöfn, varð mér á fátt jafn starsýnt og myndir vax- myndasafnsins þar. I safni þessu varð ég fyrir áhrifum sem ég gleymi aldrei. Mig hefur lengi langað til að koma upp vísi að slíku safni í Reykja- vík, þar sem síðari kynslóðir gætu séð nákvæmar líkingar af merkis- mönnum þjóðarinnar." En Óskar komst að raun um, að erfiðara var að koma upp vaxmynda- safni en hann hafði ætlað. „Honum gekk svo illa að fá gjaldeyri," segir Erna „næstum útilokað að fá pen- inga yfirfærða. Og það var ekki nóg að láta móta höfuðin. Geysileg vinna liggur á bak við líkönin sjáif. Lík- amsstærð og hálslengd varð að vera rétt og líkamsburður að samsvara fyrirmynd. Pabbi lét Gems Ltd. í London gera líkönin og Nathan, sérhæft fyrirtæki í hirðklæðum og leikbúningum, saumaði flesta búningana.” Og allt varð að vinnast eftir ná- kvæmu máli. í bréfi frá Gems 11. apríl, ’47 segir: „eftir að hafa farið yfir síðustu myndir, viljum við stytta hálsinn á Roosevelt...gefa Churchill meiri reisn...gera Napóleon mjaðma- meiri...snúa höfðinu á Shakespeare í samræmi við styttuna af honum í Westminster Abbey.“ Breski myndhöggvarinn Richard Lee „Pabbi var heppinn að fá enska listamanninn Richard Lee til að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.