Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 C 13 Kaffisala Dómkirkjunnar KIRKJUNEFND kvenna Dóm- kirkjunnar verður með sína ár- legu kaffisölu í dag og verður hún í Safnaðarheimili Dómkirkj- unnar í Gamla Iðnskólanum, Lækjargötu 14a, og hefst kl. 15 að lokinni messu í Dómkirkjunni. Messan hefst kl. 14 og annast sr. Þórir Stephensen alla messu- gjörð, prédikar og þjónar fyrir alt- ari og er það dómkirkjufólki fagn- aðarefni að sjá sr. Þóri í þeirri kirkju sem hann þjónaði svo lengi og vel. Einsöng í messunni syngur Berg- þór Pálsson óperusöngvari. Einnig syngur Dómkórinn undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar dómorg- anista. Auk kaffisölunnár verða konurn- ar með ýmiss konar páskaföndur til sölu, þar á meðal fallega skreytt- ar blómagreinar, og hafa konurnar sjálfar unnið þá fallegu munu. Ekki þarf að efast um meðlætið með kaffinu. Það verður enginn svikinn af því. Það hafa konurnar sýnt og sannað árum saman. Allur ágóði af kaffisölunni fer til stuðnings því starfí, sem konurnar Dómkirkjan í Reykjavík. vinna fyrir Dómkirkjuna, en þar hafa þær veitt ómetanlegan stuðn- ing á undanförnum áratugum. Til þessa starfs hafa konurnar í Dómkirkjunni notið velvilja og stuðnings borgarbúa og vonum við að svo verði enn og margir leggi leið sína í Safnaðarheimili Dóm- kirkjunnar að lokinni messunni og njóti þar hinna bestu veitinga um leið og gott málefni er stutt. Hjalti Guðmundsson Sameiginleg guðsþjónusta Grafarvogs- og Seljasóknar ANNAN sunnudag í föstu, 15. mars, verður sameiginleg guðs- þjónusta Grafarvogssóknar og Seljasóknar í Seljakirkju. Guðs- þjónustan hefst kl. 14.00. Safnaradag- ur í Kolaporti Kolaportið ætlar að efna til sérstaks safnaradags sunnudaginn 29. mars, en einn slíkur var haldinn fyrir ári og heppnaðist mjög vel er 50 safn- arar víða að af landinu skiptust á munum, seldu eða sýndu fjölbreytta safngripi sína. í frétt frá Kolaport- inu segir m.a. að þeir, sem áhuga hafi á að taka þátt í þessum safn- aradegi, gefí sig sem fyrst fram. Kórar sóknanna beggja munu sameina krafta sína í söng undir stjórn þeirra Kjartans Sigurjóns- sonar, Sigríðar Jónsdóttur og Sig- urbjargar Helgadóttur. í guðsþjón- ustunni flytja þau messu eftir sænska tónskáldið Widén og er þetta frumflutningur þessa tón- verks hér á íslandi. Undirleikari á orgel er Bjami Jónatansson. Fiðlu- leikur er í höndum Auðar Hafsteins- dóttur en einsöng annast þau Ingi- björg Marteinsdóttir og Bogi Arnar Finnbogason. Sr. Vigfús Þór Árnason sóknar- prestur í Grafarvogssókn prédikar en prestar Seljasóknar þau sr. Val- geir Ástráðsson og sr. Irma Sjöfn Oskarsdóttir þjóna fyrir altari. (Fréttatilkynning) Söngskglinn í Reykjavik í íslensku óperunni 22. mars kl. 20.00: Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík Orfeus í Undirlteimiim eftir J. Offenbah - ísl. texti: Guðmundur Jónsson Forsala aðgöngumiða í miðasölu Óperunnar frá 16. mars, daglega kl. 15.00-19.00 sími 11475 Ævintýradvöl í fjarlægu landi Ef þú.... ★ ert fædd(ur) 1975, 1976 eða 1977, ★ vilt auka þekkingu þína á framandi löndum og menningu, ★ vilt læra nýtt og spennandi tungumál, ★ vilt kynnast fjölskyldulífi og skóla i framandi landi, þá er dvöl sem skiptinemi í Suður-Ameríku eða Ástralíu örugg- lega eitthvað fyrir þig! Umsóknartíminn fyrir ársdvöl í Suður-Ameríku eða Ástralíu, með brottför í janúar/febrúar 1993, er nú hafinn. Dvöl sem skiptinemi í löndum Suður-Ameríku eða Ástralíu er einstætt tækifæri til að kynnast af eigin raun þessum heillandi löndum og íbúum þeirra, njóta framandi menningar og heimsækja staði sem eru engum Ifkir. Umsóknartími er til 30. apríl. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá: 4FS Á ÍSL4NDI Alþjóöleg fræðsla og samskipti Laugavegi 59, 3. hæð, pósthólf 753, 121 Reykjavík, sími 25450. Opið milli kl. 9.30 og 17.00 alla virka daga. BRÚÐKAUPSVEISLUR —Perlan á Öskjuhlíð sími 620200 SIEMENS lii Þvottavélar Þurrkarar Uppþvottavélar Eldavélar Örbylgjuofnar Gœðatceki fyrir þig og þína! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Styrkur til tónlistarnáms Minningarsjóður Lindar h.f. um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis á næsta skólaári 1992/93. Veittur verður einn styrkur að upphæð kr. 600.000,- Styrkur þessi verður sá fyrsti, sem sjóðurinn úthlutar. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform sendist fyrir 15. maí nk. til formanns sjóðsins. Erlendar Einarssonar, Selvogsgrunn 27, 104 Reykjavík. Umsókn fylgi hljóðritanir, raddskrár og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjanda. Tónlistarfólk sem hyggur á nám í Frakklandi kemur að öðru jöfnu frekar til greina. TILBOÐ ÓSKAST í Chevrolet Blazer S-10 Sport 4x4, árg. ’91 (ek- inn 13 þús. mílur), Ford Bronco U-15 XLT 4x4, árg. ’84 og aðrar bifreiðar er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 17. mars kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA PHILCO Philco vélamar sem bæði ÞVO OG ÞURRKA Áhyggjulaus þvottur frá upphafi til enda. Sparar pláss, enginn barki, engin gufa. Vélarnar spara orku með því að taka inn á sig bæði heitt og kaltvatn, þægilegrageturþað ekki verið. LA103 ÞVQTrAVÉL + ÞURRKARi • Tvöföld vél í einu tæki. • Tekur 5 kg i þvotf, 2,5 kg í þunkun. ® Allt að 1000 snúninga vinda. e Ræðivari. a Yfirhitunan/ari. • Ryðfrítt stál í ytri og innri belg. RÉTT VERÐ 73.600,- LA104 ÞVOTTAVEL + ÞURRKARI Tvöföld vél í einu tæki. NÝTT Tekur 6 kg I þvott, þurrkar 3,5 kg. 400-1000 snúninga vinda. Rofi sem metur tímaþörf. Rafeindastýrð hleðslujöfnun Ræði- og yfirhitunarvari. RETTVERÐ 84.100,- Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SlMI 691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 í sanaunyjUHt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.