Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 20
[£ 20 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 AF SPJÖLDUM GLÆPASOGUNNAR PERSONULEGT HATUR RÉÐ VALINU JEAN-PAUL Marat leit á sjálf- an sig sem afburða vísinda- mann á borð við Isaac Newton. Samtímamenn hans úr hópi fræðimanna voru honum ekki sammála, og bækur hans um vísindi og heimsspeki hlutu lítið lof gagnrýnenda. En franska byltingin skipaði Marat í flokk píslarvotta. Eftir að hafa lokið læknanámi í Evrópu settist Marat að í London á áttunda tug átj- ándu aldar og opnaði þar eigin læknastofu. Hann var barn upp- lýsingarstefnunnar og undir mikl- um áhrifum frjálslyndishugsjóna Voltaire, Rousseaus og Motesqui- eus, sem upptendruðu 1789-kyn- slóðina. Árið 1771 kom út eftir Marat „Ritgerð um mannssálina" (Essay on the Human Soul), og tveimur árum síðar „Heimspeki- leg ritgerð um manninh", (A Phi- losophical Essay on Man). Mikil- vægasta verk hans, sem hann átti síðar eftir að bera fram fyrir franskan almenning sem ná- kvæma forskrift að byltingu, kom út 1774 og bar heitið „Hlekkir ánauðar" (The Chains of Sla- very). Þar setur þessi ungi eld- hugi fram hugmynd sína um launráð aðalsins eða hirðarinnar. Hann sneri heim til Frakklands árið 1777 þar sem hann var skip- aður heimilislæknir varðmanna d'Artois greifa (sem síðar varð Karl X), og hann stundaði auka- lega ábatasöm læknisstörf. Meðal sjúklinga hans voru ýmsir félagar klerkastéttarinnar, sem hann út- hrópaði síðar sem óvini byltingar- innar. Árið 1780 birti Marat ritgerð sína, „Uppdráttur að glæpsam- legri lagasetningu", sem álitin var byltingarhvetjandi og var því bðnnuð samkvæmt fyrirmælum frá konungi. Þremur árum síðar sagði hann af sér læknisembætti og sneri sér að skrifum og vísinda- rannsóknum. Þegar honum tókst ekki að fá starfsbræður sína til að útnefna sig félaga hinnar virtu Vísindaakademíu landsins tóku einangrunarkennd og vonbrigði að hrjá hann. Það var um þetta leyti, að sögn sagnfræðingsins Louis Gottschalks, að píslarvott- arkenndir tóku að þróast hjá Marat. Þegar áhlaupið var gert á Bastilluna 14. júlí 1789, sem táknaði upphaf bylting- arinnar afdrif- aríku í Frakk- landi, var Marat í fyrstu talsmað- ur gamla kerfis- ins (ancien rég- ime), gegn því að konungur sýndi vilja til að koma á nauð- synlegum um- bótum. Með útgáfu fyrsta eintaks- íns af L'Ami du Peuple (Vinur alþýðunnar) í september 1789 hvatti Marat til þjóðfélagsbylt- ingar á breiðari grunni óg harðra aðgerða gegn aðlinum. Róttæk við- horf Marats gengu of langt að dómi Girond- Byltingarmenn Charlotte Corday haf ði vitneskju um að maðurinn sem hún hataði lá stöð- ugtíbaðkeriá heimili sínu við Cordelieres-stræti og þangað hélt hún með rýting innan klæða. ína, hægfara vinstrimanna sem réðu gangi byltingarinnar í upp- hafi. Hann var hrakinn í tíma- bundna útlegð í Englandi árið 1790 vegna ítrekaðra ásakana um hálfvelgju hjá Jacques Necker, sem var fjármálastjóri Lúðvíks konungs XVI árin 1771-81 og 1788-90. Útlegðin" varð ekki löng, því þremur mánuðum síðar var hann kvaddur heim á ný til að koma á fót málgagni fyrir Montagnard- hópinn, sem hann fylgdi að mál- um. í þessu málgagni sínu lýsti Marat vanþóknun á de Lafayette markgreifa, Jean-Sylvain Bailly borgarstjóra Parísar og ^de Mirabeau greifa, sem hann sagði gagnbyltingarsinna. Hann varaði „borgara" Frakklands við ráða- bruggi konungssinna úti um landsbyggðina og þeirri ógn sem steðjaði að Frakklandi frá kon- ungsríkjum Evrópu. Sem fulltrúi á Þjóðþinginu barðist hann fyrir stighækkandi tekjuskatti, starfs- þjálfun verkamanna og styttingu þjónustutíma manna á herskyldu- 'aldri. En Marat var ekki laus undan gagnrýni Girondína, sem höfðu enn veruleg áhrif á þingi. í apríl 1793 var hann færður fyrir bylt- ingardómstól sakaður um póli- tíska glæpi. Hann var sýknaður 24. apríl, og var það tákn um áhrif „Fjallsins" (hóps þingmanna Charlotte Corday í nánum tengslum við Jakobína- klúbbinn róttæka í París, en nafn- ið er dregið af upphækkuðum bekkjum sem þeir sátu á í þing- inu) umfram hófsamari _ þing- menn. Brátt hófst tími „Ógnar- stjórnarinnar" þegar nefnd um almannaöryggi sendi hvern Gir- ondínann á fætur öðrum til aftöku undir fallöxinni. Marat og aftöku- sveitir hans urðu að vinsælum hetjum borgarastéttar Parísar, en sama var ekki að segja um full- trúa aðalsins í dreifbýlinu. Til dæmis fannst Charlotte Gorday Marat hafa svikið anda og hug- sjónir lýðræðislegs stjórnarfars. Marie-Anne Charlotte Corday D'Armans var aðalborin og fædd- ist í St. Saturin des Liguertes í Normandy árið 1768 en hlaut menntun sína í Klaustri heilagrar þrenningar. Hún lærði að Iesa Ijóð þriggja ára, og þegar hún náði fullorðinsaldri var Corday vel lesin í verkum PJutarchs og Voltaires. Fjölskylda hennar fylgdi Gir- ondínum að málum, og þegar þeir biðu lægri hlut í blóðugum hreins- unum 31. maí 1793 var Corday ákveðin í að hefna harma þeirra. Hún yfirgaf heimili sitt í Caen og sagði föður sínum að hún ætlaði að leita hælis í Englandi, en hélt hins vegar til Parísar. Hún hafði ekki ákveðið hvert fórnarlamb hennar yrði, en í herbergi sínu í Hotel de la Providence við Vieux Jean-Paul Marat Augustins stræti komu þekkt nöfn upp í huga hennar, Georges- Jacques Danton, Robespierre og Jean-Paul Marat, sem öll voru orðin tákn nýs afbrigðis níðings- skapar á landsbyggðinni. Það sem réð vali hennar á Marat á endan- .um var persónulegt hatur sem hún hafði borið til hans frá því hann fyrirskipaði dauða unnusta henn- ar, ungs majórs. í hernum, Bélz- unce að nafni, árið 1789. Snemma morguns 13. júlí 1793 keypti Corday sér rýting með 15 sm löngu blaði í hnífabúð hjá Palais Egalité. Corday hafði vitn- eskju um að maðurinn sem hún hataði lá stöðugt í baðkeri á heim- ili sínu á Cordelieres stræti 20. Marat þjáðist af lamandi húðsjúk- dómi sem aðeins var unnt að milda í fróandi heitu vatni blönduðu ediki. Þegar hann lá í baðkerinu samdi Marat ritstjórnargreinar fyrir blað sitt og tók á móti sam- starfsmiönnum eftir þörfum. Um níuleytið einn morguninn birtist Corday heima hjá Marat, en Cat- herine Evrard, systir ástkonu Marats, neitaði að hleypa henni inn. Hún sagði Corday að ritstjór- inn væri of veikur til að taka á móti gestum. Þegar hún kom heim í hótelherbergi sitt skrifaði Charl- otte stutt bréf sem hún sendi heim til Marats. „Ég var að koma frá Caen. Ást yðar á ættjörðinni fær mig til að krefjast hefndar eftir að hafa komið að Corday hjá Iíki Marats í baði. álíta að þér munið hlusta með ánægju á leynda atburði í þeim hluta lýðveldisins. Ég mun mæta heima hjá yður: Verið svo góður að gefa fyrirmæli um að mér verði hleypt inn og veitið mér stutt einkaviðtal. Ég mun benda á leið fyrir yður til að veita Frakklandi mikilvæga aðstoð. Charlotte Corday, Hotel de la Providence." Svar Marats barst nokkrum tímum síðar. Corday gat fengið viðtal sama kvöld. Hún hélt á ný til heimilis Marats klukkan sjö um kvöldið, en var enn vísað frá, í þetta sinn af Simmone Evrard. Hún brást ókvæða við, og þegar Marat heyrði mótmælin boðaði hann þessa ungu konu til her- bergja sinna. Ef hún hafði komið alla þessa leið til að segja honum merkar fréttir, sagði Marat, þá bæri vissulega að veita henni áheyrn. Charlotte kom að fjand- manni sínum þar sem hann lá í kopar-baðkeri sínu við skriftir. Hún kynnti sig sem vin alþýðunn- ar og þuldi upp fjölda nafna á ímynduðum „svikurum" frá Caen. „Eg sendi þá alla undir fallöxina innan fárra daga!" sagði Marat ánægður. Charlotte dró fram rýtinginn sem hún hafði innan klæða og rak hann í brjóst Marats. Hálfkæft hróp hans á hjálp heyrðist niður, en þegar Simone kom æðandi inn í herbergið var Marat að dauða kominn. Einum þjónanna, Laurent Bas, tókst að yfirbuga Corday, og var henni haldið þar til sveit byltingarvarða kom á vettvang. Hún játaði glæp sinni fyrir Je- an-Baptiste Drouet, sem var fyrstur á staðinn. Charlotte var færð í Prison de Pabbaye fangels- ið og henni haldið þar næstu þrjá daga þar til mál hennar var tekið fyrir hjá Alþýðudómstólnum. Húri svaraði ásökunum með því að segja: „Það er aðems í París sem fólk lætur þennan mann dáleiða sig. Úti á landi hefur hann alltaf verið álitinn níðingur. Mér var ljóst að hann var að misbjóða Frakklandi. Ég drap einn mann til að bjarga lífum hundruða þús- unda. Ég var lýðveldissinni löngu fyrir byltinguna, og mig hefur aldrei skort þrek." Antoine- Quentin Fourqui- er-Tinville dæmdi Charlotte Corday til dauða, og hún var flutt í handvagni til Byltingartorgs- ins, Place de la Révolution, 15. júlí 1893. Böðullinn Sanson varð við beiðni Charlotte um að fá að skoða þetta verk- færi dauðans, fallöxina. „Ég hef aldrei séð slíka fyrr," sagðihún.„Við þessar aðstæður er ég dálítið for- vitin." Sumir hylltu Charlotte sem hetju, en leiðtogar Ognar- innar úthúðuðu henni og héldu áfram að styrkja stöðu Montagn- ard-hópsins með því að slátra af handahófi þús- undum ímynd- aðra fjand- manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.